Morgunblaðið - 28.02.2001, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 28.02.2001, Qupperneq 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2001 19 VORLITIRNIR KOMNIR Nýju vorlitirnir í CHANEL eru komnir ásamt kremlínunni „PRECISION“ Gréta Boða förðunarmeistari verður með kynningu í Hygeu Kringlunni í dag, miðvikudag og í Hygeu Laugavegi á morgun fimmtudag. Verið velkomin Hægt að panta tíma í förðun. Kringlunni, sími 533 4533 Laugavegi, sími 511 4533 „FRAM til kommúnisma!“ Þetta slagorð skilgreindi og dró kald- hæðnislegt dár að aðgerðalausum Breznév-tímum stöðnunar. Nú á dögum finnst Rússum eins og þessir tímar séu komnir aftur. Undir Jelts- ín, þrátt fyrir óreiðu gallaðra mark- aða og jafnvel enn gallaðra lýðræð- is, ríkti tilfinning fyrir því að hlutirnir væru að þokast fram á við. Nú hafa margir Rússar ekki hug- mynd um hvort þeir eru á leið fram á veg eða aftur á bak, eða hvort þeir eru yfirleitt á leiðinni nokkuð. Endurvakning Pútíns forseta á gamla þjóðsöng Sovétríkjanna var fyrsta vísbendingin um að Rússar séu að marsera aftur til framtíðar. Þótt Pútín hafi séð sóma sinn í því að breyta orðalaginu hélt hann í sovéska andann – „hið mikla Rúss- land sameinað að eilífu“. Svo hélt Alríkisþjónustan, sem áður hét KGB, upp á afmæli stofnunar utan- ríkisþjónustu sinnar – þ.e. njósn- aranna – og mætti tiltekinn fyrrver- andi starfsmaður að nafni Pútín í þann fögnuð. Í kjölfarið fylgdi hluthafafundur í RAO UES (Sameinuðu raforkukerf- unum), raforkurisanum rússneska sem Anatolí Tsjúbaíjs, fyrrverandi umbótasinni og núverandi fámenn- isstjórnarmaður, veitir forstöðu. Fundurinn átti að vera til merkis um nýtt og kaupsýsluvinsamlegt andrúmsloft í Rússlandi, en borðinn sem blakti yfir salnum, „Lengi lifi 80 ára afmæli GOLERO-áætlunar Vladimírs Leníns“, gerði lítið úr þeirri áætlun. Slagorðið í GOLERO (ríkissam- tök um endurbyggingu og þróun efnahags rússnesku þjóðarinnar) var: „Sósíalismi þýðir sovésk yfirráð að viðbættri rafvæðingu landsins“. Áætlun Tsjúbaíjs er svipuð GOL- ERO, en í stað sósíalvæðingar landsins kveður hún á um skilyrð- islausa markaðsvæðingu landsins. Ef hérað getur ekki greitt fyrir raf- magnið verður skrúfað fyrir og fólk verður án hita. Víðast hvar í þessu gífurlega stóra landi, með 135 milljónir íbúa og 11 tímabelti, er svona merkjum um fortíðina og loforðum um fram- tíðarviðskipti tekið með jafnmiklum fyrirvara og yfirlýsingum um metuppskeru í tíð Breznévs. Litið er á þetta allt sem Kremlarleik, ímyndaðan og hræsnisfullan, og án mikilla tengsla við raunveruleikann. Allir sakna að einhverju leyti fortíð- arinnar, óljósa hugmynd um hvern- ig fortíðin getur (fremur en getur ekki) virkað í framtíðinni. En eftir tíu ár af stjórnlausu frelsi Jeltsíns er fólk í Rússlandi of ringlað til að taka nokkur slagorð alvarlega – hvort heldur er frá Sovétfortíðinni eða úr sálmabók ráðgjafa fram- kvæmdastjórans. Rússar hafa ekki lengur áhuga á slag- orðum og táknum vegna þess að þegar maður þarf að borga reikninga og sjá fyrir fjölskyldunni er enginn tími fyrir innrætingu og hugmyndafræði. Kannski er þetta nokk- uð sem fólk á Vestur- löndum hefði alltaf átt að vita um sovéska hagkerfið. Áróður og innræting taka tíma og eru óhagkvæm. Maður framleiðir ekkert ef maður er að hrópa slagorð eða njósna um vini sína. Eftir að hafa grafið eftir kolum, kennt börnum eða þjónað til borðs vilja Rússar nú fá sæmilega þjónustu, rökrænt skattakerfi og reglulegar launa- greiðslur. Einu gildir undir hvaða þjóðsöng, gömlum eða nýjum, þetta verður, hann verður samþykktur og jafnvel sung- inn. Auðvitað vona margir að ein- hver útskýri fyrir Tsjúbaíjs að markaðsvæðing landsins gangi best þegar hún er studd af virkum sam- félagsstofnunum og almannatrygg- ingakerfi. Fáir þora að vona það. Fyrir skemmstu fór ég til fjar- lægra héraða í Rússlandi, þar sem mér varð ljóst hið gífurlega tengsla- leysi á milli miðjunnar (Moskvu) og jaðra Rússlands, á milli stjórnend- anna og þeirra sem stjórnað er. Þetta tengslaleysi er ekkert nýtt; það hafa alltaf verið keisarar og þjónar, flokkstjórnarformenn og múgurinn. En síðkommúnistinn Borís Jeltsín svipti – eða frelsaði undan, það er spurning um skoðun – Rússa öllu sameiginlegu lífi, þrátt fyrir að hafa stundum lýst stuðningi við óljósa, rússneska samkennd; bæði raunverulegum, sameiginleg- um harðindum og hinu ímyndaða lífi kommúnískrar samkenndar. Nú á dögum tekst hver og einn á við lífið og harðneskjuna á einstaklingsfor- sendum (sem er nýtt orð í daglegum orðaforða okkar) burtséð frá öllum óskum Kremlar um að samræma líf- ið. En samræmt í Rússlandi er öðru vísi nú á dögum. Í Novograd sá ég bensínstöðvar LukOil (eitt af stóru einkareknu olíufélögunum í Rúss- landi). Ég sá þær líka í Moskvu; svo í Novosibrisk. Þær eru samræmdar: Rauðar og hvítar, vel upplýstar, hreinar og viðskiptavænar. Það sem gerir markaðshagkerfið að mark- aðshagkerfi, hugsaði ég með mér, er að maður getur alltaf fundið Tex- aco- eða BP-, Elf- eða Statoil-bens- ínstöð, eða jafnvel Seven Eleven- verslun í Alaska, Suður-Karólínu eða Tókýó. Þegar LukOil-stöðvar líta eins út í miðborg Moskvu og lengst úti í Síberíu er það virkilega til marks um eitthvað nýtt og, já, byltingarkennt. Því að með þessari samræmingu á Rússland von um að verða að „venjulegu“ landi, að stað þar sem samræmd þjónustufyrir- tæki koma í staðinn fyrir samræmd slagorð. Auðvitað mótmæla hámenningar- sinnar hvarvetna þessari „McDo- nalds-væðingu“ lífsins, og halda því fram að viðskiptaeinhæfni geri út af við menninguna og einstaklings- kennd. Í Vestur-Evrópu, Japan og Bandaríkjunum, stöðum þar sem einstaklingskennd er löngu hætt að vera nokkuð nýtt, og umboðs- mennskan og stórviðskiptin blómstra, kann þessi einhæfni að vera eitthvað til að tala um. En í Rússlandi eru nokkur þúsund gljá- andi LukOil-bensínstöðvar ekki ógn heldur forboðar. Þær eru ný gerð af einstaklingskennd hér um slóðir, einstaklingskennd frumkvöðulsins, eða þess sem kemst af, andspænis harðræði sósíalistafjöldans. Við þá sem gagnrýna þetta vil ég segja eitt enn. Á leiðinni á flugvöll- inn í Novosibrisk klukkan fimm að morgni, þegar frostið var 48 gráður á celsíus, sá ég uppljómað timbur- hús. Pizzeria Venezia stóð á skilti með útskornum gondóla. Hnattvæð- ing og óljós hugmynd einhvers – nei, draumur – um la dolce vita hafði náð lengst inn í Rússland. Ef það er þetta sem pútínismi þýðir, þá er Rússland kannski þrátt fyrir allt á leiðinni fram eftir veg. Fram til pútínisma AP Vladímír Pútín flytur ræðu á degi verjanda föðurlandsins, árlegra hátíðahalda til heiðurs rússneska hersins, í Moskvu sl. föstudag. © Project Syndicate eftir Nínu Krútsjevu Nína Krútsjeva er starfsmaður World Policy Institute. Þegar LukOil-stöðvar líta eins út í miðborg Moskvu og lengst úti í Síberíu er það virki- lega til marks um eitt- hvað nýtt og, já, bylt- ingarkennt. AUKAFRÍDAGUR fyrir reyk- lausa starfsmenn dansks trygg- ingafyrirtækis hefur ekki mælst vel fyrir á meðal Dana sem eru sú Norðurlandaþjóð sem sýnir reykingamönnum mest um- burðarlyndi. Hefur Zurich- tryggingafyrirækið, sem tók þessa nýbreytni upp um ára- mótin, sætt mikilli gagnrýni fyr- ir vikið, bæði frá verkalýðsfélög- um og svo auðvitað reykinga- mönnum. Er þetta í fyrsta sinn sem vinnuveitendur verðlauna hópa reyklausra í Danmörku. Forstjóri tryggingafyrirtæk- isins segir það vilja sýna þá stefnu sína í verki að vinna gegn reykingum en auk frídagsins er þeim starfsmönnum sem reykja boðin aðstoð við að hætta. Segir forstjórinn reykingamenn ekki missa spón úr aski sínum þar sem reyklausir fái frídag til við- bótar, ekkert sé frá hinum tekið. Yfirhagfræðingur danska al- þýðusambandsins, Jan Kæraa, segir hins vegar að um launa- misrétti sé að ræða og að ekki sé rétt að blanda launum og reyk- ingastefnu saman. Reykingamenn innan fyrir- tækisins eru að ævareiðir og það sama á við um Félag tillitssamra reykingamanna. Segir formað- urinn, Kirsten Halberg, það vera „forkastanlegt og ósmekk- legt að verðlauna hóp starfs- manna fyrir hluti sem hafa ekk- ert með hæfni þeirra að gera“. Prófessor í vinnumarkaðs- fræðum við Viðskiptaháskólann telur nýja reykingastefnu það sem koma skal í Danmörku en víst er að hún á langt í land. Samkvæmt nýrri rannsókn telja tveir af hverjum þremur Dönum það í lagi að reykt sé svo að segja hvar sem er svo fremi sem menn sýni tillissemit. Þá þykir rúmlega þriðja hverjum Dana að allt tal um skaðsemi óbeinna reykinga sé „stórlega ýkt“. „Ósmekk- legt“ að verðlauna reyklausa Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.