Vísir - 16.06.1979, Blaðsíða 8

Vísir - 16.06.1979, Blaðsíða 8
Laugardagur 16. júnf 1979 I * 8 Otgefandi: Reykjaprent h/f Framkvsmdastjóri: Davifi Guðmundsson Ritstjórar: ólafur Ragnarsson Hörfiur Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, EliasSnæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra fretta: Guðmundur G. Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Friðrik Indriðason, Gunnar Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Salvarsson, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jóntna Michaelsdóttir, Katrin Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson. 01 i Tynes Páll Magnússon, Sigurður Sigurðsson, Auglýsingar og skrifstofur: Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson Iþróttir: Gylfi Kristjánssson og Sifiumúla 8. Simar 84611 og 82260. Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. utlit Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611. og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Ritstjórn: Slfiumúla 14 slmi 86611 7 linur. Askrift er kr. 2000 á mánufii innanlands. Verfi I lausasölu kr. 150 eintakifi. Prentun Blafiaprent h/f Átakalaust. vinnusamt, - og Nýafstaðið þing BSRB hefur fengið þau eftirmæli, að það haf i verið átakalaust og vinnusamt. Miklu nær væri þó að segja, að það haf i verið átakalaust, vinnu- samt og gleymið. Forysta bandalagsins fékk hroðalega útreið í almennri at- kvæðagreiðslu félagsmanna í maí síðastl. um þrjú prósent grunnkaupshækkunina, sem hún hafði samið um við ríkisvaldið að gefa eftir. Forystan mátti kyngja því að samkomulagið var kolfellt. Það er því að vonum, að menn bjuggust við því, að það sam- bandsleysi forystunnar við fé- lagsmenn, sem atkvæðagreiðslan sýndi, yrði rætt á þinginu. At- kvæðagreiðslan markaði þátta- skil í sögu bandalagsins og nauð- synlegt var að staldra við og end- urmeta starfshætti þess. Það er f urðulegt miðað við það, sem á undan er gengið, að at- kvæöagreiðslunnar er hvergi get- ið i ályktunum og samþykktum þingsins. Og Kristján Thorlacíus formaður BSRB minntist ekki einu orði á hana i setningaræðu þingsins. En á það hefur verið bent, að Kristjáni Thorlacíus og öðrum þeim forystumönnum BSRB, sem ekki túlka niðurstöður atkvæðagreiðslunnar sem van- traustá forystuna, er margt ann- að betur gefið en sjálfsgagnrýni. Sú staðreynd að stjórn banda- lagsins var einróma endurkjörin af þeim rúmlega 170 fulltrúum sem þingið sátu, hlýtur að vekja spurningar. Spurningar sem eðlilegast hefði verið að þingið sjálft hefði brotið til mergjar. Áleitnust er sú spurning hvort það fulltrúalýðræði, sem ríkir innan BSRB og fleiri félagasam- taka, — þjóðfélagið sjálft ekki undanskilið, sé nógu virkt til þess að túlka vilja almennra félags- manna. Þrátt fyrir að þingfulltrúar séu kosnir á fundum aðildarfé- laga BSRB og framkvæmdin sé lýðræðisleg að forminu til hefur atkvæðagreiðslan í maí sýnt að verulegt misræmi er á milli þess trausts sem forystan nýtur hjá félagsmönnum og þingfulltrú- um. Þessi þversögn skýtur stoðum undir þá fullyrðingu að starfs- hættir Bandalags starfsmanna rikis og bæja séu ekki fullkom- lega lýðræðislegir. En þetta vandamál er víðtækara en svo að það verði einskorðað við banda- lagið eitt. En þing BSRB kaus að gleyma atburðunum í maí, og vandanum var slegið á f rest. Þrátt f yrir það voru afgreidd á þinginu mörg merk mál sem snerta innra gleymiö skipulag þess og jafnframt voru tillögur um efnahagsmál, skattamál og kjaramál sam- þykktar. ( þeim tillögum kemur fram hörðgagnrýni á stjórn efnahags- mála í landinu. Hins vegar er hvergi kveðið skýrt að orði um þann lærdóm sem þessi laun- þegasamtök hafa dregið af sam- ráði þeirra við ríkisstjórnina. Samráðið hefur verið lykilorð- ið í stjórnarstefnunni og nauð- synlegt hefði verið að á þessu þingi hefði farið fram uppgjör á því hver reynsla samtakanna hefur verið af því. En Kristján Thorlacíus talar ef til vill f yrir munn þingf ulltrúa í þeim efnum í setningaræðu sinni á þinginu er hann segir um rikisstjórnina: „Engin breyting hefur orðið á afstöðunni til samningsmála launþega. Þar ríkir sú stefna, ef stefnu skyldi kalla, að sýna þvergirðingshátt og spyrna við fótum eins lengi og unnt reynist". Þing BSRB lét hjá líða að taka afstöðu til þess vantrausts á for- ystuna sem fram kom er félags- menn felldu í maí síðastliðnum samkomulag forystu BSRB við rikisvaldið um eftirgjöf á þrem prósentunum. pistillinn Hæ, hó, jibbí, jæ - það er kominn 17. júní Þaft er stundum sagt aft skáldin kunni betur að spegla aldarhátt- inn envift hinir dauftlegir menn. Um þaft má aft sönnu deila en þó fannst mér falift sannieikskorn I þessari staðhæfingu einn daginn, þegarég ifrifti og spekt sat viðiftju mlna og átti mér einskis ills von! Skyndilega, sem þruma úr heiftsklru lofti, efta sem þjófur aft nóttu, glumdi i eyrum minum úr útvarpinu eitt ógnarmikift ,,hæ, hó, jibbi-jæ, hæ jibbi-jæ- þaö er kominn sautjándi júnl.” „Grefillinn” hugsafti ég „hvaft er orftift af gömlu góftu ættjarðar- rómantikinni sem troftið var inn I mann á unga aldri. Hvar eru gömlu lögin „öxar vift ána — Ris þú tslands stóri, sterki — efta, Blessuft sértu sveitin min” sem maftur hlustafti á meft andakt sem' barn vift mófturkné? þjóðkjörin prúðmenni þingsteinum á eins og þessi fyrrnefndi Jónas orðaði það. Kók og eitthvað sterkara Fyrrum tárfelldu menn næst- um, urðu mærðarlegir i tali og strengdir i andliti þegar afmæl- isdagur þjóðhetjunnar miklu Jóns forseta Sigurðssonar rann upp. Þjóöernistilfinningin sem áð- ur er minnst ú kemur nú helst fram við þaö að horfa á ellefu útvalda Islendinga taka á sprett og elta uppi tuðru eina með lát- um miklum. Sú þjóöremba sem af þessum leik kynni að hljótast, endar þó venjulega i fýlu yfir lé- legum árangri þessara ellefu- menninga. Hið háa Alþingi sem fyrrum hlaut svo fagurleg ummæli, þykir nú hálf-ómerkileg sam- kunda þar sem umræöa snýst einkum um bilakaup. Og þeir sextiumenningar sem þar sitja eru af alþýöu hvorki taldir snar- orðir né snillingar. Einhver skaut því að mér að kannski væri fuliur tslendingur á erlendri grund siöasta vigi is- lenskrar þjóðernistilfinningar... „íslandi allt”. Það er stundum haft á oröi að gamalt fólk segi sig muna tim- ana tvenna og vist er það rétt þegar þjóðernistilfinningin, eða eins og sumir vilja kalla það, þjóðremban, er annars vegar. Foreldrar okkar sem nú göng- um í gallabuxum: pabbarnir sem keyptu hattana sina hjá Guösteini og mömmurnar sem versluðu hjá SiSi, — þeir voru siöasta kynslóðin i þessu landi sem á tyllidögum eins og sautjánda júni söng gamlar lummur eins og ,,Ég vil elska mitt land”. Þetta var siöasta kynslóðin sem reyndi að troöa inn i börnin sin kvæöunum hans Jónasar (Hallgrimssonar ef menn skyldu ekki kannast við þaö nafn). Bjöggi Halldórs er liklega eina undantekningin, þegar hann reynir að malda i móinn og syngja eins og spói kvæöi um lóuna blessaða — tákn vorkomunnar — tákn hins is- lenska vors framsóknar, ung- menna og æskulýös eins og þaö hét i gamla daga. 1 þann tið ólst unga fólkið upp við slagorö eins og „Islandi allt”. Barðar voru bumbur fornrar frægðar isafoldar, þá er hetjur riðu hér um héruð. Land- ið-fáninn þjóðin, málið,fornsög- urnar, gliman, hesturinn — já, jafnvel sauðkindin var eigind lands og þjóðar. Alþingi var þá i huga almenn- ings ginnhelg stofnun sem einna helst liktist guðasamkundum Grikkja á Olympusfjalli og þá voru alþingismenn snarorðir snillingar að stefnu sitja Nú syngja menn bara ,,hæ, hó, jibbijæ” og halda jafnvel að Jón þessi hafi verið fyrsti forseti islenska lýöveldisins. Menn fagna afmælisdegi hans með þvi að borða pulsu og drekka kók um miðjan dag en eitthvað svo- litiö sterkara að kveldi. „Systir min i glimmer og glans.” Þessar þunglyndislegu hugs- anir komu mér i hug út frá lag- inu góða ,,hæ, hó o.s.frv.” Kannski eru ástæður þessa af tvennum toga spunnar: Annars vegar var hin sterka þjóðernis- tilfinning sem bærðist I brjóst- um manna hér fyrr á öldinni, nauðsynleg hugmyndafræði sjálfstæöisbaráttunnar. Þörfin á henni minnkaöi aftur á móti þegar þvi marki var náð. Hins vegar virðist þjóðleg menning hvarvetna hafa veriö á undanhaldi siðustu áratugina. einkum er það vegna ásóknar einhvers konar alþjóðlegs genn- emsnittskúltúrs. Nú sé ég hana systur mina i hvers kyns glimmer- og glans-múnderingu sem allt eins gæti verið grisk eöa grænlensk. Aður sá ég hana sitja lömb og spinna ull. I sjálfu sér er ekkert við þessu að segja annað en það að ekki verður spornað gegn sögulegri þróun eða nauðsyn, eins og sumir mundu oröa þaö. Ég get þó ekki neitað þvi aö einhvers staðar þarna niðri i hugar- fylgsnum minum er dálitill söknuður, einhvers sem kannski aldrei var — einhvers ofurlitils og brothætts- Snemma lóan litla i lofti bláu „dirrindi” undir sólu syngur: „Lofið gæsku gjafarans, grænar eru sveitir lands, Fagur himinhringur. En kanski eru þetta bara órar ungs manns, einhver óraunsæ nostalgia og þvi fer kannski fyr- ir mér á morgun.sautjánda júni, eins og tittnefndum Jónasi forö- um: „Mér er það svo sem ekki neitti neinu, þvi timinn vill ei tengja sig viðmig.” — HR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.