Morgunblaðið - 13.03.2001, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 13.03.2001, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 43 NÝTT TANNLÍMBetra hald - Aukin vellíðan Fæst í flestum apótekum Innflytjandi: Pharmaco hf. Bragðlaust og ofnæmisprófað A U K IN VE LLÍÐAN BETRA H A L D K O R T E R TAFLFÉLAG Reykjavíkur sigraði á Íslandsmóti skákfélaga sem lauk um helgina. Eins og fram kom í skákþætti Morgunblaðsins eftir fyrri hluta keppninnar var TR þá í þeirri þægilegu stöðu að vera með 1½ vinning í forskot á helsta keppinautinn og Íslands- meistara undanfarinna tveggja ára, Taflfélagið Helli. Ólíklegt var talið að Skákfélag Akureyringa, sem var í þriðja sæti, næði að blanda sér alvarlega í baráttuna um efsta sætið. Þetta gekk eftir, en baráttan um efsta sætið átti eftir að reynast ótrúlega spenn- andi og réðust úrslitin ekki fyrr en á lokamínútum keppninnar. Í fimmtu umferð (fyrstu umferð seinni hluta keppninnar) sigraði Hellir TR-B með sjö vinningum gegn einum og A-lið TR lagði Skákfélag Hafnarfjarðar einnig 7:1. Enn var forysta TR því 1½ vinningur þegar tvær umferðir voru ótefldar. Í næstsíðustu um- ferð mættu efstu liðin, TR og Hell- ir, síðan neðstu liðunum í deild- inni, Taflfélagi Garðabæjar og Taflfélagi Kópavogs. Þrátt fyrir 6½:1½ sigur í báðum viðureignum áttu þó bæði TK og TG heiður skilið fyrir harða mótspyrnu og á tímabili var útlitið t.d. mun verra fyrir Helli heldur en lokatölurnar gefa til kynna. Enn hélt TR því óbreyttu forskoti þegar lokaum- ferðin hófst. Þar sem Hellir hafði sigrað í öllum sínum viðureignum dugði þeim að jafna metin til að ná Íslandsmeistaratitlinum þriðja árið í röð. Lokaumferðin varð ótrúlega spennandi og úrslitin réðust ekki fyrr en síðustu skákunum lauk. TR sigraði Skákfélag Akureyrar 5½:2½, en Hellir vann TG 6½:1½. Þar með hafði Hellir fengið sam- tals 42½ vinninga, en TR 43 og þessi hálfi vinningur réð úrslitum um efsta sætið á mótinu. TR er því Íslandsmeistari skákfélaga 2001. Það virtist aldrei vera vafamál að þriðja sætið í deildinni mundi lenda hjá Skákfélagi Akureyrar. Baráttan við falldrauginn í fyrstu deild var ekki síður spenn- andi. Ljóst þótti þegar seinni hlut- inn hófst, að annaðhvort Taflfélag Kópavogs eða Taflfélag Garða- bæjar þyrfti að gera sér að góðu að tefla í annarri deild. Taflfélag Kópavogs stóð verr að vígi og var tveimur vinningum á eftir TG. Í fimmtu umferð tókst TK að minnka forskot TG niður í einn vinning og sá munur hélst í næstu umferð. Lokaumferðin réð síðan úrslitum um fallsætið eins og efsta sætið í deildinni. Þar sem TG lenti á móti A-liði Hellis var ljóst að á brattan yrði að sækja fyrir Garðbæinga. Kópavogsbúar lentu hins vegar á móti B-liði Hellis. Hellismenn, sem e.t.v. voru ekki síður með hugann við viðureign A- liðsins, reyndust full friðsamir og TK sigraði 5-3 og tryggði sér þannig áframhaldandi setu í fyrstu deild. Taflfélag Garðabæjar verður hins vegar að tefla í annarri deild á næsta keppnistímabili. Önnur deild Eftir fyrri hluta Íslandsmótsins virtist ekki leika neinn vafi á því, að „spútnik“-sveit Grand-Rokk mundi sigra í annarri deild, enda var hún þá með fjögurra vinninga forystu. Helsti keppinautur henn- ar, Taflfélag Bolungarvíkur, var þó ekki tilbúið til þess að sætta sig við þá niðurstöðu. Þegar kom að innbyrðis viðureign félaganna í sjöttu umferð sigruðu Bolvíkingar 4:2. Forskot Grand-Rokk var því horfið þegar lokaumferðin hófst. Í lokaumferðinni hafði Grand-Rokk hins vegar betur og hreppti efsta sætið, einum vinningi á undan Taflfélagi Bolungarvíkur. Skák- félag Grand-Rokk mun því tefla í fyrstu deild á næsta keppnistíma- bili. Taflfélag Reykjavíkur, sem haft hefur tvö lið í annarri deild, verður einungis með eitt lið í deildinni á næsta ári, því TR-D féll í þriðju deild. Þriðja deild Taflfélag Vestmannaeyja hafði forystuna í þriðju deild eftir fyrri hluta Íslandsmótsins og hélt henni til loka mótsins. Eyjamenn eru því komnir í aðra deild. Skáksamband Austurlands fellur í fjórðu deild. Fjórða deild Lið Taflfélags Grand-Rokks sigraði D-sveit Skákfélags Akur- eyrar í úrslitaviðureigninni í fjórðu deildinni og teflir í þeirri þriðju á næsta ári. Seinni hluti Íslandsmótsins var haldinn í Hellisheimilinu í Þöngla- bakka 1. Skákstjórar voru Ólafur S. Ásgrímsson, Þráinn Guðmunds- son, Kristján Örn Elíasson, Har- aldur Blöndal og Bragi Kristjáns- son. Ferðamannastraumur Aldrei áður hafa jafnmargir er- lendir skákmeistarar verið ferjaðir til Íslands vegna Íslandsmóts skákfélaga. Undirritaður hefur séð ástæðu til þess að vara við þessari þróun af eftirtöldum ástæðum: Það leiðir til aukins kostnaðar fyrir skák- félögin, án þess að styrkja innri starfsemi þeirra þegar erlendir skákmenn eru „fluttir inn“ einungis til þátt- töku í Íslandsmótinu. Félagsmenn viðkom- andi taflfélaga færast niður um borð í liði sínu og fá þar af leið- andi ekki eins áhuga- verða andstæðinga. Þeir sem annars hefðu teflt á neðstu borðum missa sæti sitt og verða að láta sér nægja að fylgjast með í stað þess að taka þátt í barátt- unni. Það eykur vissulega fjölbreytn- ina að fá hingað erlenda skák- menn, en til þess gefast einnig fjölmörg önnur tækifæri og skák- menn viðkomandi félaga hefðu örugglega meira gaman af því að fá að etja kappi við erlendu meist- arana heldur en að horfa yfir öxl- ina á þeim þegar þeir tefla við skákmenn úr öðrum félögum. Ljóst er, að þátttaka erlendra skákmanna á Íslandsmóti skák- félaga er farin að ráða úrslitum í einstökum deildum og ekkert lát virðist vera á þeirri þróun. Það er því e.t.v. varla ástæða til þess hér eftir að berjast gegn straumnum. Jón Viktor hraðskákmeistari Íslands Jón Viktor Gunnarsson varð hraðskákmeistari Íslands 2001 eft- ir spennandi keppni um efsta sæt- ið við Björn Þorfinnsson, sem varð annar. Fyrir síðustu umferð hafði Björn Þorfinnsson tveggja vinn- inga forskot á Jón Viktor. Þeir mættust í lokaumferðinni. Jón Viktor þurfti að vinna báðar skák- irnar til að eiga möguleika á sigri. Það tókst og þurftu þeir Björn því að tefla úrslitaeinvígi um titilinn. Tefldar voru tvær skákir, sem Jón Viktor vann báðar og varð því Ís- landsmeistari í hraðskák annað ár- ið í röð. Röð efstu manna varð þessi:1. Jón Viktor Gunnarsson 13½ v. 2. Björn Þorfinnsson 13½ v. 3. Bragi Þorfinnsson 12½ v. 4.–5. Guðmundur S. Gísla- son og Arnar Gunn- arsson 12 v. 6. Stef- án Kristjánsson 11½ v. 7. Rúnar Sigur- pálsson 11 v. 8.–12. Sæberg Sigurðsson, Sigurður Daði Sig- fússon, Gylfi Þór- hallsson, Ögmundur Kristinsson og Hrannar Baldursson 10½ v. 13.–14. Snorri Bergsson og Áskell Örn Kárason 10 v. 15.–16. Halldór B. Halldórsson og Jó- hann Ingvarsson 9½ v. 17.–21. Lenka Ptácníková, Stefán Baldursson, Stefán Bergsson, Sig- urður Eiríksson og Eiríkur K. Björnsson 9 v. o.s.frv. Alls tóku 37 keppendur þátt í mótinu. Teflt var í félagsheimili TR í Faxafeni. Skákstjóri var Kristján Örn Elíasson. Skákmót öðlinga Skákmót öðlinga, 40 ára og eldri, hefst miðvikudaginn 14. mars kl. 19:30 í Faxafeni 12 (TR). Tefldar verða 7 umferðir eftir Monrad-kerfi. Umhugsunartími er 1½ klst. á 30 leiki og síðan 30 mín- útur til að ljúka skákinni. Umferð- ir verða á miðvikudögum og hefj- ast ávallt kl. 19:30. Mótinu lýkur 2. maí, en hraðskákmót öðlinga fer fram 9. maí. Rétt til þátttöku eiga allir sem náð hafa 40 ára aldri. Að venju er keppt um veglegan far- andbikar, en auk þess eru verð- launagripir fyrir þrjú efstu sætin. Þátttökugjald er kr. 1.500 og er boðið upp á frítt kaffi. Skráning stendur yfir hjá Ólafi Ásgrímssyni í tölvupósti (olafur.asgrimsson@- lais.is) eða í síma 895 5860. Skákmót á næstunni 14.3. Skákmót öðlinga hjá TR 15.3. SA. 10 mínútna mót 16.3. SÍ. Íslandsm. grunnsksv. 16.3. TR. Íslandsm. framhsksv. 17.3. Grand. VN-mótaröðin 18.3. SA. Mars-hraðskákmótið TR Íslandsmeistari skákfélaga Daði Örn Jónsson SKÁK H e l l i s h e i m i l i ð 9.–10.3 2001 ÍSLANDSMÓT SKÁKFÉLAGA Tveir af máttarstólpum Íslandsmeistara TR í seinni hluta Íslandsmóts taflfélaga, Þröstur Þórhallsson og Robert Astrom. Jón Viktor Gunnarsson sigraði á Jónsmessumótinu. Sveit Hjördísar Sigurjóns- dóttur Íslandsmeistari kvenna í sveitakeppni Mjög góð þátttaka var í Íslands- móti kvenna í sveitakeppni sem spilað var um helgina eða 14 sveit- ir. Mótið var jafnt og spennandi, en sveit Hjördísar Sigurjónsdóttur tók þó snemma forystuna og sigr- aði sannfærandi. Sigursveitina skipa auk Hjördísar: Ragnheiður Nielsen, Anna Ívarsdóttir og Guð- rún Óskarsdóttir. Sveit Erlu Sigurjónsdóttur hreppti annað sætið á lokasprett- inum en sveit Þriggja Frakka end- aði í þriðja sæti. Lokastaðan: Hjördís Sigurjónsdóttir 251 Erla Sigurjónsdóttir 230 Þrír Frakkar/Esther Jakobsd. 229 Soffía Daníelsdóttir 206 Fjögralaufa smárinn/Unnur Sveinsd. 204 Bryndís Þorsteinsdóttir 196 Í flokki yngri spilara kepptu að- eins tvær sveitir um Íslands- meistaratitilinn. Spilaðar voru sex 16 spila lotur. Leikurinn var í járnum alveg fram í síðustu lotu en sveit Sigurbjörns Haraldssonar sigraði sveit Frímanns Stefáns- sonar með 270 impum gegn 255. Í sigursveitinni spiluðu auk Sig- urbjörns: Heiðar Sigurjónsson, Ingvar Jónsson og Ásbjörn Björnsson. BRIDS U m s j ó n A r n ó r G . R a g n a r s s o n Íslandsmeistarar kvenna 2001. Talið frá vinstri: Guðmundur Ágústs- son, forseti BS, en hann afhenti verðlaunin, Hjördís Sigurjónsdóttir, Anna Ívarsdóttir, Guðrún Óskarsdóttir og Ragnheiður Nielsen.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.