Morgunblaðið - 28.02.2001, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 28.02.2001, Qupperneq 26
26 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. EIMSKIP hf. hefur ákveðiðað hefja byggingu nýs19.300 fermetra vöruhót-els á Sundabakka sem gjörbylta mun aðstöðu fyrirtækis- ins í varðandi geymslu, meðhöndlun og dreifingu vörunnar. Vöruhótelið verður reist þar sem nú standa Sundaskáli 1 og 2 sem verða rifnir til að rýma fyrir nýju byggingunni. Nýja vöruhótelið er byggt upp sem vörugeymsla og dreifingarmiðstöð þar sem viðskiptavinir geta fengið alla þjónustu varðandi geymslu og dreifingu vörunnar og losnað þar með við eigið lagerhald og dreifing- arkerfi. Áætlað er að framkvæmdir hefjist í vor og húsið verði tilbúið til notkunar í júlí 2002. Í vöruhótelinu er gert ráð fyrir um 21.000 brettaplássum þar sem brettum verður staflað í hátt í 20 metra hæð með sérhæfðum lyftur- um. Starfsemin er byggð upp með sjálfstæðu tölvustýrðu vöruhúsa- kerfi sem tryggja á hámarks nýt- ingu á húsnæði, tækjum og starfs- fólki. Tölvukerfið mun m.a. halda utan um dagstimplanir vöru, rað- númer og lotunúmer ásamt því að fylgjast með öllum hreyfingum í vöruhótelinu. Í kerfinu verður hægt að fylgjast með tollafgreiddum og ótollafgreiddum vörum og frísvæð- isvörum og í húsinu verða þráðlaus- ar tengingar og geta viðskiptavinir tengst kerfinu í gegnum Netið eða með beinlínutengingu og þannig skoðað hreyfingar á vörum í kerf- inu. Ingimundur Sigurpálsson, for- stjóri Eimskips, segir að fyrirtækið hafi frá upphafi sinnt vöruhúsa- þjónustu og í seinni tíð dreifingu á vörum en vöruhótelið muni sam- hæfa þessa þætti betur en áður. Að sögn Ingimundar verða nýjungarn- ar í vöruhótelinu fyrst og fremst þær að mun meiri og markvissari meðhöndlun verður á öllum vörum. „Og síðast en ekki síst er það skrán- ingin á öllu birgðahaldinu. Þetta er allt sett upp á mjög hagkvæman máta og byggist á því að ná há- marksávinningi í rekstri þar sem menn byggja fyrst og fremst á tölvukerfinu sem heldur utan um allt birgða- hald.“ Þá segir Ingimundur að vöruhótelið bjóði upp á markvissa dreifingu og staðið verði skipulega að út- keyrslu fyrir þá sem kjósa að kaupa slíka þjónustu. Hann segir fram- kvæmdina fjárfreka og margþætta þar sem í fyrsta lagi sé um að ræða bygginguna sjálfa, í öðru lagi vélar og tæki sem þar fari inn og í þriðja lagi allan hugbúnaðinn sem notaður verði í vöruhótelinu. Að sögn Ingi- mundar er gert ráð fyrir að vöru- hótelið sé með öllum þessum þátt- um fjárfesting upp á 1,7 til 2 milljarða króna. „Ávinningurinn fyrir okkar við- skiptavini á fyrst og fremst að skila sér í hagræðingunni og þar með að ná niður rekstrarkostnaði. Síðan eiga menn möguleika á að kaupa þá þjónustuþætti sem þeim hentar. Þó að þetta sé með þessu sniði í fyrsta skipti hérlendis hefur Eim- skip staðið fyrir rekstri vöruhótels síðan 1995 en við mun lakari skil- yrði en bjóðast í nýju húsi sem er sérstaklega hannað fyrir slíka starf- semi. Við höfum verið með þennan vöruhótelsrekstur á fjórum stöðum í bænum og í vöruhúsum sem hafa ekki verið hönnuð í þeim tilgangi.“ Höskuldur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri innanlandssviðs Eimskips, segir að menn hafi á und- anförnum áratug fylgst með hröð- um breytingum á þessu sviði í tengslum við nýjungar í upplýs- ingatækni og breytingum í aðfanga- keðjunni þar sem milliliðir séu að hverfa og fá nýtt hlutverk og aðilar í verslun hagi sínum hlutum öðruvísi. „Það er krafa um stöðugt meiri hraða og meiri sveigjanleika. Þess- um auknu kröfum og síbreytilegu áherslum er mætt með því að menn samnýta í auknum mæli fram- leiðsluþættina. Fyrir lítil og minni fyrirtæki hér á landi er erfitt að vera alltaf með nýjustu upplýsinga- kerfin og sveigjanlega aðstöðu eins og krafan er um í dag og nægan hraða og góða nýtingu á kerfunum öðruvísi en taka sig saman um að reka þessi kerfi með einhverjum hætti. Við sjáum að þessi þróun hef- ur verið mjög hröð í Bandaríkjun- um og núna kannski síðustu fimm árin í Evrópu þar sem við sjáum að það heyrir kannski til undantekn- inga að söluaðilar séu í eigin vöru- húsarekstri eða með eigin vöru- dreifingarkerfi. Þetta hefur í auknum mæli færst yfir í sérstök fyrirtæki.“ Höskuldur segir að Eimskip hafi verið að byggja upp þjónustu þar sem fyrirtækið hafi í raun tekið að sér allt lagerhald og dreifingu fyrir viðskiptamenn sem þar með hafa hætt eða dreg- ið verulega úr slíkri starfsemi sjálfir. „Við byrjuðum á þessu 1995 og síðan hefur þetta ver- ið að þróast og vaxa og öll okkar að- staða sem nú er fyrir hendi er full- nýtt og við höfum ekki getað sinnt þeim sóknarfærum sem við sjáum frekar í þessu. Þá er þessi aðstaða sem við eigum byggð í öðrum til- gangi og í raun ekki heppileg og erf- itt að ná fram nauðsynlegri hag- kvæmni.“ Að sögn Höskuldar hafa menn Eimskip áætlar að byggja 19. Gjörbreytir aðstöðu í vörugeymslu og dreifingu Með tilkomu nýs vöruhótels á Sundabakka verður í fyrsta skipti til sérhæfð aðstaða fyrir aðila sem stunda netverslun, þar sem m.a. verður hægt að fylgjast með birgðastöðu og hreyfingum á vörum á Netinu. Eiríkur P. Jörundsson kynnti sér áætlanir Eimskips um byggingu vöruhótelsins sem byggist á nýjustu tækni í slíkum rekstri. Horft yfir hafnarsvæð Tövuteikn Hillurekkar ná hátt til bre Horft inn í vöruhótel Eim plássum s Hröð þróun vöruhúsa um allan heim AÐSTÆÐUR FORELDRA LANGVEIKRA BARNA BREYTTAR ÁHERSLUR Í LANDBÚNAÐI Nýr landbúnaðarráðherraÞýskalands, Renate Künast,sem einnig fer með málefni er varða neytendur og matvæli, hefur boðað veigamikla stefnubreytingu í landbúnaði. Með því vill hún koma til móts við þarfir vaxandi hóps neyt- enda sem gera kröfur til aukinnar áherslu á lífrænar aðferðir í stað verksmiðjuaðferða í framleiðslu á landbúnaðarafurðum. Künast er ein þeirra sem lítur á kúariðuvandann sem táknræn endalok úreltra fram- leiðsluaðferða og hugsunarlausrar neyslu afurða þar sem framleiðslu- magn er haft að leiðarljósi fremur en gæði vörunnar. Í raun felur stefna Künast í sér ákveðið afturhvarf til hefðbundins landbúnaðar. Horfið er frá notkun sýklalyfja við framleiðslu á kjöti en einnig hefur mikil umræða átt sér stað í Evrópu um takmarkanir á notk- un tilbúins áburðar og skordýraeiturs við framleiðslu á fóðri og grænmeti. Þá er fyrirhugað að merkja matvæli með gæðastimplum er gefa til kynna hvort þær eru framleiddar á lífrænan máta eða uppfylla aðra lágmarks- gæðastaðla. Hér á landi hefur enn sem komið er ekki borið mikið á þeim framleiðslu- aðferðum í landbúnaði sem hvað harð- ast hafa verið gagnrýndar erlendis á undanförnum árum. Í svína- og kjúk- lingaeldi hefur þó verið notast við sambærilegt framleiðsluferli en einn- ig hafa verið kynntar aðferðir, t.d. við framleiðslu eggja, sem flokkast myndu undir lífræna framleiðslu ann- ars staðar. Nokkuð hefur verið rætt um möguleika íslensks landbúnaðar til að nýta sér þann markað sem skap- ast hefur erlendis fyrir gæðavöru sem framleidd er eftir lífrænum aðferðum. Er þá einkum átt við framleiðslu á lambakjöti en hefðbundin íslenskt sauðfjárrækt, sem byggir á beit bú- fénaðar í óspilltri náttúru, gæti án efa höfðað til erlendra neytenda sem vilja heilsusamlega vöru. Það ástand sem margar Evrópuþjóðir búa við um þessar mundir gæti þannig orðið til þess að aukinn áhugi beindist að framleiðslu landa á borð við Ísland, þar sem búfénaður hefur verið ein- angraður í langan tíma og mikið að- hald hefur tryggt heilbrigði bústofna. Sú hugarfarsbreyting sem átt hefur sér stað meðal neytenda víða í Evrópu hefur orðið til þess að krafan um lægra vöruverð hefur vikið fyrir kröf- um um aukin gæði. Neytendur sjá sér hag í því að greiða hærra verð fyrir betri framleiðslu á þeim forsendum að þannig sé heilsufari þeirra og um- hverfi betur borgið. Þó er ljóst að ekki eiga allir þess kost að veita sér slíkan munað. En þegar hugarfarsbreyting og aðgerðir stjórnvalda haldast í hendur og leiða af sér breytingar á framleiðsluferlinu í heild má þó binda vonir við að allir njóti að lokum góðs af með beinum eða óbeinum hætti. Mikil breyting verður iðulega á að-stæðum og högum fjölskyldna langveikra barna. Annað foreldrið þarf í flestum tilfellum að hætta at- vinnuþátttöku til að geta sinnt barninu. Venjulegt heimilishald rask- ast og mikið andlegt álag er á fjöl- skyldumeðlimum. Fram kom í grein hér í blaðinu í gær, þar sem sagt var frá fundi Um- hyggju, félags til stuðnings langveik- um börnum, um réttindi foreldra lang- veikra barna, að víða væri pottur brotinn í félagslegri aðstoð við þessar fjölskyldur og öðrum aðstæðum þeirra. Flestir íslenskir launþegar eiga til að mynda einungis rétt á sjö til tíu dögum á ári vegna veikinda barna sinna. Þessu er talsvert öðruvísi farið í nágrannalöndum okkar. Í Svíþjóð fá foreldrar 120 daga leyfi á 80% launum vegna veikinda hvers barns og í Finn- landi eiga foreldrar rétt á níutíu dög- um á 66% launum. Félagsmenn VR eru best settir á Ís- landi en þeir geta fengið greitt úr sjúkrasjóði sem svarar níutíu dögum á 80% launum ef börn þeirra veikjast al- varlega. Aðrir hafa þurft að treysta á velvilja vinnuveitanda. Segja forsvars- menn Umhyggju að flestir þeirra sýni skilning en alltaf komi upp einhver til- felli þar sem fólki er í raun sagt upp vegna veikinda barna sinna og á með- an engin lög séu til um slíkt athæfi komist atvinnurekendur upp með það. Í rannsókn sem gerð var á högum fjölskyldna langveikra barna á Íslandi í fyrra kom í ljós að foreldrar eru al- mennt ánægðir með þá þjónustu sem þeir hafa fengið á annað borð en telja þó að frekari þjónustu sé þörf á nánast öllum sviðum. Þannig töldu til dæmis 43% þátttakenda í rannsókninni að þörf væri á aukinni fjárhagsaðstoð, 40% nefndu þörf fyrir aukna félags- ráðgjöf og 41% gaf til kynna þörf á aukinni sálfræðilegri þjónustu. Það hlýtur að ríkja almennt sam- þykki um að fjölskyldur langveikra barna þurfa og ættu að eiga kost á allri þeirri aðstoð sem mögulegt er að veita. Ljóst má vera að ekki hefur ver- ið hugað nægilega vel að þessum hópi launþega í kjarasamningum. Miðað við samanburð við nágrannalöndin er staða hans verulega slæm hér en aug- ljóst er að ekki má mikið út af bregða til þess að þeir sjö til tíu dagar sem fólk á almennt rétt á hérlendis vegna veikinda barna dugi ekki. Hér er úr- bóta þörf og spurning hvort sjúkra- sjóðir launþegafélaganna geti ekki komið meira við sögu. Í sumum tilvik- um hafa safnast saman í þeim miklir fjármunir. Fjöldi langveikra barna hefur auk- ist þar sem framfarir í fæðingarhjálp og læknavísindum almennt hafa orðið til þess að veik börn lifa lengur. Það er brýnt að leitað verði leiða til þess að bæta aðstæður þessara fjölskyldna sem fyrst.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.