Morgunblaðið - 11.04.2001, Síða 38

Morgunblaðið - 11.04.2001, Síða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. EKKI VORU allir stuðn-ingsmenn Samfylkingar-innar ánægðir með úrslit-in í alþingiskosningunum sem fram fóru vorið 1999 en þá fékk Samfylkingin 26,8% fylgi. Stuðn- ingsmenn listans höfðu fyrir kosn- ingar verið að vonast eftir að verða í baráttu við Sjálfstæðisflokkinn um forystuna í íslenskum stjórnmálum. Skoðanakannanir sýna að flokkur- inn er nú í þeirri stöðu að vera að berjast fyrir því að halda sæti sínu sem næststærsta stjórnmálaaflið. Skoðanakannanir benda til að miklar breytingar hafi orðið á vinstri væng stjórnmálanna á síð- ustu 2–3 árum. Þegar umræðan um sameiningu vinstrimanna hófst á miðju síðasta kjörtímabili dró smám saman úr fylgi Alþýðuflokksins, Al- þýðubandalagsins og Kvennalistans þegar æ fleiri fóru að lýsa yfir stuðningi við „Samfylkinguna“ í skoðanakönnunum. Samfylkingin var þá ekki orðin til og ekki einu sinni ljóst hvort hún myndi bjóða fram í næstu kosningum. Í árslok 1998 mældist Samfylkingin með 20% fylgi í könnun Gallup og á sama tíma mældust vinstri-grænir með um 2%, en flokkurinn hafði þá ekki formlega verið stofnaður. „Á þessum tíma höfðu margir efa- semdir um að þetta gengi upp hjá Steingrími J. og félögum og það væri jafnvel tvísýnt að flokkur hans fengi mann kjörinn á þing. Ég held að Steingrímur hafi hins vegar sýnt það að hann er miklu öflugri stjórn- málamaður en menn reiknuðu með. Kannski voru það mikil mistök hjá Alþýðubandalaginu á sínum tíma að gera hann ekki að formanni því þá hefði þróunin orðið önnur,“ sagði einn viðmælandi Morgunblaðsins sem nú hefur gengið til liðs við vinstri-græna eftir að hafa haft við- komu í Samfylkingunni. Margar tilraunir til að sameina vinstrimenn Tilraunir til að „samfylkja“ vinstrimönnum eiga sér langa sögu. Ekki er ástæða til að rekja þá sögu hér. Nægir að minna á að fyrsta al- varlega tilraunin til að sameina vinstrimenn var gerð þegar Héðinn Valdimarsson og stuðningsmenn hans klufu Alþýðuflokkinn árið 1938 og Sósíalistaflokkurinn-Sameining- arflokkur alþýðu var stofnaður. Þá var einmitt hugtakið „samfylking“ notað af þeim sem vildu sameina krafta alþýðuflokksmanna og kommúnista. Eftir alþingiskosningarnar 1995 voru aðstæðurnar að mörgu leyti hagstæðar fyrir þá sem vildu sam- eina vinstrimenn í einn stjórnmála- flokk. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn unnu góðan sigur í kosningunum og mynduðu ríkisstjórn sem naut mikils fylgis innan þings sem utan. Báðir A- flokkarnir voru því áhrifalitlir í stjórnarandstöðu. Alþýðuflokkur- inn hafði klofnað fyrir kosningarnar 1995 þegar Jóhanna Sigurðardóttir og stuðningsmenn hennar stofnuðu Þjóðvaka. Stuðningsmenn stjórnar- flokkanna sögðu að stofnun flokks- ins hefði ekki gert annað en að op- inbera enn frekar sundrungu vinstrimanna. Mikill stuðningur var því við það viðhorf í Alþýðuflokki, Alþýðubandalagi, Þjóðvaka og Kvennalista að aðeins með því að sameina kraftana gætu þessir flokk- ar komist til áhrifa í íslenskum stjórnmálum. Alþýðubandalagið klofið til „samfylkingar“ Óskoraður stuðningur var við sameiginlegt framboð í Alþýðu- flokknum og Þjóðvaka en skoðanir voru hins vegar mjög skiptar innan Alþýðubandalagsins og raunar líka innan Kvennalistans. Segja má að Alþýðubandalagið hafi skipst í þrennt í sameiningarmálinu. Í fyrsta lagi var stór hópur sem vildi mjög ákveðið láta reyna á samein- ingu, í öðru lagi var hópur sem var mjög andvígur „samfylkingu“ og í þriðja lagi var allstór hópur sem var á báðum áttum og vildi leitast við að finna sáttaleið. Þessi hópur var und- ir forystu Svavars Gestssonar. Þeir sem voru á móti „samfylkingu“ voru þingmenn eins og Hjörleifur Gutt- ormsson, Steingrímur J. Sigfússon og Ögmundur Jónasson, sem reynd- ar var aldrei formlega félagi í Al- þýðubandalaginu en tók þátt í störf- um þingflokksins, sem hét raunar þingflokkur Alþýðubandalagsins og óháðra. Steingrímur J. lagði fram tillögu á aukalandsfundi Alþýðubandalags- ins, sem haldinn var í júlí 1998, um að formanni flokksins, í samráði við framkvæmdastjórn og þingflokk, yrði falið að bjóða öðrum stjórnar- andstöðuflokkum og óháðum vinstrimönnum til viðræðna um gerð samstarfsáætlunar til fjögurra ára. Þessari tillögu var hafnað á fundinum en tillaga Margrétar Frí- mannsdóttur, formanns flokksins, um að stefnt skuli að sameiginlegu framboði með öðrum vinstriflokkum í næstu kosningum var samþykkt. Þegar þessi niðurstaða lá fyrir sögðu þingmennirnir Hjörleifur Guttormsson og Steingrímur J. Sig- fússon sig úr flokknum. Ýmsir stuðningsmenn Samfylk- ingarinnar innan Alþýðubandalags- ins töldu að Hjörleifur, Ögmundur og Steingrímur J. hefðu í kringum sig lítinn hóp stuðningsmanna og áhrif þeirra myndu aldrei verða mikil jafnvel þó að þeir færu út á þá braut að stofna sérstakan stjórn- málaflokk. Slíkur flokkur yrði aldrei nema lítill flokkur „öfgamanna“ í stjórnmálum. Sumir gengu svo langt að segja að það væri bara gott að vera laus við þessa menn. Sam- fylkingin þyrfti þá ekki að taka tillit til sjónarmiða þeirra. Verkefni Sam- fylkingarinnar væri að sækja fylgi inn á miðjuna, en ekki lengst til vinstri. Það sem samfylkingarmenn í Al- þýðubandalaginu óttuðust var að Svavar Gestsson og stuðningsmenn hans myndu ganga í lið með Stein- grími J., en Svavar hafði til margra ára verið einn áhrifamesti foringi Alþýðubandalagsins. Það var talið ráðast mikið af afstöðu Svavars hvort tilraunin til að „samfylkja“ vinstrimönnum tækist. Þótt Svavar væri meðal öflugustu talsmanna Al- þýðubandalagsins var hann mjög umdeildur innan flokksins og því urðu ýmsir fegnir því þegar Svavar tók þá ákvörðun í árslok 1998 að hætta afskiptum af stjórnmálum og gerast liðsmaður utanríkisþjónust- unnar. Stuðningsmenn Samfylking- arinnar vonuðust eftir því að þetta yrði til þess að stuðningsmenn Svavars tækju af skarið og gengju til liðs við Samfylkinguna en nokkrir þeirra höfðu þá þegar tekið ákvörð- un um að ganga til liðs við Steingrím J. sem vann að stofnun nýs stjórn- málaflokks. Góð staða Samfylkingar í ársbyrjun 1999 Raunar má segja að í ársbyrjun 1999 hafi ríkt talsverð bjartsýni inn- an Samfylkingarinnar um að erfið- leikatíminn væri að baki. Samkomu- lag hafði þá náðst um fyrirkomulag prófkjörs í Reykjavík og á Reykja- nesi, en mjög erfiðlega hafði gengið að ná samkomulagi um prófkjörs- reglur. Þátttaka í prófkjörinu varð einnig mjög góð og mældist stuðn- ingur við Samfylkinguna í byrjun febrúar 36,5% í könnun Gallup. Stuðningur við Vinstrihreyf- inguna – grænt framboð mældist í þessari könnun 4,3%. Í kosninga- baráttunni vorið 1999 styrktu vinstri-grænir stöðugt stöðu sína og fengu í kosningunum 9,1% fylgi. Kosningabráttan varð hins vegar Samfylkingunni erfið. Að margra mati var kosningabarátta flokksins ekki vel heppnuð. Því var stöðugt haldið fram af andstæðingum flokksins að stefna Samfylkingar- innar væri óskýr og forysta fram- boðsins væri ósamstæð og ósam- mála. Segja má að forysta Samfylkinginnar hafi mestalla kosningabaráttuna verið í vörn í stað þess að sækja fram á við. Úrslit alþingiskosninganna urðu því mörgum stuðningsmönnum Samfylkingarinnar vonbrigði, en framboðið fékk 26,8% fylgi. Von- brigðin voru ekki síst mikil í Reykjavík þar sem Samfylkingin fékk fimm þingmenn, en stuðnings- menn listans höfðu verið að gera sér vonir um að fá 7–8 þingmenn í kjör- dæminu. Flokkurinn fékk 17 þing- menn og er þrátt fyrir allt stærsti þingflokkur sem kjörinn hefur verið á vinstri væng stjórnmálanna. Samkvæmt skoðanakönnunum Gallup, sem að jafnaði eru birtar mánaðarlega, var Sam lengst af með 18–20% fylg hluta ársins 1999. Á sama t fylgi vinstri-grænna stöðu ember 1999 fór það í fyrs upp fyrir fylgi Samfylkin en þá mældust vinstri-græ 21% fylgi. Eftir kosningar voru skoðanir innan Samfylkin um hversu hratt ætti að far un nýs flokks. Margir vor skoðunar að það væri ósky að fara of geyst. Það væri legt fyrir menn að taka sér finna samstöðu í öllum má yrði að gefa flokksmönnum að venjast þeirri tilfinn þeirra gömlu flokkar störf lengur og nýr flokkur væri til. Eftir alþingiskosninga þess vegna tekin pólitísk um að taka eitt ár í að stof lega nýjan stjórnmálaflokk Stuðningsmenn Samf innar sögðu í samtali við blaðið að eftir á hefðu það v tök að stofna ekki stra stjórnmálaflokk. Vinst hefðu notað tímann vel m byggja upp flokksstarfið. tíma hefði sú mynd verið dr af Samfylkingunni að þa ferðinni ósamstiga hópur ósammála um flesta hluti. Í upphafi síðasta árs vir fylkingin loksins vera að ná sínum en að sama skapi dr úr fylgi vinstri-grænna. ingin var formlega gerð a málaflokki í maí í fyrra o Össur Skarphéðinsson ko maður, en fram að þeim t Margrét Frímannsdóttir v maður Samfylkingarinnar hafði aldrei verið kosin bei ingu. Eftir stofnfundinn Samfylkingin með 27,7% könnun Gallup, en það va skipti sem flokkurinn mæ meira fylgi en hann fékk í unum. Síðasta árið hefur fylgi ingarinnar hægt og bítand minnka en fylgi vinstri-græ ur verið að aukast. Í síðustu mælingum hafa vinstri-græ með meira fylgi en Samfylk Fylgi vinstri-grænna h asta eina og hálfa árið mæls 15–26%. Lengst af hef flokksins verið á bilinu 19–2 VG fær fylgi frá Samfy og Framsóknarflo Dr. Þorlákur Karlsson h hefur skoðað sérstaklega h á fylgi flokka. Hann sko staklega þá flokka sem mánuði mældust með minn þeir fengu í kosningunum sóknarflokkurinn mældist 14,4% fylgi en fékk 18,4% kosningum. Samfylkingin með 18,7% fylgi en fékk 26 ustu kosningum. Þorláku samtali við Morgunblaðið a sem sögðust hafa kosið inguna ætluðu 63% að kj nú; um 25% vinstri-græn 10% sögðust ætla að kj flokka. Af þeim sem sögð kosið Framsóknarflokkinn kosningum ætluðu 64% hann nú; um 20% vinstri-g um 5–10% sögðust ætla Sjálfstæðisflokkinn annars Samfylkinguna hins vegar. Það kemur einni fram í Þorláks að tæplega 90% þe kusu Sjálfstæðisflokkinn 1 Fj l Fyrir síðustu k flokk. Sú tilr stórir flokkar fyrir sér hv BANN VIÐ HNEFALEIKUM GILDI ÁFRAM Á ÍSLANDI MIKILVÆG TENGSL VIÐ ESB-RÍKIN Viðræður á borð við þær sem Dav-íð Oddsson forsætisráðherrahefur átt í vikunni við forseta Frakklands og æðstu embættismenn Evrópusambandsins eru mikilsverðar og gagnlegar. Ísland á afar náið sam- starf við Evrópusambandið á mörgum sviðum. Við eigum mikil viðskipti við ríki ESB. Við fáum stóran hluta inn- lendrar löggjafar frá Evrópusamband- inu vegna aðildar okkar að EES-samn- ingnum. Við eigum samstarf við ESB-ríkin á ýmsum viðkvæmustu svið- um milliríkjasamstarfs vegna aðildar okkar að Schengen-samkomulaginu. Við höfum varnar- og öryggismálasam- vinnu við langflest ríki ESB á vett- vangi NATO og Vestur-Evrópusam- bandsins. Við eigum jafnframt náið samstarf við ESB á vettvangi Samein- uðu þjóðanna og ýmissa annarra al- þjóðasamtaka. Það er þess vegna mikilvægt að Ís- land nýti sem bezt öll tækifæri til að styrkja tvíhliða tengsl sín við öflugustu aðildarríki ESB, ekki sízt vegna þess að EES-samstarfið sem slíkt gefur ekki kost á miklum pólitískum áhrifum á starfsemi sambandsins sem engu að síður snertir okkur náið. En jafnframt er ástæða til að benda á að bæði Chirac og Prodi undirstrikuðu í viðræðum við forsætisráðherra mikilvægi EES- samningsins. Jafnframt er æskilegt að forystumenn ríkisstjórnarinnar eigi beinar og milliliðalausar viðræður við æðstu menn framkvæmdastjórnar ESB. Það er ánægjulegt að skilningur skuli vera á hagsmunum og sjónarmið- um Íslands í t.d. loftslagsmálum og varnar- og öryggismálum hjá Jacques Chirac, forseta Frakklands. Afstaða Frakklandsforseta til aðildar Íslands að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna er mikilvæg enda á Frakkland einn af fimm fastafulltrúum í ráðinu. Aðild að öryggisráðinu er í góðu samræmi við þá stefnu íslenzkra stjórnvalda að axla meiri ábyrgð í alþjóðlegu öryggis- og friðargæzlustarfi og mikilvægt að eiga góða liðsmenn í þeirri flóknu baráttu sem aðildarríki SÞ þurfa alla jafna að heyja fyrir því að fá sæti í þessari mik- ilvægu stofnun. Ekki er síður mikilvægt að heyra frá forseta Frakklands að gæta verði þess að áform ESB um að láta meira að sér kveða í varnarmálum verði ekki til þess að samstarfið innan NATO gliðni en Frakkar hafa þó löngum verið taldir helztu talsmenn þess að Evrópuríkin öðlist aukið sjálfstæði frá Bandaríkj- unum í varnarmálum. Mikilvægt er að Frakkar sýni þeim sjónarmiðum skiln- ing að Ísland og önnur NATO-ríki, sem standa utan ESB, fái að koma að und- irbúningi ákvarðana um aðgerðir á vegum „Evrópustoðar“ NATO. Ekki er þó við því að búast að viðkomandi ríki njóti sömu áhrifa og ESB-ríkin sem eiga aðild að NATO. Eins og Davíð Oddsson bendir rétti- lega á er full ástæða til að fylgjast vel með stækkunarferli Evrópusambands- ins og áhrifum þess. Í viðræðum for- sætisráðherra við Prodi, forseta fram- kvæmdastjórnar ESB, kom fram að EES-samningurinn mundi fá aukna þýðingu við stækkun ESB. Þetta er sjónarmið sem ekki hefur komið upp í umræðum hér að ráði en liggur í aug- um uppi þegar á það er bent. Stækkun ESB til austurs mun hafa áhrif á fjár- festingartækifæri Íslendinga, á að- gang borgara viðkomandi ríkja að ís- lenzkum vinnumarkaði og á viðskiptahagsmuni. Íslenzk stjórnvöld munu sækja það fast að viðhalda fullri fríverzlun með fisk við þessi ríki en hætt er við að það reynist torvelt þar sem ESB leggur enn tolla á nokkrar fisktegundir samkvæmt EES-samn- ingnum og litlar líkur eru á að hann verði tekinn upp á næstunni. Líklegra er að samið verði um tollkvóta eins og eftir að Finnland og Svíþjóð gengu í ESB. Austurstækkunin mun taka mik- ið af tíma og athygli Evrópusambands- ins. Þess vegna þurfa ríki, sem til þessa hafa átt í „sérstöku sambandi“ við ESB, að vera dugleg að vekja at- hygli á stöðu sinni og hagsmunum og rækta sambandið. Um áratuga skeið hefur ríkt bannvið hnefaleikum hér á landi og frá því hefur ekki verið hvikað þrátt fyrir margar tilraunir áhugamanna til að fá því hnekkt. Það hefur ekki tekizt þótt á stundum hafi munað mjóu í atkvæða- greiðslum um tillögur þess efnis í söl- um Alþingis. Enginn vafi leikur á því að bann við hnefaleikum hér á landi hefur komið í veg fyrir örkuml og jafnvel dauða. Það er höfuðatriði. Áhættuna af því að leyfa hnefaleika á ný er ekki hægt að réttlæta með því að bannið sé skerðing á einstaklingsfrelsi og að slys verði við iðkun allra íþrótta. Slys, meiðsli og ör- kuml í hnefaleikum snerta miklu fleiri en þá einstaklinga, sem fyrir þeim verða, fjölskyldur og vini og reyndar þjóðfélagið í heild. Þetta er rifjað hér upp vegna hörmulegs dauða ungs hnefaleika- manns í Ástralíu um síðustu helgi. Hann hlaut banvænt höfuðhögg í hnefaleikakeppni í Sydney. Dauði hnefaleikakappans er skýrður sem slys af áhugamönnum og enn einu sinni er bent á að slys verði í öllum íþróttum. Hins vegar hefur þessi at- burður leitt til þess að heilbrigðisráð- herra Ástralíu hefur lýst sig fylgjandi því að hnefaleikar verði bannaðir. Læknasamband Ástralíu hefur enn einu sinni ítrekað áskorun sína um bann við iðkun hnefaleika og byggist hún á þeim forsendum að hætturnar fyrir iðkendur séu meiri en réttlæt- anlegt sé. Líkurnar á heilaskaða og öðrum alvarlegum meiðslum séu svo miklar. Undir þetta er óhjákvæmilegt að taka því sagan sýnir að fjöldi ungra og efnilegra manna hefur beðið bana af höfuðhöggum eða hlotið mikla heila- skaða og önnur meiðsl sem leggja líf þeirra og ástvina í rúst. Þetta eiga alþingismenn að hafa í huga þegar þeir fjalla um afnám banns við hnefaleikum hér á landi. Áhættan er of mikil.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.