Vísir - 16.06.1979, Blaðsíða 19

Vísir - 16.06.1979, Blaðsíða 19
Laugardagur 16. júnl 1979 19 hljómplŒta vlkunnar Gunnar Salvarsson skrifar EARTH, WIND & FIRE — I AM Sfðastliöinn vetur var lagiö „September” ofarlega á vin- sældalistanum i London og núna er lagið „Boogie Wonderland” viö toppinn á sama lista. Hljóm- sveitin sem flytur bæöi þessi firnavinsælu lög heitir Earth, Wind & Fire eöa jörö, vindur og eldur og þykir mörgum aödá- endum hennar um áraraöir sannarlega timi til kominn aö hún veki virkilega athygli. Óhætt mun aö fullyröa aö engin hljómsveit á soul-rokk sviöinu slái Earth, Wind & Fire viö um þessar mundir og eru þá bæöi gæöi og vinsældir inni I dæminu. Höfuöpaur Earth. Wind & Fire er Maurice White, 38 ára gamall, en aðrir i hljómsveit- inni nú eru Verdine White, bróö- ir Maurice, Philip Baily, Larry Dunn, Ali McKey, Fred White, Johnny Graham. Andrew Wool- folk, Ralph Johnson, Don Myrick. Louis Satterfield og Rahmlee Michael Davis. Þegar Earth, Wind & Fire kom fram á sjónarsviðið I upp- hafi sjöunda áratugsins þótti hún með kröftugri og frumlegri eldhúsiö bandariskum hljómsveitum sem fram höföu komiö um skeiö. Stærö hennar vakti og undrun mikla og liktist hún miklu fremur „big-bandi” en rokkhljómsveit. Tónlistin sem hún flutti þótti ennfremur óvenju mikiö blönduö en um- fram allt nýtiskuleg. I henni var aö finna mikil rokk- og souláhrif og glöggir menn höföu á oröi aö country-áhrif leyndust einnig i henni. Rætur hljómsveitarinnar er aö finna i fátækrahverfi Chicago-borgar, hvert Maurice White flutti ásamt fjölskyldu sinni frá Memphis-svæöinu. Ungur aö árum söng hann með gospel-hljómsveitum og trommuleikari var hann sem táningur i hljómsveit i Chicago. Siöar nam hann tónlist i skóla og geröist um stundarsakir liös- maöur Ramsey Lewis Trio. Ariö 1969 stofnaöi hann fyrstu útgáfuna af Earth. Wind & Fire ásamt Verdine bróöur sinum. Þessi útgáfa af hljómsveitinni vakti nokkra athygli og hún sendi frá sér 2ja laga plötu hjá Capitol og tvær LP-plötur hjá Wamer Brothers. Uppstokkun varö I hljóm- sveitinni eftir siöari LP-plötuna og var aö þessu sinni geröur samningur viö Capitol 1972. Stuttu seinna kom út LP-platan „Last Days And Time” og geröi hún aöeins meiri lukku en hinar fyrri, þótt ekki væri þaö umtals- vert. Næsta plata var „Head To TheSky” og hljómsveitin fékk á sig þann stimpil aö flytja „þunga” tónlist i jákvæöri merkingu. EW&F fylgdu þess- ari plötu eftir með mikilli hljómleikaferö um Bandarikin og sala á plötunni fór yfir gull- markiö. önnur stórbrotin plata „Open Our Eyes” fylgdi i kjölfariö (1974) en stóra stökkiö á frama- brautinni kom svo ári slöar er platan „That’s The Way Of The World” kom út. Platan sló i gegn I Bandarikjunum og lagið „Shining Star” geröi mikla lukku. Næst kom hljómleika- og stúdióplatan „Gratitude,” „Spirit” kom út 1977 og „All ’N’ All” i fyrra, tvær þær siöast- Marengsterta Deig: 2 egg 2 dl sykur 1 1/2 dl hveiti 1 dl kartöflumjöl 2 tsk. lyftiduft 1 dl heitt vatn Vanilluþykkni: 3 dl rjómabland eða mjólk 1 egg eöa 2 eggjarauður 1 msk. sykur 1 msk. kartöflumjöl 1 msk. vanillusykur. Marengs: 300 g tilbúiö möndludeig 2 eggjahvltur Skraut: 50 g möndluflögur jarðarber eöa blandaðir ávextir. Deig: Þeytið egg og sykur vel saman. Sigtiö saman hveiti, kartöflu- mjöl og lyftiduft og blandiö var- lega út i eggjahræruna ásamt vatninu. Setjið deigið i smurt tertumót og bakið við 200 C i u.þ.b. 30 minút- ur Látiö kökuna kólna og skeriö hana i tvo botna. Vanilluþykkni: Látið mjólk eöa rjómabland, egg, sykur og kartöflumjöl i pott og hitið þar til kremiö er oröiö þykkt. Þeytið stööugt i á meöan. Látiö kremiö kólna og þeytiö ööru hvoru á meðan. Bragöbæt- iö kremiö meö vanillusykri. Leggiö tertubotnana saman með vanilluþykkninu. Marengs: Þeytiö eggjahvituna og blandiö möndludeginu saman viö. Breiðiö 2/3 af marengsinum of- an á kökuna, sprautiö afgangin- um I hring á brún tertunnar og þrýstiö möndluflögunum i hliö- arnar. Setjiö kökuna inn i ofnhita 225 C I u.þ.b. 7. min. eöa þar til marengsinn hefur fengiö gul- brúnan lit. Leggiö jaröarber eöa ávexti of- an á tertuna. Agætt er aö dreypa örlitlum ávaxtasafa yfir berin. töldu almennt taldar virkilega góöaren dugöu ekki til feykivin- sælda, — og Evrópa var enn svo til óplægöur akur. I AM „Best Of” platan sigraöi þann markaö s.l. sumar og i vetur og þeim vinsældum fylgir hljóm- sveitin nú eftri með poppuöustu plötu sinni til þessa, þar sem áhrif diskótónlistarinnar eru greinilegri en fyrr. Engu aö siö- ur tel ég aö þarna hafi Earth, Wind & Fire tekist aö siá tvær flugur i einu höggi, lyfta tónlist sinni upp á aöeins melódiskara sviö en gæta þess um leiö aö þaö bitnaði ekki á gæöunum. Mér finnst þetta ákjósanleg lausn fyrir hljómsveitina, hún mun óhjákvæmilega vinna frekari sigra, og hún er enn besta soul- rokk hljómsveit heimsins. Þaö sem einkennir EW&F er ekki bara óvenjulegur frumleiki og snöggar hljómfallsbreyting- ar með kröftugu tempói, heldur einnig og ekki siður lifsgleöin og hiö jákvæöa viöhorf sem fram kemur I textum hljómsveitar- innar, þar sem hamingja og bróöurkærleikur haldast i hend- ur. Þessum kostum sinum heldur hljómsveitin hvað sem frægö- inni lföur. Og el ég má segja mitt álit, þá hef ég ekki heyrt margar betri plötur á þessu ári. — Gsal mm.... ananasplit ! Skallí Lækjargötu 8, Hraunbæ102 Reykjavíkurvegi 60 Hf.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.