Morgunblaðið - 28.02.2001, Side 16

Morgunblaðið - 28.02.2001, Side 16
VIÐSKIPTI 16 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ TAP Flugleiða og dótturfélaga nam 939 milljónum króna á síðasta ári en árið 1999 nam hagnaður samstæð- unnar 1.515 milljónum króna. For- ráðamenn Flugleiða nefna tvo þætti sem skipta mestu hvað varðar versn- andi afkomu félagsins. Annars vegar versnandi rekstrarafkomu en hins vegar til þess að á fyrra ári varð lið- lega tveggja milljarða króna hagnað- ur af eignasölu en var 131 milljón króna árið 2000. Rekstrartap Flug- leiða árið 2000 að teknu tilliti til fjár- magnskostnaðar, en án skatta, var 1.475 milljónir króna, en árið 1999 var hagnaður að fjárhæð 312 milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum frá Flugleiðum hækkaði eldsneytis- kostnaður um 1.600 milljónir króna miðað við jafn mikið flug. „Rekja má um 700 milljóna króna kostnaðar- hækkun til hækkunar dollaragengis gagnvart Evrópumyntum og launa- hækkanir kostuðu félagið hérumbil 1.000 milljónir króna. Þetta er um 3.300 milljóna króna hækkun rekstr- arkostnaðar.“ Veltufé frá rekstri Flugleiða árið 2000 var 983 milljónir króna en var 2.103 milljónir króna ár- ið áður. Handbært fé frá rekstri var 1.778 milljónir króna en var 2.230 milljónir króna í árslok 1999. Hand- bært fé í lok tímabilsins var 1.767 milljónir króna en var 1.893 milljónir króna í árslok 1999. Eignir félagsins í markaðsverðbréfum voru 933 millj- ónir á móti 1.834 milljónum árið áður. Á móti þessari lækkun kemur hins vegar að félagið hefur greitt inn á nýj- ar flugvélar og fjárfest í öðrum fasta- fjármunum. Hófleg bjartsýni um reksturinn í ár Rekstraráætlun félagsins fyrir árið 2001 gerir ráð fyrir miklum umskipt- um í starfseminni og hagnaði af rekstrinum. Það byggist annars veg- ar á markaðsspám um lækkun elds- neytisverðs og hagstæðari þróun gengis og hins vegar á þeim aðgerð- um sem þegar hefur verið gripið til í starfseminni. Að sögn Sigurðar Helgasonar, forstjóra Flugleiða, skýra mjög erfiðar ytri aðstæður mikið tap Flugleiða á síðasta ári og þrátt fyrir að félaginu hafi tekist ágætlega á mörgum sviðum þá er af- koman verri en vænst var. Félagið er að sögn Sigurðar að meta kosti þess að draga úr framleiðslugetu í alþjóða- flugi og innanlandsflugi Flugfélags Íslands. Á þessu ári og næsta skila Flugleiðir til eigenda tveimur Boeing 737 þotum sem félagið hefur á leigu. Á móti er félagið að kaupa á næstu 13 mánuðum tvær Boeing 757 þotur. Vorið 2002 getur félagið skilað þrem- ur Boeing 757 þotum sem það hefur á leigu. Félagið hefur því tækifæri til að gera töluverðar breytingar á flugflot- anum þegar á næsta ári. Flugleiðir minnkuðu flug um 10% á síðustu mánuðum 2000 og fyrstu mánuðum 2001. „Í framhaldinu er félagið að meta kosti þess að draga úr fram- leiðslugetu í alþjóðaflugi, einkum yfir veturinn. Góður árangur náðist í að auka sætanýtingu á flestum leiðum og á síðasta fjórðungi ársins jókst sætanýting úr 61,3% í 69,9% eða um 8,6 prósentustig,“ að því er fram kem- ur í fréttatilkynningu. Sigurður segir að ekki sé verið að setja neinar fargjaldahækkanir í gang núna en þau hækkuðu eitthvað á síðasta ári. Það taki hins vegar 6–12 mánuði að láta hækkanirnar skila sér inn í reksturinn m.a. vegna langtíma- samninga við ferðaheildsala. „Við gerum ráð fyrir talsverðum umskipt- um í starfseminni strax á þessu ári. Bæði er eldsneytisverð lægra en það var að meðaltali á síðasta ári og evran hefur verið að styrkjast gagnvart dollar, sem er mjög mikilvægt fyrir okkur. Við sjáum líka fram á að ekki verði um jafn miklar launahækkanir í ár og á því síðasta. Við erum því hóf- lega bjartsýn um reksturinn í ár,“ segir Sigurður. Neikvæð áhrif dótturfélaga upp á 532 milljónir króna Samkvæmt ársreikningi Flugleiða eru áhrif dótturfélaga neikvæð á af- komu móðurfélagsins um tæpar 532 milljónir króna á síðasta ári saman- borið við rúmar 100 milljónir króna árið 1999. Afkoma dótturfélaga versnaði um samtals 200 milljónir króna síðustu þrjá mánuði ársins samanborið við fyrra ár og samtals er því afkoma samstæðunnar af rekstri fyrir skatta á síðasta ársfjórðungi um 800 millj- ónum króna lakari en á sama tímabili 1999. „Rekstur Ferðaskrifstofu Ís- lands gekk þokkalega á árinu þótt af- koman versnaði nokkuð. Rekstur Kynnisferða sf. gekk mun verr en á fyrra ári vegna áfalla sem fyrirtækið varð fyrir í löngu verkfalli bifreiða- stjóra síðastliðið sumar,“ að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Samdráttur í rekstri dótturfélaga Hrundið hefur verið af stað breyt- ingum í starfsemi dótturfyrirtækja og afkomueininga sem miða að því að draga saman í rekstri sem ekki skilar félaginu arði. Má þar nefna fækkun um fjögur hótel í heilsárs hótelrekstri Flugleiðahótela sem kemur til fram- kvæmda á næstu vikum. Óarðbæru flugi Flugfélags Íslands til fámennari byggðarlaga innanlands var hætt. Það flug var boðið út og er nú rekið með ríkisstyrk. Sömu sögu er að segja af flugi milli Íslands og Græn- lands, sem ákveðið var að hætta en er nú starfrækt með tilstyrk græn- lensku landstjórnarinnar. Töluverður samdráttur verður í starfsemi í við- haldsstöðinni á Keflavíkurflugvelli vegna versnandi markaðsstöðu í við- haldi fyrir önnur flugfélög. Áætlað er að tæknibreytingar hjá Flugfélagi Íslands muni leiða til 60 milljóna króna lækkunar kostnaðar á árinu 2001. Fleiri aðgerðir eru í bí- gerð, sem verða kynntar á fyrri hluta þessa árs, að því er fram kemur í til- kynningu frá Flugleiðum. Hlutafé í dótturfélögum aukið um 890 milljónir króna Á árinu jók félagið hlutafé sitt í þremur dótturfélögum, Flugfélagi Ís- lands, Flugleiðu–Frakt og Bílaleigu Flugleiða um 510 milljónir króna að nafnverði. Á seinni hluta árs 2000 stofnaði félagið tvö ný dótturfélög, Ferðasmiðinn hf. og Flugþjónustuna Keflavíkurflugvelli ehf. Innborgað hlutafé nam 380 milljónum króna. Arnbjörn Ingimundarson, starfs- maður greiningar Íslandsbanka– FBA, segir að tap Flugleiða sé tals- vert meira en Íslandsbanki–FBA hafi átt von á, „en bæði voru rekstrargjöld hærri og fjárhagsliðir verri en við höfðum áætlað. Tekjur voru aftur á móti í samræmi við okkar spá. Það lá ljóst fyrir að kostnaðarhækkanir og óhagstæðar gengishreyfingar myndu hafa slæm áhrif á afkomu félagsins, en þegar rekstrargjöld eru hátt á fjórða tug milljarða getur tiltölulega lítil sveifla á kostnaðarliðum breytt afkomu um hundruð milljóna. Flug- leiðir áætla að félagið verði rekið með hagnaði árið 2001 og er ein af for- sendum þeirrar áætlunar að elds- neytisverð muni lækka og gengisþró- un verði hagstæðari en á liðnu ári. Sá fyrirvari endurspeglar þá áhættu sem er fólgin í rekstri af þessu tagi, en engin trygging er fyrir því að for- sendurnar gangi eftir. Greining Ís- landsbanka–FBA er þó jákvæð á þær aðgerðir Flugleiða sem miða að því að draga félagið úr óarðbærari hluta starfseminnar, t.d. með því að minnka vetrarflug.“                               ! ! !                                                    *+,   %*-,.  %*-/01              !" #"$$ "!#$# !#$ %&' %" %"$ #&& %"&!   "!'$ !'$  #! #( ) #() !(#& # $ "'( $)( *+,( $%( %,%( *&#( $)( *")( %'( $)( *'%( -(        ./ / ./ / ./ /                    Tap Flugleiða nemur 939 millj. kr. HAGNAÐUR Opinna kerfa hf. eftir skatta á árinu 2000 var 306 milljónir króna, sem er 42% aukning frá fyrra ári, en þá nam hagnaðurinn 216 millj- ónum. Hagnaður fyrir tekjuskatt jókst um 55% milli ára. Hagnaður móðurfélagsins fyrir tekjuskatt var 463 milljónir króna sem er 40% aukn- ing frá fyrra ári. Rekstrartekjur samstæðunnar jukust um 43% milli ára og eigið fé jókst um 258 milljónir. Arðsemi eigin fjár móðurfélagsins hækkaði úr 38,5% í 40,4% á milli ára. Veltufé samstæðunnar frá rekstri var 349 milljónir króna. Veltuaukning yfir 30% sjötta árið í röð Velta móðurfélagsins jókst um 44% frá fyrra ári. Árið 2000 var sjötta árið í röð þar sem veltuaukning móð- urfélagsins var yfir 30%. Í tilkynn- ingu frá félaginu segir að velgengnin í rekstri móðurfélagsins eigi sér ræt- ur í aukinni sölu á UNIX- og NT- netþjónum, Cisco netbúnaði og tengdri þjónustu svo sem rekstrar- þjónustusamningum. Einnig sé góð- ur vöxtur í sölu á fartölvum, prent- urum, rekstrarvörum og Microsoft hugbúnaði. Starfsmönnum móðurfélagsins fjölgaði um 20% á árinu og störfuðu um 64 starfsmenn hjá félaginu að meðaltali á árinu 2000. Dótturfélög Opinna kerfa hf. eru Skýrr hf. (52%) og Tölvudreifing hf. (55%). Hlutdeildarfélög Opinna kerfa hf. eru 5 talsins og segir í tilkynningu félagsins að mörg þeirra hafi gengið í gegnum miklar breytingar á síðast- liðnu ári. Teymi hf. stofnaði dóttur- fyrirtæki í Svíþjóð og Danmörku og var allur kostnaður því samfara gjaldfærður. Aco hf. keypti tækni- deild Japis og flutti á sama tíma í nýtt húsnæði, kostnaður þessu samfara var að mestu leyti gjaldfærður. Áhrif hlutdeildarfélaga voru neikvæð um 17 milljónir króna samanborið við hagnað upp á 18 milljónir árið 1999. Vegna endurskipulagningar á IP- fjarskiptum ehf. var eign félagsins þar færð niður um 20 milljónir króna. Gengismunur samstæðunnar breyttist verulega milli ára, eða frá því að vera jákvæður um 9 milljónir króna árið 1999 í að vera neikvæður um 43 milljónir króna. Markaðsvirði 9 milljarðar um síðustu áramót Í tilkynningu Opinna kerfa segir að áætlanir félagsins fyrir árið 2001 geri ráð fyrir að hagnaður samstæð- unnar verði yfir 280 milljónir króna eftir skatta. Gengi hlutabréfa Opinna kerfa hf. var 24 í lok árs 1999 en 43 í lok árs 2000, sem er um 80% hækkun á milli ára. Markaðsvirði félagsins um ára- mót var því um 9 milljarðar króna. Lokaverð hlutabréfa félagsins var 36,00 í gær. Hluthafar eru 1594 tals- ins. Aðalfundur Opinna kerfa hf. verð- ur haldinn 7. mars næstkomandi og segir í tilkynningunni að stjórn félagsins muni meðal annars leggja fram tillögu um arðgreiðslu að fjár- hæð 42 milljónir króna, eða 20% af nafnvirði hlutafjár, og að heimild verði veitt til 10% hlutafjáraukningar án forkaupsréttar hluthafa. Afkoman vel viðunandi Sigríður Torfadóttir hjá rannsókn- um og greiningu Búnaðarbanka Ís- lands, Verðbréfum, segir að rekstur Opinna kerfa hafi gengið mjög vel á árinu 2000 og mun betur en annarra upplýsingatæknifyrirtækja á Verðbréfaþinginu. Rekstrartekjur móðurfélagsins hafi aukist um 44% og samanborið við vöxt samkeppnis- aðila þá sé félagið að auka markaðs- hlutdeild sína til muna. Framlegð félagsins hafi aukist úr 7,9% í 8,1% og hagnaður fyrir afskriftir, fjármagns- liði og skatta (EBITDA) hafi aukist um tæplega 49% milli ára. „Rétt er að taka fram að inni í þessum tölum er enginn söluhagnaður,“ segir Sigríð- ur. „Söluhagnaður móðurfélagsins af eignarhlutum í öðrum félögum jókst um 10 milljónir króna milli ára eða rúmlega 14%. Hagnaður af dóttur- félögum rúmlega tvöfaldast milli ára og þar hefur söluhagnaður Skýrr mikið að segja. Ef einungis er tekið mið af hagnaði af reglulegri starf- semi Skýrr, rúmlega 100 milljónir króna, þá hefði afkoma Opinna kerfa verið um 60 milljónum króna lægri. Á móti kemur að vegna tæknilegra erf- iðleika Cascadents, sem er í eigu IP- fjarskipta, og endurskipulagningar á fyrirtækinu í framhaldi af því eru gjaldfærðar um 20 milljónir króna.“ Sigríður segir að afkoma Opinna kerfa sé mjög viðunandi að mati greiningadeildar Búnaðarbankans Verðbréfa. Í afkomuspá greininga- deildar hafi verið gert ráð fyrir að hagnaður móðurfélagsins fyrir af- skriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) yrði um 250 milljónir króna og að hagnaður fyrirtækisins yrði um 300 milljónir. Hagnaður Opinna kerfa hf. eykst um 42%             0      *                       + ,  -                     + ,  -                       .      123   23  /3               "!/ &! %)% $ ! #)& !  $-& %&   '$" !'$ ! !  !( ! ( "(&) #!# #$1,( %&1)( +'1&( ,-1%( '#1-( #&1%( ',1#( #"1&( #$1#( %$1%( -%1"( #'1#( #$1#( +1'(        ./ / ./ / ./ /                  HÓPUR fjárfesta undir forystu Friðriks Pálssonar hefur keypt allt að helmingshlut í Oddhól Ferðaþjón- ustu ehf., eignarhaldsfélagi Hótel Rangár. Hótel Rangá var áður alfar- ið í eigu Sigurbjörns Bárðarsonar og Axels Ómarssonar, en hótelið var tekið í notkun á miðju síðasta ári og rekið fram á haust og hefur það síðan verið opið fyrir hópa í vetur. Hótel Rangá stendur við bakka Eystri-Rangár, á milli Hellu og Hvolsvallar og er aðalbyggingin tveggja hæða og tengist hún her- bergjaálmum í austur og vestur. Að- almatsalur hótelsins er á neðri hæð aðalbyggingarinnar og tekur um 50 gesti í sæti. Á efri hæðinni er bar, koníaksstofa og lokaður fundarsalur sem tekur um 20–30 fundargesti. Á hótelinu er 21 2ja manna herbergi. Stjórnarformaður nýrrar stjórnar félagsins er Friðrik Pálsson og fram- kvæmdastjóri er Axel Ómarsson. Nýir eigendur að Hótel Rangá

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.