Vísir - 16.06.1979, Blaðsíða 9

Vísir - 16.06.1979, Blaðsíða 9
frettabréf írí<l«t>r*r | VCÍÍÍcM4»M<MÚé(A« IUANOI ffRÉTTABRÉf Atoltndðötu •C'w' s IIÍIiiSi lambandi VlSIR Laugardagur 16. júnf 1979 íjolnnðtun Elias Snæland Jónsson, rit- stjórnarfulltrúi, skrifar Gróska í útgáfu tímarita og fréttabréfa hér á landi. Útgáfa ódýnra frétta- bréfa færíst í aukana Þegar rætter um f jölmiðla hér á landi dettur flest- um f hug dagblöðin og ríkisf jölmiðlarnir, útvarp og sjónvarp. En hér á sér einnig stað allvíðtæk f jölmiðl- un með öðrum hæt'ti, því gefin er út mikill f jöldi tfma- rita og fréttabréfa af ýmsu tagi. Sum þessara blaða eru prentuð í mörg þúsund eintaka upplagi, og eru þar af leiðandi hvert um sig alla vega stærra en eitt dag- blaðanna. Þau timarit, sem gefin eru út hér á landi, eru mjög margvis- leg að gerð, stærð og efni, og eins er útgáfutiðni þeirra mis- jönf. Sum timarit koma út endr- um og eins, jafnvel aðeins einu sinni eða tvisvar á ári, en önnur koma oftar og reglulega út. Hér á landi er lftið um timarit, sem koma út vikulega, þótt slfk vikuútgáfa sé mjög algeng er- lendis — einkum vikurit um at- burði liöandi stundar og svo vikublöð með „léttara” lesefni af ýmsu tagi. Verulega er hins vegar selt af slikum erlendum vikuritum hér heima — blöðum eins og t.d. Time, Neewsweek, Economist og Der Spiegel að ógleymdum „dönsku blöðun- um" , sem svo eru almennt kölluð, og ýmsum öðrum er- lendum wikuritum. En hafi íslendingar ekki, sennilega vejjna smæðar markaðarins, farið að ráði út i útgáfu slikra vikublaða, þá hafa dagblaðaútgefendur i staðinn lagt aukna áherslu á útgáfu vandaðra helgarblaða, þar sem blandað er saman „þungu” og „léttu” lesefni svo allir hafi eitt- hvað við sitt hæfi. Yfir 300 tímarit Ekki verður hér fjallað um helgarútgáfur dagblaðanna að þessu sinni, heldur um timarit- in. A undanförnum áratugum hefur á hverju ári komið út mik- ill fjöldi rita, sem flokkast sem timarit. Siðustu árin mun skráður fjöldi þeirra hafa verið um 300 talsins. I opinberum töl- um hefur verulegur hluti þeirra veriö skráður með „óreglulegan útgáfutima.” Flest árin eru sllk timarit meira en þriðjungur allra þeirra timarita, sem út koma hér á landi. Verulegur hluti timaritanna eru ársrit — þ.e. koma aöeins einu sinni á ári. Slik timarit hafa yfirleitt verið 80-90 talsins á undanförnum árum. Ars- fjóröungsrit og timarit sem koma út mánaðarlega, hafa einnig verið nokkuð mörg, en þau timarit, sem koma út oftar en mánaðarlega má telja á fingrum sér. Útgáf uaðilar tvenns konar Én hverjir gefa þá út öll þessi timarit? Útgáfuaðilarnir eru fyrst og fremst tvenns konar. Annars vegar eru útgáfufélög, sem eru valin beinlinis til þess að gefa út timarit, og þá að sjálfsögðu með hagnaði. Þar er hins vegar um tiltölulega fáa aðila að ræða. Stærsti aðilinn er að sjálfsögðu fyrirtækið Frjálst framtak, sem i samanburði við aðra tima- ritaútgáfu hér á landi hlýtur að teljast stórveldið á þvi sviði. Nokkrir aðrir aðilar gefa einnig út timarit hér á „business”—grundvelli, og má jjar nefna blöð eins og t.d. Samúel, Vikuna og nokkur önn- ur timarit, einkum af léttara taginu. Flest timaritin eru hins vegar gefin út af félagasamtökum af ýmsu tagi! Slik rit eru þá fyrst og fremst hugsuð fyrir félags- menn viðkomandifélaga, og svo til kynningar á starfsemi félagsins út á við. I nokkrum tilvikum eru tima- rit einnig gefin út af félagasam- tökum i fjáröflunarskyni, og ei meginefni slikra blaða auglýs- ingar. Ritað mál er Islendingum svo tamt, að svo virðist, sem varla sé svo stofnað félag að eitt hið fyrsta, sem félagsmönnum detti i hug, sé ekki að gefa út blaö. Þess vegna eru það hin óllkleg- Útgáfa ódýrra offsetfjölritaöra fréttabréfa hefur mjög fariö f vöxt aö þeirra blaöa. undanförnu, og sjást hér nokkur Vfsismynd: GVA ustu félög, sem senda ffa sér timarit eöa fréttabréf.alla vega endrum og eins. Stærstu hagsmunasamtök landsins gefa mörg hver út timarit, þótt sú útgáfa hafi sums staðar gengið brösótt.Ef litið er tilaðila vinnumarkaðarins, sem eru hvað mest i fréttum þessa dagana, þá gefa heildarsamtök þeirra út timarit. Mikilvirkasta útgáfustarfsemin þar er tvi- mælalaust hjá BSRB sem gefur út blaðið Asgarö reglulega og sendir það til hvers einasta félagsmanns I BSRB. Alþvöu- sambandið gefur út Vinnuna reglulega, en dreifir sinu blaöi með öðrum hætti en opinberir starfsmenn og er upplag Vinn- A siöustu árum hafa veriö gefin út mörg hundruö tfmarit á hverju ári. Hér ist hafa á ritstjórn Vfsis. sjást nokkur þeirra, sem bor- Vfsismynd: GVA unnar þvi mun lægra en As- garðs. Farmanna- og fiski- mannasambandið gefur reglu- lega út Sjómannablaðið Viking, Landssamband iðnaðarmanna gefur út Timarit iðnaðarmanna, Vinnuveitendasambandið gefur út „Vinnuveitandann” og þann- ig mætti áfram telja. Vandaðar útgáfur Þegar timaritum félags- samtaka er flett sést oft á tið- um, að fátt er til sparað til að gera timaritin sem best úr garði Mörg timarit eru prentuð á vandaðan pappir og mikið i þau lagt hvað allt útlit snertir. Slik rit eru hins vegar mjög dýr f útgáfu, ekki sist þegar lit- myndir eru hafðar með. Margir hafa þvi fariö þá leiðina, að prenta vandaða kápu i mörgum litum, en hafa siðan það sem á milli kápusiðanna er af ódýrari gerðinni. Þegar ýmis þessara félaga- timarita eru borin saman við blöð svipaðra aöila i nágranna- löndunum, þá sést að meira er lagt I þau hér að þessu leyti i mörgum tilfellum. Hins vegar er efni erlendu blaðanna oft á tiðum itarlegra og viðtækara, enda nánast undantekningar- laust unnið þar af launuðum starfsmönnum viðkomandi félaga. Hérlendis er hins vegar al- gengast að efnisöflun i félags- ritin sé unnin sem sjálfboðastaf, a.m.k. að mestu leyti, og er það m.a. skýringin á óreglulegum útgáfutima. Þau timarit félaga- samtaka, sem koma reglulega út, eru hins vegar yfirleitt unnin af launuðum starfskrafti, en það er forsenda reglulegrar út- gáfu. ódýr fréttabréf. A siðustu árum hefur nýtt út- gáfuform mjög rutt sér til rúms hér á landi, og hafa fjölda- mörg félagasamtök nú tekiö það upp. Hér er átt viö offsetfjölrituð fréttabréf i litlu broti (A-4) Offsettæknin hefur gert félaga- samtökum og öðrum aðilum kleyftað gefa út slik rit án veru- legs kostnaöar. Uppsetning og útlit slikra fréttabréfa er auövitaö mjög misjafnt, en offsetttæknin gefur nánast ótæmandi möguleika i þvi efni. Kostnaðurinn við útgáfu slikra rita er ekki aðeins hversu ódýr útgáfan er miðað við hefð- bundna timaritaútgáfu, heldur einnig hversu fljótlegt er að fá slik rit unnin i prentsmiðju. Flest þessara fréttabréfa koma óreglulega út en önnur eru reglubundnari, og eintaka koma út mánaðarlega eða þar um bil. Prentun og pappir átta síöna fréttabréfs i þessu broti mun ekki kosta nema 200-300 þúsund krónur, og er þá reiknað með aö hluti blaðsins se prentaður i tveimur litum, og aö upplagið sé 4-5 þúsund eintök. Alla vinnu fyrir fjölritun, svo sem efnisöfl- un, vélritun efnisins og uppsetn- ingu blaösins,er hægt aö vinna á skrifstofum viðkomandi félaga, þannig að einungis er þörf á aö kaupa filmuvinnu, fjölritun og heftingu blaösins. Með þessum hætti ættu flest félög, sem þess óska, að geta komið áhugamálum sinum sin- um á framfæri i snyrtilegu blaði. Og slik útgáfa er nú oröin það ódýr að hún ætti að vera flestum félögum opin leið. - ESJ.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.