Morgunblaðið - 11.04.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.04.2001, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 31 Í TILEFNI þess að djassljóða- diskurinn Októberlauf kom út á veg- um Smekkleysu eftir mikla hrakn- ingar, efndu aðstandendur til djassljóðaveislu í Ráðhúsinu. Þar lék tríó píanistans Carls Möllers, sem samið hefur tónlistina á diskinum og skáldin Ari Gísli Bragason og Matth- ías Johannessen lásu úr ljóðum sín- um. Una Margrét Jónasdóttir las ljóð föður síns Jóns Óskars og Guðrún Gísladóttir, leikari, las ljóð eftir Nínu Björg Árnadóttur, en Jón Óskar og Nína Björk eru bæði látin einsog flestum mun kunnugt. Karl Guð- mundsson, leikari, las ljóð eftir þá feðga Jóhann Hjálmarsson og Þorra Jóhannsson. Þorri er fjarri fóstur- jarðar ströndum, en Jóhann naut þess greinilega að sitja í Tjarnarsaln- um og hlusta á ljóð og djass. Í gegnum tíðina hefur Carl Möller hafið ljóðadjassuppákomur þær er hann hefur stjórnað með lagi sínu Sir Pipp, og svo var einnig nú. Þessi seið- andi ópus er orðinn íslensk djass- klassísk og væri ekki úr vegi að yngri kynslóðin tæki hann til flutnings í stað þess að eltast eilíflega við sömu erlendu standardana þegar eigin verk eru ekki á efnisskránni. Það var gaman að heyra Norræna kvartett- inn sænsk-danska glíma við verk Sig- urðar Flosasonar í Múlanum í síðasta mánuði. Hvernig væri að einhver ís- lensk djasssveit setti saman dagskrá helgaðri bestu djassstandördunum íslensku? Verðugt verkefni á næstu djasshátíð. Ari Gísli var fyrstur til að kveðja sér hljóðs. Ljóð hans stutt voru tengd saman af tónlistinni ólíkt því er aðrir lásu upp og tónlistin afmarkaði hvert ljóð. Vel var við hæfi að Guðrún Gísladóttir væri næsti lesari, en hún flutti ljóð Nínu heitinnar Bjarkar, móður Ara Gísla. Nína var einstak- lega næmur upplesari, rödd hennar einsog hluti ljóðanna. Guðrún fór for- kunnarvel með ljóðin og féll lesturinn fullkomlega að tónlistinni, en það er oft Akkilesarhæll skálda sem lesa með tónlist, að sameina hrynjanda ljóðs og tóna. Þó er auðveldara að gera slíkt þegar djassmenn leika með því engir tónlistarmenn eru reyndari í því að laga sig að aðstæðum hverju sinni. Guðrún túlkaði Hvíta trúðinn dálítið öðruvísi en Nína Björk, en náði sterkum áhrifum þar sem sagði um vel ydd vopnin: ,,þau eru hálfopn- ir hlátrar/ þau eru kæfð óp“. Karl Guðmundsson las ljóð Þorra Jóhannssonar af miklum krafti, eins- og Þorra er háttur, afturá móti skipti hann um stíl er kom að ljóðum Jó- hanns og las þau dempað í anda skáldsins. Karli fór að mörgu betur að túlka ljóð Þorra og urðu þau á stundum áhrifamikil: ,,með marg- breytileika moldugrar gyðjunnar/ flaut það á brott/ á úldnu kjöti niður lækinn/ við glymjandi nið fossins,“ las leikarinn af mikilli tilfinningu sem tónlistin dýpkaði. Matthías Johannessen var síðast- ur á mælendaskrá og las m.a. í orða- stað Gísla Súrssonar: Hvít eru sól- skin. Magnað ljóð þarsem rigndi blóði og hefndin réði. Þar hefði tríó Carls mátt verða dramatískara í leik sínum. En sem fyrri daginn var það léttleikinn sem var aðal tónlistarinn- ar. Þó báru lokatónarnir í In mem- oriam í sér kjarna svítunnar er mér finnst hann verða að semja um Eyr- byggjukvæði Jóhanns Hjálmarsson- ar. Tilbrigði tóna við orð TÓNLIST T j a r n a r s a l u r R á ð h ú s s R e y k j a v í k u r Tónlist: Carl Möller píanó, Birgir Bragason bassi og Guðmundur Steingrímsson trommur. Lesarar: Ari Gísli Bragason, Una Margrét Jónsdóttir, Karl Guðmundsson, Guðrún Gísladóttir og Matthías Johannessen. Laugardaginn 7. apríl 2001. LJÓÐ OG DJASS Vernharður Linnet SKÁLHOLTSKÓRINN flytur Glor- iu í D-dúr RV 589 eftir Vivaldi í Skálholtskirkju á skírdag, kl. 16. Einsöng með kórnum syngja Sigrún Hjálmtýsdóttir og Anna Sigríður Helgadóttir, ásamt kammersveit undir stjórn Hilmars Arnar Agnars- sonar. Þorkell Jóelsson leikur á horn. Organisti er Kári Þormar. Auk Gloriu verða fluttar perlur úr kirkjuverkum, m.a. Agnus Dei eftir G. Biset og Laudate Dominum eftir Mozart. Einnig mun kórinn frumflytja Ave Verum eftir Gabriel Fauré. Kórinn hefur, í samstarfi við kóra úr Grímsnesi og Laugardal, haldið tónleika og ball síðasta vetrardag í Aratungu í nokkur ár, og verða þeir miðvikudaginn 18. apríl kl. 21. Skálholts- kórinn flyt- ur Gloriu eftir Vivaldi LISTVELDI Odds Nerdrums verður flutt í þættinum Víðsjá í Ríkisútvarpinu í dag, miðvikudag, kl. 17.40. Listveldið var flutt á opnun sýningar Odds á Kjarvals- stöðum sl. laugardag en útvarpið fékk leikarana Sigurð Karlsson og Arnar Jónsson til að koma í útvarpshúsið og flytja þáttinn. Leikstjóri er Hávar Sigurjóns- son. Nerdrum er kunnasti núlifandi listamaður Norðmanna. Listveld- ið er samtal tveggja manna. Mennirnir eru Odd sjálfur og norski listmálarinn Edvard Munch. Listveldið er varnarræða Nerdrum, réttlæting á því hvers vegna hann málar eins og hann gerir. Hann lætur Munch sann- færa sig um að hann sé kitsch- málari og hafi rétt til þess að vera það. En Nerdrum sér sjálfan sig að einhverju leyti í Munch, telur að hann hafi verið dáður um ein- hvern tíma en síðan fyrirlitinn. Munch málaði þar til hann dó árið 1945. Nokkrum mánuðum síðar fæddist Nerdrum. Verkið er hugmyndafræðilegt samtal, sem notað er til að koma skoðunum á framfæri, en ekki leikrænt samtal. Í því koma fram skoðanir hans á þýskri heimspeki og hugmyndafræði sem mótaðist á tímum Kants og Hegels fyrir um það bil 200 árum. En Nerd- rum vill mála samkvæmt fagur- fræði og tækni sem var í tísku fyrir þann tíma. Þessa tækni kall- ar hann kitsch. Verkið lýsir einn- ig Nerdrum sem persónu og hans skoðunum á nútímalist. Listveldið var upphaflega birt í bandaríska listtímaritinu art news fyrir tveimur árum. Síðan hefur það verið flutt tvisvar. Einu sinni í Noregi og síðar við opnun þessarar sömu sýningar í Svíþjóð. Þátturinn tekur 15 mínútur í flutningi. Listveldi Odds Nerd- rums flutt í Víðsjá SÝNING færeysku hjónanna Katr- ínar og Cederfeldt Olsen frá Tvør- oyri á Suðurey í Færeyjum stendur yfir í Vestnorræna menningarhúsinu í Hafnarfirði. Þar sýnir Cederfeldt líkön af gömlum færeyskum bátum og full- vinnur hér, meðan á sýningunni stendur, hálfkláraðan bát. Einnig smíðar hann færeyska lása „hvølpa- lás“ og sýnir færeysk eldhúsáhöld, tyril og sneis, sem enn eru í notkun í dag. Katrín sýnir færeyska kvenþjóð- búninga sem hún saumar sjálf. Jafn- framt verða til sýnis myndir af fær- eyska kven- og karlbúningnum í gegnum tíðina. Sýningin stendur til 20. apríl. Sýning á færeysku handverki sýningunum. Sýning Kristins ber yf- irskriftina Garðljóð en sýning Jón- asar Portrait of Iceland. Kristinn leitar fanga í fíngerðar lífæðar nátt- úrunnar milli þess sem hann dregur upp svipmiklar myndir af mannlíf- inu og húsunum í bænum. Í öðrum klefa vestursalarins er að finna vinnustofu Jónasar og geta áhorf- endur spjallað við listamanninn. Pakkhúsið á Höfn Í Pakkhúsinu á Höfn í Hornafirði verða opnar um páskahátíðina frá kl. 14–17. Opnuð verður safnarasýning í Gömlubúð (byggðasafni). Sýnd verða söfn í eigu einstak- linga. Jafnframt verður byggðasafn- ið opið og náttúrugripasafnið á efri hæð. Enn fremur stendur nú yfir sýning ljósmyndaranna Nökkva Elí- assonar og Brians Sweeneys og nefnist hún Eyðibýli. Aðgangur að sýningunum er ókeypis. Listasafn Reykjavíkur Listasafn Reykjavíkur verður op- ið alla daga hátíðarinnar á hefð- bundnum opnunartíma: Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir er op- ið alla daga frá kl. 10-17 en miðviku- daga 10-19. Á annan dag páska verð- ur leiðsögn um sýningar Kjarvalsstaða kl. 15. Þar verður gengið um sýningarnar Odd Ner- drum – kitsch-málarinn og Myndir úr Kjarvalssafni. Listasafn Reykjavíkur – Ásmund- arsafn er opið alla daga frá kl. 13-16. Þar stendur nú yfir sýningin Fjöll rímar við tröll, verk Páls Guðmunds- sonar frá Húsafelli og Ásmundar Sveinssonar. Listasafn Reykjavíkur – Hafnar- hús er opið alla daga frá kl. 11-18, fimmtudaga til kl. 19. Á annan dag páska verður leiðsögn um sýningar safnsins kl. 16. Þar eru nú sýnd verk eftir Bandaríkjamanninn John Bal- dessari og Bretann John Isaacs. Einnig standa yfir sýningarnar Heimskautslöndin unaðslegu: Arf- leifð Vilhjálms Stefánssonar og Myndir á sýningu, verk úr eigu safnsins. Listasafn Akureyrar Á Akureyri verður opið um páskana frá kl. 13-22. Þar standa yf- ir sýningar á verkum Kristins G. Jó- hannssonar og Jónasar Viðars. Listamennirnir verða með leiðsögn um sýningarnar laugardag, sunnu- dag og mánudag kl. 16, en þá lýkur Sýningar opnar um páskana verslunarmiðst. Eiðstorgi, sími 552 3970. Stretchbuxur St. 38–50 - Frábært úrval ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.