Morgunblaðið - 03.06.2001, Blaðsíða 43
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2001 43
Lágmúla 7, sími 55 12345
Húseignin í
Skútuvogi 12c er
til sölu. Eignin
er 341 fm sem
skiptist í skrif-
stofu- og lager-
húsnæði á ein-
um besta stað
í Reykjavík.
Upplýsingar eru
hjá Stóreign í
síma 55 12345.
Skútuvogur 12c
Knattspyrnuskóli
Vals og SIEMENS
Fyrir börn fædd ‘87 - ‘95
Námskeiðin verða
05. - 15. júní
18. - 29. júní
02. - 13. júlí
16. - 27. júlí
30. júlí - 10. ágúst
Námskeiðin byrja kl. 9.00
og standa yfir til kl. 12.00.
(Ath námskeiðin eru frá mánudegi til föstudaga í viku hverri).
Börnin geta komið kl 8.00 og þeirra verður gætt
þar til námskeiðið byrjar kl. 9.00
Börnunum er skipt í hópa eftir aldri sem miðast við
flokkaskiftingu í knattspyrnu drengja og stúlkna
Ákveðin heildarmynd verður á skólanum
og fá allir iðkendur eins boli og fleira
Hverju námskeiði lýkur með viðurkenningu
til iðkenda auk grillveislu
Yfirumsjón með knattspyrnuskóla Vals 2001
hafa Zeljko Sankovic yfirþjálfari yngri flokka Vals
og Elísabet Gunnarsdóttir þjálfari
Menntaðir þjálfarar sjá um þjálfun barnanna
Skráning og nánari uppl. í síma 551 2187
lestra vistaður á Netinu, verkefna-
skil verða möguleg á rafrænu formi
og nemendur geta tekið þátt í um-
ræðuþráðum sem settir verða upp á
innra neti skólans.
Við val á umsækjendum verður
sérstaklega horft til starfsreynslu
þeirra einstaklinga sem boðin verður
skólavist en einnig er ætlast til að
þeir hafi lokið stúdentsprófi eða sam-
bærilegu námi. Umsóknarfrestur er
til 1. júlí næstkomandi og kostar hver
önn 79 þúsund krónur. Diploma-nám
til 45 eininga kostar því 395 þúsund
krónur og BS-námið 790 þúsund
krónur, samkvæmt núgildandi gjald-
skrá.
Einsdæmi í íslenskri
háskólasögu
Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor
Háskólans í Reykjavík, sagði á blaða-
mannafundi í fyrradag í nýbyggingu
skólans, sem tekin verður í notkun
næsta haust, að þetta nýja nám væri
byltingarkennd nýjung og einsdæmi
í íslenskri háskólasögu. Námið gæfi
einstaklingum úr atvinnulífinu nýtt
tækifæri til að bæta menntun sína og
auka valmöguleika varðandi störf og
starfsgetu. Guðfinna sagði skólann
hafa fundið fyrir skorti á námi sem
þessu og mikið verið spurt um þenn-
an möguleika.
„Við vonum að fólk í atvinnulífinu
sjái sér hag í því að fara í þetta nám,
fólk sem hefur hætt námi eftir stúd-
entspróf eða í miðju háskólanámi og
farið út á vinnumarkaðinn. Nú er
þenslan aðeins að minnka í efnahags-
kerfi okkar og tilvalið að nota þá
tækifærið og flykkjast í skólana.
Okkur vantar fleira vel menntað fólk
út í atvinnulífið,“ sagði Guðfinna og
minnti á eitt meginhlutverk skólans
sem væri að auka samkeppnishæfni
íslensks atvinnulífs.
Agnar Hansson, deildarforseti við-
skiptadeildar, sagði á blaðamanna-
fundinum að með nýju námsleiðun-
um gæfist einstakt tækifæri fyrir
fólk sem hefði áralanga reynslu úti í
atvinnulífinu. Skólinn hefði fyrst og
fremst það fólk í huga með þessum
námsleiðum.
„Við teljum að sú reynsla og þekk-
ing sem kemur inn með slíku fólki
muni bæði nýtast þeim nemendum
sem eru hér fyrir og eins okkur
kennurum og öðrum sem koma að
skólastarfinu. Það mun efla okkur
þegar til lengri tíma er litið,“ sagði
Agnar.
Skólinn að mæta
aukinni eftirspurn
Hann sagði tvær meginástæður
vera fyrir því að Háskólinn í Reykja-
vík ákvað að bjóða upp á nám með
vinnu. Í fyrsta lagi væri ástæðan sú
að aðsókn að skólanum hefði verið
mjög mikil á undanförnum árum og
skólinn þurft að vísa frá tveimur
þriðju hluta þeirra umsókna sem
hefðu borist. Með auknu námsfram-
boði væri verið að mæta aukinni eft-
irspurn og bjóða fleirum tækifæri til
náms. Í öðru lagi væri samdráttur á
vinnumarkaði og í efnahagslífinu og
með aukinni menntun á þeim tímum
gæfust möguleikar á að auka sam-
keppnishæfni atvinnulífsins. Að sögn
Agnars er reiknað með að 15-20 nem-
endur verði teknir inn á hverja af
þeim fjórum námsleiðum sem boðið
verður upp á, eða alls 60-80 manns.
Þá sagði hann líklegt að námsleiðun-
um yrði fjölgað í framtíðinni þar sem
blanda mætti saman viðskiptafræði
og upplýsingatækni, auk þess sem
bjóða mætti upp á nám í einhvers
konar nýsköpun.
Háskólinn í Reykjavík mun á
næstunni útskrifa í fyrsta sinn úr við-
skiptadeildinni einstaklinga með BS-
próf og til að auka enn frekar metnað
í skólastarfinu stendur til að veita
veglega námsstyrki í haust til þeirra
nemenda sem skara fram úr í nám-
inu. Þá hófst MBA-nám við skólann á
síðasta ári í alþjóðlegu samstarfi við
9 háskóla beggja vegna Atlantshafs.
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarndi athugasemd frá Ástráði
Haraldssyni hæstaréttarlögmanni:
„Með lögum nr. 34/2001 voru sjó-
menn sviptir samningsrétti og ákveð-
ið að svokallaður gerðardómur skyldi
ákveða kjör þeirra. „Gerðardómur-
inn“ er að vísu ekki gerðardómur en
er nefndur svo í þeim tilgangi að
skapa þá tilfinningu meðal almenn-
ings að unnt sé að hafa traust á störf-
um hans.
Á föstudag bárust fréttir af því að
Hæstiréttur Íslands hefði nú skipað í
„gerðardóminn“. Meðal þeirra sem
þar hafa fengið skipun er Garðar
Garðarsson hæstaréttarlögmaður.
Garðari mun jafnframt ætlað að veita
forstöðu störfum „gerðardómsins“.
Þessi skipan vekur sérstaka athygli.
Staðreyndin er sú að Garðar er einn
af aðallögmönnum útgerðarmanna á
Íslandi. Fyrir rúmum mánuði flutti
hann dómsmál sem lögmaður LÍÚ.
Það er alkunna meðal lögmanna að
Garðar hefur um árabil haft með
höndum umfangsmikil verkefni fyrir
útgerðina.
Garðar Garðarsson er fullkomlega
vanhæfur til að taka sæti í „gerðar-
dómi“ sem ætlað er að fjalla á hlut-
lausan hátt um kjör fiskimanna.
Garðar Garðarsson er hinn besti
drengur og alls góðs maklegur. Skip-
an hans í hinn svokallaða „gerðar-
dóm“ til að ákveða kjör fiskimanna er
hins vegar hneyksli. Þessi ákvörðun
væri hlægileg ef málið væri ekki
svona alvarlegt. Í frægum brandara
er sagt að í helvíti séu þýskir lög-
reglumenn, belgískir dægurlaga-
söngvarar og breskir kokkar. Í helvíti
búa Íslendingar til „gerðardómana“.“
Lögmaður
LÍÚ í „gerð-
ardómi“