Morgunblaðið - 15.02.2001, Síða 65

Morgunblaðið - 15.02.2001, Síða 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2001 65 DAGBÓK Ný sending af drögtum frá tískuverslun v/Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1680. FRÁ því elstu menn muna hefur Eddie Kantar skrifað varnarpistla í The Bridge World undir fyrirsögninni „Kantar for the Defence“. Þetta eru oft mjög snúnar þrautir með mörgum af- brigðum, en hér er ein tær og falleg. Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ 10 ♥ D ♦ ÁDG6 ♣ KDG843 Austur ♠ Á3 ♥ G10874 ♦ 1075 ♣ Á109 Vestur Norður Austur Suður – – – 3 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Makker kemur út með lauftvist og þú tekur kóng blinds með ás. Áætlun, takk fyrir. Þetta er ógnvekjandi blindur og eina vonin til að hnekkja geiminu er sú að lauftvistur makkers sé blankur. En ekki dugir að gefa makker eina lauf- stungu. Með trompásnum gefur það aðeins þrjá slagi. En kannski að makker eigi hjartaás. Ætlarðu þá að spila laufi til baka í öðrum slag? Norður ♠ 10 ♥ D ♦ ÁDG6 ♣ KDG843 Vestur Austur ♠ 65 ♠ Á3 ♥ Á9632 ♥ G10874 ♦ 98432 ♦ 1075 ♣ 2 ♣ Á109 Suður ♠ DG98742 ♥ K5 ♦ K ♣ 765 Það væri óviturlegt á móti hugsandi makker. Laufin þín eru svo há að makker gæti túlkað níuna sem kall í hjarta og tekið upp á því að spila undan hjartaásnum með hræðilegum afleiðing- um. En hann veit auðvitað ekkert um spaðaásinn þinn og er vís með að reyna að koma þér inn á hjartakóng til að fá aðra stungu. Þetta mál er einfalt að leysa. Áður en þú gefur makker stunguna í laufi leggurðu niður spaðaás. Þá mun vestur ekki vera hönd- um seinni að taka fjórða slaginn á hjartaásinn sinn. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STAÐAN kom upp í B- flokki skákhátíðarinnar í Wijk aan Zee. Hollenski stórmeistarinn Friso Niboj- er (2578) hafði hvítt og tókst að snúa á unga Indverjann P. Harikrishna (2514). 30.Rxe6! bxc3+ 31.Ke2 Bd7 Ekki gekk upp að þiggja manns- fórnina með 31...Hxf3 þar sem eftir 32.Dxf3 Dxe6 33. Dxh5 verð- ur svartur óverjandi mát. 32.Hxf5 Bxe6 33.Df3 Bxf5 og svartur gafst upp um leið enda verð- ur hann mát eftir 34. Dxd5 o.s.frv. Skákin tefldist í heild sinni: 1.e4 e6 2.d4 d5 3.Rc3 Bb4 4.e5 c5 5.a3 Bxc3+ 6.bxc3 Re7 7.Dg4 O-O 8.Bd3 Rbc6 9.Dh5 Rg6 10.Rf3 Dc7 11.Be3 c4 12.Bxg6 fxg6 13.Dg4 Df7 14.Rg5 De8 15.h4 Re7 16.De2 Rf5 17.g4 Rxe3 18.Dxe3 h6 19.Rh3 De7 20.Dg3 Bd7 21.f4 Be8 22.Kd2 b5 23.f5 gxf5 24.g5 h5 25.g6 f4 26.Rxf4 Hf5 27.Hhf1 Bc6 28.Hf3 a5 29.Haf1 b4. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Árnað heilla LJÓÐABROT KVÆÐISBROT Seggir þurfut ala ugg (engu snýk’k í Viðurs feng háði, kunnum hróðrar smíð haga) of minn brag. At væri borit bjórs bríkar ok mitt lík (rekkar nemi dauðs drykk Dvalins) í einn sal. Skorða var í föt færð fjarðbeins afarhrein, nýri slöng nadd-Freyr nisting um mjaðar-Hrist. Hrosta drýgir hvern kost hauk lúðrs gæi-Þrúðr, en drafnar loga Lofn löstu rækir vinföst. – – – Ormur Steinþórsson. STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake VATNSBERI Afmælisbarn dagsins: Þú ert dálítið tvöfaldur í roð- inu því þú ert ýmist opinn og sveigjanlegur eða stífur og fastur á þinni meiningu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það skiptir öllu máli að þú far- ir vel af stað og náir forskoti á keppinauta þína. Vertu því einbeittur þegar startskotið ríður af. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú skalt ekki láta eins og breytingar séu þér að skapi ef þær eru það ekki heldur segðu hreint út þinn hug þannig að enginn velkist í vafa um af- stöðu þína. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þér mun verða trúað fyrir leyndarmálum sem liggja að þýðingarmikilli ákvörðun og það kemur í þinn hlut að vega hana og meta áður en henni er hrint í framkvæmd. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það er óþarfi að taka alla skapaða hluti bókstaflega því það kallar bara á álag og ör- væntingu. Sumir hlutir eru bara til þess að hlæja að þeim. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú hefur ráð undir rifi hverju svo þú skalt ekki hika við að stíga á svið og segja tæpi- tungulaust hvernig best er að fara að hlutunum. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Stundum er best að láta spurningum ósvarað og tjá ekki upp hug sinn þótt eftir honum sé leitað. Segðu því að- eins skoðun þína að þér finnist efnið þess virði að sinna því. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Gefðu þér tíma til þess að grandskoða tilfinningar þínar svo þú getir gert þér grein fyr- ir því hvað og hverjir eru þér þess virði að þú sinnir þeim. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú ert einn fárra sem hafa fullan skilning á því máli sem mest er rætt á vinnustað þín- um. Sýndu drengskap og taktu forystuna fyrir félögum þínum. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Lánið vill leika við þig en það er ekki að ófyrirsynju eða út í bláinn því öll uppskerum við eins og við sáum og þú þá líka. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Ef þú hefur unnið heimavinn- una þína veistu nú hvar málin standa og hverjir eru með þér og hverjir á móti. Það er nauð- synlegt fyrir þig að hafa þá mynd á hreinu. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það er ekki ástæða til annars en að vera léttur í lund og láta lífið leika við sig. Mundu bara að svo tekur alvaran við aftur bæði hjá þér og öðrum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Nú er ekki rétti tíminn til þess að baða sig í sviðsljósinu en þér er heldur ekki fyrir bestu að draga þig algerlega í hlé. Leitaðu hins gullna meðal- hófs. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 60 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 15. febrúar, verður sextugur Örnólfur Árnason rithöf- undur. Hann tekur á móti gestum á Hótel Cabin við Borgartún milli kl. 18–20. 50 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 15. febrúar, verður fimmtugur Engilbert Gíslason, fram- kvæmdastjóri, Austurbrún 25, Reykjavík. Engilbert og fjölskylda taka á móti gest- um í Oddfellow-húsinu, Von- arstræti 10, Reykjavík, á af- mælisdaginn milli kl. 15–17. 80 ÁRA afmæli. Í dagfimmtudaginn 15. febrúar verður áttræð Jó- hanna Þórólfsdóttir, Lönguhlíð 3, Reykjavík. Jó- hanna er að heiman í dag. Með morgunkaffinu Segðu „aaaa“.        FUGLAVERNDARFÉLAG Ís- lands, Náttúruverndarsamtök Ís- lands og SUNN fagna því að nú sér fyrir endann á kísilgúrnámi á botni Mývatns, segir í ályktun frá félögun- um. Ennfremur segir: „Stjórnvöld og hið nýja fyrirtæki um stofnun kísil- duftsverksmiðju í Mývatnssveit eiga að grípa tækifærið nú og lýsa yfir að frekara kísilgúrnámi verði hætt um leið og hráefni í Ytriflóa þrýtur og að ekki verði gerð tilraun til að afla starfsleyfis fyrir kísilgúrnám í Syðri- flóa. Ofangreind samtök telja brýnt að hluti þess fjár sem stjórnvöld hyggj- ast nota til að efla atvinnulíf í Mý- vatnssveit verði nýttur til að efla nátt- úruvernd og landvörslu við Mývatn og Laxá. Einstæð náttúra svæðisins er ein helsta auðlind þeirra sem það byggja og náttúrugersemi á heims- vísu. Tryggja verður aukið fé til land- vörslu allt árið um kring, gerð vernd- aráætlunar fyrir Mývatn og Laxá í samræmi við ákvæði Ramsarsamn- ingsins og komið verði á fót alþjóð- legri rannsóknarmiðstöð við Mývatn til að efla rannsóknir á lífríki þess.“ Fagna endalokum kísilgúrnáms GÓÐVINAFÉLAG FG stendur fyrir samkomu í nýjum húsakynnum Fjöl- brautaskóla Garðabæjar föstudaginn 16. febrúar. Markmið samkomunnar er að fjölga í hópi félagsmanna, fá hugmyndir um hvernig félagið geti sem best stutt við bakið á starfsemi skólans og síðast en ekki síst að koma saman. Fagnaðurinn hefst kl. 17 og er áætlað að hann standi til kl. 21. Hljómsveit hússins mun spila, gömul skólablöð munu styðja fólk í að rifja upp liðna tíð, óvæntar uppákom- ur, karókí og fleira. Stjórn GFG hvet- ur alla til að mæta og eru allar hug- myndir um starfsemi félagsins vel þegnar, segir í fréttatilkynningu. Léttar veitingar verða í boði. Góðvinafélag FG með fagnað FRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.