Vísir - 16.06.1979, Blaðsíða 3

Vísir - 16.06.1979, Blaðsíða 3
VtSIR Laugardagur 16. júnl 1979 r 17. JUNI í nokkrum kaupstödum Hátiðarhöldin i Reykjavik I veröa meö nokkuö öörum hætti en á undanförnum árum og er I þá fyrst til aö taka aö hverfa- . skemmtanir veröa lagöar niöur | og öll dagskráin flutt í miöbæ- • inn. Einnig má nefna aö reynt I veröur eftir mætti aö virkja i börnin sjálf til þátttöku i dag- « skránni. Eins og venjulega hefst dag- skráin fyrir hádegi meö þvi aö blómsveigar veröa lagöir á leiöi Jóns Sigurössonar og ávarp fjallkonunnar o.fl. siglir I kjöl- fariö. Eftir hádegiö veröur á Lækjartorgi skátatívoli, kassa- bilaakstur og götuleikhús nem- enda ilr Leiklistarskóla Islands. Á sama tima, eöa klukkan tvö, hefst barnadagskrá viö Kjar- valstaöi og veröur þar fáriö i leiki o.þ.h., auk þess sem Tóti trúöur kemur i heimsókn. A Arnarhóli veröur barna- skemmtun kl. 16, þar sem fram- inn veröur leikþáttur og koma þar fram ýmsir þekktustu leikarar landsins. Um kvöldiö þenur HLH-flokkurinn sig á Hallæris- pianinu en diskótek veröur á Lækjartorgi. Kópavogur I Kópavogi sér Iþróttafélagiö Gerpla um hátiöarhöldin sem hef jast kl. 10 viö Kópavogshæli á leik skólahljómsveitar Kópa- vogs og viöavangshlaupi barna. Skrúöganga veröur frá Kópa- vogsskóla kl. 13.30 og veröur gengið aö Rútstúni þar sem hátiðarhöldin fara fram. Dag- skráin á túninu verður aö mestu helguö barnaári og koma þar fram mörg börn. Unglingadansleikur veröur viö Kópavogsskóla kl. 17 og um kvöldiöveröurannar dansleikur viö sama skóla til kl. eitt eftir miönætti. Frá þvi kl. 4 um daginn veröur bátaleiga í Vesturvör á vegum Siglingaklúbbsins Kópa- ness. Hafnarfjöröur I Hafnarfiröi hefst dagskráin kl. 10 á Kaplakrika og viö Lækjarskóla. Á Kaplakrika veröur keppt i ýmsum greinum iþrótta en viö Lækjarskóla veröur lúöra- blástur, tivoli, bátaleiga og einnig veröa reiðhestar teymdir undir börnum. Skrúögangan hefst frá Hellis- geröi kl. J5 og verður gengiö aö Höröuvöllum þar sem hin eigin- lega hátiðarsamkoma verður. Flutt veröur hátiöarræöa og ávarp fjallkonunnar og fjöl- breytt skemmtiatriöi veröa höfö i frammi. Um kvöldið verður svo úti- skemmtun við Lækjarskóla og lýkur henni með dansleik þar sem bæöi gömlu og nýju dansarnir blómstra. Akureyri Á Akureyri sjá skátafélögin á staönum um dagskrána sem ber mikinn keim af því aö nú er barnaár. Aö morgni sunnudagsins fara um bæinn figúrur úr ýmsum þekktum barnaleikritum og skemmta smáfólkinu. Skrúð- ganga veröur frá Ráöhústorg- inu kl. 13.30 og siðan hefst háti'öardagskrá á iþróttavellin- um kl. 14. Aðalræðu dagsins flytur Armann Kr. Einarsson og fjallar hún um barnabókmennt- ir. Þá veröa skátar meö mikla skrautsýningu sem nefnist „Heimur I hnotskurn” og teng- ist hún Sameinuöu þjóöunum og barnaárinu. Auk þess veröur helgistund, fjallkonan kemur fram og barnakórar syngja. Aö sjálfri hátiðardagskránni lok- inni veröur keppt I ýmsum Iþróttagreinum og m.a. munu stjórnmálaflokkarnir leiöa saman hesta sina 1 kassabíla- ralli. Klukkan 17 verður opnaö tlvoli og um kvöldiö veröur bæöi skemmtidagskrá og útidans- leikur. Vestmannaeyjar Hátlöarhöldin i Vestmanna- eyjum verður meö liku sniði og undanfarin ár. Klukkan 11 veröur hátiöar- guösþjónusta á Stakkageröis- túni og mun Kjartan Orn Sigur- björnsson predika. Skrúöganga veröur frá Iþróttamiöstööinni kl. 13 og gengiö aö Stakkagerðistúni þar sem hátiöarhöldin verða. Þar koma fram Lúörasveit Vest- mannaeyja, Samkórinn, flutt veröur hátiöarræða og fjallkon- an kemur fram. Þá veröur handboltaleikur þar sem liö á vegum meiri- og minnihhita bæjarstjórnar eigast viö. Barnaball veröur I Iþrótta- miðstöðinni kl. 17 og kl. 22 hefst diskótek i Höllinni á vegum hússins. Isafjördur Skiöaráö ísafjarðar sér um hátiöarhöldin þar I bæ aö þessu sinni. Dagskráin hefst kl. 13.45 með leik Lúörasveitar Tón- listarskólans. Siðan verður flutt hátiðarræöa, Sunnukórinn syngur og fjallkonan kemur fram. Eftir öll hátlðlegheitin verður boðganga á hjólaskiðum um götur bæjarins, viðavangshlaup unglinga og ef veður leyfir, svif- drekaflug yfir hátiöarsvæöinu. Klukkan fimm veröur á iþróttavellinum knattspyrnu- leikur milli bæjaryfirvalda og iþróttaforystu auk þess sem Höröur og Vestri munu reyna með sér i minningarleik um Karl Einarsson. Um kvöldið verður siöan úti- dansleikur viö Barnaskóla Isa- fjaröar og mun BG-flokkurinn sjá um hljóöfærasláttinn. Neskaupstaöur A Neskaupstaö er þaö Iþrótta- félagiö Þróttur sem sér um hátiöahöldin aö þessu sinni og hefjast þau með dansleik i Egilsbúö á laugardagskvöld. A sunnudag verður skrúö- ganga kl. 13.15 og klukkan 14.00 hefet hátiðardagskrá i Skrúö- garöinum. Þar flytur Stefán Þorleifsson hátiöarræðu og siöan veröur framin skemmú- dagskrá. önnur dagskrá hefst á iþróttavellinum kl. 17 og þar mun veröa knattspyrnukapp- leikur milli bæjarstjórnar og verkstjóra i plássinu. Einnig verður hjólreiöakeppni, viöa- vangshlaup o.fl. P.M. >s§m Þoð er kraftur í Júnóbor homborgurunum . Simi: 85670 AFSTEYPUR LISTAVERKA eftir þekkto listomenn Þessi listoverk eru vorðveitt í listosöfnum víðo um heim. Afsteypurnar eru mjög vel unnar („massívor" og styrktor með stálteinum) Darnoárið er í huga okkar núna en listamenn hafa hugsað um barnið öldum sam- an. Þessi mynd sýnir lítið brot af listaverkum sem túlka hugmyndir þeirra um samskipti barna og fullorðinna. Þetto er lítið brot of fpllegu úrvoli ILIlI.'-I.HISrVII Laugavegi 15 sími 14320

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.