Morgunblaðið - 11.04.2001, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 11.04.2001, Qupperneq 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 43 ÞAÐ tekur okkur um það bil 8 sekúndur að draga andann. Fyrir hvert skipti sem við gerum það deyr einn jarðarbúi fyrir aldur fram af völdum reykinga. Átta deyja á hverri mínútu vegna þessa dauðans ávana, 450 manns á hverri klukkustund og tæp- lega 11.000 á dag. Dauðsföll af völdum reykinga slaga hátt í fjórar milljónir á ári. Þessu eiga margir bágt með að trúa en samt er það satt. Síg- arettan er eina löglega varan á markaðnum sem drepur ef hún er notuð eins og til er ætlast! Fæstir hafa hugrekki til að tala um það af hreinskilni þegar ein- hver deyr fyrir aldur fram af völd- um reykinga. Slíkt er enn feimn- ismál á Íslandi. Krabbamein eða önnur sjúkdómsheiti eru talin henta betur, jafnvel þótt reykingar séu orsakavaldurinn. Margir virð- ast ekki vilja hafa hátt um það að á milli 370 og 400 manns deyja ár- lega á Íslandi úr sjúkdómum sem rekja má beint til reykinga. Og það sem verra er – þeir sem hafa það í hendi sér að snúa þessari þróun við virðast sumir hverjir skella skollaeyrum við þessari staðreynd og vera dragbítar á að gripið sé til viðeigandi ráðstafana. Kannski skiptir ekki heldur máli að um 30 manns deyja árlega á Ís- landi vegna reykinga annarra. Slíkt kallast óbeinar reykingar eða nauðungarreykingar því oft neyð- ast menn til að sætta sig við þær. Illa upplýstir ein- staklingar tala um forræðishyggju þegar lagðar eru fram tillög- ur í tóbaksvörnum. Við hvað er víðsýni manna bundin? Á að lofa lestina fram í rauðan dauðann? Benda enn og aftur á „frelsi“ fólks – til að skaða aðra? Það þarf ekki einu sinni hugrekki til að taka á þessu mesta heilbrigðisvandamáli heims og íslensku þjóðarinnar. Hið eina sem þarf er virðing fyrir mannslífum og virðing fyrir þeim sjálfsögðu mannréttindum að þurfa ekki að anda að sér krabba- meinsvaldandi efnum og öðrum óþverra. Um þessar mundir hafa flestir alþingismenn líklega kynnt sér frumvarp til laga um breyt- ingar á gildandi tóbaksvarnalögum sem heilbrigðisráðherra kynnti í upphafi árs. Nýmæli frumvarpsins snúast m.a. um það að hindra að- gang barna að tóbaki og koma í veg fyrir að þau byrji að reykja. Verði nýmælin að lögum mun það bjarga mannslífum þegar til lengri tíma er litið. Börnin okkar verða fórnarlömb framtíðarinnar við óbreytt ástand. Hvers virði er hvert mannslíf? Milljóna? Milljarða? Eða einskis virði? Það litla en þó mikilvæga skref að leyfisskylda smásölu á tóbaki og auka eftirlit með því að börnum undir 18 ára aldri sé ekki selt tóbak mun auka möguleika barna á bjartara og heilbrigðara lífi. Það að tryggja lögbundna fræðslu í grunnskólum um skað- semi tóbaks getur komið í veg fyr- ir harmleik í framtíðinni. Það að hækka verð á sígarettupakka upp í 500 krónur myndi líklega leiða til þess að 100 færri börn í hverjum árgangi byrjuðu að reykja. Hvers virði er heilsa, framtíð og líf þess- ara barna? Eigum við að halda síg- arettum áfram á útsöluverði – ein- göngu til að koma í veg fyrir smávægilega hækkun á vísitölu neysluverðs? Sætta foreldrar sig við það? Þeir sem stjórna þessu landi ættu að spyrja sig þessara spurninga? Og grípa til aðgerða jafnvel þótt dauðsföllunum fækki ef til vill ekki í þeirra valdatíð. Ríkisstjórnin hefur kynnt nýja heilbrigðisáætlun til ársins 2010. Í henni eru háleit markmið í tóbaks- vörnum. Þau eru af hinu góða, svo fremi að settar verði leiðir til að ná þeim. Skarpari ákvæði í tóbaks- varnalögunum eru hluti af þeirri leið sem verður að fara. Enginn klífur Mount Everest á inniskóm! Það að halda í sér andanum og vona hið besta dugar skammt ef við ætlum að tryggja börnum okk- ar reyklausa framtíð. Valdið er í höndum stjórnmálamanna og valið er þeirra. Vonandi hafa þeir heil- brigði, visku og langlífi að leið- arljósi þegar þeir greiða atkvæði um nýtt frumvarp til laga um breytingar á tóbaksvarnalögunum. Andlát við hvern andar- drátt Þorgrímur Þráinsson Reykingar Margir virðast ekki vilja hafa hátt um það, segir Þorgrímur Þráinsson, að á milli 370 og 400 manns deyja árlega á Íslandi úr sjúkdómum sem rekja má beint til reykinga. Höfundur er framkvæmdastjóri tóbaksvarnanefndar. ÞETTA gamla kín- verska orðatiltæki lýsir lotningu fyrir hlutverki móðurinnar. Þá lotn- ingu er hvergi að finna í nútímanum á Íslandi, því það hafa alltaf verið ær og kýr ráðamanna að ráðskast með náungann og blessaðar mæðurnar lágu vel við höggi. Ungar konur sem helst vildu vera heima hjá börnum sín- um eru keyrðar áfram á almennum vinnu- markaði svo skatt- leggja megi þær til að framkvæma hugdettur ráðamanna og ýmissa dekurhópa. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 1985 fékk ég með dynjandi lófataki og án mótatkvæða samþykkta til- lögu um heimgreiðslu við fæðingu barns. Fimmtán árum síðar, í febr- úar árið 2000, kom Davíð Oddsson f.h. ríkisstjórnarinnar fram með nýja hugmynd um fæðingarorlof sem síðan hefur verið bundin í lög. Sex mánaða fæðingarorlof varð að níu mánaða orlofi þar sem móðirin fær þrjá mánuði, óþreyttur pabbinn þrjá (og nægan tíma til að fylgjast með íþróttafréttum) og loks eru þrír mánuðir sem foreldrar geta skipt á milli sín. Föðurnum er bannað að af- sala sér sínu fæðingarorlofi eða hluta þess til móðurinnar. Þessi lög eru hin mesta hráka- smíði og fjandsamleg brjóstmylkingum Móð- irin á auðvitað að fá að vera með barn sitt á brjósti eins lengi og hún og vill og m.a.s. leikskólakennarar hafa komist að þeirri niður- stöðu að börn eigi ekki erindi á leikskóla fyrr en tveggja ára. Mótun hugmynd- arinnar um heim- greiðslur Árið 1994 var tillaga Friðriks Sophussonar þáverandi fjármálaráð- herra um sex þúsund króna orlofs- greiðslu á mánuði felld inn í heim- greiðsluhugmyndina og var sú upphæð auðvitað hvorki fugl né fisk- ur. Árið 1998 kom loks almennilegt heimgreiðsluloforð, svohljóðandi: „Fjölskyldu-greiðslur, 25 þúsund krónur á mánuði með hverju barni, gefa foreldrum raunhæft val hvort þeir vilja nýta sér leikskóla, dag- mæður eða kjósa að börnunum sé sinnt heima. Þeir sem nýta sér t.d. leikskólapláss hálfan daginn fá 12.500 krónur á mánuði í fjölskyldu- greiðslu.“ Mér fannst að þetta loforð gæti skipt sköpum fyrir félitla foreldra og hringdi því minnst tvisvar á kosn- ingaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins og brýndi fyrir þeim að birta auglýs- inguna nokkrum sinnum. Þá hafði ég ekki séð spjaldið sem loforðið var prentað á, en eftir að ég sá það nefndi ég það við starfskonu á skrif- stofu flokksins að mér hefði fundist að betra hefði verið að tilgreina tímalengdina, t.d. með orðunum „á leikskólaaldri“. Henni fannst tíma- lengdin hafa verið innifalin í text- anum. Ég er einna helst á því að auglýsingin hafi ekki verið lesin nógu oft í sjónvarpi. Útkoman í kosningunum þá (1998) hefði þá að líkindum orðið önnur. Vonandi gefst tækifæri til að bjóða ríflegar heimgreiðslur í næstu kosningum til borgarstjórnar – og helst á öllu landinu. Við ausum fé í útlendinga. Er ekki tími til kominn að við sinnum eigin þjóð betur en gert hefur verið? Guð gat ekki verið al- staðar og því skapaði hann mæður Rannveig Tryggvadóttir Móðurkærleikur Móðirin á auðvitað að fá að vera með barn sitt á brjósti, segir Rannveig Tryggvadóttir, eins lengi og hún og vill. Höfundur er þýðandi. ÞÚ með parkinson, þú sem ert svo ung/ ungur. Þetta höfum við mörg heyrt sem höfum greinst með parkinson- sjúkdóm á miðjum aldri og yngri. Sjálf höldum við lengi í von- ina að greiningin sé martröð og við vöknum bráðum. En smám saman verðum við að viðurkenna að við erum vakandi. Þessi sjúkdómur hefur þá ímynd í hug- um margra að hann sé sjúkdómur gamals fólks. Hann er al- gengari eftir því sem fólk verður eldra en er langt í frá öldrunarsjúk- dómur. Um 10% sjúklinga greinast fyrir 40 ára aldur. 20% 40 til 49 ára. 40% 50 til 59 ára. 20% 60 til 69 ára. Og 10% eftir sjötugt. Að greinast með ólækn- andi sjúkdóm Það er alltaf áfall að greinast með ólæknandi sjúkdóm og því yngri því meiri er missirinn. Fólk sem greinist með ólæknandi sjúkdóm á miðri starfsævinni og stendur frammi fyrir því að eiga eftir að lifa hálfa ævina eða meira með sjúkdómi sem versnar hægt og bít- andi. Fjárhagsgrundvelli fjölskyld- unnar er ógnað, allar framtíðaráætl- anir raskast. Við erum mörg enn með börn á framfæri, sum ung börn og við stöndum frammi fyrir því að þurfa að hætta á vinnumarkaði löngu fyrr en til stóð, með miklar skuldbinding- ar á bakinu. Vandamál okkar eru því að mörgu leyti frábrugðin þeirra sem greinast á efri árum. Þess vegna hefur þessi hópur mikla þörf fyrir að hittast og ræða sín sértæku vandamál og reyna að hjálpa okkur sjálf til að skapa okkur sem best lífsskilyrði þrátt fyrir sjúk- dóminn. Sameiginleg reynsla veitir hverju okkur innsýn í líðan og vandamál annars og getum rætt saman um það af skilningi sem sú reynsla gefur okkur. Þessi samvera í sjálfri sér er mikils virði og er hvíld frá öðru um- hverfi sem oft, þrátt fyrir góðan vilja, hefur takmarkaðan skilning og stundum takmarkaðan áhuga á líðan okkar og gengi. Við getum veitt hvert öðru ómet- anlegan stuðning og uppörvun sem enginn annar er fær um að veita á sama hátt. Þetta á við um fjölskyldur okkar líka. Öll fjölskyldan Það er mikilvægt að öll fjölskyldan hafi möguleika á að vera með í þessu sjálfshjálparstarfi hver á sínum for- sendum því áfallið og erfiðleikarnir mæta ekki eingöngu sjúklingnum heldur allri fjölskyldunni. Oft er ætlast til of mikils af nán- ustu fjölskyldu sérstaklega maka til að hann eða hún veiti styrk og hugg- un en það vill gleymast að viðkom- andi hefur sjálfur orðið fyrir miklu áfalli og þarf líka stuðning og hjálp. Enda hefur það sýnt sig að mörg hjónabönd standast ekki þessa raun og fólk lendir í auk sjúkdómsins að missa maka sinn frá sér og jafnvel börnin með. Og þar á ofan bætist við að fótunum er kippt undan okkur varðandi fjárhagslega afkomu. Margir ef ekki allir lenda í langri þrauta- göngu í kerfinu þegar kemur að því að þátt- töku á vinnumarkaði lýkur. Og oftast lend- um við í því að hver bendir á annan þegar við förum að leita okk- ur upplýsinga um hvernig sé rétt að bera sig að við starfslok og um réttindi okkar. Við höfum ekki aðgang að neinni hjálp frá samfélaginu varð- andi þetta ferli heldur eru þvert á móti torsóttar allar upplýsingar og því miður ekki hægt að treysta því fyrirfram að þær standist. Fötlun vegna parkinsonsjúkdóms- ins er af ýmsum toga sem ekki er alltaf sýnileg öðrum og einkennin geta verið misjöfn frá degi til dags. Þessvegna mætum við stundum tor- tryggni og algjörum skilningsskorti í baráttu okkar fyrir aðstoð þeirri frá samfélaginu sem við eigum rétt á. En eitt er sameginlegt öllum sjúk- lingunum og það er að allt álag bæði jákvætt og neikvætt magnar ein- kennin, og gerir allt erfiðara en við afslappaðar aðstæður. Það er enginn sjúklingahópur eins viðkvæmur fyrir álagi og parkinsonsjúklingar. Það er ein af ástæðunum fyrir því að tveir sjúklingar þar sem þróun sjúkdóms- ins er svipuð geta þurft að draga sig út af vinnumarkaði á mjög mismun- andi þrepi í sjúkdómsferlinu. Sá sem vinnur undir álagi verður að hætta mun fyrr en hinn. Einnig verður fólk að hætta fyrr því meiri ábyrgð sem það ber á umönnun barna. Fyrir þessu er oft ekki mikill skilningur. Réttur okkar til mannsæmandi lífs er líka sá að geta dregið okkur í hlé frá brauðstritinu áður en svo illa er komið að úr okkur er allur kraft- ur. Erlendis hafa ungir parkinson- sjúklingar myndað með sér samtök og Parkinsonfélög hafa gert átak til að ná til þeirra með starfsemi sína. Í mörgum löndum hafa verið mynduð samtök yngri sjúklinga og aðstandenda. Í Evrópusambandi parkinsonsamtaknna (EPDA) starfa þeir í sérstakri deild sem nefnist Euroyap. Á Norðurlöndunum hefur þessi þróun verið verið í miklum gangi og víða hefur verið komið á sjálfshjálp- arnetum. Haldnir hafa verið fundir og ráðstefnur sem m.a. hafa verið sóttir héðan frá Íslandi. Yngri parkinsonsjúklingar Á Íslandi eru ekki formlega skipu- lögð samtök yngra fólksins en til er hópur yngri sjúklinga og að- standenda þeirra sem hefur komið reglulega saman fyrsta laugardag hvers mánaðar kl. 11. Með í hópnum er einnig fólk sem er talið hafa skyld- an sjúkdóm sem kallaður er parkin- son + . Markmið okkar er að upplýsa og styðja hvert annað og vera til taks fyrir nýtt fólk sem greinist með sjúk- dóminn. Og einnig, ekki síður, láta okkur líða vel saman og gera létt grín að okkur sjálfum. Helst viljum við að enginn lendi í því sama og við en því miður heldur ungt fólk áfram að greinast með parkinsonsjúkdóm. Við tökum því á móti öllu nýju fólki með útrétta hönd. Þeir sem vilja fá frekari upp- lýsingar um hópinn er velkomið að hafa samband við undirritaða í síma 587-2264 eða 861-9164 eða í tölvu- póstfang annaanna@strik.is Að greinast ung- ur með parkin- sonsjúkdóm Anna Hrefnudóttir Höfundur er myndlistakona og greindist með parkinsonsjúkdóm fyrir tæpum þremur árum. Heilsa Það er enginn sjúklinga- hópur, segir Anna Hrefnudóttir, eins við- kvæmur fyrir álagi og parkinsonsjúklingar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.