Morgunblaðið - 28.02.2001, Qupperneq 22
LISTIR
22 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ er óefað kórrétt skilgreining
á listaverkasafnara, að þegar ein-
hver er farinn að stafla aðfengnum
myndverkum upp að vegg sé hann
óafvitandi orðinn safnari. Aftur á
móti eru menn ekki sjálfgefið safn-
arar þótt allt veggrýmið heimafyrir
sé þakið skiliríum, fengnum við hin
aðskiljanlegustu tækifæri, ellegar
keypt gagngert sem híbýlaprýði og
stöðutákn. Listasagan greinir af
fjölmörgum söfnurum margvísleg-
ustu gerðar, sumir safna þverskurði
eldri eða nýrri listar, aðrir afmörk-
uðu tímabili á þröngum eða breiðum
grunni, enn aðrir myndverkum ein-
stakra listamanna. Svo eru þeir sem
falla fyrir vissum aðferðum og
tæknibrögðum svo sem vatnsfarva,
teikningu eða grafík, og þeir finnast
sem einskorða sig við rúmtakið. Eru
þá einungis fáar tegundir safnara
upptaldar því meint sérviskan hefur
á sér ótal hliðar.
Sverrir Sigurðsson, lengstum
kenndur við Sjóklæðagerðina, er
einn af þeim sem komst einn góðan
veðurdag í þá aðstöðu að þurfa að
fara að raða myndum upp við vegg.
Fyrir margt löngu opnaði sá er hér
skifar óforvarandis rangar dyr í
rangölum byggingarinnar, þá hann
var á leið í heimsókn til Þorvalds
Skúlasonar, og þar stóð Sverrir við
mikla hlaða af málverkum upp við
alla veggi sem hann var að hagræða,
trúlega í eins konar vettvangskönn-
un. Önnur og jafnvel réttari skil-
greining er að safnari kaupir mynd-
verk vegna þess að hann verður
fyrir alla muni að festa sér það þeg-
ar hann ber það augum, og af þeim
toga var hinn hrifnæmi Ragnar í
Smára. Sverrir varð hins vegar upp-
numin af rökfræði Þorvalds Skúla-
sonar á núlistir, er hann kynntist
málaranum á ferðalagi norður í
Steingrímsfirði sumarið 1950, og
fljótlega einnig myndverkum hans.
Var viðkynningin í „Bindindishöll-
inni“ svonefndu kímið að ævilangri
og sögulegri vináttu þeirra, og þótt
Sverrir ætti fyrir merkilegt safn
mynda á veggjum sínum, ágerðist
ástríða hans nú til allra muna, með
Þorvald sem alltyfirgnæfandi leiði-
stef.
Hvers eðlis sem söfnunarárátta
listaverka annars er, gerast viðkom-
andi iðulega áhrifavaldar í listasög-
unni, einkum vegna þess að um eðl-
islægan og reynslubundinn áhuga er
að ræða, en síður aðfengin og fjar-
stýrðan lærdóm úr skóla. Menntun-
argrunnurinn er þá nálgunin við
sjálf myndverkin og viðkynningin
við listamennina, og eru um það
mörg fræg dæmi á spjöldum sög-
unnar. Þannig er aðdáun Sverris á
Þorvaldi hliðstæð dýrkun Þorvalds
Guðmundssonar í Síld og fisk á Jó-
hannesi Kjarval og verkum hans og
hlutur þeirra beggja stór í íslenzkri
listasögu.
Alkunn er höfðingleg gjöf Sverris
og eiginkonu hans Ingibjargar heit-
innar Guðmundsdóttur í formi 140
myndverka til Háskóla Íslands 1980.
Árið 1995 bætti Sverrir 100 mynd-
um við í minningu konu sinnar, og á
sl. ári gaf hann skólanum 10 millj-
ónir króna til rannsókna á íslenzkri
myndlist, jafnframt að hafa ánafnað
honum mikið safn af uppköstum,
skissum, Þorvalds Skúlasonar. En
þrátt fyrir allan höfðingskapinn átti
athafnamaðurinn nægilegt eftir til
að fylla alla sali Gerðarsafns fjöl-
þættum listaverkum, eðlilega yfir-
gnæfandi flest eftir Þorvald Skúla-
son. Þetta einstæða samsafn er nú
til sýnis í Gerðasafni, en það mun þó
fyrst hafa tekist eftir mikla eftir-
gangsemi Guðbjargar Kristjáns-
dóttur listsögufræðings og forstöðu-
manns safnsins. Jafnvel mun Sverrir
hafa hafnað að gerð yrði sérstök og
vegleg skrá/bók í tilefni sýningar-
innar, sem þó má telja umdeilanlega
hógværð með tilliti til heimildagild-
isins. Þó fylgir sýningunni hin prýði-
legasta sýningarskrá á okkar mæli-
kvarða, með formála eftir Sverri og
hugleiðingu frá hendi Aðalsteins
Ingólfssonar listsögufræðings,
prýdd mörgum heilsíðu litmyndum.
Guðbjörg Kristjánsdóttir virðist
hafa tekið að sér að gera úttekt á
listaverkaeign íslenzkra einkasafn-
ara og er þessi hin þriðja í röðinni á
einu ári. Fyrst var það hin eftir-
minnilega sýning á safni Þorvalds í
Síld og fisk, síðan safn Péturs Ara-
sonar í Faco, sem helst hefur ein-
skorðað sig við naumhyggju, og
kannski lag að leita næst í mal
Braga Guðlaugssonar veggfóðrara
sem hefur sankað að sér myndverk-
um um árabil og gæti hægast fyllt
salina af myndum er spanna frá Þór-
arni B. Þorlákssyni til nútímans.
Framtakið er hið lofsverðasta og
þótt Sverrir Sigurðsson hafi þegar
gefið mörg lykilverk sín til Háskól-
ans, og þetta sé þannig engan veg-
inn fullkomin heimild né yfirsýn
söfnunaráráttu hans, eru áhöld um
að sterkari sýningar verði settar
upp í sýningarsölunum á árinu.
Jafnframt undirstrikar hún ræki-
lega af hvílíkri aðdáunarverðri alúð
Sverrir hefur gengið til verks við að
halda til haga verkum vinar síns og
uppfræðara á núlistir, og öðru sem
hann hefur sankað að sér, eðlilega
helst því sem tengist hugmynda-
fræði málarans. Þjóðin stendur í
ómældri þakkarskuld við Sverri Sig-
urðsson, að hafa á þennan hátt skrá-
sett fyrir framtíðina allan feril eins
okkar mesta málara liðinnar aldar.
Þá finnast í þessu samsafninu í
Gerðarsafni verk eftir eldri mynd-
listarmenn eins og Jón Stefánsson,
Kjarval, Ásmund Sveinsson, Júlíönu
Sveinsdóttur, Kristínu Jónsdóttur,
Gunnlaug Scheving, Gunnlaug
Blöndal, Jón Engilberts, Jón Þor-
leifsson, Jóhann Briem og Nínu
Tryggvadóttur, sum mikilsháttar.
Að auk verk félaga hans Snorra Ar-
inbjarnar, Kristjáns Davíðssonar,
Svavars Guðnasonar og Guðmundu
Andrésdóttur, sem og yngri kyn-
slóða eða allt til Georgs Guðna,
Birgis Andréssonar og Þórdísar
Öldu Sigurðardóttur.
Þetta er sýning sem enginn list-
unnandi sem vill vera hlutgengur á
samtímalist má láta fram hjá sér
fara.
MYNDLIST
L i s t a s a f n K ó p a v o g s ,
G e r ð a r s a f n
Opið alla daga frá 11–17. Lokað
mánudaga. Til 31. mars. Aðgangur
300 krónur, sýningarskrá
200 krónur.
MYNDVERK
ÚR EINKASAFNI
SVERRIS SIGURÐS-
SONAR
Brot af miklu safni
Bragi Ásgeirsson
Gunnlaugur Scheving, Í róðri, olía á léreft, 1955. Jóhann Briem, Skógarferð, olía á léreft, 1982.
GLERMÁLUN er ekki algeng en
Aðalheiði S. Eysteinsdóttur ferst
það vel úr hendi í stórum veggverk-
um sínum á Kaffi Karólínu við Kaup-
vangsstræti.
Aðalheiður notar einungis einn lit,
sem hún skefur síðan í mynstur svo
út koma fígúrur í erótískum stelling-
um. Verkin eru þó gerð með þeim
hætti að sjálf hrynjandi skafinna lín-
anna tekur öll völd á fletinum svo
myndefnið opinberast ekki fyrr en
eftir dágóða skoðun.
Gildi þessara verka er aðallega
fólgið í léttleikanum og hraðanum
sem virðist vera samfara máluninni.
Þunn áferðin bakvið glerið minnir á
fljótandi lakkliti Gary Hume, enda
er fígúratíf teikning Aðalheiðar
poppískrar ættar líkt og hjá honum.
Þá verður að segja að glermyndirnar
njóta sín afar vel sem innrétting á
kaffihúsinu. Það er ekki úr vegi að
eigendur velti fyrir sér hvort hér sé
endanlega komið verk til að vera.
Sýningahaldið gæti þá bara haldið
áfram á efri hæðinni.
Aðalheiður, sem jafnframt er
þekkt fyrir að reka ljósmyndagall-
eríð Kompuna beint á móti kaffihús-
inu, lætur sér ekki allt fyrir brjósti
brenna.
Í tímaritinu Ský, sem ágætt er að
lesa á leiðinni norður, má sjá að hún
er lögð upp í mikið ferðalag til Burk-
ina Faso – sem hét áður Efri-Volta –
í vestanverðri Afríku til að kynna
þar list sína.
Aðdragandann að þessum verkum
segir Aðalheiður vera sjálfsmyndir
sem smám saman hafi svo þróast yfir
í myndir af negrum og indíánum. Í
fyrrasumar málaði hún á allar rúður
í Gilinu og sagði það vera fyrir þá
sem ekki nenntu inn á listasöfn.
Þetta voru eins konar aktu-taktu-
verk því þeir sem óku Kaupvangs-
stræti gátu notið glerjanna meðan
þeir þutu hjá.
Nú eru glermálverkin búin að fá
sinn fastastað meðfram veggnum
móti afgreiðsluskenknum á Kaffi
Karólínu. Þessar lostaskotnu para-
dísarmyndir sverja sig í ætt við alda-
langa lautamyndahefð og búkólísk
sveitasæluminni, en rætur slíkra
verka má rekja allt aftur til grísk-
rómverskra veggjamynda frá Róm
og Pompeii. Gildi glerverka Aðal-
heiðar er ekki hvað síst fólgið í því
hve nútímalega hún tekur á þessari
ævafornu hefð.
MYNDLIST
K a f f i K a r ó l í n a ,
A k u r e y r i
Til loka febrúar. Opið þegar
kaffið er opið.
MÁLVERK –
AÐALHEIÐUR
S. EYSTEINSDÓTTIR
Gler og gleði
Halldór Björn Runólfsson
Ljósmynd/Halldór B. Runólfsson
Hluti af glermálverkum Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur á Kaffi Karólínu.
HETJULJÓÐ
og sögur er
fimmta ljóðabók
Tryggva V. Lín-
dal.
Að þessu sinni
hefur Tryggvi
aukið við nokkr-
um smásögum.
„Enn er víða
komið við í tíma
og rúmi; svo sem í
Grikklandi hinu forna. Ástin og til-
vistarangistin eru nú sjaldnast langt
undan,“ segir Tryggvi. „Segja má að
sköpun á hetjum og andhetjum ein-
kenni ljóðin og sögurnar í þessari
bók; þess konar hetjulund sem skáld
þurfa að rækta með sér til að ná að
haldast galopin fyrir sársaukafullum
áreitum lífsins; til að tréna ekki þótt
þau séu komin á miðjan aldur.“
Eftir Tryggva hafa birst smásög-
ur og ljóðaþýðigar
Útgefandi er Valtýr. Bókin er 59
bls. Verð: 1.000 kr.
Nýjar bækur
Tryggvi
V. Líndal
ÚT er komið ritið Dagbog fra Is-
land, Ferðasaga frá árunum 1863–
1871, eftir Harald Krabbe. Útgef-
andi er Ivan Katic fyrrverandi yf-
irbókavörður við bókasafn Dýra-
lækninga- og landbúnaðarháskólans
í Kaupmannahöfn. Í ritinu eru birtar
ferðasagnir og rannsóknarniður-
stöður Haralds Krabbe en hann
ferðaðist um Ísland og rannsakaði
smitleiðir sullaveiki, orsakir hennar
og útbreiðslu. Rannsóknir hans
höfðu mikla þýðingu fyrir stjórnvöld
að ráða niðurlögum þessa sjúkdóms.
Harald Krabbe (1831-1917) var
kennari og prófessor í dýralæknis-
fræði við Dýralækninga- og land-
búnaðarháskólann í Kaupmanna-
hafnarháskóla og var einn af mikils-
metnustu vísindamönnum í sinni
grein. Hann kvæntist íslenskri konu,
Kristínu Jónsdóttur frá Kirkjubæ,
dóttur Jóns Guðmundssonar rit-
stjóra og synir þeirra Kristínar og
Haralds voru Oluf H. Krabbe, Jón
Krabbe, Thorvald Krabbe og Knud
H. Krabbe. Árið 1931 var stofnaður
minningarsjóður um Harald Krabbe
en styrkir úr honum er veittir ís-
lenskum og dönskum stúdentum er
leggja stund á dýralækningar í
Kaupmannahöfn.
Auk dagbókanna er birt ritgerð
eftir Pál A. Pálsson yfirdýralækni
um útrýmingu sullaveiki á Íslandi og
einnig skrifar Kristín Helga Þórar-
insdóttir um hringrás sullaveikis-
smits.
Þá er sagt frá sonum þeirra hjóna,
Haralds Krabbe og Kristínar Jóns-
dóttur og birtur stuttur kafli úr
Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Kiljan
Laxness er nefnist Frjálsir menn.
Dagbog fra Island er 112 bls. að
lengd.
„SKIPULAGÐUR hávaði“ úr
smiðju Tom Waits verður endur-
fluttur á litla sviði Borgarleikhúss-
ins annað kvöld, fimmtudagskvöld,
kl. 21. Kvöldið samanstendur af
lögum Waits frá árunum 1980–
2000 kryddað með sögum af honum
og sögum í hans anda. Flytjendur
eru Valur Freyr Einarsson, Hall-
dór Gylfason, Stefán Már Magn-
ússon, Karl Olgeir Olgeirsson,
Friðrik G. Júlíusson, Vernharður
Jósefsson, Birkir Matthíasson og
Ottó Tynes.
Lög Waits
í Borgarleik-
húsinu
♦ ♦ ♦