Morgunblaðið - 03.06.2001, Blaðsíða 29
bundinn búskapur, við erum með
kýr, kindur og hross. Mér finnst
hestarnir skemmtilegastir en ég hef
lítið getað sinnt þeim vegna anna við
bústörfin.“
Skötuhjúin eru dugleg að lífga
upp á hversdaginn með gamansemi
hvar sem því verður við komið í bú-
skapnum.
„Það skiptir máli að gera þetta
skemmtilegt og nostra við hluti sem
maður hefur gaman af. Öðrum meg-
in í fjósinu eru til dæmis kýrnar
mínar og hinum megin kýrnar hans
Jóa. Svo metumst við um þær okkar
á milli. Eins finnst okkur gaman að
rækta sjaldgæfa liti, bæði í kúnum
og sauðfénu. Við reynum að leggja
rækt við golsóttar og botnóttar
kindur og við erum að reyna að ná
upp mórauða litnum, hann var alveg
að hverfa hjá okkur og það fannst
mér ómögulegt. Svo gefum við öllum
kindunum nafn og það getur reynt á
frumlegheitin að finna 200 nöfn,
sumar þeirra hafa þurft að sætta sig
við að bera bílanöfn. Við eigum hrút
sem heitir Clinton því hann var svo
frekur til kinda, var alltaf að brjót-
ast þangað sem hann átti ekki að
vera. Annar hrútur heitir Ágangur
því hann sótti svo í tún hjá nágranna
okkar. Í fjósinu fylgjum við þeirri
reglu fast eftir að nota aldrei sömu
nöfn á kýrnar aftur. Fyrir vikið
verða þau stundum svolítið skondin
eins og Upprisa, Auðvita og Rúsína
eru ágætt dæmi um.“
Í liði með Búkollu
Þegar talið berst að kúnum hleyp-
ur kapp í Esther enda er hún ein af
stofnendum Búkollu, félags um
verndun íslenska kúakynsins.
„Íslenska kýrin er partur af þjóð-
ararfinum, hún hefur fylgt okkur
alla tíð. Og það er ekkert sem mælir
með innflutningi annarra stofna. Nú
hefur verið sýnt fram á að sú ís-
lenska mjólkar meira en sú norska
ef hún fær jafn mikið fóður, svo það
er alveg ástæðulaust að fórna svona
miklu fyrir ekki neitt.“
Og Esther lætur ekki staðar num-
ið við kýrnar. Hún segir að Búkolla
vilji láta friða alla íslensku land-
námsbúfjárstofnana.
„Það er mjög áríðandi fyrir ís-
lenskan landbúnað að halda sérstöð-
unni, í því felast sóknarfæri framtíð-
arinnar. Við komum aldrei til með
að keppa í verði, við eigum að keppa
í gæðum og höfum mikla möguleika
til þess.“
Við stofnun Búkollu tók Esther að
sér mikla undirbúningsvinnu ásamt
Sigríði Jónsdóttur, bónda í Gýgjar-
hólskoti, og öðru góðu fólki.
„Ég og séra Axel í Tröð komum
heimasíðunni á laggirnar og ég hélt
utan um skráningu félaga, leitaði að
greinum og viðtölum. Þetta var
rosalega mikil vinna. Þegar verst lét
var ég fimm tíma í símanum á dag
og þrjá tíma yfir nótt að skrá nýja
félaga. Svo bættust mjaltir og önnur
sveitastörf þar ofan á. En þetta var
sannarlega þess virði og hefur geng-
ið framar öllum vonum. Við létum
gera Gallupkönnun og íslenska kýr-
in er með rúmlega 80% fylgi meðal
landsmanna og við erum auðvitað al-
sæl með það.“
Í ljósi þess að tvær konur voru
driffjaðrirnar í stofnun Búkollu spyr
ég Esther að því hvort konur í
bændastétt séu að verða sýnilegri
og láti meira til sín taka.
„Þetta hefur verið þannig að karl-
arnir eru alltaf á einhverju flakki og
fundahöldum en konurnar heima að
mjólka. Af þeim ástæðum þekkjum
við kýrnar vel og kannski þess
vegna stöndum við upp þeim til
varnar. Konur á sveitaheimilum
vinna langflestar jafn mikið og karl-
inn við útistörfin og þær halda oft
auk þess utan um ósýnilegu hlutina
eins og ræktun, bókhald og fleira.
En sem betur fer eru konurnar farn-
ar að beita sér meira og þora að
standa upp og berja í borðið á fund-
um. Við titlum okkur ekki sem hús-
mæður, við erum fyrst og fremst
bændur.“
Fær útrás við málverkin
Esther lætur sér fátt fyrir brjósti
brenna og þrátt fyrir annir við bú-
skapinn gefur hún sér tíma til að
vasast í mörgum málum. Hún er for-
maður foreldrafélagsins, ritari naut-
griparæktarfélagsins og ýmislegt
fleira. Auk þess grúskar hún í ætt-
fræði, saumar föt og safnar gömlum
bókum. Og ekki má gleyma mynd-
listargyðjunni sem hefur kallað
hana til fylgilags við sig eftir margra
ára hlé.
„Ég málaði svolítið sem unglingur
en hafði lítinn tíma til að sinna þessu
eftir að ég lagði af stað út í fullorð-
inslífið. En svo tók ég olíulitina upp
aftur í fyrra þegar við fórum nokkur
saman héðan úr sveitinni á nám-
skeið á Flúðum. Þar fengum við leið-
sögn í því sem mátti betur fara í
málverkunum okkar. Að öðru leyti
hef ég aldrei lært neitt í myndlist.
Þetta er ákveðin þörf sem hellist yf-
ir mig, ég verð óróleg í höndunum
og þá verð ég að mála. Ég mála hratt
á meðan andinn er yfir mér og stend
helst ekki upp fyrr en ég er búin
með myndina. Skemmtilegast finnst
Þegar Esther hittir systur sínar gengur oft mikið á. Hér eru þær á sín-
um yngri árum (f.v.), Esther, Gerður og Elín.
Esther ásamt fjölskyldu sinni (f.v.), Ingvari, Erlu, eiginmanninum Jóhanni, Guðjóni og hundinum Prinsi.
Esther er mikið gefin fyrir bandaríska bíla og gengur þessi gamli
Plymouth Satellite undir nafninu sunnudagsbíllinn.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2001 29
VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS,
Ofanleiti 1, 103 Reykjavík,
sími 5900 600,
verslo@verslo.is
OPIÐ HÚS
Opið hús verður í Verzlunarskóla Íslands þriðjudaginn 5. júní
frá kl. 15-18. Þar munu kennarar og námsráðgjafar skólans verða
til viðtals og taka á móti umsóknum. Nánari upplýsingar fást á
heimasíðu skólans og hjá námsráðgjöfum, sími 590 0600.
Innritun nýnema
Umsóknareyðublöð verða afhent á skrifstofu skólans og á heima-
síðu hans www.verslo.is. Einnig má sækja um á umsóknareyðu-
blaði menntamálaráðuneytisins.
Umsóknarfrestur er til kl. 16 fimmtudaginn 7. júní nk.
Svör við umsóknum verða póstlögð mánudaginn 11. júní 2001.
280 nemendur verða innritaðir í 3. bekk VÍ.
Þeir tveir umsækjendur sem hafa hæstu meðaleinkunn á fjórum
samræmdum prófum fá skólagjöld vetrarins felld niður. Nemendur
sem eiga fartölvu geta tengt hana þráðlaust við skólanetið. Nem-
endum bjóðast jafnframt fartölvur frá Nýherja í kaupleigu.
VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS
Verið velkomin
FEGURSTU BORGIR HEIMS:
RIÓ-BUENOS AIRES
og IGUAZU
Nokkur viðbótarsæti á
afsláttarkjörum aðeins til 7. júní.
Hvað er ódýrt?
Fargjöld með GO
TIL LONDON þykja góð.
Fargjald HEIMSKLÚBBSINS til
BUENOS AIRES er miklu lægra,
aðeins 5 kr. sætiskm með góðri
GISTINGU, MORGUNVERÐI
OG FARARSTJÓRN
INNIFALIÐ Í VERÐINU
Í 11 DAGA FERÐ.
PÖNTUNARSÍMI 56 20 400
Ferð aldamótaársins
SUÐUR-AMERÍKA
Á BESTA ÁRSTÍMA 14.-24. NÓV.