Morgunblaðið - 15.02.2001, Síða 57

Morgunblaðið - 15.02.2001, Síða 57
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2001 57 BRAUTSKRÁNING stúdenta frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ fór fram laugardaginn 10. febrúar. Alls voru stúdentarnir 32 talsins af sex námsbrautum. Athöfnin fór fram í Vídalínskirkju. Þorsteinn Þor- steinsson, skólameistari, flutti ávarp og afhenti nemendum próf- skírteini en Gísli Ragnarsson að- stoðarskólameistari stýrði athöfn- inni. Skólameistari ræddi um starfið á liðinni önn og þær sérstöku að- stæður sem sköpuðust við verkfall kennara. Hann þakkaði nemendum þolinmæðina og kennurum fyrir dugnað og þrautseigju þegar leysa þurfti snúin mál að verkfallinu loknu. Þá ræddi hann námskipan skólans sem er og verður fyrst og fremst bóknámsskóli en með sér- staka áherslu á öfluga listnáms- braut. Varðandi húsnæðismál hans er framundan vígsla 600 manna há- tíðasalar skólans. Verður skólinn þá rúmlega 5.600 fermetrar. Skóla- meistari ræddi þá þjónustu sem leitast væri við að veita hinum ólíku hópum nemenda og sagði góðan skóla vera spegilmynd mannlífsins í réttustu og bestu mynd sinni. Skólameistari ávarpaði nem- endur þegar brautskráningu var lokið. Hann minnti á að mannsævin skiptist í nokkur tímabil. Listin að lifa væri að gera hvert tímabil að því besta, taka steinvöluna sem lægi við fætur manns og upplifa tækifærið sem í henni byggi. Mik- ilvægt væri að setja sér markmið en einnig að líta til himins í hversdags- leikanum og upplifa mikilfengleik óendanleikans. Formaður skólanefndar, Matth- ías G. Pétursson, flutti hinum ný- brautskráðu nemendum kveðju og Hjörtur Brynjólfsson flutti ávarp fyrir hönd nýstúdenta. Halla Viðarsdóttir dúx Dúx skólans var Halla Viðars- dóttir, stúdent af eðlisfræðibraut, og hlaut hún viðurkenningu fyrir frábæran árangur, ágætiseinkunn í 54 af 55 námsáföngum. Halla og tví- burasystir hennar, Hanna Viðars- dóttir, fengu báðar verðlaun fyrir mjög góðan árangur í íslensku, stærðfræði, eðlisfræði, íþróttum, frönsku og líffræði ásamt við- urkenningu fyrir frábæra skóla- sókn. Hanna hlaut ennfremur verð- laun fyrir mjög góðan árangur í efnafræði. Ólöf Jónsdóttir hlaut viðurkenn- ingu fyrir flestar námseiningar, 159 talsins, en lágmarksfjöldi ein- inga er 140. Kvenfélag Garðabæjar veitti verðlaun fyrir góðan árangur í fata- og textílhönnun og féllu þau í skaut Ástu Rúnar Jónsdóttur. Aðrir nemendur sem hlutu viðurkenn- ingu voru Monika Hrönn Ingólfs- dóttir fyrir góðan árangur í mynd- listargreinum, Gunnhildur Róbertsdóttir í félagsgreinum, Atli Sævarsson í félagsgreinum og sögu, Sara Jóhannsdóttir í sögu, og Birna Rún Pétursdóttir, Eiríkur Ari Eiríksson og Ólöf Jónsdóttir fyrir ágæta skólasókn. Nýstofnaður Kvennakór Garða- bæjar flutti nokkur lög við athöfn- ina, m.a. skólasöng Fjölbrautaskól- ans í Garðabæ undir stjórn Ingibjargar Guðjónsdóttur söng- konu. Skólasöngurinn er eftir Arn- þrúði Lilju Þorbjörnsdóttur við texta eftir Bjarka Bjarnason. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Brautskráning frá Fjöl- brautaskólanum í Garðabæ Sléttari húð, aukinn ljómi og fullkomin ró. Róandi næturkrem sem færir húðinni vítamín. D-STRESS NÆTURKREM Háholti 14, sími 586 8000 Kynning í dag og á morgun: Spennandi tilboð á rakakremum. Kaupauki: Kertastjaki fylgir þegar verslað er fyrir kr. 3.000 eða meira. Tölvur Compaq EX vinnustöð taeknival.is 89.900.- verðm.vsk* 733/133Mhz Intel PIII örgjörvi 64 Mb vinnsluminni Geisladrif & hljóðkort 10 Gb harður diskur Windows 98 stýrikerfi 3 ára ábyrgð Sérstaklega skarpur og bjartur snertiskjár • Upplausn 240x320pixel Lyklaborð í vél • Þekkir handskrift • Upptökumöguleiki • Tengikví með serial tengingu • Innrautt tengi 115kbs • Hljóðnemi og hátalari • Lithium rafhlaða með 15 klst. endingu • Stærð aðeins 130x15,9x83,5 mm • Þyngd aðeins 170 gr. • Hægt að tengja aukabúnað –GSM, GPS þráðlaus netkort ofl. Compaq Ipac H3630 lófatölva 69.900.- verðm.vsk Keflavík • Sími 421 4044Reykjavík • Sími 550 4000 Akureyri • Sími 461 5000 Ath: skjár ekki innifalinn í verði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.