Morgunblaðið - 13.03.2001, Síða 43

Morgunblaðið - 13.03.2001, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 43 NÝTT TANNLÍMBetra hald - Aukin vellíðan Fæst í flestum apótekum Innflytjandi: Pharmaco hf. Bragðlaust og ofnæmisprófað A U K IN VE LLÍÐAN BETRA H A L D K O R T E R TAFLFÉLAG Reykjavíkur sigraði á Íslandsmóti skákfélaga sem lauk um helgina. Eins og fram kom í skákþætti Morgunblaðsins eftir fyrri hluta keppninnar var TR þá í þeirri þægilegu stöðu að vera með 1½ vinning í forskot á helsta keppinautinn og Íslands- meistara undanfarinna tveggja ára, Taflfélagið Helli. Ólíklegt var talið að Skákfélag Akureyringa, sem var í þriðja sæti, næði að blanda sér alvarlega í baráttuna um efsta sætið. Þetta gekk eftir, en baráttan um efsta sætið átti eftir að reynast ótrúlega spenn- andi og réðust úrslitin ekki fyrr en á lokamínútum keppninnar. Í fimmtu umferð (fyrstu umferð seinni hluta keppninnar) sigraði Hellir TR-B með sjö vinningum gegn einum og A-lið TR lagði Skákfélag Hafnarfjarðar einnig 7:1. Enn var forysta TR því 1½ vinningur þegar tvær umferðir voru ótefldar. Í næstsíðustu um- ferð mættu efstu liðin, TR og Hell- ir, síðan neðstu liðunum í deild- inni, Taflfélagi Garðabæjar og Taflfélagi Kópavogs. Þrátt fyrir 6½:1½ sigur í báðum viðureignum áttu þó bæði TK og TG heiður skilið fyrir harða mótspyrnu og á tímabili var útlitið t.d. mun verra fyrir Helli heldur en lokatölurnar gefa til kynna. Enn hélt TR því óbreyttu forskoti þegar lokaum- ferðin hófst. Þar sem Hellir hafði sigrað í öllum sínum viðureignum dugði þeim að jafna metin til að ná Íslandsmeistaratitlinum þriðja árið í röð. Lokaumferðin varð ótrúlega spennandi og úrslitin réðust ekki fyrr en síðustu skákunum lauk. TR sigraði Skákfélag Akureyrar 5½:2½, en Hellir vann TG 6½:1½. Þar með hafði Hellir fengið sam- tals 42½ vinninga, en TR 43 og þessi hálfi vinningur réð úrslitum um efsta sætið á mótinu. TR er því Íslandsmeistari skákfélaga 2001. Það virtist aldrei vera vafamál að þriðja sætið í deildinni mundi lenda hjá Skákfélagi Akureyrar. Baráttan við falldrauginn í fyrstu deild var ekki síður spenn- andi. Ljóst þótti þegar seinni hlut- inn hófst, að annaðhvort Taflfélag Kópavogs eða Taflfélag Garða- bæjar þyrfti að gera sér að góðu að tefla í annarri deild. Taflfélag Kópavogs stóð verr að vígi og var tveimur vinningum á eftir TG. Í fimmtu umferð tókst TK að minnka forskot TG niður í einn vinning og sá munur hélst í næstu umferð. Lokaumferðin réð síðan úrslitum um fallsætið eins og efsta sætið í deildinni. Þar sem TG lenti á móti A-liði Hellis var ljóst að á brattan yrði að sækja fyrir Garðbæinga. Kópavogsbúar lentu hins vegar á móti B-liði Hellis. Hellismenn, sem e.t.v. voru ekki síður með hugann við viðureign A- liðsins, reyndust full friðsamir og TK sigraði 5-3 og tryggði sér þannig áframhaldandi setu í fyrstu deild. Taflfélag Garðabæjar verður hins vegar að tefla í annarri deild á næsta keppnistímabili. Önnur deild Eftir fyrri hluta Íslandsmótsins virtist ekki leika neinn vafi á því, að „spútnik“-sveit Grand-Rokk mundi sigra í annarri deild, enda var hún þá með fjögurra vinninga forystu. Helsti keppinautur henn- ar, Taflfélag Bolungarvíkur, var þó ekki tilbúið til þess að sætta sig við þá niðurstöðu. Þegar kom að innbyrðis viðureign félaganna í sjöttu umferð sigruðu Bolvíkingar 4:2. Forskot Grand-Rokk var því horfið þegar lokaumferðin hófst. Í lokaumferðinni hafði Grand-Rokk hins vegar betur og hreppti efsta sætið, einum vinningi á undan Taflfélagi Bolungarvíkur. Skák- félag Grand-Rokk mun því tefla í fyrstu deild á næsta keppnistíma- bili. Taflfélag Reykjavíkur, sem haft hefur tvö lið í annarri deild, verður einungis með eitt lið í deildinni á næsta ári, því TR-D féll í þriðju deild. Þriðja deild Taflfélag Vestmannaeyja hafði forystuna í þriðju deild eftir fyrri hluta Íslandsmótsins og hélt henni til loka mótsins. Eyjamenn eru því komnir í aðra deild. Skáksamband Austurlands fellur í fjórðu deild. Fjórða deild Lið Taflfélags Grand-Rokks sigraði D-sveit Skákfélags Akur- eyrar í úrslitaviðureigninni í fjórðu deildinni og teflir í þeirri þriðju á næsta ári. Seinni hluti Íslandsmótsins var haldinn í Hellisheimilinu í Þöngla- bakka 1. Skákstjórar voru Ólafur S. Ásgrímsson, Þráinn Guðmunds- son, Kristján Örn Elíasson, Har- aldur Blöndal og Bragi Kristjáns- son. Ferðamannastraumur Aldrei áður hafa jafnmargir er- lendir skákmeistarar verið ferjaðir til Íslands vegna Íslandsmóts skákfélaga. Undirritaður hefur séð ástæðu til þess að vara við þessari þróun af eftirtöldum ástæðum: Það leiðir til aukins kostnaðar fyrir skák- félögin, án þess að styrkja innri starfsemi þeirra þegar erlendir skákmenn eru „fluttir inn“ einungis til þátt- töku í Íslandsmótinu. Félagsmenn viðkom- andi taflfélaga færast niður um borð í liði sínu og fá þar af leið- andi ekki eins áhuga- verða andstæðinga. Þeir sem annars hefðu teflt á neðstu borðum missa sæti sitt og verða að láta sér nægja að fylgjast með í stað þess að taka þátt í barátt- unni. Það eykur vissulega fjölbreytn- ina að fá hingað erlenda skák- menn, en til þess gefast einnig fjölmörg önnur tækifæri og skák- menn viðkomandi félaga hefðu örugglega meira gaman af því að fá að etja kappi við erlendu meist- arana heldur en að horfa yfir öxl- ina á þeim þegar þeir tefla við skákmenn úr öðrum félögum. Ljóst er, að þátttaka erlendra skákmanna á Íslandsmóti skák- félaga er farin að ráða úrslitum í einstökum deildum og ekkert lát virðist vera á þeirri þróun. Það er því e.t.v. varla ástæða til þess hér eftir að berjast gegn straumnum. Jón Viktor hraðskákmeistari Íslands Jón Viktor Gunnarsson varð hraðskákmeistari Íslands 2001 eft- ir spennandi keppni um efsta sæt- ið við Björn Þorfinnsson, sem varð annar. Fyrir síðustu umferð hafði Björn Þorfinnsson tveggja vinn- inga forskot á Jón Viktor. Þeir mættust í lokaumferðinni. Jón Viktor þurfti að vinna báðar skák- irnar til að eiga möguleika á sigri. Það tókst og þurftu þeir Björn því að tefla úrslitaeinvígi um titilinn. Tefldar voru tvær skákir, sem Jón Viktor vann báðar og varð því Ís- landsmeistari í hraðskák annað ár- ið í röð. Röð efstu manna varð þessi:1. Jón Viktor Gunnarsson 13½ v. 2. Björn Þorfinnsson 13½ v. 3. Bragi Þorfinnsson 12½ v. 4.–5. Guðmundur S. Gísla- son og Arnar Gunn- arsson 12 v. 6. Stef- án Kristjánsson 11½ v. 7. Rúnar Sigur- pálsson 11 v. 8.–12. Sæberg Sigurðsson, Sigurður Daði Sig- fússon, Gylfi Þór- hallsson, Ögmundur Kristinsson og Hrannar Baldursson 10½ v. 13.–14. Snorri Bergsson og Áskell Örn Kárason 10 v. 15.–16. Halldór B. Halldórsson og Jó- hann Ingvarsson 9½ v. 17.–21. Lenka Ptácníková, Stefán Baldursson, Stefán Bergsson, Sig- urður Eiríksson og Eiríkur K. Björnsson 9 v. o.s.frv. Alls tóku 37 keppendur þátt í mótinu. Teflt var í félagsheimili TR í Faxafeni. Skákstjóri var Kristján Örn Elíasson. Skákmót öðlinga Skákmót öðlinga, 40 ára og eldri, hefst miðvikudaginn 14. mars kl. 19:30 í Faxafeni 12 (TR). Tefldar verða 7 umferðir eftir Monrad-kerfi. Umhugsunartími er 1½ klst. á 30 leiki og síðan 30 mín- útur til að ljúka skákinni. Umferð- ir verða á miðvikudögum og hefj- ast ávallt kl. 19:30. Mótinu lýkur 2. maí, en hraðskákmót öðlinga fer fram 9. maí. Rétt til þátttöku eiga allir sem náð hafa 40 ára aldri. Að venju er keppt um veglegan far- andbikar, en auk þess eru verð- launagripir fyrir þrjú efstu sætin. Þátttökugjald er kr. 1.500 og er boðið upp á frítt kaffi. Skráning stendur yfir hjá Ólafi Ásgrímssyni í tölvupósti (olafur.asgrimsson@- lais.is) eða í síma 895 5860. Skákmót á næstunni 14.3. Skákmót öðlinga hjá TR 15.3. SA. 10 mínútna mót 16.3. SÍ. Íslandsm. grunnsksv. 16.3. TR. Íslandsm. framhsksv. 17.3. Grand. VN-mótaröðin 18.3. SA. Mars-hraðskákmótið TR Íslandsmeistari skákfélaga Daði Örn Jónsson SKÁK H e l l i s h e i m i l i ð 9.–10.3 2001 ÍSLANDSMÓT SKÁKFÉLAGA Tveir af máttarstólpum Íslandsmeistara TR í seinni hluta Íslandsmóts taflfélaga, Þröstur Þórhallsson og Robert Astrom. Jón Viktor Gunnarsson sigraði á Jónsmessumótinu. Sveit Hjördísar Sigurjóns- dóttur Íslandsmeistari kvenna í sveitakeppni Mjög góð þátttaka var í Íslands- móti kvenna í sveitakeppni sem spilað var um helgina eða 14 sveit- ir. Mótið var jafnt og spennandi, en sveit Hjördísar Sigurjónsdóttur tók þó snemma forystuna og sigr- aði sannfærandi. Sigursveitina skipa auk Hjördísar: Ragnheiður Nielsen, Anna Ívarsdóttir og Guð- rún Óskarsdóttir. Sveit Erlu Sigurjónsdóttur hreppti annað sætið á lokasprett- inum en sveit Þriggja Frakka end- aði í þriðja sæti. Lokastaðan: Hjördís Sigurjónsdóttir 251 Erla Sigurjónsdóttir 230 Þrír Frakkar/Esther Jakobsd. 229 Soffía Daníelsdóttir 206 Fjögralaufa smárinn/Unnur Sveinsd. 204 Bryndís Þorsteinsdóttir 196 Í flokki yngri spilara kepptu að- eins tvær sveitir um Íslands- meistaratitilinn. Spilaðar voru sex 16 spila lotur. Leikurinn var í járnum alveg fram í síðustu lotu en sveit Sigurbjörns Haraldssonar sigraði sveit Frímanns Stefáns- sonar með 270 impum gegn 255. Í sigursveitinni spiluðu auk Sig- urbjörns: Heiðar Sigurjónsson, Ingvar Jónsson og Ásbjörn Björnsson. BRIDS U m s j ó n A r n ó r G . R a g n a r s s o n Íslandsmeistarar kvenna 2001. Talið frá vinstri: Guðmundur Ágústs- son, forseti BS, en hann afhenti verðlaunin, Hjördís Sigurjónsdóttir, Anna Ívarsdóttir, Guðrún Óskarsdóttir og Ragnheiður Nielsen.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.