Morgunblaðið - 28.02.2001, Blaðsíða 1
49. TBL. 89. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 28. FEBRÚAR 2001
BRESKA stjórnin sagði í gær að
stórum svæðum í sveitunum kynni
að verða lokað fyrir almenningi í því
skyni að hamla gegn frekari út-
breiðslu gin- og klaufaveiki. Ýmsum
íþróttaviðburðum, svo sem kappreið-
um, var frestað og samtök bænda
hvöttu Tony Blair forsætisráðherra
til að hætta við áform sín um að boða
til þingkosninga í vor.
Ráðherrar bresku ríkisstjórnar-
innar staðfestu að sex ný tilfelli
hefðu greinst og sjúkdómsins hefði
orðið vart á alls 18 stöðum í Bret-
landi.
Stjórnin veitti sveitarstjórnum
heimild til að loka göngustígum og
stórum svæðum í landbúnaðarhéruð-
unum fyrir almenningi. Ákveðið var
einnig að loka þjóðgörðum og fólk
sem ferðast um sveitirnar, svo sem
göngufólk og stangveiðimenn, var
hvatt til að halda sig frá beitilöndum.
Allar kappreiðar voru bannaðar í
viku á Englandi og í Wales og ákveð-
ið var að fresta rugby-leik milli Ír-
lands og Wales, sem ráðgerður var í
Cardiff á laugardag, þar sem óttast
var að sjúkdómurinn gæti borist til
Írlands með stuðningsmönnum írska
liðsins.
Sauðfé fargað í Frakklandi
Sjúkdómurinn kann að verða til
þess að Tony Blair þurfi að hætta við
áform sín um að boða til þingkosn-
inga í apríl eða maí. Samtök breskra
bænda sögðu að ekki væri sann-
gjarnt gagnvart sveitafólki að efna
til kosninga ef banna þyrfti pólitísk-
ar samkomur í sveitunum.
Dýralæknanefnd Evrópusam-
bandsins ákvað í gær að framlengja
bann við innflutningi á dýrum og
dýraafurðum frá Bretlandi til 9.
mars. Nokkur ríki á meginlandi Evr-
ópu hafa gert ráðstafanir til þess að
koma í veg fyrir gin- og klaufaveiki-
smit. Franska stjórnin tilkynnti í
gær að farga ætti 20.000 kindum sem
fluttar voru til Frakklands frá Bret-
landi fyrr í mánuðinum.
Bretar gera ráðstafanir til að hindra frekari útbreiðslu gin- og klaufaveiki
Skorað á Blair að hætta
við þingkosningar í vor
London. AFP, AP.
BANDARÍKJAMAÐURINN Eric
Scott býr sig undir að lenda eftir að
hafa flogið yfir dansara á kjöt-
kveðjuhátíðinni í Rio de Janeiro
sem lauk við sólarupprás í gær.
Scott var með svokallað „eldflaug-
arbelti“ og um 50.000 manns fylgd-
ust með flugi hans yfir dansara
sambaskólans Grande Rio á íþrótta-
leikvangi í borginni.
Reuters
Eldflaugar-
maðurinn
lendir
INDÓNESÍSKA lögreglan á Borneó
skýrði frá því í gær að 600 Dajakar
hefðu ráðist á bílalest með rúmlega
300 flóttamenn og myrt 118 þeirra.
Tíu lögreglumenn fylgdu flóttafólkinu
og lögðu á flótta þegar árásin hófst.
Fórnarlömbin voru öll aðflutt fólk
frá eyjunni Madúra, nálægt Jövu.
Dajakar, frumbyggjar Borneó, hafa
hótað að tortíma öllum Madúrum sem
verða um kyrrt á indónesíska hluta
eyjunnar.
Dajakarnir réðust með sverðum og
öxum á flóttamennina þegar þeir voru
á leiðinni frá afskekktum þorpum í
héraðinu Mið-Kalimantan til borgar-
innar Sampit á sunnudagskvöld. Lög-
reglumennirnir lögðu strax á flótta til
að biðja um hjálp, enda voru þeir
miklu færri en árásarmennirnir.
Nær 200 flóttamönnum tókst að
flýja með lögreglumönnunum en Daj-
akarnir króuðu hina af og afhöfðuðu
þá.
Að minnsta kosti 400 lík hafa fund-
ist frá því að Dajakar hófu drápin á
Madúrum fyrir rúmri viku og óttast
er að þeir hafi myrt hundruð manna
til viðbótar.
Óöldin á Borneó
Dajakar
myrða 118
flóttamenn
Palangkaraya. AFP.
BLAÐAMENN á norska
blaðinu Bergens Tidende eiga
ekki von á góðu ef þeim verð-
ur á stafsetningar- eða inn-
sláttarvilla því ritstjórar
blaðsins hyggjast sekta þá
fyrir slík mistök í framtíðinni.
Hver villa í fréttatexta mun
kosta viðkomandi blaðamenn
tæpar 9 kr. ísl., villa í inngangi
fréttar um 45 kr. en villa í fyr-
irsögn mun kosta blaðamenn-
ina um 90 kr. hver. Kjell-Eirik
Mikkelsen, ritstjórnarfulltrúi
blaðsins, segir stafsetningar-
og innsláttarvillur hafa aukist
mjög síðustu ár. „Ég hef sent
upplýsingar, um hvernig staf-
setja eigi einstök orð, um rit-
stjórnina en það dugar ekki
til. Eftir nokkra daga er allt
gleymt. Við vonum að þetta
bæti ástandið,“ segir hann.
Blaðamenn
sektaðir fyr-
ir ritvillur
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
Mikil menningarverðmæti í hættu í Afganistan
AP
53 metra há Búddha-stytta í Bamiyan, ein af
2.000 ára gömlum styttum sem Talibanar í
Afganistan ætla að eyðileggja.
TALIBAN-hreyfingin í Afganistan sagðist í gær
ætla að eyðileggja allar fornar styttur sem tengj-
ast ekki íslömskum sið. Flestar stytturnar eru um
2.000 ára gamlar og frá þeim tíma þegar Afgan-
istan var miðstöð lærdóms og pílagrímsferða
búddhatrúarmanna.
Hermt er að talibanar hafi þegar ráðist á tvær
af þekktustu styttum heims, stórar Búddha-stytt-
ur sem ristar voru í klett í Bamiyan, um 150 km
vestan við Kabúl.
„Þetta er ákvörðun trúarlegra fræðimanna okk-
ar og henni verður örugglega framfylgt,“ sagði
sendiherra Taliban í Pakistan, eftir að hafa lesið
formlega tilskipun leiðtoga hreyfingarinnar um að
styttunum yrði eytt.
Hópur sendiherra á vegum Menningarstofnun-
ar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, mótmælti til-
skipuninni. „Ef þeir eyðileggja stytturnar missir
heimurinn mikil menningarverðmæti,“ sagði
gríski sendiherrann Dimitri Loundras sem fer
fyrir hópnum.
Loundras bætti við að sendiherrunum hefði ver-
ið meinað að skoða safn í Kabúl þar sem talið er að
12–60 styttur hafi þegar verið eyðilagðar.
Vilja tryggja að enginn „dýrki styttu“
UNESCO skoraði á Afgana að „hætta að eyða
eigin menningararfi“. „Afganistan var við forna
Silkiveginn og nýtur einstaks menningararfs sem
einkennist af áhrifum frá Persíu, Grikklandi,
hindúatrú, búddhatrú og íslam,“ sagði í yfirlýs-
ingu frá stofnuninni.
Talibanar saka UNESCO um afskipti af innan-
ríkismálum Afganistans og trúarlegri stefnu
hreyfingarinnar. Þeir segja tilskipunina nauðsyn-
lega „til að tryggja að enginn dýrki styttu“.
2000 ára gamlar
styttur eyðilagðar
Íslamabad. Reuters.
NASDAQ-hlutabréfavísitalan
lækkaði um 4,36% í gær og hefur
ekki verið jafnlág í rúm tvö ár.
Verðbréfamiðlarar rekja þetta
til nýrra hagtalna sem benda til
þess að traust neytenda á efna-
hagnum hafi minnkað í febrúar,
fimmta mánuðinn í röð. Sala á fast-
eignum dróst einnig verulega sam-
an í janúar.
Þessar upplýsingar kyntu undir
áhyggjum fjárfesta af því að hætta
kynni að vera á alvarlegum efna-
hagssamdrætti í Bandaríkjunum.
Dow Jones-vísitalan hélst þó
nánast óbreytt.
Nasdaq
lækkar
New York. Reuters.