Vísir - 16.06.1979, Blaðsíða 31

Vísir - 16.06.1979, Blaðsíða 31
Þessi mynd er tekin I smábátahöfninni á Akureyri af bátum sem eru annaöhvort „leikföng” eöa fiskibátar. VisismyndSJ FlskveiðasjðDur sker á lán tll oplnna báta Nokkurrar óánægju hefur gætt meöal smábátaeigenda meö þaö aö ekki skuii veitt lán úr Fiskveiöasjóöi nú I ár til smiöa á litlum opnum fiskibát- um, og munu sumir vera illa staddir fjárhagslega vegna þess að lán sem þeir væntu fengust ekki. Visir haföi samband viö Guöjón Halldórsson hjá Fisk- veiöasjóöi af þessu tilefni og spuröist fyrir um ástæöur þessa niöurskuröar. Guöjón sagöi aö tvennt kæmi þar til: annars vegar heföi fjár- veiting af lánsfjáráætlun til sjóösins veriö minnkuö og hins vegar heföi hlutfallslega meiru veriö veitt til smiöi stærri báta og annarra stórverkefna en áöur. Guöjón var spuröur hversu margar umsóknir heföu borist vegna opinna báta og sagöi hann að þær hefðu veriö um 20. Umsóknir vegna litilla þiljaöra báta hefðu veriö álika margar en þar heföu örfáir fengiö lán. Þá sagöi Guöjón aö þaö heföi jafnan veriö barningur fyrir smábátaeigendur að fá lán úr sjóönum.ekkislst vegna þess aö menn heföu stundum veriö aö kaupa sér „leikföng” en ekki fiskibáta eins og hann oröaði þaö. Þó hefðu þeir jafnan fengiö lán sem byggju á stööum þar sem önnur útgerö en á litlum bátum væri ekki möguleg. —HR Siálfsbjðrg með bðpferð: 126 fatlaðir Norð- menn í helmsökn hér Sjálfsbjörg, landssamband fatlaöra efnir til mjög athygiis- verörar hópferöar fyrir félags- menn sina á Sumarvökuna I Harstad i Noröur-Noregi dag- ana 15.-24. júní n Jt. Þessiferö erfarin i samvinnu við fjóröungssamband fatlaðra i Noröur-Noregi og mun hópur frá þeim samtökum dveljast á islandi á sama tima og sá is- lenski veröur i Noregi. Flugvél sú sem notuö er veröur þvi full- setin allar leiöir þannig aö hægt hefur veriö aö halda ferða- kostnaöinum I lágmarki. Veröiö er aöeins 102.600 fyrir manninn og er þá innifaliö flugiö fram og til baka, gisting og fæði. I Noregi mun Islenski hópur- inn dvelja I menntaskólanum í Harstad og þaöan veröa farnar þrjár skoðunarferöir. I sam- bandi við sumarhátiöina veröur einnig fjölbreytt lista- og skemmtidagskrá. Norski hópurinn ’sem hingað kemur i dag mun dveljast I Hagaskólanum. A morgun tekur fólkiö þátt 117. júnl-hátiöarhöld- unum I Reykjavik og er ástæöa til aö hvetja fólk til tillitssemi viö þessa gesti okkar i mann- þrönginni sem væntanlega veröur á hátiöarsvæöinu. A mánudaginnferhópurinn til Þingvalla þar sem Þór Magnús- son þjóöminjavörður veröur leiösögumaöur. Um kvöldiö veröur snæddur málsveröur I Valhöll i' boöi Magnúsar H. Magnússonar, félagsmála- ráðherra. A þriöjudaginn veröur Reykjalundur skoöaöur auk þess sem forseti Islands dr. Kristján Eldjárn, veröur sóttur heim. Margar fleiri skoöunarferöir veröa farnar um Suöurlands- undirlendiö auk þess sem ýmis- legt annaö verður á dagskrá hópsins. Margir aðilar, félagasamtök, opinberir aöilar og einstakling- ar, leggja hönd á plóginn til að gera þessa ferö frænda okkar sem ánægjulegasta og ódýrasta. Skipulagning og undirbún- ingur feröarinnar hefur allur veriö i höndum Sjálfsbjargar. P.M. „FLÓKALUNDUR ALDREI VERIÐ ARSHÓTEL” - seglr Helmlr Hannesson, formaður Ferðamálasjóðs „Flókalundur hefur aldrei vcriö árshótel/ vegna samgöngu- erfiöieika á vetrum, svo einfalt er þaö. Þvl veröur ekki breytt meö tilliti til veðurs og færöar”, sagöi Heimir Hannesson form. Feröa- málasjóðs,en urgur er i Sambandi veitinga- og gistihúsaeigenda vegna sölu sjóösins á Flókalundi til verkalýöshreyfingarinnar. Heimir sagöi aö meö tilliti til þess að verkalýðshreyfingin ræki orlofshús i nágrenninu væru frek- ar likur á þvi aö starfsrækslutimi Flókalundar lengdist en hversu mikið vissi náttúrulega enginn. „Sala á Flókalundi er eitt en al- menn lánastefna Feröamálasjóös annaö þótt menn vilji rugla þessu saman og gera aö einum og sama hlutnum. Undanfarin ár hefur verulegum fjármunum verið ráöstafaö til hótelauppbyggingar viöa um land, til einstaklinga, fyrirtækja og félagasambanda. Og ekki I neinum tengslum viö rikisvaldið eöa opinbera aöila. Stefna sjóösstjórnarinnar hefur þvi einmitt veriö sú aö hjálpa til við aö setja upp sjálfstæöan hótel- rekstur sem hægt er aö reka allt áriö um kring”. Heimir sagði aö allar hug- leiöingar um einstefnuakstur eöa breytta stefnu sjóösstjórnarinnar i þá átt aö afhenda verkalýðs- félögum eöa rikisvaldi væru byggðar á misskilningi. „Varö- andi Flókalund geröum viö þaö aö skilyrði”, sagöi Heimir, „og viö höfum þaö bréflega staöfest af kaupandanum, aö hótel- og veitingarekstur yröi áfram á staönum, sem yröi jafnt opinn félögum I verkalýösfélögum og öörum”. „Viö megum ekki gleyma þvi aö orlofsstarfsemi, hvort heldur er verkalýöshreyfingar eöa ann- arra samtaka — er lika feröamál. Þar af leiöandi hljóta Feröamála- ráö og Ferðamálasjóöur að taka fullt tillit til hennar”, sagöi Heim- ir aö lokum. —Gsal Pölýfönkórinn meö skyndlhappdrætli Skyndihappdrætti Póiýfón- kórsins stendur nú yfir en til þess er efnt I fjáröflunarskyni fyrir starf kórsins næsta vetur. Meðal vinninga má nefna ferö fyrir tvo til Lúxemborgar, sólarlandaferðir til Italiu, Búlgariu og Ibiza. Ennfremur hálendisferö meö Olfari Jakob- sai auk smærri vinninga. Dreg- iöveröur3. júli oger verö miöa kr. 800 en upplag aöeins 6400. Allir kórfélagar Pólýfónkórsins 150 aö tölu annast sölu miöanna. Þess má geta að hinn frægi hljómsveitarstjóri Hubert Sou- dant hefur látið I ljós áhuga á aö stjórna tónleikum hérlendis meö þátttöku kórsins. Einnig hefur komið fram sú hugmynd aö Pólýfónkórinn komi fram á hljómleikum meö einhverri af stórhljóms veitum Evrópu og þá undir stjórn Soudants, enfrá þvi hefur þó ekki enn verið gengiö. —HR Þessihestur fannst skammt frá Grundarfiröi. Hann hefur veriö látinn ganga úti I allan vetur, en örlög slikra útigangshesta eru oft dapurleg, sérstaklega á höröu vori. Dauöi þessa hests er slys. Svo viröist sem hann hafi fest einn fótinn i sprungu og ekki getaö losaö sig. Þar sem þetta skeöi nálægt eyðibýli undir Kirkjufeili.langt frá almannaleiöum, beiö hestsins ekkert annaö en hungurdauöinn. Visismynd BC,Grundarfiröi MIÐ-EVROPUFERÐ í ágúst Leiöin liggur m.a. um Luxemburg, Worms, Rínar- og Móseldali, Freiburg, Basel, Luzern, Lichtenstein, Innsbruck, Salzburg, ítalíu, Tyrol, Miinchen, Hei- delberg, Koblenz. 16 Ágúst FERÐASKRIFSTOFAN <TTCf><VTM( lönaöarhúsinu v/Hailveigarstíg Símar 28388 — 28580

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.