Vísir - 16.06.1979, Blaðsíða 12

Vísir - 16.06.1979, Blaðsíða 12
VÍSLR Laugardagur 16. júnl 1979 12 UR HEIMSFRÆGÐ í GLEYMSKU — OG UPP AFTUR? Til eru listamenn sem starfað hafa árum eða ára- tugum saman/ án þess að hljóta viðurkenningu fyrir verk sín. John Stewart hefur starfað við tónlist í meira en tuttugu ár og þar af í einu vinsælasta tríói allra tíma# en sólo-feríII hans hefur verið erfiður og gefið litið í aðra hönd þrátt fyrir frábæra tónlist. John Stewart er fæddur í San Diego í Californiu árið 1939 og verður því fertugur nú á árinu. 1 júli sama ár yfirgaf Dave Guard Kingston Trio og Stewart sótti um stööu hans og fékk starfið. ' 1 Kingston Trio starfaöi Stewart til 1967 er trióiö Jeystist upp. A þessum tima gáfu þeir út eitthvaö I kringum tuttugu LP- plötur og voru meöal mest seldu listamönnum áratugsins. Geröu þeir hvert lagiö á fætur ööru vinsælt þ.á m. Tom Dooley (Uppi undir Eirfksjökli) og 500 Miles. John Stewart sagöi upp i trió- inu meö eins árs fyrirvara og var þá farinn aö hugsa um aöra möguleika til að koma tónlist sinni á framfæri. Litlu munaöi að hann stofnaöi hljómsveit ásamt John Philips sem siöar varö höfuöpaur Mamas and Papas og Scott McKenzie sem varö heimsfrægur fyrir lagiö San Francisco (Wear some flowers in your hair) en ekkert Fyrsta lag sem Stewart læröi aö spila var „Streets of Lar- edo”, en kennari hans var eng- inn annar en Frank Zappa. Þeir Stewart og Zappa gengu i sama menntaskólann. Stewart hóf síöan tónlistar- feril sinn er rokkiö var aö ryöja sér braut. Hann stofnaöi hljóm- sveit sem hann kallaöi John Stewart and the Furies og gáfu út eina tveggja laga plötu en ekki gekk þaö dæmi upp. Meölimir The Kingston Trio heyröu nokkur lög Stewarts og gáfu tvö þeirra út. Umboös- maöur þeirra náöi tali af Stewart og sagöi honum aö fyrirtækiö Roulette Records væri á höttunum eftir svipuöu tróí. Stewart sló þá til og stofn- aöi trió ásamt John Montgom- ery og Gil Robbins og kölluöu þeir sig The Cumberland Three. Ariö 1961 höföu þeir sent frá sér þrjár L.P.-plötur. varö úr þvi vegna þess aö McKenzie fékk taugaáfall og var nokkuö lengi aö ná sér. Næsta skref Stewarts var að spila meö John Denver og tóku þeir upp plötu meö tveimur lög- um. Annaö var Daydream Be- liever eftir Stewart og hitt var Leaving on a jet plane en plata þessi var aldrei gefin út og þeir hættu viö samstarfiö. Hljómsveitin The Monkees tóku þá upp Daydream Believer og geröu það heimsfrægt. Stewart hlaut dágóöa upphæö fyrir höfundarréttinn, sem geröi honum kleift að hefja sólo-feril. Fyrsta plata hans var „Signals through the glass” en hún náöi engum vinsældum. A plötunni söng Buffy Ford sem seinna varö eiginkona hans. Arið 1969 fékk hann til liðs við sig upptökustjórann Nik Venet og út kom platan California Bloodlines sem þykir hans besta plata. Hún hlaut sæmi- legar viötökur en ekkert meira. Þess má geta aö nýlega var gerð könnun meöal tónlistar- gagnrýnenda viöa um heim um 200 bestu plötur allra tima og hjá þeim náöi California Blood- lines 36. sæti sem þykir mjög góöur árangur. Ari siöar komst Stewart i kynni viö einn vinsælasta upp- tökustjóra Bandarikjanna Peter Asher og stjórnaöi hann Willard en hún þótti nokkuð lakari en California Bloodlines. Stewart fór þá frá Capitol yfir á Warner Brothers og gaf þar út tvær plötur. „The lonesome picker rides again”, þar sem hann tekur m.a. Daydream Be- lieverogsiöankom „Sunstorm” hvar hann naut aðstoðar bestu session- hljóöfæraleikara Holly- wood en ekkert gekk. Hann fór þá yfir til RCA og tók upp plötu I Nashville sem ber heitið Cannons in the rain. Var hún talin mjög aðgengileg og likleg til vinsælda, en ekkert bólaöi á þeim. Hann hafði þá aftur samband viö Nik Venet og gaf út tvöfalda hljómleikaplötu „The Phoenix Concerts” sem varö fyrsta plata hans til aö komast inn á banda- riska listann. Ekki hélst hún þar lengi. Samstarf þeirra félaga héit áfram og áriö 1975 kom út „Wingless Angels” sem þykir hans lélegasta plata. Stewart hóf þá samningaviö- ræöur viö fyrrum félaga sina úr Kingston trló og hugöust þeir gefa saman út plötu áriö ’76 en ekkert varö úr þvl. Hann geröi siðan samning viö plötufyrirtækiö RSO Records og áriö ’77 sendi hann frá sér plöt- una „Fire in the wind” sem ætlaö var aö slá I gegn, enda mjög góð. Hún náöi nokkrum vinsældum en ekki eins og búist var viö. Plata þessi inniheldur mun léttara efni en fyrri plötur og er mun aðgengilegri en allt sem hann áöur hefur gert. I fyrra hafði hann samband viö kunningja sinn Lindsay Buckingham úr Fleetwood Mac. Sameiginlega stjórnuöu þeir nýútkominni plötu Stewarts „Bombs Away-Dream babies” sem þykir frábær. Honum til aðstoöar eru margir frábærir tónlistarmenn og söngvarar eins og Bucking- ham og Stevie Nicks úr Fleet- wood Mac, Dave Guard sá er Stewart leysti úr Kingston Trio, Gary Weisberg, Russ Kunkel og eiginkona hans Buffy Ford Stewart. Ef John Stewart hlýtur ekki athygli almennings núna þá gerir hann þaö sennilega aldrei. Hann á þaö fyllilega skiliö aö vera viöurkenndur listamaöur. Hann hefur unnið fyrir þvi og veit örugglega hvaö þaö er aö berjast i bökkum. Hann hefur eingöngu fariö sinar eigin leiöir og hefur skapaö sér stil sem enginn getur kóperaö og á litinn en dyggan aödáendahóp. Maöur nokkur sagöi eitt sinn um hann „Stewart hefur veriö edrú og einmana persóna á ölvuöum áratug”. Viö skulum vona að framtiö hans sem tónlistarmanns veröi gæfurikari. —KRK

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.