Vísir - 16.06.1979, Blaðsíða 18

Vísir - 16.06.1979, Blaðsíða 18
Laugardagur 16. jlinl 1979 18 t baöstofunni uppi á lofti. Flest er meö sömu ummerkjum og þegar bærinn var byggöur. „Og mamma grét...”, syngur Sighvatur og skiptir yfir I Lonli blú bojs, siöan endursagöi hann textann með alvöruþunga og loks for hann með erindi úr textanum eins og hann væri aö lesa há- rómantikst kvæöi eftir eitthvert ljóöaskálda 19. aldarinnar og þar meö var Framsóknarflokkurinn tekinn út af dagskrá. Laxness misvitur — Ef þiö væruð ungir i dag.hvað mynduö þiö taka ykkur fyrir hendur? „Ég myndi leggja stund á ein- hvern lærdóm. Liklega tæki ég fyrir bókmenntasögu”, segir Stefán. „Ég er eiginlega ekkert að spekúlera i þvi”, segir Sighvatur. „Ef ég væri unglingur? — ætli ég Sighvatur heldur þeim þjóölega siö aö fá sér i nefiö. heföi ekki lagt fyrir mig að reykja fflterinn”! Stefán á gott bókasafn og sýndi hann okkur meðal annars „Atla” eftir Björn Halldórsson i Sauö- lauksdal, útgefinn árið 1834. „Jónas Hallgrimsson er uppá- haldsskáldið mitt. Af rithöfund- um finnst mér Kristmann Guö- mundsson vera ferskur og litrikur en um Halldór Kiljan Laxness segi ég eins og sagt var um Njál á Bergþórshvoli.aö hann er misvit- ur. 1 þessari bók er eitt fallegasta kvæöi sem ort hefur verið á is- lenska tungu” segir Stefán og tekur upp bók með þremur ár- göngum af timaritinu Vöku sem nokkrir islenskir menntamenn gáfu út seint á þriöja áratugnum. „Þaö er kvæðiö „Söknuöur” eftir Jóhann Jónsson” og Stefán les upphátt 1. erindi kvæöisins en þaö byrjar þannig: „Hvar hafa dagar lifs þíns lit sinum glatað...” Ain í leysingu En Stefán er skáldmæltur sjálfur og látum við þossari heim- sókn á Guðmundarstaði lokiö meö þvi að birta tvö erindi úr kvæöi hans „Áin i leysingu”. Sighvatur lék á als oddi viö uppvaskiö og söng hástöfum. Á stigaskörinni er I* 'i>. rúmstæöi vinnukonunnar ennþá óhreyft. Hofsá þú átt hljóöar harmasögur Horfna daga gamlar skemmtibögur Geymdar vel i gljúpum elfursjóö Þú átt marga munarblíða kynning. margra ára raunum tengda minning, fræöasafn frá fyrstu öld og þjóð. Fræðaþula láttu gamminn geysa, glaða læki hjálpa til að leysa klakakufIsins þröngu neyð Hertu þig í hásu ölduróti hlífðu hvorki jörðu eða grjóti vorsins frelsi vinn þú dýran eið SUNNUDAGS BLADID MÐVIUINN Lýðveldishátíðin 17. júní 1944 rifjuð upp í myndum Rætt við styrkþega íslenskrar kvikmyndagerðar Viðtal við harmonikkusnillinginn Salvatore di Gesvaldo Sigurður Blöndal skrifar um bókaþýðingar Nýr þáttur með lögum og gitargripum UOÐVIUINN

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.