Morgunblaðið - 03.06.2001, Blaðsíða 1
Leitin að
lífsnautninni
Bragi Ásgeirsson, listrýnir og listmála
stendur á sjötugu. Hann lætur þó
hvorki pennann né pensilinn síga, ein
og lesendur Morgunblaðsins sjá á
síðum þess og tveimur sýningum, sem
nú standa í tilefni sjötugsafmælisins.
Freysteinn Jóhannsson ræddi við
manninn, sem deilir Braga með
kennaranum, málaranum og rýninum
annahöfn 1950 Róm 1954
Prentsmið
Morgunblaðsi
nnudagur
júní 2001
MORGUNBLAÐIÐ 3. JÚNÍ 2001
124. TBL. 89. ÁRG. SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
Mestri aukningu spáð
í ferðalögum til
fjarlægari heimshluta
22
Að skjóta eða
vera skotinn
20
Síbreytilegt
málverk fyrir
augum alla daga
10
B
STJÓRNVÖLD í Nepal skýrðu frá
því í gær að Dipendra krónprins
væri haldið á lífi í öndunarvél.
Prinsinn skaut
til bana foreldra
sína, tvö systkini
og að minnsta
kosti fjóra ætt-
ingja að auki í
konungshöllinni
á föstudag, að
síðustu reyndi
hann að fyrirfara
sér.
Forsætisráð-
herra landsins,
Ram Chandra Paudel, sagði fjölda-
morðið vera „þjóðarharmleik“. Auk
þeirra sem féllu munu nokkrir hafa
særst í blóðbaðinu en sagt er að
ástæðan hafi verið deilur um kvon-
fang prinsins. Hann mun hafa vilj-
að eiga dóttur fyrrverandi ráð-
herra úr ættinni Rana sem áður
var konungsætt í Nepal. Drottn-
ingin, Aiswarya, var 51 árs og er
sögð hafa verið mótfallin ráða-
hagnum.
Dipendra er 29 ára gamall en
faðir hans, Birendra, var 55 ára.
Frændi krónprinsins, Gyanendra,
hefur verið tilnefndur konungur til
bráðabirgða en samkvæmt stjórn-
arskrá mun Dipendra verða næsti
konungur þrátt fyrir morðin.
Konungur Nepals var nær ein-
valdur í landinu til 1990 en þá var
tekið upp lýðræðisskipulag og er
embættið nú að mestu valdalaust.
Þúsundir íbúa í höfuðstaðnum
Katmandu þustu að konungshöll-
inni er fréttir bárust af atburð-
unum í gærmorgun en óeirðalög-
reglumenn héldu aftur af mann-
fjöldanum og hleyptu fólki ekki inn
í hallargarðinn.
Morðin í konungshöllinni í Nepal
Reuters
Vopnaður lögreglumaður á verði við konungshöllina í Katmandu, höf-
uðborg Nepals, í gær. Dipendra ríkisarfi skaut á föstudag foreldra sína,
Birendra konung og Aiswarya drottningu, tvö systkini sín og fleiri ætt-
ingja til bana. Prinsinn verður næsti konungur ef hann lifir.
Dipendra
krónprins í
öndunarvél
Katmandu. AP, AFP, Reuters.
Dipendra
krónprins.
Mismunun á
Nýja-Sjálandi
Eyrna-
lokkar
og of
stutt pils
FRAMKVÆMDASTJÓRI ráðu-
neytis velferðarmála á Nýja-
Sjálandi, Christine Rankin, hefur
farið í mál við ríkisvaldið og sakar
það um óréttmæta mismunun, að
sögn The Daily Telegraph. Rankin
hefur unnið í ráðuneytinu í tvo ára-
tugi en ráðningarsamningur henn-
ar var ekki endurnýjaður fyrir
skömmu og telur hún að fata-
smekkur hennar og útlit hafi valdið
því.
Rankin var einstæð móðir þegar
hún hóf skrifstofustörf hjá ráðu-
neytinu 1978. Hún er þekkt fyrir að
vera með stóra og áberandi eyrna-
lokka og ganga á mjög hælaháum
skóm. Dragtin hefðbundna, sem
valdamiklar konur klæðast gjarn-
an, er sérstæð vegna þess að pilsið
nær aðeins niður að hné.
Lögmaður hennar hefur kært
ákvörðun stjórnvalda fyrir vinnu-
málarétti í höfuðborginni Well-
ington og segir ljóst að annað en
hæfileikar til starfans hafi ráðið úr-
slitum þegar Rankin fékk ekki end-
urráðningu. Stjórnarandstæðingar
á þingi hafa sakað ráðherra um að
finna með ósæmilegum hætti að út-
liti Rankin.
Forsetakjör í Perú
Toledo
spáð sigri
Lima. AP.
KOSINN verður nýr forseti í Perú í
dag, sunnudag og hafa flestar kann-
anir gefið til kynna að hagfræðing-
urinn Alejandro Toledo muni sigra.
Hann er 55 ára gamall, menntaður í
Bandaríkjunum og af indíánaættum
en flestir ráðamenn landsins hafa
fram til þessa verið af evrópskum
uppruna.
Fyrrverandi forseti Perú, Alberto
Fujimori, er nú í útlegð í Japan en
hann tók sér nánast einræðisvöld og
flæktist í spillingarmál. Um er að
ræða seinni umferð forsetakosning-
anna. Keppinautur Toledos er Alan
Garcia, 52 ára gamall, fyrrverandi
forseti. Hann þykir eiga gott með að
ná til almennings úr ræðustóli en er
sakaður um að vera tækifærissinn-
aður lýðskrumari. Garcia segist hafa
lært af mistökum sínum fyrr á árum.
Hann var forseti 1985–1990 og skildi
við efnahaginn í rúst auk þess sem
vinstrisinnaðir skæruliðar færðu sig
æ meira upp á skaftið. Um fjórðung-
ur kjósenda segist ætla að skila
auðu.
RÍKISSTJÓRN Ariels Sharons seg-
ir að gripið verði til „nauðsynlegra
ráðstafana“ til að bregðast við sjálfs-
morðsárásinni í Tel Aviv á föstudag
og hægt verði að ræða um frið við
stjórn Palestínu ef hún grípi til að-
gerða gegn hryðjuverkum. Kom
þetta fram að loknum bráðafundi
stjórnarinnar í gær. Ísraelska sjón-
varpið sagði að fyrirhugaðri ferð
Sharons til nokkurra Evrópulanda á
mánudag hefði verið frestað vegna
ástandsins. Auk tilræðismannsins
fórust 17 Ísraelar í árásinni, aðallega
ungt fólk sem var á leið í næturklúbb.
Hátt í hundrað manns særðust. Ísr-
aelsk stjórnvöld bönnuðu í gær alla
umferð til og frá Vesturbakkanum.
Þess var víða krafist í Ísrael að
Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu-
stjórnar, lýsti strax yfir vopnahléi til
að reyna að koma í veg fyrir ofbeld-
isverk. Sharon lýsti fyrir nokkru yfir
einhliða vopnahléi af hálfu Ísraela en
vaxandi kröfur eru um að yfirlýsingin
verði nú dregin til baka.
Arafat fordæmdi í gær árásina og
sagðist vera reiðubúinn að vinna að
friði. „Við erum reiðubúnir að leggja
mjög hart að okkur við að stöðva
blóðsúthellingar þjóðar okkar og
Ísraela og gera allt til að tryggja að
komið verði á tafarlausu og skil-
yrðislausu vopnahléi,“ sagði hann
eftir fund með Joschka Fischer, ut-
anríkisráðherra Þýskalands, í borg-
inni Ramallah á Vesturbakkanum.
Stjórn Arafats hvatti einnig til
þess að sáttasemjari á vegum Banda-
ríkjastjórnar, William Burns, kæmi
strax aftur til Miðausturlanda til að
reyna að stuðla að vopnahléi.
Islamska Jihad, samtök sem í
fyrstu var talið að hefðu verið á bak
við tilræðið í Tel Aviv, vísuðu þeirri
fullyrðingu á bug og hafa enn engin
samtök lýst ábyrgðinni á hendur sér.
Hamas, fylking bókstafstrúarmanna,
sem hefur staðið fyrir mörgum til-
ræðum, hefur áður sagt að fjöldi
manna væri reiðubúinn að fórna lífi
sínu fyrir málstað Palestínumanna
og gera sprengjuárásir á Ísraela. Yfir
500 manns hafa fallið í átökunum sem
hófust síðastliðið haust, langflestir
þeirra eru Palestínuenn.
Ráðherra fjarskiptamála í stjórn
Ísraels, Reuvlen Rivlin, sagði í gær
að eitt af því sem kæmi til greina
væri að þvinga Arafat til að yfirgefa
heimastjórnarsvæði Palestínumanna
ef honum tækist ekki að hindra
hryðjuverk. „Arafat segist hafa tögl-
in og hagldirnar hjá Palestínumönn-
um. Ef hann er ófær um það látum
hann þá yfirgefa Palestínu,“ sagði
Revlin. „Að sjálfsögðu álítum við að
Arafat sé ábyrgur fyrir þessu. Hann
er ekki bara við stjórn heldur skipu-
leggur hann öll hryðjuverkin sem
unnin eru gegn Ísrael,“ bætti Rivlin
við.
Stjórn Ísraels íhugar viðbrögð vegna sprengjutilræðisins í Tel Aviv
Kröfur um að Arafat
lýsi yfir vopnahléi
Jerúsalem, Tel Aviv, Nikosiu. AP, AFP, Reuters.
♦ ♦ ♦