Morgunblaðið - 15.02.2001, Side 64
DAGBÓK
64 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Mánafoss kemur í dag.
Sava Lake og Helgafell
fara í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Laura Helena og Rán
fara á morgun. Haukur
fór í gær.
Mannamót
Árskógar 4. Kl. 9–12
bókband, kl. 9–16.30
penna- og bútasaumur,
kl. 9.45 morgunstund,
kl. 10.15 leikfimi, kl. 11
boccia, kl. 13 opin
smíðastofa.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9
leikfimi, kl. 9–12 mynd-
list, kl. 9–16 handavinna,
kl. 14 dans, kl. 14–17
glerskurður. Ásdís hjá
Samvinnuferðum-
Landsýn verður með
ferðakynningu í dag kl.
15. Allir velkomnir.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið
Hlaðhömrum er á
þriðjud. og fimmtud. kl.
13–16.30, spil og föndur.
Leikfimi í íþróttasal á
Hlaðhömrum, þriðjud.
kl. 16. Sundtímar á
Reykjalundi kl. 16 á
miðvikud. Pútttímar í
Íþróttahúsinu á Varmá
kl. 10–11 á laugard.
Kóræfingar hjá Vorboð-
um, kór eldri borgara í
Mos. á Hlaðhömrum á
fimmtud. kl. 17–19. Jóga
kl.13.30 –14.30 á föstud.
í Dvalarheimili Hlað-
hömrum. Uppl. hjá
Svanhildi í s. 586-8014
kl. 13–16.
Félagsstarf aldraðra,
Dalbraut 18–20. Kl. 9
handavinnustofan opin,
kl. 9.30 danskennsla,
gler- og postulínsmálun,
kl. 13 opin handa-
vinnustofan og klippi-
myndir, kl. 14.30 söng-
stund.
Félagsstarf aldraðra,
Lönguhlíð 3. Kl. 11.10
leikfimi, kl. 13 föndur og
handavinna. Kl. 15.
bingó.
Félagsst. Furugerði 1.
Kl. 9 smíðar og út-
skurður, glerskurður og
leirmunagerð, kl. 9.45
verslunarferð í Austur-
ver, kl. 13.30 boccia.
Blómaball í kvöld kl.
17.30 Hljómsveitin „Í
góðum gír“ leikur fyrir
dansi. Allir velkomnir.
Messa á morgun kl. 14.
Prestur sr. Ólafur Jó-
hannsson, kaffiveitingar
eftir messu.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Púttæfingar í Bæjarút-
gerðinni kl. 10–12. og
Opið hús kl. 14 í boði
Sjálfstæðisfélaganna í
Hafnarfirði. Laugardag-
inn 17. febr. kl. 16 halda
tveir kórar eldri borg-
ara tónleika í Víðistaða-
kirkju, Hljómur frá
Akranesi og Gaflarakór-
inn frá Hafnarfirði.
Leikhúsferð laugardag-
inn 24. febr. Á sama
tíma síðar. Skráning
stendur yfir í Haunseli.
Félagstarf aldraðra,
Garðabæ. Spilað í
Kirkjulundi á þriðjudög-
um kl. 13.30. Spilað í
Holtsbúð í dag kl. 13.30.
Bingó og skemmtikvöld
í Kirkjuhvoli 22. febrúar
kl. 19.30 á vegum Lions-
klúbbs Garðabæjar.
Rútuferðir samkvæmt
áætlun. Ferð í Þjóðleik-
húsið 24. febrúar kl. 20.
Félag eldri borgara í
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Brids í dag kl.
13. Leikhópurinn Snúð-
ur og Snælda sýna
„Gamlar perlur“. Sýn-
ingar eru á miðviku-
dögum kl. 14 og sunnu-
dögum kl. 17. Miða-
pantanir í símum
588-2111, 568-9082 og
551-2203. Sjávarfangs-
veisla, verður haldin 16.
febrúar, dansað á eftir
borðhaldi. Skráning haf-
in á skrifstofu FEB. Að-
alfundur FEB verður
haldinn í Glæsibæ, 24.
febr. kl. 13.30. Uppl. í s.
588-2111.
Félagsstarfið, Hæðar-
garði 31. Kl. 9–16.30 op-
in vinnustofa, gler-
skurður, kl. 9–17
hárgreiðsla og böðun,
kl. 10 leikfimi, kl. 13.30
bókabíll, kl.15.15 dans.
Gerðuberg, félagsstarf.
Sund og leikfimiæfingar
í Breiðholtslaug kl. 9.30,
kl. 10.30 helgistund í
umsjá Lilju G. Hall-
grímsdóttur, frá hádegi
vinnustofur og spilasal-
ur opin, m.a. glermálun í
umsjón Óla Stína. Allar
veitingar í kaffihúsi
Gerðubergs. Aðstoð frá
Skattstofu við skatt-
framtöl verður veitt
miðvikud. 7. mars.
Skráning hafin. Allar
upplýsingar um starf-
semina á staðnum og í s.
575-7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Handavinnnustofan op-
in, gler og postulín kl.
9.30, leikfimi kl. 9.05, kl.
9.50 og kl. 10.45, kl. 13
taumálun, og klippi-
myndir, kl. 20 gömlu
dansarnir, kl. 21 línu-
dans. Myndlistarsýning
frístundamálara í Gjá-
bakka stendur yfir til
23. febrúar.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9.15 postulíns-
málun, kl. 10 jóga og
ganga, kl. 13 brids, kl.
14 boccia, kl. 13–16
handavinnustofan opin.
Hraunbær 105. Kl. 9–
16.30 bútasaumur,
perlusaumur og korta-
gerð, kl. 9.45 boccia, kl.
14 félagsvist.
Hvassaleiti 56–58. Kl. 9
opin handavinnustofa
búta- og brúðusaumur,
kl. 10 boccia, kl. 13
handavinna, kl. 14
félagsvist.
Norðurbrún 1. Kl. 9
handavinnustofurnar
opnar, útskurður, kl. 10
leirmunanámskeið. Guð-
rún K. Þórðardóttir,
djákni í Áskirkju, verð-
ur með helgistund í mat-
sal kl. 14.
Vesturgata 7. Kl. 9.15–
15.30 handavinna, kl. 10
boccia, kl. 13–14 leik-
fimi, kl. 13–16 kóræfing.
Á morgun kl. 15 verður
ferðakynning á vegum
Samvinnuferðar-Land-
sýnar. Rjómabollur með
kaffinu. Miðvikudaginn
21. febrúar verður farið
kl. 13.20 í Ásgarð,
Glæsibæ. Sýndar verða
gamlar perlur með Snúð
og Snældu. Kaffiveit-
ingar seldar í hléinu,
skráning í síma 562-
7077. Í dag kl. 10.30
verður fyrirbænastund í
umsjón sr. Hjálmars
Jónssonar Dómkirkju-
prests.
Vitatorg. Kl. 9 smiðjan,
kl. 9.30 glerskurður,
fatasaumur og morgun-
stund, kl. 10 boccia, kl.
13 handmennt, körfu-
gerð og spilað.
Gullsmárabrids. Brids-
deild FEBK í Gullsmára
býður alla eldri borgara
velkomna að brids-
borðum í félagsheim-
ilinu að Gullsmára 13 á
mánu- og fimmtudög-
um. Mæting og skrán-
ing kl. 12.45. Spil hefst
kl. 13.
ÍAK. Íþróttafélag aldr-
aðra í Kópavogi. Leik-
fimi kl. 11 í Digranes-
kirkju.
Sjálfboðamiðstöð
Rauða krossins, Hverf-
isgötu 105, kl. 14–17:
Handverk af ýmsu tagi í
styrktar- og fjáröflunar-
skyni. Allir velkomnir.
Kristniboðsfélag
kvenna, Háaleitisbraut
58–60. Biblíulestur í dag
kl. 17 hefur Benedikt
Arnkelsson.
Sjálfsbjörg, félag fatl-
aðra á höfuðborgar-
svæðinu, Hátúni 12. Í
kvöld kl. 19.30 tafl.
GA-fundir spilafíkla eru
kl. 18.15 á mánudögum í
Seltjarnarneskirkju
(kjallara), kl. 20.30 á
fimmtud. í fræðsludeild
SÁÁ, Síðumúla 3–5, og í
Kirkju Óháða safnaðar-
ins við Háteigsveg á
laugard. kl. 10.30.
Húnvetningafélagið,
félagsvist í Húnabúð
Skeifunni 11 í kvöld kl
20. Þriðja kvöld í fjög-
urra kvölda parakeppni.
Deild leikskólakennara
á eftirlaunum heldur
aðalfund sinn í dag kl.
14.30 á Grettisgötu 89,
2. hæð. Á dagskrá eru
hefðbundin aðalfund-
arstörf. Gestur fund-
arins verður Björg
Bjarnadóttir, formaður
Félags ísl. leikskóla-
kennara, og mun hún
kynna nýgerða kjara-
samninga félagsins.
Kvenfélag Kópavogs,
fundur í kvöld kl. 20.30 í
Hamraborg 10, mynda-
sýning.
Úrvalsfólk. Vorfagn-
aður Úrvalsfólks verður
haldinn á Hótel Sögu,
Súlnasal, föstudaginn
16. febrúar kl. 19, miða-
og borðapantanir hjá
Rebekku og Valdísi í
síma 585-4000.
Í dag er fimmtudagur 15. febrúar,
46. dagur ársins 2001. Orð dagsins:
Berið hver annars byrðar og upp-
fyllið þannig lögmál Krists. Sá sem
þykist vera nokkuð, en er þó ekkert,
dregur sjálfan sig á tálar.
(Gal. 6, 2.-4.)
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið.
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI rakst nýverið á aug-lýsingu frá Heimsferðum um
fargjald til Alicante. Í henni kom
fram að fargjald í sumar væri 27.400
kr. miðað við ferð fyrir hjón með tvö
börn. Víkverji hafði einmitt ráðgert
að fara til Spánar og dreif sig því að
panta ferð á þessu góða verði. Vík-
verji hafði reiknað út að hann kæm-
ist til Spánar með alla fjölskylduna
fyrir 109.600 kr.
Víkverji flýtti sér því niður í að-
alstöðvar Heimsferða til að ganga
frá kaupum á ferðinni. Í ljós kom
hins vegar að þetta fargjald miðaðist
einvörðungu við að farið væri út ann-
an hvern fimmtudag og ferðin stæði í
tvær eða fjórar vikur. Þetta hentaði
Víkverja ekki en honum var hins
vegar boðið að fara út á föstudegi og
vera í þrjár vikur gegn því að greiða
örlítið hærra verð. Víkverji þótti
þetta slæm skipti en sætti sig við
það. Það kom honum hins vegar á
óvart þegar sölumaður Heimsferða
tilkynnti honum að að ferðin kostaði
samtals um 135.000 kr. Skýringin á
þessum mismun reyndist vera sú að
auglýst verð í bæklingi fyrirtækisins
var án flugvallarskatts.
Víkverji fór eðlilega að skoða
bæklinginn betur og sá þá það sem
hafði farið fram hjá honum, að undir
auglýsingunni um ferð til Alicante
stóð með litlum stöfum: „Skattar
ekki innifaldir.“ Á opnunni fyrir
framan í bæklingi Heimsferða er
hins vegar auglýst ferð fyrir fjöl-
skylduna til Benidorm. Verð sem
upp er gefið á ferðinni er með flug-
vallarsköttum.
Hver er tilgangur ferðaskrifstof-
unnar að auglýsa verð án flugvall-
arskatts? Er ástæðan sú að farþegar
sem ferðast til Alicante geta valið um
það hvort þeir borga þennan skatt
eður ei? Finnst stjórnendum Heims-
ferða eðlilegt að þeir séu plataðir í
matvörubúð með auglýsingum á
grænmeti án virðisaukaskatts?
Hvers vegna auglýsa Heimsferðir
ekki bara álagningu sína fyrst fyr-
irtækið telur boðlegt að auglýsa að-
eins hluta af heildarverði ferðarinn-
ar?
x x x
VÍKVERJI fékk fyrir skömmuinnheimtuseðil vegna fast-
eignagjalda. Þessi gjöld hafa hækk-
að ár frá ári og er nýbyrjað ár þar
engin undantekning. Víkverji komst
því í vont skap. Daginn eftir kom
annað bréf til Víkverja sem reyndist
hafa að geyma barnabætur, heilar
4.184 kr. Þetta var óvænt enda hafa
slíkar bætur ekki borist inn á heimili
Víkverja í mörg ár. Víkverji varð svo
kátur við að hann kyssti yngsta
barnið á heimilinu og þakkaði því
innilega fyrir barnabæturnar.
Barnið varð að vonum hissa og
spurði hvað barnabætur væru, hélt
reyndar á tímabili að þetta væru
„barnafætur“. Víkverji reyndi að út-
skýra það fyrir barninu sem krafðist
þess samstundist að fá barnabæt-
urnar greiddar og kvaðst ætla að
fjárfesta í Pokémon-myndum. Það
var sama hvernig Víkverji reyndi að
útskýra fyrir barninu að þessum
fjármunum væri ætlað að standa
straum af kostnaði við uppeldi þess;
barnið krafðist þess að fá barnabæt-
urnar sínar.
x x x
VÍKVERJI fór í vetur með bílinná þvottastöð á Þórðarhöfða í
Reykjavík. Hann fékk þar ágætis
þjónustu og m.a. afsláttarkort sem
var væntanlega ætlað að hvetja hann
til að nýta sér þjónustuna aftur. Í síð-
ustu viku hugðist Víkverji aftur þvo
bíl sinn, en nú brá svo við að hann gat
ekki fundið bílaþvottastöðina. Þar
sem Víkverja minnti að hana væri að
finna reyndist vera komið réttingar-
verkstæði. Framan við húsið og á því
voru hins vegar stór og mikil skilti
þar sem vegfarendur voru minntir á
að í því væri að finna bílaþvottastöð.
ÉG þakka Morgunblaðinu
fyrir áður birta athuga-
semd mína við kjöri Magn-
úsar Þórs sem mann ís-
lenskrar tungu ársins 2000.
Allt orkar tvímælis þá
gjört er og í ljósi þess að að
ég þekki ekkert verk Meg-
asar, sem að mínu mati
gæti lyft honum í þetta
virðingarsæti, fór ég vin-
samlega fram á það við
Guðrúnu Nordal að hún
fengi birt í Morgunblaðinu
verkin sem valnefndin
byggði val sitt á.
Engin svör hafa birst en í
Morgunblaðinu 12. janúar
sl. á bls. 56 er ljóð eftir
Megas um skáldið Jónas,
svohljóðandi: Sauðdrukk-
inn útiíhrauni lá Hallgríms-
son Jónas/ og hraut eins og
sögunarverksmiðja í Bras-
ilíu/ mamma kondu ekki ná-
lægt með nefið þitt fína það
er nálykt af honum þú gæt-
ir fengið klígju.
Hann orti um fallega
hluti það er hlálegt/ og
hellti svo bjór yfir pappír-
inn og yfir orðið/ gættu þín
mamma maðurinn hann er
með sýfillis/ og mundu að
þegar hann fer skaltu
dekka borðið.
Já hræið af Jónasi er
sannanlega sjórekið/ sjó-
rekið uppá fjörur gull-
strandlengjunnar/ sjáðu
mamma manninum honum
er illt/ hann muldraði eitt-
hvað um hrun og grípur um
pyngjuna...
Ég leyfi mér að vona að
þetta sé ekki ljóðið sem
heillaði Guðrúnu en meðan
hún eða samnefndarmenn
hennar birta ekki verð-
launaverk Megasar er ég
sama sinnis og áður, tel út-
nefningu þeirra napurt háð
fyrir tungu vora.
Hvað dvelur nú orminn
langa? Hvers vegna má
ekki birta verkin góðu? Von
mín er að 21. öldin nái að
halda verndarhendi yfir
okkar fagra móðurmáli því
Klettafjallaskáldið sagði
réttilega: Ið greiðasta skeið
til að skrílmenna þjóð/ er
skemmdir á tungunni
vinna.............
Hamingjan forði okkur
frá þeirri vá og megi svo
hin nýja öld okkur öllum
gæfu veita.
Pálmi Jónsson,
Sauðárkróki.
Níðskrif
BIRTING á „vísnabréfi að
vestan“, tileinkað forsætis-
ráðherranum, sem birtist í
Morgunblaðinu 11. febrúar
sl. er eitthvað grófasta og
ömurlegasta níð sem sést
hefur á prenti um langt
skeið. Útskýringar fylgdu
hverri níðvísu enda kveð-
skapurinn býsna slappur
með illkvittni að öndvegi!
Ef skammdegið fer illa í
skáldið vestur í Djúpi væri
e.t.v. heppilegt að halda
kveðskapnum í heima-
byggð á þessum árstíma!
Hins vegar er það sorglegt
að blessaður Mogginn okk-
ar skuli láta misnota sig
með svo meinfýsnum hætti.
Ljóðaunnandi.
Sagan undir malbik-
inu og eyjan hvíta
VEGNA væntanlegarar út-
komu bókar minnar Sög-
unnar undir malbikinu og
eyjunnar hvítu, sem gæti
komið út í haust, vil ég biðja
þá sem hafa talað um að
kaupa bókina að hafa sam-
band við mig. Mér hefur
láðst að skrifa niður nöfn.
Snorri Bjarnason,
Blönduósi, s. 452-4581.
Tapað/fundið
Svört hettukápa
tapaðist
SVÖRT hettukápa no. 8 frá
Debenhams hvarf frá List-
dansskóla Íslands v/Engja-
teig, þriðjudaginn 6. febrú-
ar sl.
Skilvís finnandi er vin-
samlegast beðinn að hafa
samband í síma 552-5378
eða 866-6860 eða skila káp-
unni í Listdansskóla Ís-
lands.
Brúnt peninga-
veski tapaðist
BRÚNT leðurpeninga-
veski, eins og umslag í lag-
inu, tapaðist, annaðhvort á
Grettisgötu, Njálsgötu eða
í miðbæ Reykjavíkur,
föstudaginn 9. febrúar síð-
astliðinn. Upplýsingar í
síma 511-3360 eða 562-
4194.
Dýrahald
Kanína í óskilum
RAUÐBRÚN kanína
fannst við Mýrargötu mið-
vikudaginn 7. febrúar síð-
astliðinn. Upplýsingar í
síma 551-2677.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Hvað tefur ljóða-
birtinguna?
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 vatnsósa, 8 furða, 9
þekki, 10 hag, 11 bjálfar,
13 ákveð, 15 vísa á bug,
18 brattur, 21 illmenni,
22 hali, 23 skynfærið, 24
skammur spölur.
LÓÐRÉTT:
2 lýkur, 3 líkamshlutar, 4
ginna, 5 öldu, 6 húsdýr, 7
drótt, 12 elska, 14
eignast, 15 byggingu, 16
kuldi, 17 hindri, 18 æki,
19 reika stefnulítið, 20
trassi.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 brúða, 4 dátar, 7 ýtinn, 8 lamin, 9 akk, 11 Anna,
13 hani, 14 læður,
15 falt, 17 átta, 20 ull, 22 óðinn, 23 úldið, 24 seiga, 25 ag-
inn.
Lóðrétt: 1 brýna, 2 úðinn, 3 unna, 4 dólk, 5 tomma, 6
runni, 10 kaðal, 12 alt,
13 hrá, 15 flóns, 16 leiði, 18 tuddi, 19 arðan, 20 unga, 21
lúða.