Morgunblaðið - 15.02.2001, Síða 59

Morgunblaðið - 15.02.2001, Síða 59
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2001 59 NÝVERIÐ útskrifuðust 16 viður- kenndir bókarar frá Símennt Há- skólans í Reykjavík. Forsaga námsins er að í 1. gr. laga nr. 29/1997, um breytingu á lögum um bókhald, var ákveðið að setja á laggirnar námskeið og próf fyrir þá sem vilja öðlast viðurkenningu sem bókarar. Í viðurkenningunni felst að viðkomandi hefur staðist próf í bók- færslu, helstu atriðum reiknings- skila og lögum og reglum um skatt- skil, auk þess sem þeir þurfa að fullnægja ákveðnum almennum hæfisskilyrðum sem talin eru upp í lögunum. Markmið viðurkenningar- innar samkvæmt lögunum er fyrst og fremst að sinna þörfum þeirra sem kaupa bókhaldsþjónustu. Með opinberri viðurkenningu sem þess- ari má gera ráð fyrir þegar fram líða stundir að sá sem vill kaupa þjónustu af hæfum aðila geti gengið að því vísu að fá slíka þjónustu ef fyrir liggur að viðkomandi þjónustu- aðili hefur staðist próf samkvæmt lögunum. Samningur var gerður ár- ið 1999 milli fjármálaráðuneytisins og Háskólans í Reykjavík um nám- skeiðahald í þessu skyni. Haustið 2000 sóttu 30 þátttak- endur nám til prófs og hafa nú 16 þeirra lokið prófum og fá því til staðfestingar afhenta viðurkenn- ingu. Er þeim þar með heimilt að kalla sig viðurkennda bókara. Viðurkenndir bókarar útskrifaðir frá Háskólanum í Reykjavík Hópurinn sem útskrifaðist: Anna Antonsdóttir, Brynja Sigurjónsdóttir, Guðveig Jóna Hilmarsdóttir, Gunnar Páll Ívarsson, Halla Auðunardóttir, Halla Guðbjörg Torfadóttir, Hólmfríður Þorvaldsdóttir, Hulda Jakobs- dóttir, Ingibjörg Kristinsdóttir, Jóhanna Hallsdóttir, Már Jóhannsson, Rósa Ólafsdóttir, Rósant G. Aðalsteins- son, Sigurlín Guðný Ingvarsdóttir, Unnur Guðlaugsdóttir og Þórdís Guðrún Bjarnadóttir. Einnig eru á mynd- inni Vignir Rafn Gíslason PricewaterhouseCoopers, Ragnheiður Snorradóttir, formaður prófanefndar, Sólrún Smáradóttir, Símennt Háskólans í Reykjavík, og Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytis. annan hvern miðvikudag VIÐSKIPTI mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.