Morgunblaðið - 11.04.2001, Síða 68
FÓLK Í FRÉTTUM
68 MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BARBARA Kingsolver hefur
gefið út nokkrar bækur. Má þar
nefna Pigs in heaven og The pois-
onwood Bible, sem áður hefur verið
fjallað um hér. Kingsolver er líf-
fræðingur að mennt og verk hennar
vitna um, að hún ber mikla virðingu
fyrir lífinu.
Í bókinni um baunatrén er fjallað
um Taylor nokkra Greer, dóttur
einstæðrar móður í Kentucky.
Mamman vinnur hörðum höndum
til að sjá þeim farborða. Hún hefur
óbilandi trú á dóttur sinni og vill
allt til þess vinna, að Taylor hljóti
betra hlutskipti en hún og þurfi
ekki að slíta sér út í illa launuðu
starfi. Hún hvetur hana að sækja
um vinnu á rannsóknarstofu hér-
aðssjúkrahússins og þar vinnur
Taylor í nokkur ár, eða þar til hún
er búin að safna sér fyrir bíl. Þá
kaupir hún gamla Volkswagen-
bjöllu, algjöra druslu og leggur af
stað frá Kentucky og ekur í vest-
urátt, áleiðis til fyrirheitna lands-
ins. Áfangastaðurinn er óviss, hún
ætlar bara að setjast að þar sem
bíllinn hennar gefst upp. Á einum
áningarstaðnum er henni gefin lítil
indjánastúlka, sem hún gengur
strax í móðurstað. Þegar Taylor
kemur til Tucson í Arizona bilar
bíllinn, hún á ekki fyrir viðgerð, svo
hún sest þar að. Hún fer að vinna,
eignast sitt heimili og festir rætur.
Þessi bók er um konur og aftur
konur. Þær eru nokkrar konurnar,
sem eru áhrifavaldar í lífi Taylor
Greer, móðir hennar,
dóttir, vinnuveitandi,
sambýlingur og fleiri
mætti telja upp. Kings-
olver lýsir samskiptum
þeirra og samvinnu af-
skaplega vel. Konurnar
eru þó ekki alveg lausar
við karlmenn, en þeir
eru í algjörum minni-
hluta og flestir þeirra
heldur lítilsigldir. Þeir
karlar, sem eru í lagi,
eru svona eins og nyt-
samir sakleysingjar.
Barbara Kingsolver lít-
ur á konur sem hið
sterka kyn og konunum
hennar er ekkert
ómögulegt ef þær
standa saman.
Sagan af Taylor
Greer og vinkonum
hennar minnir að mörgu
leyti á kvikmyndina um
Forrest Gump. Hún er
bráðskemmtileg og
grípur mann strax á
fyrstu síðu.
Sameinað-
ar stöndum
vér
THE BEAN TREES eftir Barböru
Kingsolver. HarperPaperbacks
gefur út árið 1998. 312 síðna
kilja og fæst í bókabúð
Máls og menningar.
Ingveldur Róbertsdótt ir
Forvitnilegar bækur
ÞAÐ VAR tvennt við þessa bók,
sem vakti forvitni mína. Annars veg-
ar var það hin skrautlega bókarkápa
og hins vegar upptalningin á öðrum
verkum eftir höfundinn, en Lilian
Jackson Braun hefur skrifað a.m.k.
tuttugu bækur, m.a. söguna um kött-
inn sem kom í morgunverð og aðra
um köttinn sem fór inn í skápinn, svo
einhverjar séu nefndar.
Allar þessar sögur eiga það sam-
merkt að vera eins konar leynilög-
reglusögur, þótt þar sé ekki neinum
leynilögreglumanni fyrir að fara.
Sögusviðið er borgin Pickax í Moose
County, sem er einhvers staðar
norðan við „Down below“ í Banda-
ríkjunum, eða eins og segir í bókinni,
„400 mílum norðan við allt“. Þetta er
frekar einangraður staður, þarna er
allt frekar gamaldags og íbúarnir
gleypa ekki auðveldlega við nýjung-
um, eins og sést á því, að þegar til
stendur að tölvuvæða bókasafnið í
bænum, verða viðskiptavinirnir
felmtri slegnir, mótmæla
harðlega og fara í kröfugöngu
með mótmælaspjöld og slag-
orðahróp. Ein af árlegum há-
tíðum í bænum er stafsetning-
arkeppni, sem vekur upp svo
mikla spennu meðal keppenda
og áhorfenda, að það hálfa
væri nóg. Aðalsöguhetjan er
Jim Qwilleran, blaðamaður,
sem reyndar er sestur í helgan
stein eftir að hafa erft fullt af
peningum. Hann býr í rosa-
legu flottu húsi með tveimur
síamsköttum, sem eru án efa
greindustu kettir í heimi og
hafa ótrúlegt skyn. Qwilleran
er einn af þessum fullkomnu
mönnum, hann er gáfaður,
skynsamur, ríkur, gjafmildur,
ráðhollur, fyndinn og .... og
allt. Þegar eitthvað bjátar á í
Pickax, þá er leitað til hans og
hann finnur alltaf leið til að
leysa hvers manns vanda. Það
vill svo til, að framin eru tvö
morð í bænum hans herra Q
og það er auðvitað hann, með
hjálp kattanna sinna, sem
ræður þá gátu.
Sögur Lilian Jackson Braun
eru afar snyrtilegar sakamála-
sögur og gæti ég trúað því, að
þeim sem vanir eru hrotta-
fengnum lýsingum af ofbeld-
isverkum blóðþyrstra glæpa-
manna, þyki harla lítið til
hennar bóka koma. Ætli það
viti ekki bara á gott, að ennþá
skuli vera gefnar út, keyptar
og lesnar, svona snyrtilegar
glæpasögur.
Forvitnilegar bækur
The Cat Who Sang For The Birds
eftir Lilian Jackson Braun.
Jove gefur út árið 1999. 260
síðna kilja og fæst í bókabúð
Máls og menningar.
Ingveldur Róbertsdótt ir
Snyrtileg
saka-
málasaga
MYNDAVÉL með regnhlíf til að
taka myndir í rigningu, bolur með
klórureitum til að auðvelda mönnum
að láta klóra sér, (a4 til a6), fingurt-
annburstar til að skaftið á tannburst-
anum sé ekki að þvælast fyrir, há-
hælaðir skór með hjálpardekkjum
fyrir þær sem eru að byrja á tísku-
brautinni, öklaþvottavél sem þvær á
meðan eigandinn er úti að ganga og
svo má telja. Allt bráðnauðsynlegir
hlutir ... eða hvað?
Austur í Japan hafa menn skemmt
sér við það undanfarin ár að finna
upp slíka og þvílíka vitleysu og nefnd
er að ofan, alls kyns hluti sem virðast
vera nytsamlegir en eru það alls ekki
þegar grannt er skoðað. Uppfinn-
ingar af því tagi kalla menn Tsjin-
dogu í Japan og æðið þegar hafið á
Vesturlöndum.
Heitið Tsjindogu er komið frá jap-
anska grínistanum Kenji Kawakami
sem fann fyrirbærið upp ef svo má
segja, en hann er einmitt höfundur
bókarinnar sem meðfylgjandi mynd-
ir eru teknar úr. Dogu þýðir verk-
færi á japönsku og tsjin þýðir sér-
kennilegt eða skrýtið þannig að
útleggja má Tsjindogu sem skrýtið
verkfæri.
Tsjindogu-vinir hafa með sér sam-
tök sem mótað hafa ákveðnar reglur
um það hvað teljist Tsjindogu og
hvað ekki, en þau samtök eru meðal
annars með aðsetur á vefnum,
www.pitt.edu/~ctnst3/Tsjin-
dogu.html. Þar er hægt að lesa meira
um samtökin og gerast félagsmaður
ef vill.
Mikið er upp úr því lagt að Tsjind-
ogu sé næsta gagnslaust, en ekki eru
allir nánast gagnslausir hlutir Tsjin-
dogu; til þess að hlutur falli undir
skilgreininguna þarf hann að upp-
fylla eftirfarandi skilyrði.
1. Tsjindogu má ekki vera til
gagns. Tsjindogu hlutur verður að
vera nánast gagnslaus og ef uppfinn-
ingamaðurinn hefur búið til eitthvað
sem gagn er að er útkoman ekki
Tsjindogu.
2. Tsjindogu verður að vera til.
Ekkert notagildi má vera af Tsjin-
godu en það verður að vera til, það
verður að vera hægt að handfjatla
það og menn að geta ímyndað sér að
einhver gæti hugsanlega haft gagn
af því með áherslu á hugsanlega.
3. Óreiða er aðal Tsjindogu, enda
njóta Tsjindogu-hlutir þess frelsis að
vera gagnslausir, að falla ekki undir
fyrirfram ákveðin markmið um að
gera gagn eða nýtast við einhverja
iðju.
4. Tsjindogu eru hversdagsleg tól
sem allir skilja. Hlutir geta ekki tal-
ist Tsjindogu ef sérmenntun eða
starfsreynslu þarf til að átta sig á að
hluturinn sé gagnslaus.
5. Tsjindogu eru ekki til sölu.
Óheimilt er að taka við fé fyrir Tsjin-
dogu, ekki einu sinni til gamans.
6. Tsjindogu eru ekki aðeins til
gamans, enda byggist hugmyndin á
því að til sé alvöru vandamál sem
verið er að reyna að leysa. Hugs-
anlega getur flókin og fáránleg lausn
vakið kímni, en það má ekki vera til-
gangur hennar.
7. Tsjindogu má ekki nota í áróð-
ursskyni, enda eiga Tsjindogu-hlutir
að vera hlutlausir í sakleysi sínu.
Ekki má heldur setja saman Tsjin-
dogu-hluti til að gera lítið úr mönn-
um eða málefnum, hvað þá mann-
kyninu.
8. Tsjindogu eru ekki bannhelgir
hlutir, en alþjóðlega Tsjindogu sam-
bandið hefur sett ákveðnar reglur
um að lágkúruleg gamansemi og klúr
kímni megi ekki einkenna Tsjindogu.
9. Ekki má sækja um einkaleyfi
fyrir Tsjindogu. Tsjindogu eiga að
vera öllum frjáls til afnota og ekki
hugmyndir sem
sækja má um
einkaleyfi á eða
hagnýta í eigin
þágu.
10. Ekki mega
felast fordómar í
Tsjindogu, ekki má
greina á milli trú
manna, aldri, kyni,
veraldlegri stöðu;
allir eiga að geta
notið Tsjindogu.
Bókin 101 Useless Japanese
Inventions eftir Kenji Kawakami
fæst í Máli og menningu. W.W.
North & Company gefur út.
101 GAGNSLAUS JAPÖNSK UPPFINNING
Nánast gagnslausir
ómissandi hlutir
Háhælaðir með hjálpardekkjum.
Í þessum bol er auðvelt að benda fólki á hvar ná-
kvæmlega það eigi að klóra manni á bakinu.
Myndavél til að festa lífið á filmu – frá öllum hlið-
um og albúm til að skoða afraksturinn.