Vísir - 16.06.1979, Blaðsíða 25

Vísir - 16.06.1979, Blaðsíða 25
vísm Laugardagur 16. júnl 1979 r Snjórinn féll i stórum flyksum ofan á kolla barn- anna sem léku sér á götunni. Þau skriktu af kæti. Trén breyttust í snjókellingar og húsin í hlíðinni liktust risastórum sveppum og gorkúlum. En út um gluggana horfði fullorðna fóJkið kvíða- fullt á snjóinn hlaðast upp við vegbrúnirnar og snjó- koman var rétt að byrja. Þeir sem búa afskekkt hafa oft rika tilfinningu fyrir öflum náttúrunnar og mörgum í Blons leist ógæfulega á alla þessa snjókomu. Blons er afskekkt þorp i austurrisku ölpunum og þaö hafði sjö sinnum oröiö fyrir snjóflóöi á siöustu 250 árum. Þorpið var byggt á eins hættu- legum stað og hugsast gat. Fyrir ofan það risu tindar Calv og Montcalv hlið við hlið og mynduðu eins konar rennibraut á milli sin fyrir snjóskriöurnar. Blons var ekki ferðamanna- staður. Þarna stóðu 90 hús i ein- um hnapp i fjallshliðinni og ein- ungis brattur fjallavegur lá upp að þorpinu. Oft snjóaði mikið. Þá gat simasamband rofnað/ raf- magnið farið, vegurinn lokast og þorpið orðið jafn einangrað og það stæði á Suðurpólnum. Slikt gat komið sér illa þvi eng- inn læknir var meðal 367 ibúa þorpsins. Snjókoman jókst,sunnudaginn 8. janúar voru skaflarnir orðnir fimm metra háir og krakkarnir hættir að leika sér úti. Fyrst slitnuðu simalinurnar, svo raf- Bóndi sem var að moka snjó af þakinu hjá sér heyrði trén brotna uppi i brekkunni leit upp og sá þau öll koma beint á sig. Einn drengjanna i bænum sá næsta hús kastast i loft upp. Vir lenti á öðrum dreng og kastaði honum 300 metra yfir dalinn en hann slapp ómeiddur. Eystri hluti þorpsins leit út eins og eftir sprengingu. Fólk lá eins og hráviði um allt innan um tré snjó, bjálka og múrsteina. Frá heimili sinu uppi i brekk- unni haföi Erika Krebs gott út- sýni yfir slysstaðinn. „Allt virtist gerast mjög hægt”, sagði hún. „Hús hurfu, tré rifnuðu upp með rötum. Fólkið sem ég var að horfa á niöri i bænum hvarf á einu augnabliki. Það var eins og risastór snjóplógur hefði keyrt yfir plássið. Ég kvaddi þorpiö i huganum Undir forustu skólastjórans héldu björgunarmennirnir yfir i eystri hluta þorpsins. Ástandið Fullorðin kona heldur á barnabarni sinu I fanginu. Þeim var bjargað úr gröfinni hvitu eftir að hafa verið innilokuð i tiu klukkustundir. DAUÐINN linan og þögnin lagðist yfir Blons. Mánudaginn 11. janúar 1954 var þorpið algjörlega ein- angrað og klukkan 9:36 féll snjóflóðið. í miðju þorpinu var skýli yfir drifið fyrir dráttarbrautina sem liggur yfir Blons. Dráttarbraut- in var ekki i notkun. Fyrir utan skýlið var Eugene Dobler skóla- stjóri aö bera á skiöi sin þegar hann heyrði ókennilegan hvin og leit inn fyrir. Hann sá stálvirinn renna út af spilinu fyrst hægt, siðan með vaxandi hraöa. Bremsurnar höfðu ekkert að segja. Núningurinn var svo mikill að spilið logaöi. Virinn hvarf á einni sekúndu. Dobler fannst eins og einhver ógnar- kraftur uppi I fjallinu hefði hrifsað til sin virinn. Þá féll skriöan á bæinn. Areksturinn var eins og sprenging og jarðskjálfti i einu lagi og hávaðinn sem fylgdi var eins og heimurinn væri að far- ast. Skriðan skall á þorpinu með 500 kilómetra hraða á klukku- stund, einn risastór snjóbolti. Þeir sem lifðu af hafa hver sina sögu aö segja af þessu augna- bliki. Kastaðist 300 metra Kona sem stóö i eldhúsinu sá loftið allt i einu hrynja ofan á sig. var verra en þeir höfðu búist við. Engin leið var að sjá hvar húsin höfðu staðiö. Þeir byrjuðu aö moka snjónum eins og óðir væru og fljótlega komu þeir niður á fólk. Flest var það á lifi. Menn voru bornir i teppum yfir i kirkjuna. Þegar hún var orðin full voru þeir fluttir i óskemmd hús i nágrenninu. Um kvöldið var ógerningur aö giska á hve margir höfðu farist en presturinn hélt samt minningarathöfn við kertaljós. Þeir sem komist höfðu af þökk- uðu skapara sinum fyrir björg- unina en þaö var fullsnemmt, þaö versta var enn ókomið. Annað flóð 1 matvöruversluninni lá 19 ára stúlka, Siegfried Jenny, fót- brotin ásamt með fleirum sem hafði veriö bjargað. Þau voru aö biðjast fyrir þegar þakið hrundi ofan á þau. Það var annað snjó- flóð. „Allt varð dimmt og hljótt”. sagði Jenny. „Ég vissi að ég var föst. Ég fann aftur til i fætinum, höfðinu og bakinu. Ég lá ofan á einhverjum kössum og gat ekki hreyft mig. Ég kallaði á hjálp. Ég heyrði fleiri kalla en þeir virtust vera langt I burtu. Svona tiu minútum seinna heyrði ég i mönnunum sem grófu mig upp. Ég held við höf- um verið tólf i búðinni þegar skriðan féll en það voru ekki margir sem komust af”. Aöeins þrem var bjargað. Björgunarmennirnir voru þrjá tima að grafa upp konu sem sifellt kallaði á hjálp. Þeg- ar þeir fóru aö nálgast hana bað hún guð að blessa þá. „Ég hélt þið ætluðuð aldrei að koma”, sagöi hún. „Hafiö þið fundiö barnið mitt?”. Þegar þeir grófu niður á hana var hún látin, barnið fannst aldrei. Fleiri hús lentu undir skriðunni og nú lágu fórnarlömb fyrstu skriðunnar undir tonnum af snjó. Þorpið var algjörlega einangraö. Enga læknishjálp var að fá. Engar umbúðir voru til handa þeim slösuðu, engin deyfilyf og enginn möguleiki á skurðaðgerð til að bjarga brotn- um limum. Fyrstu læknarnir komu ekki fyrr en á fimmtu- dagskvöldið, fjórum dögum eftir fyrsta snjóflóöið. Tveir ungir skiðamenn höfðu farið niður hlíbina til Thuringen að sækja hjálp. „Það gerðust mörg krafta- verk þessa daga” sagöi gamall þorpsbúi. „Sumir sluppu á ótrú- legan hátt og það gaf fólki von. Enginn gaf upp vonina. Menn reiknuðu alltaf með að ættingjar og vinir væru á lifi þangað til svart og limlest likið var grafið upp úr fönninni”. Sá hluti Blons, sem að mestu slapp við snjóflóðið. Þyrla er lent til að sækja þá, sem slösuðust mest. HVITI Skriðan skiidi eftir sig gifurlega eyðileggingu. Af 367 þorpsbúum fórust 45 i flóðunum. Hundurinn bjargaði þeim Arsgömlum dreng var bjargað eftir fjögurra daga vist i kaldri vöggu sinni. Björgunar- mennirnir fundu tvær stúlkur 15 og 17 ára eftir tilvisun hundsins þeirra. Þær höfðu hirst i snjón- um i 55 klukkustundir. Þegar þær vöknuðu tjl meðvitundar föömuðu þær hundinn að sér. Hann hafði bjargað lifi þeirra. Kona sem lenti undir borði var heppnust.hún hafði nóg rúm til að anda. Hún var á lifi eftir þrjá daga i kaldri gröf sinni. Matvæl- um og lyfjum var kastað niður úr þyrlum. Heimilisfólkið á ein- um bæjanna skrifaði „bjúgu” i snjóinn. Þyrluflugmaðurinn kastaði niður 2ja metra lengju af bjúgum. „1 seinni heimstyrjöldinni kom ég oft til bæja sem höfðu orðið fyrir loftárás”, sagði einn læknanna. „Þetta var öðruvisi, sömu skemmdirnar, sömu slys- in, þjáningarnar og ringulreiöin að visu,en allt var huliö þessum mjúka snjó. Allt svona friðsælt og þögult en undir yfirborðinu var sami hryllingurinn”. Dauðsföllin voru tilkynnt tveim vikum eftir skriðuföllin. Snjór- inn hafði oröiö 45 að bana 90 höfðu slasast og 8 var saknað. Búa á sama stað Nú búa flestir þeirra sem sluppu lifandi i öruggari hluta þorpsins. En sumir þeirra eldri byggöu aftur þar sem gömlu húsin þeirra stóöu. Einmitt þar sem liklegast er að flóð falli á nýjan leik. „Hvað annað gátum við gert?” sögöu þeir. „Við er- um of gömul til að flytja úr þorpinu eða i hinn hluta þess. Feður okkar og afar bjuggu i þessum húsum,ekki voru þeir neitt hræddir við snjóinn. Viö höfum lært að lifa viö hann. Hann fer eftir guðs vilja”. Síðan þetta varð hefur Blons verið hlift við snjóflóðum. En þegar snjóar minnast sumir i Blons janúarmánaðar 1954. Þeir vita hversu mikil orka býr i snjódyngjunum efst i hliðum Calv og Montcalv. Það er orka sem getur undið ofan af dráttar- brautarspilinu eins og það væri' tvinnakefli/kastaö húsum til og molað þorpið eins og þegar barn stigur á eldspýtnastokk. Þús- undir ferðamanna koma til Austurrikis á hverjum vetri til vetrariþrótta og heillast af hvit- um sakleysislegum hliðunum. En fólkið i Blons veit mætavel aö þó snjórinn falli hvitur og sakleysislegur er hann engu að siður lifshættulegur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.