Morgunblaðið - 11.04.2001, Blaðsíða 63
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 63
UNDANFARIÐ hafa farið fram
umræður um tónmenntakennslu og
framtíð hennar. Þær hafa ekki
endilega einkennst af bjartsýni eða
sýnt fram á jákvæðar hliðar grein-
arinnar. Við í tónmenntakennara-
deild Tónlistarskólans í Reykjavík
höfum áhyggjur af því að umræðan
verði of einhliða og viljum því
reyna að skýra hvaða gildi tón-
mennt hefur fyrir einstaklinginn
og benda á mikilvægi starfsins.
Tónlist hefur mikið persónlegt
gildi fyrir hvern einstakling. Flest-
ir myndu komast að raun um það
ef þeir hugleiddu hvernig líf þeirra
væri án tónlistar þó ekki væri
nema í einn dag, hvað þá í heila
viku.
Hvers vegna er tónmennta-
kennsla í grunnskólum mikilvæg?
Í tónmennt læra nemendur að
meta tónlist, skilja hana og hlut-
verk hennar í samfélaginu. Nem-
endum er kennt að greina frum-
þætti hennar (tónhæð, tónalengd,
hljóma, tónblæ o.s.frv.) og nota þá
þekkingu til að hlusta, skapa og
flytja tónlist. Meginmarkmiðið er
ekki að ala upp væntanlega tónlist-
armenn heldur að gera einstak-
linginn hæfan til að nýta sér það
sem tónlistin hefur fram að færa. Í
tónmennt öðlast nemandinn dýpri
skilning á tónlist um leið og tón-
menntakennslan hjálpar honum að
skilja hvaða gildi tónlistin hefur
fyrir hann sem einstakling. Í nú-
tímasamfélagi er ekki vanþörf á
því að kunna listina að velja og
hafna þar sem tónlist hljómar statt
og stöðugt í kring um okkur og
verður því oft að áreiti frekar en
uppspretta ánægju. Tónmennta-
kennarar hjálpa nemendum að
vera læsir á tónlistarumhverfi dag-
legs lífs og þar með umgangast
tónlistina á meðvitaðri hátt.
Í Aðalnámskrá Grunnskóla, list-
greinahluta, bls. 54, segir:
„Tónlist er sérstakur þáttur í
mannlegri greind sem hægt er að
þroska með markvissri kennslu og
þjálfun. Fyrir menntun hvers ein-
staklings hefur tónmenntakennsla
víðtækt gildi sem felst í því að efla
alhliða þroska nemandans.“
Öll menntun gengur út á að efla
einstaklinginn sem vitsmuna- og
tilfinningaveru. Tónmenntakennsl-
an víkkar út sjóndeildarhringinn
eins og önnur fræðsla. Hún kynnir
nemandanum nýja og flóknari tón-
list og hjálpar honum að skilja
hana og opnar honum sýn í mis-
munandi menningu. Listir, og þar
með tónlist, eru mjög tengdar til-
finningasviðinu. Tónist rís og hníg-
ur, skapar spennu og slökun, á
sama hátt rísa tilfinningar og
hníga og flæða fram í víxlverkun
spennu og slökunar. Tónlist og til-
finningar hafa í eðli sínu svipað
flæði, og þess vegna er tónlistin
mikilvæg, því í gegnum hana get-
um við upplifað tilfinningar og tjáð
í tónum það sem ekki er hægt að
segja með orðum. Tónmennta-
kennsla er því m.a. vinna með til-
finningar og þannig stuðlar hún að
auknum tilfinningaþroska nem-
enda. Auk þess þjálfar tónmenntin
hreyfiþroska, öguð og skipuleg
vinnubrögð og ekki síst skapandi
hugsun. Það er mjög brýnt í nú-
tíma samfélagi að hafa einstak-
linga sem eru skapandi á öllum
sviðum. Sem dæmi má nefna Ís-
lenska erfðagreiningu þar sem sí-
fellt er verið að leita nýrra leiða og
finna betri lausnir að þeim vís-
indalegu markmiðum sem þar er
stefnt að. Þetta er aðeins eitt
dæmi af mörgum þar sem öguð
vinnubrögð og skapandi hugsun
eru hornsteinn að framþróun og
nýsköpun í atvinnulífi.
Tónmennt í grunnskólum hefur
margslungnu og ögrandi hlutverki
að gegna. Það er ekki vandalaust
að framfylgja svo víðum og
óáþreifanlegum markmiðum en
leiðirnar að settu marki eru ótelj-
andi. Tónmenntakennarinn fær
tækifæri til að vera mjög skapandi
í stafi sínu þar sem hann hefur, og
á að hafa, frelsi til að vinna út frá
sínu áhugasviði og sinni sannfær-
ingu, svo framarlega sem það upp-
fyllir markmið námskrárinnar.
Tónmenntakennsla er því krefj-
andi starf og stundum enginn dans
á rósum. En eins og við höfum
fengið að kynnast í æfingakennslu
er hún um leið ákaflega gefandi
þegar árangurinn kemur í ljós, þ.e.
þegar börnin syngja af innlifun,
skapa eitthvað frá eigin brjósti eða
skilja tónlistina á nýjan hátt svo að
ánægjan skín úr augum þeirra.
Við viljum hvetja alla sem hafa
áhuga á þessu sviði að horfa fram
á veginn og láta ekki umræðu sem
einblínir einungis á launakjör
draga úr sér kjarkinn við að velja
sér tónmenntakennslu sem starfs-
svið. Staða tónmenntakennslu á
eftir að halda áfram að breytast og
batna með því fólki sem vill sækja
fram á þessu sviði. Vissulega þurfa
tónmenntakennarar að fá mann-
sæmandi laun og nauðsynlegt er
að standa vörð um hagsmuni
þeirra.
Ávinningurinn er mikill. Tón-
menntakennsla stuðlar að hæfari
einstaklingum og auðgar þar með
samfélagið. Það er mjög verðug
hugsjón.
Í tónmenntakennaradeildinni í
Tónlistarskólanum í Reykjavík
höfum við fengið að njóta hand-
leiðslu góðs fagfólks á sínu sviði,
hvort sem það er á sviði tónlistar-
innar sjálfrar eða kennslu- og sál-
fræði. Við viljum nota tækifærið og
þakka þeim fjölmörgu kennurum
sem kenna okkur í deildinni og
þeim sem að henni standa. Þetta
er búið að vera gaman og fræð-
andi.
F.h. nemenda á 2. og 3. ári í tón-
menntakennaradeild Tónlistarskól-
ans í Reykjavík,
MAGNEA GUNNARSDÓTTIR.
Af hverju
tónmennt?
Frá nemendum á 2. og 3. ári í tón-
menntakennaradeild Tónlistarskól-
ans í Reykjavík:
ÞEGAR líður að páskum taka
margir stefnuna á fjöll eða fjarlæg
lönd. Sterkustu bridsspilarar Ís-
lands stunda hins vegar andlegar
æfingar því úrslit Íslandsmótsins í
sveitakeppni fara jafnan fram um
bænadagana. Fyrir því er löng
hefð; raunar var eitt sinn reynt að
hverfa frá henni en þá tóku nokkrir
framtakssamir menn sig til og
skipulögðu tvímenningsmót í stað-
inn sem hlaut mikla aðsókn.
Það bendir margt til þess að úr-
slitin nú verði jöfn og spennandi en
þau eru ágætlega skipuð að þessu
sinni. Tíu sveitir reyna með sér, sjö
frá Reykjavík og þrjár af lands-
byggðinni. Núverandi Íslands-
meistarar í Subaru-sveitinni eru
býsna sigurstranglegir. Þar spila
nú Jón Baldursson, Sigurður
Sverrisson, Matthías Þorvaldsson,
Þorlákur Jónsson, Aðalsteinn Jörg-
ensen og Sverrir Ármannsson.
Þeir Jón, Matthías og Þorlákur
verða í landsliði Íslands á Evrópu-
mótinu sem haldið verður á Kan-
aríeyjum í sumar og Aðalsteinn og
Sverrir voru í landsliðinu sem stóð
sig með prýði á Ólympíumótinu á
síðasta ári.
Landsliðsmenn
koma heim
Önnur sigurstrangleg sveit spil-
arundir nafni Ferðaskrifstofu Vest-
urlands. Hún fær liðsstyrk um
páskana, þá Magnús E. Magnússon
og Þröst Ingimarsson sem búsettir
eru í Svíþjóð en hafa verið fasta-
menn í íslenska landsliðinu síðustu
ár. Þá spila einnig í sveitinni Karl
Sigurhjartarson, sem spila mun við
Jón Baldursson á Kanaríeyjum,
Sævar Þorbjörnsson, Snorri Karls-
son og Stefán Jóhannsson.
Sveit Skeljungs mun væntanlega
blanda sér í baráttuna um páskana.
Í henni spila Guðlaugur R. Jó-
hannsson, Örn Arnþórsson, Anton
Haraldsson, Sigurbjörn Haralds-
son, Helgi Sigurðsson og Hörður
Arnþórsson.
Sveit Þriggja frakka vann það af-
rek í undankeppni MasterCard-
mótsins að fá 174 stig af 175 mögu-
legum. Sveitin er því til alls líkleg í
úrslitunum en hana skipa Hrólfur
Hjaltason, Oddur Hjaltason, Jónas
P. Erlingsson, Steinar Jónsson og
Kristján Blöndal.
Þá er sveit SPRON skipuð gam-
alreyndum spilurum, þeim Birni
Eysteinssyni, Helga Jóhannssyni,
Guðmundi Sv. Hermannssyni, Ás-
mundi Pálssyni og Guðmundi P.
Arnarsyni. Önnur reynslumikil
sveit er sveit LA Cafés, sem í spila
Valgarð Blöndal, Valur Sigurðsson,
Guðmundur Sveinsson, Ragnar
Magnússon og Júlíus Snorrason.
Sama má segja um sjöundu
Reykjavíkursveitina, sveit Jacqui
McGreal, en auk hennar spila í
sveitinni Hermann Lárusson, Ólaf-
ur Lárusson, Erlendur Jónsson,
Eiríkur Jónsson og Páll Valdimars-
son.
Sterkar lands-
byggðarsveitir
Sveitirnar þrjár sem koma frá af
landsbyggðinni eru allar sterkar og
til alls líklegar. Sveit Trygginga-
miðstöðvarinnar er að mestu skip-
uð Selfyssingum, þeim Birni
Snorrasyni, Sigurði Vilhjálmssyni,
Kristjáni M. Gunnarssyni og
Helga. G. Helgasyni, en með þeim
eru Ísak Örn Sigurðsson og Ómar
Olgeirsson úr Reykjavík.
Frá Siglufirði kemur sveit Boga
Sigurbjörnssonar en með honum
spilar bróðir hans, Jón Sigur-
björnsson og synir Jóns, Ólafur og
Birkir. Loks kemur sveit Herðis frá
Egilsstöðum og Fellabæ en hana
skipa Pálmi Kristmannsson, Gutt-
ormur Kristmannsson, Bjarni Ein-
arsson, Sigurjón Tryggvason, Ólaf-
ur Jóhannsson og Jón Bjarki
Stefánsson.
Keppni á MasterCard mótinu
hefst klukkan 15:20 á miðvikudag
og lýkur um klukkan 15 á laugar-
dag.
Guðm. Sv. Hermannsson
Íslandsmótið í brids – MasterCard-mótið
Útlit fyrir jafnt og spennandi
Íslandsmót um bænadagana
Morgunblaðið/ArnórFrá undankeppni MasterCard-mótsins í brids.
Úrslit Íslandsmótsins í sveita-
keppni verða háð um bænadag-
ana í húsnæði Bridssambands Ís-
lands í Þönglabakka í Reykjavík.
Hægt verður að fylgjast með
mótinu á heimasíðu sambandsins,
www.bridge.is.
BRIDS
U m s j ó n A r n ó r G .
R a g n a r s s o n
Íslandsmótið í sveitakeppni –
úrslit – 11.–14. apríl
Töfluröðin í úrslitum Master
Card-mótsins í sveitakeppni er
þessi:
1. Subaru-sveitin/Jón Baldursson
Reykjavík
2. Bogi Sigurbjörnsson N-Vestra
3. Herðir/Pálmi Kristmannsson Austurland
4. Þrír Frakkar/Kristján Blöndal Reykjavík
5. Ferðaskr. Vesturl./Karl Sigurhj.
Reykjavík
6. SPRON/Björn Eysteinsson Reykjavík
7. Skeljungur/Örn Arnþórsson Reykjavík
8. LA Café/Valgarð Blöndal Reykjavík
9. Jacqui McGreal Reykjavík
10.Tryggingamiðstöðin/Kristján Már
Suðurland
DAGSKRÁ:
1. umf. miðvikud. 15:20-17:05 – 17:25-19:10
2. umf. miðvikud. 20:10-21:55 – 22:15-24:00
3. umf. fimmtud. 11:00-12:45 – 13:05-14:50
4. umf. fimmtud. 15:20-17:05 – 17:25-19:10
5. umf. fimmtud. 20:10-21:55 – 22:15-24:00
6. umf. föstudagur 11:00-12:45 – 13:05-14:50
7. umf. föstudagur 15:20-17:05 – 17:25-19:10
8. umf. föstudagur 20:10-21:55 – 22:15-24:00
9. umf. laugardagur 11:00-12:45 – 13:05-4:50
Athugið breytta dagskrá: Þrír leikir á föstu-
degi, einn á laugardegi.
Sýningartaflan verður í gangi og áhorfendur
hvattir til að fjölmenna. Allar upplýsingar
um mótið eru á heimasíðu Bridgesambands-
ins, www.bridge.is.
Félag eldri borgara í Kópavogi
Það mættu 25 pör til keppni
þriðjudaginn 3. apríl og var að
venju spilaður Michell-tvímenning-
ur. Efstu pör í N/S urðu þessi:
Sigrún Pétursd. – Alfreð Kristjánss. 399
Lárus Hermannss. – Sigurður Karlsson 363
Heiður Gestsd. – Þorsteinn Sveinsson 340
Hæsta skor í A/V:
Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 397
Eysteinn Einarss. – Kristján Ólafsson 392
Guðm. Magnússon – Þórður Jörundss. 336
Sl. föstudag mættu 22 pör og þá urðu úrslit
þessi í N/S:
Rafn Kristjánss. – Oliver Kristófss.252
Sigrún Pétursd. – Alfreð Kristjánss. 240
Sigurður Pálss. – Eysteinn Einarss. 236
Ingibj. Kristjánsd. – Þorsteinn Erlingss. 236
Hæsta skor í A/V:
Ernst Backman – Jón Andrésson 264
Jóhanna Gunnlaugsd. – Garðar Sigurðss.248
Kári Sigurjónss. – Páll
Hannesson 236
Meðalskor á þriðjudag var 312 en 216 á
föstudag.
Bridsfélag Kópavogs
Fimmtudaginn 5. apríl var spilað
annað kvöldið af þrem í
11-11 butler-tvímenningnum.
Bestum árangri náðu:
Ragnar Björnss.-Sigurður Sigurjónss. 65
Loftur Pétursson-Garðar V. Jónsson 40
Erla Sigurjónsd.-Guðni Ingvarss. 27
Staðan er þá þessi eftir tvö kvöld:
Ragnar Björnss.-Sigurður Sigurjónss. 60
Magnús Aspelund-Steingr. Jónass. 53
Heimir Þ Tryggvas.-Leifur Kristjánss. 53
Baldur Bjartmarss.-Guðm. Sigurjóns 52
Á skírdag, 12. apríl, verður ekki spilað en
fimmtudaginn 19. apríl (sumardagurinn
fyrsti) verður spilað eins og venjulega og
verður það síðasta kvöldið í þessari keppni.
Bridsfélag Kópavogs óskar öllum spilurum
gleðilegra páska.