Vísir - 16.06.1979, Blaðsíða 2

Vísir - 16.06.1979, Blaðsíða 2
2 VÍSIR Laugardagur 16. júnl 1979 //Ja.hérna/ hvaö viljiö þið að ég segi, nýgræðing- urinn á þessu sviði" sagði „unga stúlkan" sem hélt fyrstu einkasýningu sína i Galleri Suðurgötu 7 fyrir nokkru. Við heimsóttum hana á Lindarflötina í Garðabænum, þar sem hún býr ásamt manni sínum og tveimur sonum 13 og 17 ára. „Unga slúlkan,, er reyndar orðin þrjátíu og sjö ára og heitir Edda Jónsdóttir. Hún gerir góðlátlega grín að þessu með ungu stúlkuna. Sú nafngift er þannig tilkomin að einn af myndlistargagnrýnend- um blaðanna kallaði hana „ungu stúlkuna" í skrif- um sínum. — Erfitt aö halda sina fyrstu einkasýningu? „Já, þaö er erfitt. Þaö er tölu- vert lifsreynsla. Sýningin stdö i eina viku og ég reyndi aö vera sem mest á staönum til aö spjalla viö fólkiö sem kom, og þaö fannst mér verulega íær- dómsrikt. Ég held maöur læri lika af þvi aö sjá verk sin öll saman á einum staö I staö þess aö hafa þau á bak viö skáp heima. Nú og þó ég sé þeirrar skoöunar aö kritiker lýsi best sjálfum sér, þá lærir maöur lika af þvl”. Edda útskrifaöist úr Myrid- lista- og handiöaskólanum áriö ’73 og var þá meöal eldri nem- enda i skólanum. Aöur haföi hún fariö á kvöldnámskeiö hjá Hring Jóhannessyni á meöan synirnir voru enn litlir. — Atak aö fara i skólann? „Já, mér fannst það erfitt. baö var átak, þvi nemendur voru yfirelitt tiu eða fimmtán árum yngri en ég. Annars finnst mér aö þaö ætti ekki aö hleypa yngri nemendum inn 1 skólann en tuttugu ára. Nema um séni sé að ræöa”. Hún tók teiknikennarapróf en sneri sér siöan aö grafik. Og i fyrra fór hún ásamt annarri konu til Amsterdam til að læra meira. „Auövitaö var þaö kritiser- Vidtal Edda Andrésdóttir Myndir: Jens Alexandersson ,,Það er lúxus að geta verið t þessu” „óróleiki í blóðinu" „Fyrir mér var þetta nýtt lif. Að fá að kynnast stúdentalifi i erlendri borg og ég eignaðist þarna góöa kunningja. Mér fannst gott aö vera i Hollandi og Hollendingar lita Skandinava jákvæöum augum. „En eftir þetta er óróleiki I blóðinu. Mig langar til aö geta fundiö mér tima til aö fara til erlendrar borgar, — ekki til aö læra heldur til aö vinna. Eg mundi gjarnan vilja fara til New York.” — Fannst þér ekkert erfitt aö fara ein út og skilja fjölskylduna eftir? „Nei, mér fannst þaö ekki. Mér fannst gott aö fá aö vera ein. Og yfirleitt kann ég vel aö meta þaö. A meðan ég veit aö ég hef fólk, þá fylgir þvi þægileg til- finning. En ef ég þyrfti alltaf aö vera ein, þá væri þaö allt annar handleggur.” — Þú segist ekki geta lifaö á listinni? „I dag gæti ég þaö ekki. A samsýningum er maður hepp- inn aö losna viö eitt eöa tvö þrykk. Fólk þarf aö vinna lengi til þess aö geta lifið á listinni. Þaö má segja aö þaö séu hlunnindi aö þurfa ekki aö vinna meö myndlistinni, en ég mundu djöfla mér i þaö ef ég þyfti. Ég held maöur hætti þessu ekki svo auöveldlega þegar einu sinni er byrjaö. En þetta getur veriö mjög erfitt hjá mörgum sem þurfa aö slita sér út i ööru”. Edda er einn aöili kvennasýn- ingar sem konur frá öllum Noröurlöndum taka þátt i og hefst i október i Sviþjóö. TIu konur frá hverju landanna taka þátt i sýningunni en henni lýkur á Kjarvalsstöðum 1980. En af hverju sérstakar kvennasýning- ar? „Af hverju? Vegna þess að konur hafa veriö útilokaöar viða og enn siður teknar alvarlega en karlfólk. t Bandarikjunum til dæmis hafa þær átt miklu erfið- Meö hluta af myndunum sem voru á sýningunni. verk hennar. Ekki eru karl- menn kallaðir „herrar” undir þessum kringumstæðum. Nú eöa feöur!” „Svo fær maöur að heyra: „Þær geta veriö i listinni. Þær hafa það gott á meðan karl- mennirnir vinna fyrir þeim.” Þetta höfum viö allar fengiö aö heyra. Og kannski er eðlilegt aö sú gagnrýni komi fram, þvi þaö er lúxus aö geta veriö i þessu.” Hún hefur áður tekiö þátt i samsýningum hér heima og i Póllandi. Og fer talsvertút til aö sjá sýningar. Staöa islenskra myndlistamanna aö hennar áliti? „Af þvi sem ég hef séö á Noröurlöndunum, þá held ég að tslendingar séu hreinlega núm- er eitt. Ég hef á tilfinningunni að það sé ýmislegt aö gerjast á tslandi i dag i öllum mögulegum greinum.” — Varst þú ánægö með undir- tektirnar eftir þessa fyrstu einkasýningu? „Ég var hissa á þessari góðu gagnrýni og mér finnst það ekki' ara aö fá verk sin inn á þekkt söfn.” „bað er ákaflega hvimleið árátta aö hnýta i konur. Það nægir ekki aö kalla þær bara myndlistamann svo dæmi sé nefnt. Heldur verður að bæta viö „frúin”, „móöirin” eöa „unga stúlkan” eins og ég var kölluö. Þaö veröur alltaf aö tengja kon- uná ööru hlutverki. Þaö er leitt aö það skuli ekki vera hægt að tala bara um manneskjuna og ...þá held ég aö tslendingar séu hreinlega númer eltt”. „Gott aö vera ekki kýldur nlbur strax”. aö, og þótt eigingjarnt af mér að gera þetta. En maðurinn minn og strákarnir voru ósköp hamingjusamir að losna við mig, þannig að það var mér hjálp i andstööunni. Ég var heppin, þvi ég þurfti ekki að slita nein bönd. Ég fékk þannig meövitund. bað er verst aö geta ekki leyft manninum sinum þaö sama aö gera eitthvaö annaö i eitt ár. En ég vinn ekki fyrir heimilinu svona.” ÆÉm „Þaö er erfitt aö halda slna fyrstu einkasýningu. góðs viti þegar allir gagnrýn- endur eru sammála. En þaö er þægilegt aö þvi leytinu til að maöur er ekki brotinn niöur. Annars vil eg ekki aö mér sé of vel tekiö. Ég vil geta unnið i friöi og ég er hálf hrædd viö það að fólki sé hampað of mikiö. Mér finnst eölilegt aö fólk fái misjafna krítik, þó það sé gott aö vera ekki kýldur niöur strax.” — EA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.