Morgunblaðið - 11.04.2001, Page 62
62 MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100 Símbréf 569 1329
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
LÍTIÐ barn að leik í eigin hug-
arheimi er eitt af því sem snertir
fólk og gefur lífinu gildi. Að eyði-
leggja líf barns er glæpur af verstu
tegund. Okkur ber skylda til að
verja þau og
vernda.
Í skjóli and-
varaleysis ís-
lenskra stjórn-
valda hafa
siðlaus illmenni
hreiðrað um sig í
samfélaginu og
komið sér fyrir
eins og lirfur í
þjóðarlíkaman-
um og éta hann innan frá. Skað-
ræði þessi eru eitursalar og má
með sanni kalla þá eiturlyfjamorð-
inga. Hræðilegt er að horfa að-
gerðarlaus á þessa andfélagslegu
þegna hafa atvinnu af að eyði-
leggja fjölda barna og allt sam-
félagið eins og þeir fá að gera
næstum óáreittir. Útlendur kunn-
ingi minn sagði að ekki þyrfti fleiri
en tíu sérfræðinga frá sínu landi til
að eyða þessum ófögnuði á einu
ári. Kosningaloforð stjórnmála-
manna hafa litlu skilað og koma
myrk undirheimaöfl illsku sinni
fram að vild, en stjórnvöld sofa á
meðan. Lögin eru svo aum gagn-
vart glæpamönnum að fórnarlömb
þeirra verða tortryggileg þegar
fyrir dómstóla er komið. Skoðið
bara dóma og aðdraganda þeirra.
Kio Briggs gat naumlega leynt
hlátrinum þegar hann var sýkn-
aður, þótt hann væri tekinn með
mörg þúsund E-töflur og þakkaði
Guði af fullkominni hræsni á með-
an hann faðmaði trúgjarna verj-
andann. Leikur á heimsvísu sem
dugði honum þó ekki í Danmörku.
Þar sjá menn hættuna kannski bet-
ur.
Ritskoðun á sjálfum sér heitir
grein sem Jón Steinar Gunnlaugs-
son skrifar í Morgunblaðið 10.
mars. Þar lýsir hann sig sammála
skoðunum Clarence Thomas um að
menn skuli ekki láta pólitískan
rétttrúnað í samfélögum hræða sig
frá eigin áliti vegna ótta við gagn-
rýni. Þessu er ég sammála en ekki
því að í skjóli slíkrar röksemda
skuli eiturlyfjasala leyfð og börn-
um og unglingum gert að ákveða
sjálf hvort þau neyti eiturs eða
ekki. Ég er heldur ekki sammála
röksemdum Jóns í máli unglings-
stúlkunnar sem hann brást með því
að birta trúnaðarskjöl. Jón Steinar
er rökfær og gerði unglingssystur
barnsins tortryggilega. Skilmerki-
legar greinar frænku barnanna og
viðtal í sjónvarpi er trúverðugt.
Nýlega var enn einn unglingur
af mörgum, 15 ára stúlka send á
Vog vegna eiturlyfjavanda en hún
var að veslast upp og vildi svipta
sig lífi. Maðurinn sem gerði henni
þetta er alræmdur fyrir að selja
börnum eitur og afleiðingin í mörg-
um tilfellum leitt til dauða af völd-
um eiturs eða sjálfsvígs. Illmenni
þetta smýgur kerfið að vild því lög-
in eru því hagstæð. Lögreglan seg-
ir að þótt hún viti um hann og aðra
sem selji eitur til barna og ung-
linga sé ekki nóg að þau segi frá.
Réttindi glæpamanna eru of virt á
Íslandi og ef satt er að matur og
aðbúnaður sé betri á Hrauninu en
á öldrunarstofnunum er ekki ama-
legt að hvílast þar á milli verka.
Hér á landi óttast glæpamenn ekk-
ert því það er hlúð vel að þeim á
hvíldarheimilinu nýja og áætluð
dvöl oftast skorin niður um helm-
ing. Ég man þegar Litla-Hraun var
kallað Letigarður og ef einhverri
stofnun væri til góðs að einkavæð-
ast þá væri það hún og fá vistmenn
þess til að átta sig á hvað lífið er
dýrmætt og rangt að kasta því á
glæ. En þó sérstaklega rangt að
eyðileggja annarra líf og strá
ógæfu. Frjálsræðistefna Jóns
Steinars í meðferð og sölu eitur-
lyfja boðar uppgjöf, hnignun og
endi lagalegrar undirstöðu sam-
félagsins. Það þurfa fleiri hjálp en
ég hugði.
ALBERT JENSEN
trésmíðameistari,
Háaleitisbraut 129, Rvk.
Vopn laun-
morðingjanna
Albert Jensen
Frá Alberti Jensen:
NAFN Bræðr-
anna Ormsson
hefur verið til um-
ræðu á lesenda-
síðum Morgun-
blaðsins und-
anfarið, þar sem
togast hafa á
sjónarmið um
beygingu þess.
Um leið og ég
fagna þessari
áberandi og í sjálfu sér sakleysislegu
umræðu, kalla ég til leiks dóttur
mína Gabríelu 3 ára. Hið barnslega
sjónarhorn vill nefnilega stundum
vega þyngra en lærðar greinar, þar
sem áherslan á hin djúpu fræði ber
einfaldleikann ofurliði. Sú stutta seg-
ir Ormssonbræður og það leiðir hug-
ann að því hvort einhverjum dytti í
hug að segja; Ormssynir bræður eða
eitthvað þaðan af skrýtnara.
HAUKUR MAGNÚSSON, mark-
aðsstjóri hjá Bræðrunum Ormsson.
Ormssonbræður
Frá Hauki Magnússyni:
Haukur Magn-
ússon