Vísir - 16.06.1979, Blaðsíða 6

Vísir - 16.06.1979, Blaðsíða 6
Laugardagur 16. júnl 1979 6 Dr. Youri Ilitchev, landsliösþjálfari I knattspyrnu er mjög á milli tanna fólks þessa dagana eftir óvænt og sárgrætilegt tap landsliðs- ins við Sviss um siðustu helgi. Landsiiðsþjálfarar eru kannski ekki manna vinsælastir þegar illa gengur og Youri hefur fengið sinn skammt af skömmum. Hans álit hefur hins vegar lftiö heyrst og úr þvl er ætlunin að bæta. Youri Ilitchev er fæddur og uppalinn I Moskvu og lauk prófi úr Iþróttaskóla þeirrar borgar og prófi I Iþróttasálarfræöi. Hann lék knattspyrnu með þekktum sovéskum félagsliðum, svo sem Loko- motiv og Dynamo Moskva. Einn góðan veöurdag brá hann sér með siðartalda liðinu til Bretlands og lék á móti Arsenal. Albert Guð- mundsson var þá leikmaður með enska iiðinu og tildrög þess að Youri var fenginn hingað til lands sem þjálfari Vals má einmitt rekja til þessarar ferðar sovéska liösins. Youri þjálfaði Valsliðið á árunum 1973 og 1974 og slöan aftur 1976 og 1977 „A minum fyrstu árum hjá Val byrjaði ég að byggja upp nýtt Valslið enda hafði liðið áður verið I öldudal. Þá komu upp strákar eins og Guömundur Þorbjörnsson, Atli Eðvaldsson, Kristinn Bjömsson, og Dýri Guðmundsson kom til okkar frá FH. Arið 1976 var þessari upp- byggingu lokið og framtlðin blasti þá við liðinu en þá varð það einmitt fyrir mikiÚi blóð- töku, of mikilli, og árangurinn varð ekki sem skyldi. Við misst- um Kristinn yfir i 1A, Hermann hætti og Vilhjálmur Kjartans- son fór til Svlþjóðar. Ég vil ekki hrósa mér, en Valsliðið árið 1976 var mjög gott lið. Ég vonaði að árið 1977 yrði enn betra en vegna fyrrnefndra ástæðna brást það. Þótt vonir minar varðandi Val hafi ekki fullkomlega ræst er ég ánægöur með störf mln þar. Ég reynda leikmenn I nokkrar stöður. Ég vil aö Vikingur leiki raunverulega knattspyrnu, en þaðgerir liðið ekki I dag. Það er alltof mikið um hlaup og spörk til einskis. Ég vona að ég sé að gera rétt með liðið og ég heldað við séum á réttri leið. Það er útilokað að við föllum 1 2. deild, óheppnin hefur elt okkur á rönd- um og við höfum átt við tíma- bundna erfiðleika að etja. Ég trúi þvl að slðari hluta sumars- ins muni liðið leika mun betur en I dag”. „Og þá erum við komnir aö landsliðinu”. „Aðalatriðið varðandi lands- Uðiðer það aðí þvl eru kannski ellefu bestu einstaklingarnir en það er ekki nóg til þess að liðið standi undir nafni. Það er auðvelt aö byggja upp landslið með islensku atvinnumönnun- um en það verður að fá miklu Ég sagði þeim að með þessum hætti skoruðu þeir engin mörk, þetta væru bara hlaup og spörk „Sigurvisscm geröi teikmennina blinda99 Helgarspjall við dr. Youri Uitchev, landsliðsþjálfara um Val, Víking og landsliðið hafði úr góöum efnivið að vinna oglagði hartaðleikmönnunum. Og ég dreg ekki fjöður yfir það að þetta var erfitt fyrir leik- mennina sem þurftu aö vinna með knattspyrnunni”. ,,Er eins góöur efniviöur hjá Vlking, sem þú þjálfar núna?” „Þaö er talsverður munur á þessum tveimur liðum, Víking og Val. Ég virði leikmenn Vík- ings, þeir stunda sínar æfingar velogeru virkilegaduglegir. Og fyrr en slðar kemur að þvl að þeir munu uppskera ávöxt erfiðis sins. Þaö er aftur á móti deginum ljósara að það tekur meiraenárað byggjauppliöog Vlkingsliðið á margt ólært. Það er bara spurning um tima hvenær liðið smellur saman, kannski gerist þaö þegar í sum- ar. Þvl má ekki gleyma að mikil meiösli hafa sett strik I reikninginn hjá Viking og tal- andi dæmi um það er þegar átta leikmenn voru frá vegna meiðsla. 1 slöasta leik á móti KR misstum við Óskar Tómas- son illa meiddan út af og spurning hvorthann getur leikið knattspyrnu framar, þó ég voni aö svo verði”. „Attu von á þvl að þú getir náð sama árangri með Víkings- liðiö ogValsliðiðmiðaö við þann efriiviö sem þú hefúr úr að spila?” „Nei, til þess vantar mig meiri tíma til undirbúnings ef góður árangur á að nást. Miðað við önnur lönd er undirbúningur hér undir landsleiki I aigjöru lágmarkiog yfirburðir annarra þjóða að þessu leyti hafa geysi- lega mikið að segja. Flestar þjóðir haga þvi þannig að lands- liði er gefinn tlmi til æfinga en ég er stundum að fá landsliðs- mennina íslensku nokkrum klukkustundum fyrir leik. 1 þokkabót bætist það svo við að atvinnumennirnir koma að utan eftir leiki með slnum félags- liðum, oft örþreyttir og illa fyrir kallaðir. I leiknum á móti Sviss á dög- unum var Asgeir Sigurvinsson allt annað en undir þaö búinn að leika. Hann hafði verið á feröa- lagi alltof lengi rétt fyrir leikinn ogvar þreyttur. Við vitum öll að hann getur miklu meira og ég ætlast til miklu meira af honum en hann sýndi I leiknum. Ég dá- ist að leikni hans ef hann hefði baraleikiðeinsogi Sviss, þá...” „Kom ekki til greina aö kippa honum út af? ” „Það hvarflaði að mér en ég get ekki borið hann saman við aðra leikmenn liösins. Hann er sllkur yfirburðamaöur, — og hvaö hefði verið sagt ef ég hefði tekið hann út af og við þrátt fyrir þaö tapað leiknum?” „Það hefur verið sagt aö skortur á baráttuanda einkenni liðið og það sé mikill munur frá þvíhér áárum áður. Hvaðsegir þú um það”? „Min skoðun er sú að það hafi síður en svo skort baráttuanda I liðið i leikjunum á móti Dönum, Pólverjum, Þjóðverjum og Hollendingum. Ég get ekki ásakaö leikmenninafyrir það aö berjast ekki, þeir hafa barist vel. Hins vegar er llkamlegt þrek þeirra ekki sem skyldi og þeir geta ekki leikið á fullum krafti allan leikinn I 90 minútur. Þau ummæli mln um þrek leik- mannanna sem leika með is- lenskum liðum sem blásin hafa veriö út I fjölmiðlum eru á mis- skilningi byggö. Ég sagði að þeir hefðuekki nógu mikiðþrek, en ekki að þeir væru ilia á sig komnir hvað llkamlegt þrek snertir. Ég sagði þetta sem staðreynd, en ekki sem óánægju mina með starf þjálfaranna. Ég segi eng- um þjálfara fyrir verkum og hver þeirra hefur slna áætlun um það hvenær leikmenn eru I bestri likamlegri þjálfun. En það er ekki allt unnið með llkamlegu þreki. Atvinnu- mennirnir eru aö þvi leyti vel undir leiki búnir en þeir þurfa hvild. Þeir vinna geysilega mik- ið fyrir sín lið og auðvitað borg- ar enginn allt fyrir ekkert. Þaö er á hinn bóginn nauðsynlegt fyrir leikmennina að hvílast, ekki siður andlega en likam- lega. Þeir verða að læra að hugsa með heilanum en ekki hjartanu. Auðvitað skilur maður það að eftir langt keppnistimabil úti séu þeir orðnir þreyttir á knatt- spyrnu, vilja helst ekki þurfa um hana að hugsa og komast I vont skap við þaö eitt aö sjá fót- bolta. „Nú virðast flestir vera ósátt- ir við þá ákvörðun þlna að skipta Teiti út af i' leiknum við Sviss”. „Frá sjónarhorni aðdáenda islenska landsliðsins er þetta réttmæt gagnrýni. En sem sér- fræðingur get ég ekki tekið undir þessa óánægju þvi ég hafði minar ástæður fyrir þess- ari skiptingu. Teitur lék skln- andi vel og ég hafði slður en svo nokkra athugasemd við hans frammistöðu en ég varð að breyta um leikkerfi eftir siðara mark Svisslendinganna oghann féll ekki inn I það. Ég óskaði eindregið eftir þvl aö fá Teit heim I þennan lands- leik þvi ég ætlaði honum stórt hlutverk sem fremsta manns I framlinunni. Hann stóð fyrir slnu en aðrir leikmenn léku ekki eins og fyrir þá hafði veriö lagt og vegna þess myndaðist eyöa I sókninni, sem ég varð að fylla. Það geröi ég með því að setja Karl inn á og láta Arnór koma á miðjuna. „Gerum við of miklar kröfur til landsliðsins?” „Já, fyrir þennan leik kom þaðberlega I ljós, beinlinis allir töldu sigurinn vísan fyrir liðið og helst var að heyra á mönn- um, og þá undanskil ég ekki leikmenn að spurningin væri bara um þaö hve mörg mörkin yröu. Við vorum alltof sigur- vissir og höfðum tvö stig I vasanum þegar gengið var til leiksins. Slikt kann ekki góðri lukku aö stýra. Leikmennirnir voru svo sigurvissir að þeir voru sem blindir, ætluðu að skora f hverri sókn, en gleymdu hvernig þeir ætluðu að fara að því. Ég skammaði þá I hálfleik og sagði þeim að með þessum hætti skoruðu þeir engin mörk, þetta værubarahlaup og spört. — Svo gerðu þeir þau mistök að leyfa sér að slaka á eftir markið I upphafi seinni hálfleiks. Það myndaðist of mikið bil á milli Asgeirs og Teits og sennilega hef ég dregið það I 10-15 of lengi að taka Teit út af og setja Karl inn á. Ef við heföum hins vegar haft vindinn I bakið I siðari hálf- leik hefði mér aldrei dottið til hugar að taka Teit út af en á móti vindinum þurfti ég leik- mann á miðjuna sem gat haldið boltanum og sá maður var Arnór”. —Gsal GESTSAUGUM VlÉR VIRÐI5T UF5-5TOMDmD Á ISLAímDI NOKKURM VEGIMK) SA SAMI 00 í US^ NEMA iPflÐVRNtm AU/EG, PGTÆKUNGft Telknarl: Krls Jackson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.