Morgunblaðið - 11.04.2001, Side 50

Morgunblaðið - 11.04.2001, Side 50
MINNINGAR 50 MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Unnur Þórarins-dóttir fæddist á Reyðarfirði 14. ágúst 1918. Hún lést á Landspítalanum, Fossvogi, 4. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Þórar- inn Björnsson útgerð- armaður á Reyðar- firði, f. 21. september 1885, d. 18. nóvember 1960, og Pálína Þor- steinsdóttir hús- freyja, f. 3. ágúst 1895, d. 10. septem- ber 1970. Systkini Unnar eru Sigríður, f. 14. apríl 1921, Guðgeir, f. 13. september 1923, og Kristinn, búsettur í Kan- ada, f. 21. ágúst 1928. Eftirlifandi eiginmaður Unnar er Þórir Skarp- héðinsson, f. 7. febrúar 1914. For- eldrar hans voru Skarphéðinn Sig- valdason, bóndi á Hróarstöðum (Staðarlóni) í Öxarfjarðarhreppi , N-Þing., f. 4. apríl 1876, d. 15. júlí 1970, og h.k. Gerður Jónsdóttir húsfreyja, f. 30. nóvember 1888, d. 12. júní 1973. Börn Unnar og Þóris eru: 1) Erla, f. 22. apríl 1941, gift Helga Sigurðssyni, f. 22. maí 1937, börn þeirra eru Þórir Helgi kvæntur Jó- hönnu Margréti Guð- jónsdóttur, Sigurður Grétar, kvæntur Ragnheiði Ásgríms- dóttur, Héðinn Þór, kvæntur Elínu Fann- ey Hjaltalín, og Unn- ur, trúlofuð Sveini Bjarka Tómassyni. 2) Skarphéðinn, f. 16. nóvember 1948, kvæntur Sigrúnu Ingibjörgu Sigurðar- dóttur, f. 18. ágúst 1950. Börn þeirra eru Þórir, kvæntur Signýju V. Sveinsdóttur, Sigurður og Erla Sigríður. 3) Þórunn Pálína, f. 4. febrúar 1951, gift Jóni Eiríkssyni, f. 26. júní 1948. Börn þeirra eru Ei- ríkur Dór, Unnur Erla og Rakel. Hinn 2. nóvember 1940 kvæntist Unnur eiginmanni sínum, Þóri Skarphéðinssyni, og bjuggu þau nánast allan sinn búskap á Greni- mel 6 í Reykjavík. Útför Unnar hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk. Móðir mín Þá vissi’ ég fyrst, hvað tregi er og tár, sem tungu heftir, – brjósti veitir sár – er flutt mér var sú feigðarsaga hörð, að framar ei þig sæi’ ég á jörð. Það var enginn, enginn nema þú, elsku móðir – glöggt ég sé það nú. Nú sé ég fyrst, að vinafár ég er, því enginn móðurelsku til mín ber. Hvíl þig, móðir, hvíl þig, þú varst þreytt; þinni hvíld ei raskar framar neitt. Á þína gröf um mörg ókomin ár, ótal munu falla þakkartár. (Jóhann M. Bjarnason.) Dæturnar. Þegar náttúran er að vakna til lífs eftir veturlangan svefn hefur elskuleg tengdamóðir okkar, Unn- ur Þórarinsdóttir, kvatt þennan heim. Hún var orðin þreytt og þjáð eftir erfið og langvarandi veikindi og við vitum að hvíldin var henni kærkomin. Hún hvarf úr þessu lífi umkringd sínum nánustu sem voru henni svo kærir. Sólin hefur sest og sokkið í sæ. Á döprum stundum við þáttaskil dvelur hugurinn hjá henni og minningar þjóta í gegnum hugann um ógleymanlegar stundir sem við urðum aðnjótandi á langri samleið okkar. Þegar við nú að leiðarlokum lítum yfir æviferil hennar er efst í huga mynd af konu sem var afar glæsileg, skarp- greind, hreinskiptin og kröfuhörð og gædd einstökum hæfileikum að umgangast annað fólk. Hún var sterkur persónuleiki, en auðvitað skiptust á skin og skúrir í lífi henn- ar eins og allra annarra. Hún var af þeirri kynslóð sem upplifði bæði kreppu og stríðsár, sem mótað hef- ur lífsviðhorf þessa fólks, vegna þeirra aðstæðna sem það bjó við og sem við nútímafólkið eigum stund- um erfitt með að gera okkur grein fyrir. Unnur lauk sínu barnaskóla- námi á Reyðarfirði og var það mið- ur að hún skyldi ekki geta notið lengri skólagöngu þar sem hún þótti afburða nemandi enda stál- minnug og góðum gáfum gædd. Hún var víðlesin, las mikið fyrr á árum og lét sér ekkert óviðkom- andi í þeim efnum. Að mörgu leyti var hún heimsborgari enda ferð- uðust þau Þórir mikið og höfðu ánægju af að miðla af sinni reynslu frá þessum árum. Í ferðalögum þessum eignuðust þau góða vini er- lendis og hélst sú vinátta árum saman. Þau hjónin höfðu mikla ánægju af því að bjóða fjölskyldu sinni og vinum í mat. Margar ánægjulegar samverustundir áttum við með þeim á Grenimelnum þar sem málefni líðandi stundar voru rædd. Kom þá berlega í ljós hversu vel hún var lesin og að sér í flest- um málum. Ljóðelsk var hún mjög og þekking hennar á ljóðum var með eindæmum. Hennar eftirlæt- isskáld voru eldri skáldin og á sinn einstaka hátt yljaði hún okkur hin- um með öllum þeim ljóðum sem hún kunni svo vel. Unnur var mik- ill fagurkeri eins og heimili hennar og Þóris ber með sér, þar sem menning og listir skrýða heimilið á einstaklega smekkvísan hátt. Unn- ur hafði mikinn metnað fyrir hönd barna sinna og síðar barnabarna og hafði hag fjölskyldna þeirra í fyrirrúmi. Samband hennar við fjölskylduna var mjög náið og hún fylgdist af áhuga með gang mála hjá hverjum og einum, sem gert hefur fjölskylduna einstaklega samheldna. Hún varð þeirrar gæfu aðnjótandi að búa í hjónabandi þar sem ávallt ríkti mikil ástúð og kær- leikur, sem sýndi sig svo vel í þeirri umhyggju sem hún naut frá Þóri síðustu árin í veikindum sín- um. Þá naut hún einnig góðrar um- hyggju lækna og hjúkrunarfólks sem eftir megni reyndu að lina þjáningar hennar. Hafi allt það góða fólk bestu þakkir fyrir. Með tengdamóður okkar er gengin stórbrotin persóna. Nú að leiðarlokum viljum við þakka henni allar samverustundirnar frá fyrstu kynnum. Hún var litrík og göfug kona sem verður sárt saknað. Við minnumst hennar með virðingu og af einlægri hlýju. Tengdabörn. Okkur langar í örfáum orðum að minnast ömmu okkar, ömmu Unn- ar. Amma var einstök kona, hún var glæsileg, greind og einstaklega umhyggjusöm. Þegar litið er til baka er okkur efst í huga velvilji hennar og hlýja í garð fjölskyldunnar og bar amma ávallt hag okkar barnabarnanna fyrir brjósti sér. Sama hvað við krakkarnir tókum okkur fyrir hendur studdi hún okkur heilshug- ar og hafði alltaf mikla trú á okkur, hvort sem um var að ræða skólann eða tónlistarnám og var hún alltaf fyrst til þess að hringja þegar við komum heim úr prófum og spyrja hvernig gekk. Það var alltaf jafn gott að koma á Grenimelinn til ömmu Unnar og afa Þóris. Þau tóku vel á móti okkur og fannst alltaf jafn gaman að heyra hvað væri að frétta. Amma og afi eiga einstaklega fallegt heimili og hafði hún kennt okkur að það væri gott að byrja snemma að að huga að búinu og þökk sé henni að við vor- um allar byrjaðar að safna silfri um tíu ára aldur! Ógleymanlegar eru okkur ferðirnar sem við fjöl- skyldurnar fórum með þeim bæði hér innanlands og erlendis. Ömmu skorti nú ekki umræðuefni á leið- inni, frekar en venjulega, þar sem hún spurði okkur spjörunum úr milli þess sem hún sýndi okkur fjallahringinn. Amma átti oft erfitt með að að- laga sig nýrri tækni. Sem dæmi má nefna þegar rjómasprauta með gashylki þurfti að vera til á hverju einasta heimili í landinu, þá endaði rjóminn oftast á veggjum og skáp- um frekar en á vöfflunni hennar ömmu! Eftir heilan pela af rjóma var samt ekkert nema sulta á vöffl- unni! Það var yndislegt að fá að vera barnabarnið hennar ömmu Unnar og er djúpt skarð höggvið í fjölskylduna. Elsku afi Þórir, miss- ir þinn er mikill og það er tómlegt að hugsa til þess að hún sé farin en elsku amma Unnur mun alltaf lifa í minningu okkar. Okkur finnst vel við hæfi að kveðja ömmu með fallegum kveð- skap, þar sem hún hafði yndi af ljóðum og vitum við að þetta var henni mjög kært. Augað mitt og augað þitt og þá fögru steina, mitt er þitt og þitt er mitt, þú veist hvað ég meina. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa.) Þínar stelpur, Unnur, Unnur Erla, Erla Sigga og Rakel. Okkur langar að kveðja ömmu okkar með nokkrum orðum. Það er skrýtið að hugsa til þess að hún skuli vera farin frá okkur. Við hugsum til hennar með mikl- um söknuði, en munum alltaf eiga okkar góðu minningar um hana í hjarta okkar. Við minnumst þess þegar við vorum litlir pollar að það var alltaf mikill spenningur að fara með mömmu og pabba á Grenó því amma og afi tóku alltaf svo vel á móti okkur. Ekki sakaði að það var alltaf til eitthvað gott í litla munna og fórum við bræðurnir ófáar ferð- ir upp á háaloft til að sækja gos og sælgæti. Það var sömuleiðis alltaf mjög mikill spenningur hjá okkur strák- unum að fá að gista hjá ömmu og afa, því þá var dekrað við okkur. Amma var mjög ljóðelsk og gott var að leita til ömmu þegar við vor- um á okkar barnaskólaárum, þar sem námsefnið var kvæði og ljóð. Amma var mjög vel að sér í ætt- fræði og því fengum við bræður að kynnast þegar hún frétti að við værum farnir að skoða stelpurnar. Amma átti við mikil veikindi að stríða síðustu árin, en sama á hverju gekk bar hún alltaf hag fjöl- skyldunnar fyrir brjósti og hugsaði vel um sig og sína. Við kveðjum þig með söknuði. Þórir, Siggi og Héðinn. Góð vinkona mín til margra ára, Unnur Þórarinsdóttir, er gengin á vit feðra sinna eftir löng og afar ströng veikindi. Eftirlifandi maður hennar er Þórir Skarphéðinsson, kaupmaður um áratugi hér í Reykjavík, en áður en hann hófst handa á viðskiptabrautinni lauk hann námi og sveinsprófi í járn- smíði og vélvirkjun, þar sem hon- um voru falin ýmis verkefni bæði á vegum Reykjavíkurborgar og Síld- arverksmiðja ríkisins. Á viðskiptasviðinu hafði hann með höndum margvísleg verkefni, bæði í félagi við aðra eða á eigin vegum. Samstarf þeirra Unnar og Þóris og mikil samheldni með börnum sínum og barnabörnum, var með þeim hætti sem til hreinnar fyr- irmyndar telst. Þetta kom fram á svo mörgum sviðum og þá ekki síst í margra ára og erfiðum veikindum Unnar. Umhyggja og umburðar- lyndi Þóris í veikindum konu sinn- ar var með fádæmum. Raunar má segja það sama um börn þeirra og maka og hin fjölmörgu barnabörn. Kynni mín af Unni og hennar skyldfólki eiga rætur sínar að rekja til þess að sameiginlegar rætur okkar liggja til Reyðarfjarð- ar. Ég hef oft viljað halda því fram að Reyðarfjörður væri meðal feg- urstu fjarða á landi hér og þó að hverjum þyki sinn fugl fagur tel ég Reyðarfjörð rísa vel undir þessari samlíkingu. Atburðarásin í æsku minni varð m.a. á þann veg að móðir mín lést þegar ég var 10 ára gamall. Pálína móðir Unnar og Rósa móðir mín voru einstaklega miklar vinkonur. Heimili mitt leystist fljótlega upp, enda eldri systkinin komin á ýmsa staði til að kanna framtíðarhorfur, því ýmsar ytri aðstæður voru ekki þær hagstæðustu. Ekki minnist ég þess að fyrir rösklega 60 árum væri neitt til á Austfjörðum sem nefndist Félags- málastofnun. Ef grannt er skoðað held ég þó að hliðstæðar stofnanir hafi verið nokkuð margar, en upp- bygging þeirra með nokkuð öðrum hætti. Samkennd og viðleitni til að styðja við bakið á þeim sem orðið höfðu fyrir áföllum var mjög rík, þótt ekki væri miklum fjárráðum fyrir að fara. Einhvern veginn var það svo og fyrirfinnst enn í dag, „að sumum tekst að gera mikið úr litlu“. Kjarni þessara sérstöku „félagsmálastofnana“ var gott fólk, skilningsríkt og velviljað. Ég var svo lánsamur að vera um tíma hjá slíku sómafólki, sem voru Pálína og Þórarinn foreldrar Unn- ar. Þá umhyggju og velvild fæ ég varla tækifæri til að þakka sem vert væri. Fyrir allmörgum árum hug- kvæmdist okkur fjórum, Þóri, manni Unnar, Gunnlaugi J. Briem, Gunnlaugi Steindórssyni og mér, sem þessar endurminningar rita, að stofna bridsspilaklúbb. Skyldi þetta gert með dágóðum mynd- arskap, spilað tvisvar í mánuði, vandað til matar og drykkjar, verð- laun veitt og umgjörð yfirleitt höfð bæði góð og smekkleg. Þessi spila- og vináttuklúbbur hefur nú starfað í 25 ár. Meginfyrirhöfn hefur allan tímann að stærstum hluta hvílt á eiginkonum okkar. Um leið og þeim er öllum þakkaður einstæður viðurgjörningur og nú þegar Unn- ur hefur horfið á annan vettvang, færum við spilafélagarnir henni al- úðarþakkir fyrir frábærar mót- tökur við glæsilegar aðstæður og Þóri og fjölskyldunni allri sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Ég og kona mín, Sigrún, sem höfum þekkt Unni og Þóri mun lengur en aðrir spilafélaganna, flytjum þér, Þórir, og fjölskyldu þinni alúðar samúðar- og vináttu- kveðjur. Sigrún og Sigurður Magnússon. UNNUR ÞÓRARINSDÓTTIR &      ' +%./  $&12 "  (       )  *   ' "+    ,   3'  ! "& 4$ #$$  & '%' #!&4$% & ) - "        %".   5   36- ' &,'$78  ".*% % /   0    "/  *  1 122 + &' ' #$$  9 ' #$$  ,,-!&,,,-) ,*    :.90 ;    # <=#  " .*% %  .   "  3  ;  &' ! '&  &' ! 4 $ ) &'#$$ ) 4    .>/ 5?9+  36 3 - ' : ,'$@2  ".*% % /   5   % 3 " $  &( (!& &' '&+ ,- !&3-  #')

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.