Morgunblaðið - 11.04.2001, Page 18

Morgunblaðið - 11.04.2001, Page 18
LANDIÐ 18 MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ VATNSYFIRBORÐ Kleifarvatns hefur lækkað verulega frá síðasta sumri og er nú svo komið að mæli- tæki Vatnamælinga eru komin á þurrt land. Þá hafa komið í ljós hver- ir við suðurenda vatnsins sem áður voru undir vatni tugum metra frá landi og hafa þeir verið að koma í ljós síðustu daga. Lítil úrkoma og snjóléttur vetur hefur áhrif á vatns- stöðuna en sá möguleiki er einnig fyrir hendi að jarðskjálftahrinan síð- asta sumar hafi haft áhrif á jarðlög undir vatninu á þann hátt að vatnið sígi hraðar niður í hraunbergið. Kristjana G. Eyþórsdóttir, jarð- fræðingur hjá Vatnamælingum, seg- ir að mjög þurrt sé á þessu svæði og vatnsyfirborðið sé óvenju lágt núna. Mælitækin sem mæla vatnsyfirborð- ið eru komin á þurrt land og er nú verið að undirbúa að lengja rör í tækjunum þannig að það komist aft- ur í vatn. „Við erum ekki að mæla vatnshæð núna, það er allt á þurru. Þannig að þetta er svona vandræða- ástand.“ Að sögn Kristjönu var vatnsyfir- borðið nokkuð hátt í fyrravor en síð- an hafi það hríðlækkað frá haust- mánuðum. Samkvæmt vatns- hæðarskýrslu fyrir Kleifarvatn, sem nær fram í ágúst síðastliðinn, var hæð vatnsyfirborðsins þá nokkuð góð miðað við árið áður og hafði náð góðri hæð um vorið og framan af sumri. Kristjana segir ekkert stökk sjáanlegt í vatnslækkun í kringum jarðskjálftana og segist telja að lækkunin stafi frekar af þurrkum, enda sé hraunið þarna hriplekt og fljótt að lækka í vatninu þegar úr- koma er lítil. Þorgeir Ólason, forstöðumaður Krýsuvíkurskóla, hefur undanfarin ár ekið nánast daglega frá Hafnar- firði framhjá Kleifarvatni að Krýsu- víkurskóla. Hann segist aldrei hafa séð vatnsyfirborðið svona lágt á þessum tíma. Það hafi verið mun hærra í fyrravor og síðasta sumar en síðan hafi það lækkað jafnt og þétt. Nú eru komnar undan vatninu stór- ar sandfjörur og hverir sem áður hafa verið undir vatni. Meðal annars hafa komið í ljós hverir sunnanmeg- in í vatninu síðustu daga sem voru alveg undir vatni í síðustu viku. Þeir eru nú við fjöruborð tugi metra frá fjöruborðinu sem veiðimenn stóðu við í fyrrasumar. Harður skjálfti við Kleifarvatn síðasta sumar Lækkun á vatnsyfirborðinu hefur vakið athygli nemenda og starfsfólks skólans og hefur einn nemandinn skrifað verkefni þar sem velt er upp skýringum á því hvers vegna vatnið hafi lækkað svo mikið. Ein skýringin er sú þjóðsaga að úr vatninu liggi göng að Krýsuvíkurbjargi til sjávar og í göngunum sé ormur sem kennd- ur er við vatnið. Ormurinn velti sér á sjö ára fresti og þá rísi vatnið og sígi til skiptis. Önnur tilgátan er sú að jarðskjálftarnir sem urðu 17. og 20. júní hafi valdið breytingum undir vatninu. Því sígi vatnið hraðar niður og líkja megi því við að tappinn hafi losnað úr botninum. Ljóst er að síðasta sumar urðu þúsundir lítilla skjálfta á þessu svæði auk nokkurra af stærri gerð- inni. Ragnar Stefánsson, jarðeðlis- fræðingur, segir að fáum mínútum eftir stóra skjálftann 17. júní í fyrra hafi orðið harður skjálfti við Kleif- arvatn sem mældist 5 stig á Richter. Ragnar segir að oft verði smávægi- legar landbreytingar vegna jarð- skjálfta og því sé hugsanlegt að vatnslækkunin í Kleifarvatni tengist skjálftunum síðasta sumar og þá frekar skjálftunum sem urðu á þeim slóðum. Hann segir þó erfitt að dæma um það án frekari athugana. Það hafi verið frekar lítið vatn þarna undanfarin ár og það væri í sam- hengi við litla úrkomu og lága grunnvatnsstöðu sem almennt hefur verið á landinu. Vatnsyfirborð Kleifarvatns hefur lækkað óvenju mikið á þessum vetri Rjúkandi hverir komnir á þurrt land Morgunblaðið/Árni Sæberg Vel sést hve vatnsborðið hefur hopað frá síðasta sumri, þegar öll sandfjaran var undir vatni. Sjá má hvar fjöruborðið var þar sem litaskilin eru í grjótinu í forgrunni. HITAVEITA Egilsstaða og Fella hyggst á næstu mánuðum láta bora allt að 2 km djúpa virkjanaholu í Urr- iðavatni í Fellum. Borað verður á sama stað og núverandi virkjanahol- ur hitaveitunnar eru. Guðmundur Davíðsson, fram- kvæmdastjóri HEF, sagði í samtali við Morgunblaðið að verið væri að semja við fyrirtækið Jarðboranir um framkvæmd verksins. „Meiningin er að finna meira vatn og því er gert ráð fyrir að bora holu sem er um 2000 metrar á dýpt,“ sagði Guðmundur. „Dýpsta holan á svæðinu hjá okkur núna er um 1600 metrar og við reikn- um með að fara inn í sama sprungu- kerfi með nýju holuna. Við gerum okkur vonir um allt að 80°C heitt vatn en holan sem við notum svo til einvörðungu í dag gefur 76°C heitt vatn. Að auki höfum við tvær holur sem gefa 57°C og 64°C heitt vatn en til þess að geta notað þær þarf svart- olíu til að kynda vatnið og það er ákaflega dýrt dæmi. Við verðum að gera þetta nokkra daga á ári þegar álagið er mest. Guðmundur segir að ekkert megi út af bera til að illa fari þegar treyst er á eina meginuppsprettu. Því sé nauðsynlegt að fara í þessar fram- kvæmdir. „Holan sem við notum í dag gefur 46 sekúndulítra og við erum að horfa á að virkja svipað afl. Þannig höfum við töluvert upp á að hlaupa í framtíð- inni. Meðaldagsþörf veitusvæðisins eru 27 sekúndulítrar og árið 2000 var 830 þúsund tonnum dælt upp úr heitavatnsæðinni í Urriðavatni,“ sagði Guðmundur. Kostnaður við borun og virkjun er áætlaður 65 til 70 milljónir króna. Auk þessa verkefnis stendur til að leggja dreifikerfi í nýtt hverfi á Eg- ilsstöðum, Kelduskóga og Litluskóga og byggja þar nýtt dæluhús í sumar. Hagnaður varð af rekstri Hita- veitu Egilsstaða og Fella í fyrra. Þegar tillit hefur verið tekið til rekstrargjalda nam hann 16,4 millj- ónum króna og er 26% af veltu félagsins. Skýringar á góðri afkomu eru einkum lág skuldastaða og sparnaður við rekstur veitukerfis. Skuldir fyrirtækisins hafa lækkað um 140 milljónir á sl. 5 árum. Tekur heitt vatn á tveggja km dýpi í Urriðavatni Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Hitaveita Egilsstaða og Fella ætlar að bora 2 km djúpa virkjunarholu í Urriðavatni á næstu mánuðum. Hún á að skila tæpum 50 sekúndulítrum. Egilsstöðum. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.