Morgunblaðið - 11.04.2001, Qupperneq 65
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 65
DAGBÓK
Ertu
meðvitaður
um gæði
Sjáðu merkið
SVEIT Peters Schaltz vann
Klaus Adamsen með 169
IMPum gegn 151 í 68 spila
úrslitaleik um Danmerkur-
meistaratitilinn. Sem er lítill
munur – rétt rúmlega ein
geimsveifla.
Norður gefur; AV á hættu.
Norður
♠ G832
♥ D9
♦ K73
♣ KD64
Suður
♠ 75
♥ KG1084
♦ ÁD8
♣ Á32
Vestur Norður Austur Suður
-- Pass Pass 1 grand *
Pass 2 tíglar ** Pass 2 hjörtu
Pass 3 grönd Allir pass
* 14-6 punktar
** geimkröfu Stayman
Þetta spil er frá úrslita-
leiknum og í sagnhafasætinu
var Jan Nicolaisen, en Lars
Blakset og Matthias Bruun í
sigursveitinni voru í AV.
Blakset kom út með spaða-
fjarkann. Hver er áætlun
lesandans?
Spilið er vatn á myllu
þeirra sem vilja vekja á há-
litnum en ekki grandi með
5332-skiptingu, því augljós-
lega er rétti samningurinn
fjögur hjörtu (þótt reyndar
sé alls ekki víst að hann náist
frekar eftir hjartaopnun).
En hvað um það – Nicolaisen
sá ekki aðra vinningsvon en
stíflu í spaðalitnum og lét lít-
inn spaða úr borði:
Norður
♠ G832
♥ D9
♦ K73
♣ KD64
Vestur Austur
♠ ÁKD4 ♠ 1096
♥ Á532 ♥ 76
♦ G62 ♦ 10954
♣ 85 ♣ G1097
Suður
♠ 75
♥ KG1084
♦ ÁD8
♣ Á32
Það gat verið rétt, en ekki
í þessu tilfelli. Blakset þótt-
ist vita af fjórlit í spaða í
borði (annars hefði norður
ekki spurt um háliti) og sá
ekki hvar fimmti slagur
varnarinnar ætti að koma
nema á spaða. Hann hafði þá
í huga Gx(x) hjá makker eða
10x(x) og G9xx í blindum.
Gott útspil og 10 IMPar til
Schaltz þar sem suður vann
þrjú grönd á hinu borðinu,
einmitt eftir hjartaopnun og
spaðasögn vesturs.
BRIDS
Umsjón Guðmundur
Páll Arnarson
KÆFINGARMÁT er þekkt
mátstef sem að jafnaði vek-
ur mikla kátínu skákmanna.
Sjaldgæft er í skákum stór-
meistara að stefið komi upp.
Staðan kom upp í slíkri skák
á Amber-skákmótinu sem
lauk fyrir
skömmu. Svart
hafði hollenski
stórmeistarinn,
Jeroen Piket
(2632), gegn ung-
verska kollega
sínum, Zoltan
Almasi (2640).
Niðurlendingur-
inn lét ekki happ
úr hendi sleppa
og þvingaði and-
stæðinginn til
uppgjafar með
35...Dg1+!. Hvít-
ur yrði mát eftir
36.Hxg1 Rf2#.
Lokastaðan í blindskákar-
hlutanum varð þessi: 1. Ves-
elin Topalov 8 vinningar af
11 mögulegum. 2. Vladimir
Kramnik 7½ v. 3.-4. Visw-
anathan Anand og Alexei
Shirov 7 v. 5. Ljubomir
Ljubojevic 6 v. 6.-8. Jeroen
Piket, Peter Leko og Zoltan
Almasi 5½ v. 9. Vassily Iv-
ansjúk 4 v. 10.-11. Anatoly
Karpov og Boris Gelfand 3
½ v. 12. Loek Van Wely 3 v.
SKÁK
Umsjón Helgi
Áss Grétarsson
Svartur á leik.
Árnað heilla STJÖRNUSPÁ
ef t i r Frances Drake
HRÚTUR
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert sannkallað orkubúnt
og þess vegna gleymist
stundum að þú þarft líka á
stuðningi og skilningi ann-
arra að halda.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú stendur frammi fyrir vali
sem getur haft mjög örlaga-
ríkar afleiðingar í framtíðinni.
Gefðu þér því góðan tíma til
þess að velta málunum fyrir
þér.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þig langar til þess að skjóta
nokkrum málum á frest en
það hefur ekkert upp á sig
heldur skaltu bara afgreiða
þau strax í dag.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú þarft að finna leið til þess
að vinna hugmyndum þínum
brautargengi. Varastu flókinn
málatilbúnað því einfaldleik-
inn er oft áhrifamestur.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú þarft að verja sjálfan þig
betur og hætta að hafa svona
miklar áhyggjur af fólki sem
þér finnst einblína á þig.
Haltu bara þínu striki.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þér mun reynast auðveldara
að koma hugmyndum þínum á
framfæri en þú hugðir. Það
þýðir þó ekki að eftirleikurinn
verði auðveldari.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Það eru svo margir mögu-
leikar í stöðunni að þér fallast
hendur og þú vilt helst enga
ákvörðun taka. Versti kostur-
inn er þó að gera ekki neitt.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þótt þú viljir helst vera einn
um hituna kemstu ekki hjá því
að taka höndum saman við
samstarfsmenn þína. Það eitt
tryggir framgang mála.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Það er margt sem bendir til
breytinga hjá þér og þótt
nokkurs kvíða gæti máttu
ekki láta hann ná tökum á þér
því þessar breytingar geta
reynst þér mikil gæfa.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Orðatiltæki og málshættir eru
uppistaðan í skemmilegum
leik sem þú skalt bjóða vinum
þínum til. Þetta er saklaust
gaman og skemmtilegt og
fræðandi í senn.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Það er affarasælast að vita
gjörla með hverjum maður
deilir sínum innstu skoðun-
um. Fljótfærni í þeim efnum
getur reynst afdrifarík.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Gættu þess að stökkva ekki
upp á nef þér af minnsta til-
efni. Sýndu eðlilegri viðbrögð
og miðaðu þau við eðli máls-
ins. Það tryggir að mark verði
tekið á orðum þínum.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þú hefur látið margt reka á
reiðanum en nú verður ekki
hjá því komist að taka málin
föstum tökum. Láttu alla
sjálfsmeðaumkun lönd og leið.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
LJÓÐABROT
HVER VILL SITJA
OG SAUMA?
Hver vill sitja og sauma
sumarnóttu á?
Burt með deyfð og drauma
dag og líf að sjá
fram um heiðrík heiðardrög;
syngja þar við sólargætt
svanir himnalög.
Gyllir síblíð sunna
silfurhökluð fell,
hlær við heilsubrunna
heiðbjart jökulsvell;
en um hlíðar, holt og börð
unir sæl við sumardýrð
sauða fögur hjörð.
En ef eg þar fyndi
æskuprúðan svein,
svo við Sjafnar yndi
sitja mættum ein
sumarnótt við svalan foss:
Hver mun siðug silkirein
synja þá um koss?
Matthías Jochumsson.
50 ÁRA afmæli. Nk.föstudag, 13. apríl,
verður fimmtugur Páll Bj.
Hilmarsson, Háteigi 18,
Keflavík. Hann og eigin-
kona hans, Signý Eggerts-
dóttir, taka á móti ættingj-
um og vinum á morgun,
fimmtudaginn 12. apríl kl.
19.30 í Félagsheimili KKK,
Vesturbraut 17, Keflavík.
Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu til styrktar
Rauða krossi Íslands og söfnuðu 1.583 kr. Þær heita
Heiðdís Lóa Óskarsdóttir og Helena Rut Hannesdóttir.
Hlutavelta
FRÉTTIR
LYFJA fagnar í dag þeim áfanga í
sögu fyrirtækisins. Þennan dag árið
1996 var fyrsta verslun Lyfju opnuð í
Lágmúlanum eftir að sett voru ný
lög um lyfsölu sem tryggðu frelsi í
stofnun og rekstri lyfjaverslana.
Í tilefni af fimm ára afmæli fyr-
irtækisins í dag, verður viðskiptavin-
um verslana Lyfju boðið að taka þátt
í getraun þar sem hægt verður að
vinna fimmtíu þúsund króna inn-
borgun á sólarlandaferð með Úrvali/
Útsýn.
Getraunaleik-
ur fyrir við-
skiptavini
Lyfja fimm ára í dag
ÁRLEGUR aðalfundur Vöku,
félags lýðræðissinnaðra stúdenta,
fór fram í Lögbergi síðastliðinn
laugardag. Þar var ný stjórn kjör-
in. Borgar Þór Einarsson laganemi
var kjörinn formaður Vöku og tek-
ur hann við af Soffíu Kristínu
Þórðardóttur.
Við formannsskiptin voru Soffíu
sem og öðrum stjórnarmeðlimum
Vöku þökkuð vel unnin störf á und-
anförnu ári. Þórarinn Óli Ólafsson
viðskiptafræðinemi var kjörinn
varaformaður, Drífa Kristín Sig-
urðardóttir laganemi var kjörin rit-
ari, Ingibjörg Guðbjartsdóttir
laganemi var kjörin gjaldkeri og
Guðmundur Rúnar Svansson hag-
fræðinemi var kjörinn útgáfustjóri.
Í stjórnina voru auk þess kosnir
sex meðstjórnendur samkvæmt
venju. Þau eru: Davíð Gunnarsson
tölvunarfræðinemi, Gerður Beta
Jóhannsdóttir hjúkrunarfræði-
nemi, Ólafur Guðmundsson líf-
fræðinemi, Páll Ragnar Jóhannes-
son verkfræðinemi, Svava Björk
Hákonardóttir stjórnmálafræði-
nemi og Tómas Vignir Guðlaugs-
son verkfræðinemi.
Þann 7. mars síðastliðinn var
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir laga-
nemi valin oddviti Vöku í Stúdenta-
ráði. Hún tekur við stöðunni af
Þórlindi Kjartanssyni hagfræði-
nema sem hefur unnið mikið og
gott starf í þágu Vöku á undan-
förnum árum.
Borgar Þór Einarsson
kosinn formaður Vöku
50 ÁRA afmæli. Í dagmiðvikudaginn 11.
apríl verður fimmtugur Jó-
hann Páll Símonarson, sjó-
maður, Stakkhömrum 4,
Reykjavík. Eiginkona hans
er Viktoría Hólm Gunnars-
dóttir. Þau taka á móti gest-
um í Ársölum, Hótels Sögu,
2. hæð kl. 18–21.
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi frá Umferðarráði:
„Margir nota páskafríið til ferða-
laga, meðal annars til fjallaferða og
til að heimsækja vini og vandamenn.
Miklu máli skiptir að undirbúa vel
ferðir sínar og huga að því hvernig
fólk njóti sem mests öryggis. Fyrst
ber að huga að veðurspá og að leita
upplýsinga um færð á vegum lands-
ins. Hafa þarf í huga að enda þótt
kominn sé apríl getur veður breyst á
stuttum tíma og það haft áhrif á
færð.
Starfsmenn þjónustudeildar
Vegagerðarinnar munu sjá til þess
að allar nauðsynlegar upplýsingar
verði tiltækar um helgina. Hægt er
fyrir fólk að fylgjast með textavarp-
inu, síðu númer 470 og áfram, og
sömuleiðis á vef Vegagerðarinnar
www.vegag.is – símanúmer þar er
1777.
Því til viðbótar verða útsendingar í
Útvarpi Umferðarráðs á skírdag,
laugardaginn fyrir páska og á annan
í páskum.
Að mörgu þarf að huga til að um-
ferðin verði sem öruggust og greið-
ust um miklar ferðahelgar. Á vorin
beinist athyglin oft að hraðanum og
mun lögregla verða á ferðinni og
fylgjast með hraðakstri og öðrum
umferðarlagabrotum. Meðal annars
verða myndavélabílar ríkislögreglu-
stjóra á vegum landsins og er það
viðbót við starf lögreglu í einstökum
umdæmum.
Meðal þeirra atriða sem ökumenn
verða að huga sérstaklega að er var-
úð við framúrakstur og að aka alls
ekki framúr á heilli óbrotinni línu. Til
Umferðarráðs berast margar ábend-
ingar um háskalegan framúrakstur
eftir hverja helgi og því er mikil
ástæða til að koma í veg fyrir þetta
stórhættulega athæfi. Yfirborðs-
merkingar geta verið orðnar daufar
eftir veturinn, þannig að gott er að
fólk hafi það fyrir reglu að aka ekki
framúr nema að það sjái vel hvernig
umferðinni er háttað framan við bíl-
inn og geti ekið áfram af fullu öryggi.
Notkun bílbelta er lagaskylda og
þar að auki hníga öll skynsemisrök
að því að fólk spenni þau öryggis síns
vegna. Þá má áfengi og akstur aldrei
eiga samleið eins og svo oft hefur
verið fjallað um. Það á jafnt við á
vegum og utan vega.
Því miður verða oft alvarleg slys á
vélasleðamönnum og eru þeir sér-
staklega hvattir til að sýna ýtrustu
aðgát og tillitssemi, meðal annars
þar sem göngu- og skíðafólk er á
ferð.
Umferðarráð sendir ferðafólki
óskir um gleðilega páska og vonar að
allir komist heilu og höldnu heim í
lok ferðar.“
Umferðarráð
hvetur til aðgæslu
um páska
Þú sagðir að Jesú lifði á
meðal okkar. Fáum við
þá ekki páskafrí aftur?
Má Siggi koma út að leika.
Með morgunkaffinu
Fermingarmyndatökur
Erling Ó. Aðalsteinsson
Ljósmyndastofa
Laugavegi 24, sími 552 0624
Pantanir í síma 552 0624
frá kl. 13-18