Morgunblaðið - 15.02.2001, Qupperneq 70

Morgunblaðið - 15.02.2001, Qupperneq 70
FÓLK Í FRÉTTUM 70 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ AÐ ÞESSU sinni sýnir Filmundur hina sígildu Chinatown eftir Roman Polanski frá 1974 en óhætt er að telja hana eina af mikilvægustu myndun- um sem gerðar voru í Bandaríkjun- um á áttunda áratugnum. Með aðal- hlutverk fara Jack Nicholson, Faye Dunaway og John Huston. Roman Polanski fæddist í Frakk- landi árið 1933 en foreldrar hans voru pólskir og fluttist fjölskyldan til Póllands þegar Polanski var barn og þar hóf hann feril sinn sem kvik- myndaleikstjóri og leikari. Hann flutti síðar aftur til Frakklands og gerði myndir bæði þar og í Bretlandi. Árið 1968 fluttist hann til Bandaríkj- anna og vakti mikla athygli þar fyrir Rosemary’s Baby en eftir að þáver- andi eiginkona hans, Sharon Tate, var myrt af Manson-genginu sneri hann aftur til Evrópu. Hann gerði Chinatown vestra en neyddist síðan til að hverfa aftur til Evrópu 1977 eft- ir að hafa játað fyrir rétti að hafa haft mök við stúlku undir lögaldri og gerðist franskur ríkisborgari. Síðan hefur hann aðallega gert myndir í Frakklandi og má þar til dæmis nefna Tess, Bitter Moon og Frantic. Nýjasta mynd hans er The Ninth Gate, sem var sýnd hér á landi fyrir skömmu. Chinatown gerist í Los Angeles á fjórða áratugnum og segir frá einka- spæjaranum Jake Gittes sem sér- hæfir sig í rannsóknum á framhjá- haldi og telur ekki eftir sér að beita umdeilanlegum aðferðum til að ná ár- angri í starfi sínu. Hann fær verkefni sem í fyrstu virðist ósköp hefðbundið en brátt kemur í ljós að ekkert reyn- ist það sem það sýnist í fyrstu og hver óvænta fléttan rekur aðra. Chinatown býr yfir afar marg- brotnu og vel gerðu handriti sem færði höfundinum, Robert Towne, Óskarsverðlaunin árið 1975. Hand- ritið er engan veginn ætlað þeim sem sækjast eftir einföldum söguþræði því þar er krökkt af mikilvægum og torskildum smáatriðum. Towne sæk- ir stíft í smiðju noir-höfunda á borð við Raymond Chandler og ber mynd- in mörg einkenni þeirrar hefðar en oft er talað um að hún sé fyrsta noir- myndin í litum. Jack Nicholson er frábær í hlut- verki einkaspæjarans, sama má segja um Faye Dunaway en þau voru bæði margverðlaunuð fyrir frammi- stöðu sína í myndinni. Chinatown var tilnefnd til 11 Ósk- arsverðlauna, þar á meðal fyrir bestu mynd og besta leikara og leikkonu í aðalhlutverki. Einnig hlaut hún fern Golden Globe-verðlaun. Í næstu viku mun Filmundur gera Polanski frekari skil og sýna aðra mynd eftir hann, The Tenant. Chinatown verður sýnd í Háskóla- bíói í kvöld og á mánudag kl. 22:30. Chinatown eftir Polanski Einkaspæjarinn Jake Gittes kemst aldeilis í hann krappan í Chinatown. Flísar og parketBorgartúni 33, Reykjavík • Laufásgötu 9, Akureyri HÁDEGISBOÐ COCA-COLA ÞAÐ HEITASTA Í HÁDEGINU cocacola.is Það getur verið erfitt að ákveða hvað á að fá sér í hádeginu. Við auðveldum þér valið með Hádegisboði Coca-Cola, gómsætum hádegisverði með Coke, sem þú færð í mismunandi útfærslum í fjölmörgum söluturnum og skyndibita- stöðum um allt land. Á cocacola.is færðu upplýsingar um heitustu Hádegisboðin hverju sinni. Verið velkomin í Hádegisboð Coca-Cola, það heitasta í hádeginu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.