Morgunblaðið - 03.06.2001, Blaðsíða 23
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2001 23
NÝJU
NG
201150x50
TM5000x50
201616x50
40560x50
Á vaðstígvélum út í veröldina – sagan af sigurgöngu Nokia
Matt Wisk, framkvæmdastjóri markaðsmála hjá Nokia.
Hver veðjar 60 milljörðum á að breyta flugturni í þekkingarvita?
Per Morten Vigtel, stjórnarmaður IT Fornebu og formaður Samtaka norskra fjárfesta.
Íslenskur þekkingariðnaður – hvað þarf til?
Frosti Bergsson, stjórnarformaður Opinna Kerfa.
Kraftar í Kópavogi – hvað næst?
Gunnar Birgisson, formaður bæjarráðs Kópavogs.
Er Þekkingarlundur draumur eða veruleiki?
Björn Gunnlaugsson, Þróunarfélagið Lundur
Lars Nielsen, aðaleigandi arkitektastofunnar 3XNielsen.
Ráðstefnugjald kr. 16,500.-
Ráðstefna í Salnum, Kópavogi 7. júní 2001 kl. 13.00 til 16.00
Skráning er á www.rsn.is, á faxi 551-9677 og einnig
alla virka daga í síma 551-9699 milli kl.9-17.
Dagskrá:
Geta Íslendingar gert þekkingu að
raunverulegri útflutningsgrein?
Hvaða forsendur hafa verið til staðar hjá
þekkingarfyrirtækjum sem náð hafa árangri?
Hvað þarf til að tryggja samkeppnishæfni
þekkingarfyrirtækja?
Ráðstefnustjóri er Svafa Grönfeldt,
framkvæmdastjóri þróunarsviðs IMG.
V I R K J U N Þ E K K I N G A R
u p p s p r e t t a þ e k k i n g a r
PÁLL Skúlason, rektor Háskóla Ís-
lands, opnaði nýverið nýja heima-
síðu Efnafræðifélags Íslands í
Skólabæ. Vefslóð nýju heimasíð-
unnar er: www.efn.is. Þar segir að
Efnafræðifélagið hafi viljað nota
þetta tækifæri til að kynna starf-
semi félagsins og að samkoman hafi
jafnframt verið hugsuð sem við-
urkenning til þeirra sem lagt hafa
félaginu lið á tæplega eins og hálfs
árs ferli þess.
Efnafræðifélagið var stofnað í
árslok 1999 sem faglegur vett-
vangur fyrir efnafræðinga, efna-
verkfræðinga og lífefnafræðinga
og annað áhugafólk um efnafræði. Í
dag eru félagsmenn 134 talsins.
Í félaginu fer fram margvísleg
starfsemi. Í haust stóð það fyrir
ráðstefnu þar sem meðal annars
var fjallað um umhverfismál, líf-
tækni og nýtingu vetnis á Íslandi.
Félagið hefur einnig veitt vegleg
bókaverðlaun fyrir framúrskarandi
árangur í efnafræði á stúdentsprófi
við brautskráningu frá framhalds-
skólum landsins. Þá hefur nýlega
verið stofnuð orðanefnd sem í sam-
starfi við efnafræðiskor raunvís-
indadeildar Háskóla Íslands vinnur
að gerð kynningarbæklings um
nám í efnafræði og lífefnafræði við
Háskólann og um störf að því loknu.
Efnafræði-
félagið
opnar
heimasíðu Morgunblaðið/Arnaldur
Háskólarektor fórst vel úr hendi
að opna nýju heimasíðuna.
FASTAGESTIR Sundlaugarinnar í
Vesturbæ afhentu á fimmtudag
borgarstjóra undirskriftir um 2000
Vesturbæinga sem skora á borgaryf-
irvöld að byggja kennslu- og æfing-
arlaug við Vesturbæjarlaug hið
fyrsta.
Margrét Lísa Steingrímsdóttir
stóð fyrir undirskriftasöfnuninni.
„Ég syndi daglega og hélt endilega
að það ætti að byggja við laugina.
Svo fór ég að spyrja framkvæmda-
stjórann hvenær framkvæmdirnar
ættu að hefjast og þá kom í ljós að
það er ekkert á dagskrá af því að nú
er verið að laga Laugardalslaugina.“
Hún segir marga hafa verið óá-
nægða og óhressa með plássleysið í
lauginni og því hafi henni fundist til-
hlýðilegt að borgaryfirvöld vissu að
fólk væri að hugsa um þessi mál.
Hún segir lítið pláss fyrir almenna
sundiðkendur í lauginni. „Laugin er
jafnlítil og hún var fyrir 40 árum
þegar hún var byggð fyrir samskot
borgarbúa. Það eru þarna fjórar
brautir og þrjár þeirra eru alltaf
nýttar undir skólasund og skóla-
sundið er frá átta til fjögur. Þá tekur
sunddeild KR við og er með braut-
irnar næstum fram að lokun. Al-
menningur hefur því aðeins eina
braut til umráða,“ segir hún.
Auk Margrétar hefur sunddeild
KR tekið þátt í að safna undirskrift-
unum og segir í greinargerð með
undirskriftunum að börn lendi nú á
biðlista eftir plássi í sundfélaginu
vegna aðstöðuleysisins.
Aðeins ein braut
fyrir almenning
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Margrét Lísa Steingrímsdóttir,
Kristján Haukur Flosason, þjálf-
ari hjá sunddeild KR, og Jó-
hannes Benediktsson, formaður
sunddeildarinnar, afhenda Ingi-
björgu Sólrúnu Gísladóttur
borgarstjóra undirskriftirnar.
Um 2.000 íbúar skrifa undir áskorun
um stækkun Vesturbæjarlaugar