Vísir - 16.06.1979, Blaðsíða 32

Vísir - 16.06.1979, Blaðsíða 32
wtsm Laugardagur 16. júní 1979 síminnerðóóll Spásvæði Veðurstofu fslands eru þessi: 1. Faxaflói. 2.Breiöafjörður 3. Vestfiröir. 4. Noröurland. 5. Norðausturland. 6. Austfirðir. 7. Suðausturland. 8. Suövesturland. veðurspá dagsins Biiist er við vestlægri átt almennt á landinu og fremur svölu veðri á Vesturlandi en þurrara og mildara á Austur- landi. Eitthvaö um skúrir á Vesturlandi, en þ<f þurrt á milli. Likur eru á svipuðu veöri á sunnudaginn. Ekki eru likur fyrir verulegri rigningu á landinu yfir helgina. Veðrið á hádegi I gær: Akureyri úrkoma i grennd 12, Bergen, skýjað 20, Helsinki, alskýjað 14, Kaup- mannahöfn, skúrir 15, ósló, rigning á siöustu klukkust. 13, Reykjavik, súld 8, Stokkhólm- ur skýjað 18, Þórshöfn, skýjaö • 9. Berlin, skúrir 15, Chicago, léttskýjað 22, Frankfurt, skýj- að 15, Nuk, skýjaö 5, London, skýjaö 14, New York, heiösklrt 18, Montreal, léttskýjað 19, Mallorka, léttskýjaö 25, Paris. léttskýjað 15, Malaga, létt- skýjað 24, Winnipeg, léttskýj- aö 12. Rikisstjórnin hefur tilkynnt ab ieitað verði hagstæðustu samninga sem völ er á um oliuinnflutning. í Þjóðviljan- uin segja forsvarsmenn oliu- félaganna hins vegar að það séu „hrein geöveikisskrif” að hægt sé að fá ódýrari olfu og sllkt sé „100% lýgi” Samningar að takast vlð yflrmenn? Tölur tll umræðu á sáttalundi f nðlt? Horfur voru á þvi i gærkvöldi að talsvert myndi miða i átt til lausnar á deilu yfirmanna á far- skipum og viðsemjenda þeirra á sáttafundi i nótt. Var ekki talið óliklegt að tölur færu að koma inn i þann ramma sem samningar hafa að mestu tek- ist um. Sáttafundur hófst klukkan 14 i gær og stóö fram að kvöldmat. Fundur hófst að nýju klukkan 20.30 og var búist við að fundur stæði fram á nótt. Þegar Visir náði tali af Þorsteini Pálssyni framkvæmdastjóra Vinnuveit- endasambandsins i gærkvöldi vildi hann ekkert láta hafa eftir sér um stöðuna en sagði að mál- ið væri nú á mjög viðkvæmu stigi. Aðrir aðilar málsins sem Vis- ir náði tali af fengust heldur ekki til að tjá sig um stöðuna en þó mátti á þeim skilja að ýmsir hnútar virtust vera aö leysast. Enginn sáttafundur var með undirmönnum i gær. 1 Visi i gær var haft eftir Páli Hermannssyni blaðafulltrúa yfirmanna á farskipum að vinnuveitendur hafi á sáttafundi I fyrrinótt lagt fram tilboð um 3% grunnkaupshækkun og gerðardóm. 1 Timanum i gær er einnig haft eftir Hallgrimi Sigurðssyni formanni Vinnumálasambands samvinnufélaga fyrir sátta- fundinn aö sllks tilboðs væri aö vænta frá Vinnumálasamband- inu. Þorsteinn Pálsson fram- kvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambands Islands sagöi i sam- tali við Visi að þetta væri á mis- skilningi byggt. Ekkert slikt til- boð hefði komið frá vinnuveit- endum. Hins vegar hefði sátta- nefnd lagt fram á fundinum til- lögu um að gerðardómur myndi ákveða laun yfirmanna. —SG/KS i gær tók Egill Skúli Ingibergsson fyrstu skóflustunguna f nýju hverfi verkamannabústaða á vegum Stjórnar verkamannabústaba. Hverfiö er staðsett i Hóia- og Hamarsbergi og þar munu risa60 fbúðir. Þetta eru allt raðhús.annaðhvort fjögurra eða tveggja ibúöa. ' Vfsismynd GVA Tregt um tðna f klrkjum landsins Hætt er við að þeir sem leggja leiö sina i kirkjur landsins þessa helgi verði að syngja meira og betur en hingað til hefúr tiðkast, þvi allflest harmónium og orgel landsins munu vera þögul um þennan óvissa tima. Atæðan er sú að stór hluti organista i kirkjum landsinser nú á ferðalagi erlendis undir farar- stjórn Hauks Guðlaugssonar söngmálastjóra Þjóökirkjunnar. Er ferðin hugsuð til kynningar á kirkjutónlist erlendis en einnig munu organistarnir skoða orgel- verksmiðjur. Heim koma organistarnir svo n.k. fimmtudag og má þá búast' við að organleikur upphefjist aft- ur er á meðan er hætt viö að tregt verði um tóna i kirkjum landsins. —HR Útvarpsráð gerði samþykkt þess efnis að þrir fréttamenn og einn útsendingarstjóri bættust við starfslið fréttastofu. Fjölgun á frétta- stofu sjónvarpsins Sparisjóftur Norftfjarðar: Ekkert belnt fjárhass- tjón „Þaö hafa verulegar fjárhæðir verið greiddar af þessum yfir- dráttarlánum og stærsta innborg- unin hefur komið frá bróöur sparisjóösstjórans”,sagði Reynir Zoega formaður sparisjóðsstjórn- arinnar á Noröfirði. „Ég á ekki von á þvi að sparisjóöurinn veröi fyrir beinu fjárhagstjóni”, sagði hann. Talið er aö um 50 milij. hafi þegar verið endurgreiddar. Bankaeftirlit Seölabankans at- hugaöi aö sögn Reynis vaxtatöku af yfirdráttarlánunum en grunur leikur á að vextirhafi verið teknir af yfirdrættinum fyrst reikning- unum var ekki lokaö. Bankaeftirlitið vinnur enn að gagnaúrvinnslu og er skýrslu um málið ekki að vænta I bráð. — Gsl. „tltvarpsráð gerði samþykkt þess efnis að þaö teldi bæði timabært og æskUegt aö bæta við 3 fréttamönnum og 1 út- sendingarstjóra samkvæmt beiöni frá fréttastofu sjónvarps- ins”, sagöi Arni Gunnarsson þegar Visir hafði samband við hann eftir fund útvarpsráðs i gær. „En það er að sjálfsögðu undir fjárveitingavaldinu komið hvort aö þessari beiðni veröur sinnt”, bætti Arni viö. AðspurðursagöiArniaö engin skrifleg mótmæli heföu legiö fyrir fundinum vegna marg- frægrar þátttöku Siguröar Lin- dali sjónvarpsþætti á dögunum sem fjallaði um vinnudeilur, en von mun vera á slikum mót- mælum frá Alþýðusambandi Is- lands. Formaður útvarpsráðs lét hins vegar bóka mótmæli sin vegna þessa og tóku aðrir út- varpsráösmenn undir þau að þvi leyti aö æskilegt hefði verið að einhver sem vegið hefði upp á móti málflutningi Sigurðar, hefði tekið þátt i umræöunum. „Gagnvart óhlutdrægnisreglum útvarpsins hefði það verið nauðsynlegt”, sagði Árni. Vegna þess hversu fáir útvarps- ráðsmenn mættu á fundinn i gær var ráðning nýs dagskrárstjóra LSD sjónvarpsins ekki tekin á dagskrá en reiknað er með að málið verði afgreitt á fundi út- varpsráðs n.k. þriðjudag. PM Leyniútvarps- Stðð á FIVI Leyniútvarpsstöð er tekin til starfa i borg- inni. Fólk sem fiktað hefur við útvörp sin á Fm bylgjunni hefur rek- ist á dúndrandi diskó tónlist á FM 99 mhz. All mikið var um slikar stöðvar i BSRB. verkfallinu 1977. Eftir þaö hlutunokkrir aðstandendur siikra stöðva dóma fyrir ólöglegan út- varpsrekstur, en ekki virðast aðstandendur þessarar stöðvar setja sllkt fyrir sig. Tvö mál um frjálsan útvarps- rekstur lágu fyrir siðasta þtngi. Hvorugt málið kom til endanlegr- ar afgreiðslu, og bæði virðast hafa dagað uppi I einni af hinum fjölmörgu nefndum þingsins. Ell- ert B. Schram var flutnings- maður annars frumvarpsins, en það fjallaði um staðbundnar út- varpsstöövar. „Málið var saltað i nefad” sagöi Ellert i viðtali viö VIsi, „en þaö þýðir ekki að gefast upp. Ég mun flytja málið aftur I haust. Þannig virðisí nokkuð langt i frjálsan útvarpsrekstur, en þeir Reykvikingar sem leiðir eru orðnir á Rikisútvarpinu geta bá stillt tæki sin á FM 99 mhz. ,.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.