Morgunblaðið - 15.02.2001, Page 70

Morgunblaðið - 15.02.2001, Page 70
FÓLK Í FRÉTTUM 70 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ AÐ ÞESSU sinni sýnir Filmundur hina sígildu Chinatown eftir Roman Polanski frá 1974 en óhætt er að telja hana eina af mikilvægustu myndun- um sem gerðar voru í Bandaríkjun- um á áttunda áratugnum. Með aðal- hlutverk fara Jack Nicholson, Faye Dunaway og John Huston. Roman Polanski fæddist í Frakk- landi árið 1933 en foreldrar hans voru pólskir og fluttist fjölskyldan til Póllands þegar Polanski var barn og þar hóf hann feril sinn sem kvik- myndaleikstjóri og leikari. Hann flutti síðar aftur til Frakklands og gerði myndir bæði þar og í Bretlandi. Árið 1968 fluttist hann til Bandaríkj- anna og vakti mikla athygli þar fyrir Rosemary’s Baby en eftir að þáver- andi eiginkona hans, Sharon Tate, var myrt af Manson-genginu sneri hann aftur til Evrópu. Hann gerði Chinatown vestra en neyddist síðan til að hverfa aftur til Evrópu 1977 eft- ir að hafa játað fyrir rétti að hafa haft mök við stúlku undir lögaldri og gerðist franskur ríkisborgari. Síðan hefur hann aðallega gert myndir í Frakklandi og má þar til dæmis nefna Tess, Bitter Moon og Frantic. Nýjasta mynd hans er The Ninth Gate, sem var sýnd hér á landi fyrir skömmu. Chinatown gerist í Los Angeles á fjórða áratugnum og segir frá einka- spæjaranum Jake Gittes sem sér- hæfir sig í rannsóknum á framhjá- haldi og telur ekki eftir sér að beita umdeilanlegum aðferðum til að ná ár- angri í starfi sínu. Hann fær verkefni sem í fyrstu virðist ósköp hefðbundið en brátt kemur í ljós að ekkert reyn- ist það sem það sýnist í fyrstu og hver óvænta fléttan rekur aðra. Chinatown býr yfir afar marg- brotnu og vel gerðu handriti sem færði höfundinum, Robert Towne, Óskarsverðlaunin árið 1975. Hand- ritið er engan veginn ætlað þeim sem sækjast eftir einföldum söguþræði því þar er krökkt af mikilvægum og torskildum smáatriðum. Towne sæk- ir stíft í smiðju noir-höfunda á borð við Raymond Chandler og ber mynd- in mörg einkenni þeirrar hefðar en oft er talað um að hún sé fyrsta noir- myndin í litum. Jack Nicholson er frábær í hlut- verki einkaspæjarans, sama má segja um Faye Dunaway en þau voru bæði margverðlaunuð fyrir frammi- stöðu sína í myndinni. Chinatown var tilnefnd til 11 Ósk- arsverðlauna, þar á meðal fyrir bestu mynd og besta leikara og leikkonu í aðalhlutverki. Einnig hlaut hún fern Golden Globe-verðlaun. Í næstu viku mun Filmundur gera Polanski frekari skil og sýna aðra mynd eftir hann, The Tenant. Chinatown verður sýnd í Háskóla- bíói í kvöld og á mánudag kl. 22:30. Chinatown eftir Polanski Einkaspæjarinn Jake Gittes kemst aldeilis í hann krappan í Chinatown. Flísar og parketBorgartúni 33, Reykjavík • Laufásgötu 9, Akureyri HÁDEGISBOÐ COCA-COLA ÞAÐ HEITASTA Í HÁDEGINU cocacola.is Það getur verið erfitt að ákveða hvað á að fá sér í hádeginu. Við auðveldum þér valið með Hádegisboði Coca-Cola, gómsætum hádegisverði með Coke, sem þú færð í mismunandi útfærslum í fjölmörgum söluturnum og skyndibita- stöðum um allt land. Á cocacola.is færðu upplýsingar um heitustu Hádegisboðin hverju sinni. Verið velkomin í Hádegisboð Coca-Cola, það heitasta í hádeginu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.