Morgunblaðið - 28.02.2001, Side 14
AKUREYRI
14 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
KOSTNAÐUR Akureyrarbæjar vegna ný- og
viðbygginga sem og endurbætur á leik- og
grunnskólum nemur á bilinu þremur til fjórum
milljörðum króna fram til ársins 2010 miðað
við að fjölgun íbúa verði um 1,7% á ári á þessu
tímabili. Þetta kom fram í erindi Kristjáns
Þórs Júlíussonar bæjarstjóra á hádegisverð-
arfundi sem Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar,
Háskólinn á Akureyri og Aksjón efndu til í
gær.
Kristján Þór fjallaði í erindi sínu um hugs-
anlega þróun á Akureyri á næstu tíu árum,
hvað varðar fjölgun íbúa, ný hverfi, leik- og
grunnskólabyggingar og fleira sem þessu
tengist, en áður brá Benedikt Guðmundsson
forstöðumaður þróunarsviðs Atvinnuþróunar-
félags Eyfirðinga upp mynd af hugsanlegri
þróun á Akureyri hvað varðar fjölgun íbúa
miðað við hinar ýmsu forsendur. Gengið var út
frá að fjölgunin næmi 1,7% á ári sem þýðir að
íbúar á Akureyri verða rúmlega 18 þúsund ár-
ið 2010, en árið 2030 verði þeir um 25 þúsund
talsins.
Kristján Þór sagði að á Akureyri hefðu
menn örlítið komist upp úr þeirri kreppu sem
ríkt hefði á síðustu árum hvað varðaði fjölgun
íbúa, en það væri ekki sjálfgefið að sú þróun
héldi áfram. Hann nefndi að fækkun starfa í
frumvinnslunni hefði verið umtalsverð á síð-
asta áratug eða um 1840 störf, en vöxtur væri
m.a. í verslun, iðnaði og byggingariðnaði og til
þessa þyrftu menn að horfa þegar litið væri til
framtíðar. Ekkert benti til að vöxtur yrði í
þessum frumframleiðslugreinum, þannig að
menn þyrftu að horfa til nýrra atvinnugreina,
m.a. verslunar og á sviði hugbúnaðar.
Einn nýr grunnskóli og 3–4 leikskólar
Akureyringar verða um 18.200 árið 2010 ef
spá um íbúafjölgun gengur eftir, en það er
aukning um tæplega 3000 íbúa frá því sem nú
er. Kristján Þór sagði að gera mætti ráð fyrir
að nemendum grunnskólanna myndi fjölga um
316 á þessu tímabili og yrðu allir grunnskóla
bæjarins fullsetnir í lok þessa tímabils.
Til að mæta þessari aukningu þyrfti einnig
að reisa fyrsta áfanga nýs skóla í Naustahverfi
á árunum 2005 til 2007.
Hvað leikskólana varðar sagði Kristján Þór
að gera mætti ráð fyrir að á næstu 10 árum
þyrfi að fjölga leikskólarýmum umtalsvert eða
um 260 rými alls, fyrir um 350 börn. Á þessu
tímabili þyrfti því að byggja þrjá til fjóra nýja
leikskóla. Að auki þyrfi að endurnýja nokkra
þeirra á tímabilinu.
Alls sagði bæjarstjóri að kostnaður við
framkvæmdir gætu verið um tveir milljarðar
króna á tímabilinu 2003 til 2010. Á þessu ári er
áætlað að framkvæmdir við leik- og grunn-
skóla nemi 365 milljónum króna og um 260 á
því næsta.
Kristján Þór fjallaði einnig um næstu bygg-
ingasvæði bæjarins en til umráða eru nú um
114 hektarar samkvæmt skipulagi. Þar er um
að svæði við Klettaborg, 4,2 hektarar að stærð
fyrir að minnsta kosti 55 íbúðir, Giljahverfi 4
sem einnig er 4,2 hektarar að stærð og rúma í
það minnsta 64 íbúðir, við Lindasíðu er skipu-
lagt svæði fyrir um 30 íbúðir, samtals 1,6 hekt-
arar og þá verður Naustahverfi tilbúið á næsta
ári, samtals 104 hektarar en þar er rými fyrir
tvö til þrjú þúsund íbúðir. Samtals er því til
skipulagt svæði fyrir um tvö til fimm þúsund
íbúðir á þessum svæðum.
Fram kom í máli Kristjáns Þórs að gera
mætti ráð fyrir að fjölgun íbúa á þessu tímabili
myndi skila bænum tæpum einum milljarði
króna í auknum tekjum.
Við umræður að loknu framsöguerindi bæj-
arstjóra var m.a. fjallað um hvort byggðin
myndi þróast áfram til suðurs eða hvort byggð
yrði með strandlengjunni til norðurs en í því
sambandi sagði Kristján Þór að á næstu árum
yrði byggt til suðurs, vel væri athugandi að
byggja meðfram ströndinni en það væri ekki
endilega á dagskrá strax.
Samkvæmt mannfjöldaspám verða Akureyringar orðnir ríflega 18 þúsund talsins árið 2010
Framkvæmdir við
skóla nema allt
að 4 milljörðum
RÍKISSTJÓRNIN samþykkti
á fundi sínum í gær að leggja
fram eina milljón króna af ráð-
stöfunarfé sínu til tveggja um-
hverfisverkefna á vegum norð-
urskautsráðsins, eða 500
þúsund krónur til hvors verk-
efnis.
Verkefnin sem um ræðir
snúa að umhverfisvernd á norð-
urskautssvæðinu, en helstu
hættur þar eru raktar til
ástands umhverfismála í Norð-
vestur-Rússlandi og hafsvæð-
inu þar í kring. Leitað var eftir
því við íslensk stjórnvöld að
þau legðu fram fjármagn til
þessara tveggja verkefna, en
annars vegar er um að ræða
gerð framkvæmdaáætlunar um
varnir gegn mengun sjávar frá
landi og tekur það til allrar nú-
verandi starfsemi sem losar
mengandi úrgang í sjó. Hins
vegar er um að ræða verkefni
sem lúta að hreinsun á PCB
sem ógnar umhverfinu verði
ekkert að gert.
Soffía Guðmundsdóttir,
framkvæmdastjóri PAME-
skrifstofunnar á Akureyri,
sagði að gert væri ráð fyrir að
öll ríki norðurskautsráðsins,
sem eru 8 talsins myndu leggja
fram fé til þessara verkefna
enda teldu menn að þau skiptu
miklu fyrir umhverfisvernd á
norðurskautssvæðinu. Soffía
hefur einkum fylgst með fram-
gangi mála að því er varðar
rússneska verkefni og sagði
hún að þar væri um að ræða
merkilegt verkefni og brýnt.
Það snerist um verndun haf-
svæðisins á þessu svæði sem og
um mengun sem til félli frá
landi. Hún sagði að rússneska
þingið myndi taka þetta mál
fyrir 12. mars næstkomandi, en
þetta verkefni yrði að vinna að
frumkvæði heimamanna.
Soffía sagði að um yrði að
ræða svæðisbundnar aðgerðir
og væri þetta eitt stærsta verk-
efni sinnar tegundar á þessu
sviði. „Það er brýnt að ráðast í
þetta verkefni og það er vilji
þeirra landa sem aðild eiga að
norðurskautsráðinu að hefja
það,“ sagði Soffía.
Varnir
gegn meng-
un sjávar
og hreinsun
á PCB
Ríkisstjórnin
styrkir tvö um-
hverfisverkefni
AKUREYRARBÆR hefur verið
dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands
eystra til að greiða Ingibjörgu Ey-
fells, fyrrverandi deildarstjóra leik-
skóladeildar bæjarins, rúmar 1,8
milljónir króna í bætur með dráttar-
vöxtum frá 29. júní á síðasta ári,
vegna mismununar í launakjörum og
500 þúsund krónur í málskostnað,
meðal annars vegna reksturs málsins
fyrir kærunefnd jafnréttismála.
Ingibjörg var ráðin í stöðu deild-
arstjóra dagvistardeildar árið 1991
og þegar við ráðningu gerði hún at-
hugasemdir við launakjör sín. Farið
var fram á að launaflokkaröðun deild-
arstjóra dagvistardeildar yrði skoðuð
með tilliti til eðlis, ábyrgðar og um-
fangs starfsins og endurmetin til
samræmis við aðrar deildarstjóra-
stöður hjá bænum. Fór Ingibjörg
fram á að launakjör sín yrðu tekin til
endurskoðunar og metin til samræm-
is við laun annarra deildarstjóra á
vegum bæjarins en án árangurs.
Starfsheiti hennar breyttist úr deild-
arstjóri dagvistardeildar í deildar-
stjóri leikskóladeildar árið 1992.
Í nóvember 1998 kærði Ingibjörg
Akureyrarbæ til kærunefndar jafn-
réttismála vegna þess launamisréttis
sem hún taldi sig hafa verið beitta.
Kærunefndin komst að þeirri niður-
stöðu að bærinn hefði brotið jafnrétt-
islög við launaákvarðanir sínar gagn-
vart Ingibjörgu. Þar sem bærinn
varð ekki við tilmælum Ingibjargar
og kærunefndar jafnréttismála að
bæta mun á kjörum hennar og deild-
arstjóra öldrunardeildar var höfðað
mál á hendur Akureyrarbæ.
Ingbjörg byggði kröfur sínar m.a.
á því að við ákvörðun launa og fríð-
inda skyldi þess gætt að kynjum væri
ekki mismunað. Horfa skyldi sérstak-
lega til þess að meta jafnt mismun-
andi starfssvið, reynslu og menntun
kvenna og karla. Einnig vísaði hún til
laga þar um sem segir að atvinnurek-
endum sé óheimilt að mismuna
starfsfólki eftir kynferði og gildir það
t.d. um laun, launatengd fríðindi og
hvers konar aðra þóknun fyrir vinnu,
m.a. í formi bifreiðastyrks.
Í málinu krafðist Ingibjörg skaða-
bóta sem nema launa- og launakjara-
mismun, aðallega milli atvinnumála-
fulltrúa og deildarstjóra leikskóla-
deildar en til vara milli deildarstjóra
öldrunardeildar og deildarstjóra leik-
skóladeildar. Taldi hún að störfin
væru jafn verðmæt og sambærileg
þótt þau væru ekki eins.
Deildarstjóri fái bætur
vegna launamisréttis
Akureyrarbær dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands
ÞAÐ birtir yfir mönnum með hækk-
andi sól,“ sagði Kolbeinn Sig-
urbjörnsson sem spókaði sig í sól-
inni í Sundlaug Akureyrar í
hádeginu í gær ásamt félaga sínum
Vigni Hjaltasyni.
Þeir sögðust vera að ræða heims-
málin og þóttust komnir langt með
að leysa flest þeirra. Það vantaði
nokkra fastagesti í hópinn og fyrir
vikið gekk þeim mun betur að leysa
öll heimsins mál. „Þau mál sem
liggja óleyst eftir daginn verða af-
greidd á morgun,“ sögðu þeir
félagar.
Golfíþróttina bar einnig á góma
enda skemmtilegt umræðuefni og
af nógu að taka. Þeir ræddu meðal
annars stöðu eins félagans sem
varð fyrir þeirri óskemmtilegu
reynslu að týna sveiflunni í golf-
hermi og þótti ekki nógu gott.
Morgunblaðið/Kristján
Birtir yfir
mönnum
með hækk-
andi sól