Morgunblaðið - 11.04.2001, Side 55

Morgunblaðið - 11.04.2001, Side 55
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 55 ✝ Eiríkur Stefáns-son kennari fæddist að Laugar- völlum á Jökuldal 19. janúar 1901. Hann andaðist á Hjúkrun- arheimilinu Eir í Reykjavík hinn 8. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Stefán Andrésson bóndi, f. 30. maí 1858, d. 22. maí 1906, og Guðrún Hálfdán- ardóttir, f. 22. júlí 1864, d. 30. sept. 1951. Systur Eiríks voru Una og Árný Stefanía sem báðar eru látnar. Fyrri kona Ei- ríks var Jónína Jórunn Ólafsdóttir, syni Guðmundssyni forstjóra, f. 12.6. 1950. Börn þeirra eru Eirík- ur, í sambúð með Heiðu Björgu Bjarnadóttur, sonur þeirra er Bjarni Steinn; Guðmundur, í sam- búð með Jónu Sólbjörtu Ágústs- dóttir; Halla, gift Gunnari Einar- syni, sonur þeirra er Viktor; og Guðlaugur. 3) Guðrún Halldóra íþróttakennari, f. 11.6. 1954, gift Þorsteini Einarssyni prentara, f. 24.4. 1953. Börn þeirra eru Einar, Davíð og Rut. 4) Sveinn Gísli kenn- ari, f. 4.12. 1955, d. 11.7. 1992, kona hans er Svanhvít Magnús- dóttir kennari og börn þeirra eru Daði og Una Guðlaug. Eiríkur lauk kennaraprófi 1934, var við farkennslu frá 1921-1933 og kenndi í Reykjanesskóla 1934- 1942. Hann var kennari við Laug- arnesskóla frá 1942 þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Útför Eiríks fer fram frá Graf- arvogskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. f. 2. des. 1913, d. 24. júlí 1941. Seinni kona Eiríks er Una Guðlaug Sveinsdóttir kennari, f. 23. ágúst 1914. Börn þeirra eru: 1) Stefán Jökull, bókbindari, f. 12.2. 1949, kvæntur Katrínu Ólafsdóttur leikskólakennara, f. 27.3. 1951. Synir þeirra eru Eiríkur, í sambúð með Frið- rikku Þórleifsdóttur, hennar dóttir er Kar- en Margrét; Ólafur, unnusta hans er Ósk Daníelsdóttir; og Helgi. 2) Þórný Heiður hjúkrunarfræðingur, f. 3.10. 1949, gift Aðalsteini Árna- Elsku afi. Það er undarlegt að hugsa til þess að þú sért farinn. Okkur fannst kannski að fyrst þú værir orðinn 100 ára, myndirðu ekki víla fyrir þér að lifa í ein 10 ár í viðbót. Svo varð ekki raunin, en við systk- inin erum afar þakklát fyrir þann tíma sem við gátum notið samvista við þig. Sérstaklega eru okkur minnisstæðar stundirnar á Dal- brautinni. Við dvöldum oft þar hjá þér og ömmu. Þú sagðir okkur sög- una af Steini Bollasyni og margar fleiri, kenndir Unu kasínu, Daða að tefla og gafst okkur „einn lítinn“ úr skrifborðsskápnum. Þær stundir sem við dvöldum saman í Katlagili munu líka seint úr minni líða. Eftir að þið amma fluttuð á Eir, urðu samverustundirnar öðruvísi, en alltaf hafðir þú samt frá ein- hverju skemmtilegu að segja og innihald skrifborðsskápsins breytt- ist ekki. Við erum afar þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að kveðja þig síðastliðinn laugardag. Við söknum þín mikið og við munum seint gleyma stundunum sem við áttum saman. Daði Sveinsson, Una Guðlaug Sveinsdóttir. Elsku afi. Það er margt sem kemur upp í hugann þegar Eiríks afa er minnst. Þær stundir sem við áttum saman í Borgarfirði, á Kambsvegi 13 og í Katlagili. Afi eyddi löngum stund- um með okkur systkinunum upp í Borgarfirði. Þar sagði hann okkur sögurnar af Grámanni í Garðshorni, Búkollu, Loðinbarða Strútssyni og Gilitrutt. Einnig sagði hann okkur sögur frá sinni barnæsku, þar sem foreldrar hans bjuggu í helli á með- an byggt var bú fjarri manna- byggðum upp á heiði. Þegar hann var tvítugur var hann svo lítill að félagar hans renndu sér með hann á háhesti niður brekkurnar á skíð- um. Við systkinin höfðum mikinn áhuga á knattspyrnu en það hafði hann líka. Hans knattspyrna byggðist upp á að sparkað var í hrútspung fylltan með heyi en það var ekki ráðlagt að skalla punginn. Síðar tók hreppurinn sig saman og keypti leðurbolta frá Danmörku. Öll erum við systkinin vel synd enda var hann mikill áhugamaður um sundíþróttina. Við syntum með á hverjum degi þegar hann var hjá okkur uppi í Borgarfirði og eftir sundið gerðum við Müllers æfingar. Skákíþróttin var honum hugleikin enda var hann fljótur að kenna okk- ur mannganginn og eftir að hann missti sjónina, þá áttræður að aldri, fór hann létt með að tefla við okkur blindskák. Alltaf gátum við treyst því að þú ættir Opal handa okkur, þá spurðum við hvort þú ættir einn lítinn og þú dróst upp Opal pakk- ann og lést okkur banka þrisvar á pakkann alveg eins og gömlu kall- arnir gerðu við neftóbaksdollurnar áður fyrr. „Ertu farinn að hugsa?“ spurði hann okkur stundum og kastaði síð- an fram gátu sem við urðum að leysa eða vísufyrriparti til að botna. Þó þú hafir verið orðinn hundrað ára þá varst þú alltaf hress og mjög svo njungagjarn, til dæmis varst þú búinn að eiga Lubbu lopapeysur í fjölda ára en fleygðir þeim fyrir nýja tegund sem hét flís og svo hentirðu köflóttu, loðnu inniskónum fyrir Ecco gúmmítöflur og síðast en ekki síst losaðirðu þig við svart- hvíta „Hólastólinn“, sem þú sast alltaf í og sagðir okkur allar sög- urnar sem þú kunnir, fyrir amer- ískan Lazy-boy. Afi var alltaf ern og nú eftir jólin fór hann með ljóð sem hann samdi fyrir ömmu þegar hún var sextug en hann mundi það orðrétt þó svo hann hefði samið það fyrir rúmum 26 árum og hér eru þrjú erindi af sex. Á Svarthafsbökkum, með suðræn vín, þú sextug ert orðin konan mín. Og eftir þrjátíu ára stríð, Enn ertu karli þínum blíð. Í starf þitt lagðirðu stóra sál. Stóðstu við öll þín hjartans mál. Réttlætiskennd þín rík og sterk rétti þér styrk við sérhvert verk. Velur þér óskir vina fjöld. Við skulum halda töðugjöld á Svartahafsbökkum, með suðræn vín, sextuga góða konan mín. Nú ertu kominn til sameinuðu þjóðanna eins og þú kallaðir himna- ríki, til sonar þíns Svenna, og félaga Dóra Pé og Svövu. Þú sagðir okkur einu sinni að þig hefði dreymt að Dóri biði eftir þér við hliðið og núna verðið þið samferða í gegn. Bless elsku Eiríkur afi, Guð blessi þig og við vitum að þú vakir yfir okkur og verndar eins og þú hefur gert síðan við vorum lítil. Þín barnabörn, Eiríkur, Guðmundur, Halla og Guðlaugur. Elsku afi. Nú þegar þú ert farinn frá okkur viljum við kveðja þig með nokkrum orðum. Þú hefur alltaf átt og munt alltaf eiga sérstakan stað í hjarta okkar og eigum við eftir að sakna þín sárt. Eitt er þó víst að alltaf munum við eiga minningar um þig og það sem þú hefur gert með okkur. Við minnumst þess hvernig við sátum í kringum Hóla- stól og hlustuðum á þig segja okkur sögur. Þú kunnir ógrynni af sögum og í hvert skipti sem þú sagðir okk- ur sögu hélstu athygli okkar eins og við hefðum aldrei heyrt hana áður, slíkt líf var í frásögninni. Þannig gátum við hlustað á sömu söguna margsinnis og ávallt var hún jafn- skemmtileg. Við þurftum ekki á sjónvarpi að halda þegar við vorum með þér. Frásagnir þínar voru gæddar svo ríku myndmáli að sjón- varpið heillaði ekki. Við gleymum því aldrei hvernig allir þyrptust til þín þegar við kom- um í heimsókn til þess að fá að banka á ópalpakka og fá einn lítinn hjá þér. Við minnumst þess einnig þegar við sátum og spiluðum á spil eða tefldum. Þú varst mikið fyrir spil og kenndir okkur börnunum að spila fjölmörg spil sem við höfðum ekki séð áður. Þú varst meistarinn í kasínu og áttum við öll í mestu basli með að vinna þig. Við minnumst þess hvernig þú fylgdist með okkur stækka. Í hvert skipti sem við kom- um í heimsókn til þín tókstu okkur til þín og mældir hvað við værum stór. Þessi mæling fór ekki fram með neinu venjulegu málbandi heldur með höndunum eins og gert var í gamla daga. Menn voru mæld- ir í spönnum og fannst okkur börn- unum þessi aðferð mun merkilegari en aðrar sambærilegar aðferðir. Í raun væri hægt að fjalla lengi um þær allar minningar sem við höfum um þig því margt var brall- að. Þær eru ef til vill best geymdar á þeim stað sem við geymum þig nú, í hjarta okkar. Með saknaðarkveðju, Einar, Davíð og Rut. Aldinn samkennari er látinn. Við urðum fljótlega góðir vinir er við kenndum við Laugarnessskólann í Reykjavík. Eiríkur átti í ríkum mæli góða eiginleika sem löðuðu samstarfsmenn að honum. Hann var greindur vel, skemmtilegur félagi og talandi hagyrðingur og lét honum einkar vel að segja þannig frá að menn höfðu unun af að hlusta á frásögn hans. Þá var oft hlegið dátt. Þessi þáttur kom svolítið fram í janúar á þessu ári þegar rætt var við Eirík í útvarpinu í tilefni af ald- arafmæli hans. Eiríkur annaðist drjúgan hluta af sundkennslu við skóla okkar. Sú kennsla fór fram í gömlu sundlaugunum við Sund- laugaveg. Aðbúnaður var heldur frumstæður þar og kalsamt fyrir kennarann að standa margar stundir á laugarbarmi innan báru- járnsgirðingar sem oft veitti lítið skjól í roki og frosti. Þetta var ein helsta orsök þess að ég naut félags- skapar Eiríks framar sumum öðr- um kennurum skólans. Mín kennslustofa var í löngu timburhúsi sem stendur neðan við aðalskóla- bygginguna, þar voru tvær smíða- stofur og kenndi ég í þeirri sem fjær var aðalbyggingunni. Á köld- um vetrardögum kom oft úlpu- klæddur maður með kuldabólgnar kinnar og hendur og sultardropa á nefbroddi í heimsókn til mín í smíðastofu. Þá ræddi Eiríkur nokkra stund við mig á meðan hann yljaði sér í hlýrri smíðastofunni. Ég hafði mikla ánægju af þeim heim- sóknum sem eru mér minnisstæðar alla tíð síðan. Eiríkur var einnig bekkjakennari og naut ávallt vinsælda hjá nem- endum sínum. Hann var hjartahlýr og hafði lag á að ræða vandamál nemenda við þá, án þess að það kostaði hörku. Hann bætti við sig námi í talkennslu og gekk vel í þeirri grein. Hann reyndist einnig orðsnjall maður og sagði oft setn- ingar af snilld sem athygli vakti. Félagsandi var mikill og góður meðal starfsfólks skólans á þeim árum þrátt fyrir þröng og margs- konar erfiðleika sem stöfuðu af sí- auknum fjölda fólks á svæði skólans sem þurfti að koma börnum sínum til náms í Lauganess skólanum. Ég kveð Eirík með virðingu og þökk og bið fjölskyldu hans Guðs blessunar. Bjarni Ólafsson. EIRÍKUR STEFÁNSSON 4    %.. )+ % & @G 4!& "6   6   "  3  &3' )9) )  $  %   " 4 "<. .H0 " %3'&-$' ) 7       '(<&( #$$  <6 3'.H!&) 4               A ; :. ; 9     : #   *    " 9   *   1 122 :%  "+.;1222    $36 #$$   '&%' # $ #$$  9 & + ! "  &' $ #$$  $36+ $ ! '% &<$  #$$  % 3'<&$ $ #$$  +!,9- ! !&,,-)            < A  :%:E "."   ',C %! $' "      6 ,"  3  <     $    ' '# ! : *6 ! %3# %' #$$  "  *6 ! '3 ! # #$$  +*6 ! '(4$ #$$   3'*6 ! '(%6 3#6#$$  ,,-!&,,,-) .!   "1(     11   *     =/:>./:?:@A/:.?BCD/.-D/: 9    "12E10  1  ?I!& $&  ' ' '#! $  ! 9 $C$ @7)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.