Morgunblaðið - 28.02.2001, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 28.02.2001, Qupperneq 40
40 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. FYRIR nokkru skrifaði ég smágrein hér í blaðið um Mývatn. Nú hefur Ásmundur Geirsson öryggisvörður skrifað grein í blaðið sem hann nefn- ir ,,Mývatn enn“ þar sem hann seg- ist telja sér skylt að mótmæla grein minni eins og hún leggur sig. Það hefði nú verið óskandi fyrir hann að geta rennt svolítið styrkari stoðum undir þessa ákvörðun sína. Í grein Ásmundar segir: ,,Víst hefur kísilgúrtakan slæm áhrif á líf- ríki Mývatns. Strax á öðru ári Kís- iliðjunnar komu í ljós ýmsar áður óþekktar breytingar á lífríki vatns- ins, sem vörðuðu fisk og fugl.“ Þar sem Ytri-Flói, þar sem Kísiliðjan er að verki, er mjög einangraður frá aðalvatninu, er þá ekki ólíklegt að þessar breytingar séu Kísiliðjunni að kenna? Er ekki trúlegt að önnur sé orsökin? Nú hafa vísindamenn fylgst með Mývatni og Kísiliðjunni í meira en 30 ár og ekki fundið að hún hafi nein slæm áhrif á lífríki vatnsins. Og nú er 30 ára reynsla fengin hvernig til hefur tekist þar sem grafið hefur verið upp úr Ytri-Flóa. Oddviti Skútustaðahrepps segir í Morgun- blaðinu að síðasta sumar hafi lífríkið verið þar með miklum blóma, mikið hafi verið þar um fugl og varp tekist einstaklega vel. Þá hafi helmingur af þeim silungi sem veiddist í vatninu í fyrrasumar komið úr Ytri-Flóa. Einnig hefur lífríki Laxár, sem rennur úr Mývatni, verið með besta móti í sumar. Í annarri grein í Morgunblaðinu stendur: ,,Í nýrri skýrslu Jóns Kristjánssonar og Tuma Tómassonar um Ytri-Flóa segir m.a.: ,,Stór hluti af dældum svæðum reyndist gróinn. Gróðurinn á dældum svæðum var mjög blóm- legur og kraftmikill, sá gróskumesti sem við höfum séð í Mývatni.““ Enn segir: ,,Sýni sem tekin voru á tveim- ur stöðum úr Ytri-Flóa í ágúst 1990 sýndu að mýlirfur voru fleiri á dæld- um en ódældum svæðum.“ Ekki virðist því enn sem komið er að Kís- iliðjan hafi slæm áhrif á lífríki Mý- vatns. Svo lætur Ásmundur sér sæma að kalla það ábyrgðarlausa glæframennsku af ráðherra að veita leyfi til áframhaldandi kísilgúrtöku úr Mývatni og það sé nauðsynlegt að taka í taumana til að stöðva þessi hrikalegu náttúruspjöll! Hvaða hrikalegu náttúruspjöll eru þetta þar sem reynslan hefur sýnt að líf- ríki vatnsins er betra þar sem Kís- iliðjan hefur grafið en annars staðar í Mývatni? Þá segir Ásmunur að það sé bull hjá mér þar sem ég segi að Mývatn sé að grynnast og muni þorna upp með tímanum ef ekkert verði að gert. Nú vita allir að Mývatn er að grynnast og það mun halda því áfram. Það er náttúrulögmál að þeg- ar setlög sem myndast í vatninu falla niður á botninn hlýtur vatnið að grynnast. Þá segir í greininni að náttúrufræðingar hafi sýnt fram á það með rannsóknum sínum að ár- þúsundir muni líða áður en Mývatn breytist í mýri. Varla breytist það í mýri ef það grynnkar ekki. Mér finnst það því heldur sterkt til orða tekið hjá honum að tala um að það sé bull hjá mér að segja að Mývatn muni grynnka og þorna upp ef ekk- ert verði að gert. Skynsamlegast virðist manni vera að leyfa áframhaldandi kísiltöku úr Mývatni, en fylgjast vel með eins og gert hefur verið hver áhrif það hefur á lífríki vatnsins. Svo þegar lengri reynsla hefur fengist að athuga þá vel hvort lífríkið er blómlegra þar sem grafið hefur verið eða þar sem ógrafið er. Taka svo ákvörðun eftir því hvort leyfa skuli kísilgúrtöku áfram. Þá er reynslan látin ráða og hún er ávallt ólygnust. Því tel ég rétt eins og ég segi í grein minni og ég vona að allir sannsýnir menn séu á sama máli, að ráðherra hafi látið heilbrigða skynsemi ráða þegar hann veitt Kísiliðjunni leyfi til þess að taka áfram kísilgúr úr vatninu. BJÖRN LOFTSSON, Drápuhlíð 42, Reykjavík. Mývatn ennþá Frá Birni Loftssyni: ÉG ER krossbit og hef reyndar verið lengi á öllum vandræðagang- inum í kringum 125 ára afmæl- isgjöf bæjarstjórnar til bæjarbúa. Nú seinast gerðist það í gær (þriðjudaginn 21. febrúar) að bæj- arstjórnin samþykkti að fresta af- hendingu gjafarinnar enn um sinn – og henda henni þess í stað í fang- ið á bæjarráði. Ég skal fúslega við- urkenna vankunnáttu mína í póli- tík en er ekki eitthvað skrýtilega höttótt við að mál, sem búið er að afgreiða frá bæjarráði þar sem all- ir guldu því jáyrði sitt (að því er ég best veit), skuli á nýjan leik vera vísað til bæjarráðs? Til hvers? Hvað er eiginlega að gerast? Er verið að eyðileggja afmælisgjöfina góðu – eða á kannski að skipta um gjöf? Er það virkilega svo að ein- hverjum komi til hugar í fullri al- vöru að flytja bókasafnið úr sér- hönnuðu safnahúsi í verslunar- miðstöð í Sunnuhlíð? Eða er kannski búið að ákveða að gefa enga gjöf? Er viðbyggingin við Amtsbókasafnið ef til vill ekki annað en lík í hinni pólitísku lest, lík sem enginn þorir þó að jarð- syngja með formlegum hætti? Hvenær á þessum kjánagangi eiginlega að ljúka? Hvenær eiga milljónatugirnir, sem við erum þegar búin að láta í viðbygginguna (án þess þó að bóli nokkuð á henni ennþá), að bera ávöxt? JÓN HJALTASON, Byggðavegi 101b, Akureyri. Amtsbókasafnið á Ak- ureyri; líkið í lestinni? Frá Jóni Hjaltasyni: Ókeypis lögfræðiaðstoð öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012 Orator, félag laganema

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.