Morgunblaðið - 03.06.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.06.2001, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2001 39 ELLIMÁLARÁÐ Reykjavíkurpró- fastsdæma: sumardagar í kirkjunni. Eins og undanfarin ár verða sum- arguðsþjónustur eldri borgara í Reykjavíkurprófastsdæmum í júní- mánuði. Guðsþjónusturnar færast á milli kirknanna í prófastsdæmunum. Fyrsta guðsþjónustan verður í Breið- holtskirkju miðvikudaginn 6. júní kl. 14. Sr. Gísli Jónasson prófastur pré- dikar og þjónar fyrir altari. Á eftir verða kaffiveitingar í boði Breiðholts- sóknar. Þessar guðsþjónustur eru samstarfsverkefni ellimálaráðs Reykjavíkurprófastsdæma og safn- aðanna sem taka á móti okkur hverju sinni. Nánari auglýsingar eru í öllum kirkjum í prófastsdæmunum og einn- ig í félagsmiðstöðvum aldraðra í Reykjavík og Kópavogi. Þess er vænst að sem flestir sjái sér fært að koma og eiga saman góða stund í kirkjunni. Allir eru velkomnir. Safnaðarstarf Hallgrímskirkja. Lokatónleikar Kirkjulistahátíðar annan í hvítasunnu kl. 20. Mótettukór Hallgrímskirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar. Fyrirbænaguðsþjónusta þriðjud. kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Neskirkja. Tíðasöngur þriðjud. kl. 12. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 9-17 í síma 587-9070. Hafnarfjarðarkirkja. Æskulýðsstarf yngri deild kl.20.30–22 í Hásölum. Krossinn. Almenn samkoma að Hlíð- arsmára 5 kl. 16.30. Allir velkomnir. Hvammstangakirkja. KFUM og K starf kirkjunnar mánudag kl. 17.30 á prestssetrinu. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía. Hvíta- sunnudagur: Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður Vörður L. Traustason forstöðumaður. Almenn samkoma kl. 16.30, lofgjörðarhópur Fíladelfíu syngur. Ræðumaður Loren Cunning- ham, stofnandi Youth With a Mission. Barnakirkja fyrir 1 árs til 9 ára börn meðan á samkomu stendur. Við minn- um á sjónvarpsútsendingu á messu frá Fíladelfíu sem verður send út í ríkissjónvarpinu að kvöldi hvíta- sunnudags kl. 21.30. Annar í Hvíta- sunnu: Útvarpsmessa kl. 11 sem verður send út beint á rás 1. Ræðu- maður Vörður L. Traustason. Fríkirkjan Vegurinn: Annan í Hvíta- sunnu. Samkoma kl. 20, Loren Cunn- ingham, stofnandi YWAM, predikar, lofgjörð og fyrirbænir. Allir velkomn- ir. Breiðholtskirkja: Þriðjudaginn 5. júní: Bænaguðsþjónusta með altaris- göngu kl.18.30. Bænaefnum má koma til sóknarprests í viðtalstímum hans. Hjallakirkja: Þriðjudaginn 5. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Kópavogskirkja: Þriðjudaginn 5. júní: Foreldramorgunn í dag kl. 10-12 í safnaðarheimilinu Borgum. Sumarguðs- þjónustur eldri borgara ✝ Sigfríður Ingi-björg Guðnadótt- ir fæddist í Enni á Höfðaströnd 22. júní 1912. Hún lést á Droplaugarstöðum 24. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Sesselja Ólafsdóttir, f. 30.11. 1879, d. 12.6. 1914, og Guðni Krist- inn Þórarinsson, f. 1.8. 1888, d. 25.9. 1967. Ingibjörg var eina barn þeirra hjóna en Sesselja lést þegar Ingibjörg var tæpra tveggja ára. Guðni kvæntist aftur 1918 Jóhönnu Jónasdóttur. Þeirra börn eru: Guðmundur Helgi, f. 9.9. 1918, d. 17.12. 1979, Sesselja Eng- ilráð, f. 2.3. 1920, Guðlaug Anna, f. 9.12. 1921, Guðbjörg, f. 3.3. 1924, Stefanía Guðrún, f. 17.10. 1926, og Björn Finnbogi, f. 27.4. 1929, d. 11.5. 1992. Ingibjörg giftist 22. október 1943 Ingvari Sigurðssyni frá Stokkseyri, f. 22. október 1912, d. 15. ágúst 1961. Dótt- ir þeirra er Hafdís, f. 7.5. 1944. Ingibjörg fóstraði frá fæðingu Sigfríði Ingibjörgu Karlsdóttur f. 14. febrúar 1957. Maður hennar er Jakob Jónsson, f. 1. ágúst 1949. Börn þeirra eru Ingvar, f. 30. ágúst 1978, og Ást- rún, f. 25. júní 1983. Ingibjörg og Ing- var bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík. Ingibjörg vann fyrst og fremst við húsmóðurstörf framan af ævinni enda heimilið af- ar gestkvæmt. Á heimilinu dvald- ist um lengri eða skemmri tíma fjöldi frændsystkina þeirra hjóna sem sækja þurftu til Reykjavíkur vegna náms. Eftir lát manns síns gerðist Ingibjörg ráðskona við mötuneyti Ríkisútvarpsins og gegndi því starfi um 20 ára skeið. Útför Sigfríðar Ingibjargar fer fram frá Bústaðakirkju 5. júní og hefst athöfnin klukkan 13.30. Nú er látin sómakonan og elsku- lega systir mín, Sigfríður Ingibjörg Guðnadóttir eða Imba eins og hún var gjarnan kölluð. Hún lést á Droplaugarstöðum 24. maí sl. eftir erfiðan tíma. Við vorum mjög sam- rýndar systurnar og eftir að við giftum okkur keyptum við ásamt mökum okkar saman litla blokkar- íbúð í Reykjavík árið 1943 og bjugg- um þar í þrjú ár, eða þar til að ég eignaðist mitt annað barn. Þá var Imba búin að eiga sína einu dóttur, Hafdísi, en síðar tók hún í fóstur kornunga hana Ingibjörgu og ól upp sem sína eigin dóttur. Imba var ákaflega hlý og notaleg manneskja. Hún var ljóðelsk og kunni mikið af ljóðum. Hún var sjálf einnig hagmælt og orti margar vís- ur til vina og ættingja við ýmis tækifæri. Mikil gjafmildi og gest- risni var henni í blóð borin og þess nutu margir, þeirra á meðal ég og mín fjölskylda. Margar góðar minningar koma upp í hugann en seint fæ ég þakkað henni fyrir alla aðstoðina í mínum veikindum eftir að hafa eignast fjórða barnið, hann Reyni. Við þriggja vikna aldur hans varð ég að fara á Vífilsstaði frá heimilinu og þá tók Imba við því og börnunum fjór- um. Hún flutti inn á mitt heimili og bjó þar í sjö mánuði og fékk einnig dygga aðstoð frá Stefaníu, systur okkar. Eftir dvölina á Vífilsstöðum mátti ég ekki koma nálægt ynsta barninu, Reyni, og hafði Imba hann með sér þar til að hann var orðinn eins árs. Imba tengdist mínum börnum og síðar þeirra fjölskyldum tryggðarböndum enda var alltaf lit- ið á hana sem aðalfrænkuna í ætt- inni. Með trega og þakklæti í hjarta kveð ég þig, elsku systir mín, og þakka fyrir alla þína hjálp og kær- leika sem þú sýndir mér og fjöl- skyldu minni. Ég bið Guð að blessa þig og votta dætrum þínum, Hafdísi og Ingibjörgu, mína dýpstu samúð. Hvíl í friði, friður Guðs þig blessi. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðmundsson.) Sesselja Guðnadóttir (Lella). Nú er stórfrænka mín í Reykja- vík farin. Elsku Imba, ég er viss um að það hefur verið tekið á móti þér með nokkrum vísum og þú ekki lengi að kasta fram eins og einni. Það var unun að hlusta á ykkur afa þegar þið hittust, allar vísurnar og tilefni þeirra sem þið kunnuð skil á. Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að búa hjá þér einn vetur. Þann vetur lærði ég margt um lífið og tilveruna sem ég bý enn að. Ég vissi alltaf þegar vísa var á leiðinni, glampi í augum og smá glott sem við köll- uðum alltaf vísusvipinn. Þér var svo eðlilegt að tala í hendingum. Frá því ég var lítil heyrði ég talað um Imbu frænku í Reykjavík og þú aldrei kölluð annað í minni fjöl- skyldu. Þegar við komum í bæinn var aldrei spurt hvort, heldur hve- nær förum við til Imbu frænku. Það tilheyrði heimsókninni að fara með After Eight, fá að setja það í statív- ið, liggja svo á stofugólfinu, skoða blöð og borða helst allan pakkann, þeim var það ekki of gott fyrir að nenna að koma í heimsókn til frænku. Það var aðdáunarvert hvað þú varst dugleg að ferðast. Ég gleymi aldrei þegar þú komst til Eyja með Herjólfi í 12 vindstigum. Þú varst búin að ákveða þennan ferðadag og ekkert breytti því. Það var oft talað um þessa ferð og ef það var mjög hvasst við Eyjar hringdir þú til að vita hvort allt væri á sínum stað. Þú mundir líka alla afmælisdaga og hringdir til okkar. Elsku Imba frænka, þú varst einstök kona með stórt hjarta, fullt af hlýju og kærleika. Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum það yrði margt, ef telja skyldi það. Í lífsins bók það lifir samt í minnum er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Ég fann í þínu heita stóra hjarta, þá helstu tryggð og vináttunnar ljós. Er gerir jafnvel dimma vetur bjarta úr dufti lætur spretta lífsins rós. (Margrét Jónsdóttir.) Ég bið Guð að blessa Imbu frænku mína á nýjum leiðum. Sveininna Á. Bjarkadóttir. Elsku Imba frænka, eins og þú varst alltaf kölluð, nú skilja leiðir okkar. Okkur verður hugsað til þeirra mörgu góðu stunda sem við áttum með þér og erum við þakklát fyrir að hafa orðið þeirrar gæfu að- njótandi að hafa átt jafngóða að og þig. Strax í vöggu tókst þú föður okkar að þér um tíma, meðan móðir hans, sem var systir þín, lá í veik- indum og var hann á heimili þínu fyrstu árin og tengdi þetta ykkur sterkum og órjúfanlegum böndum. Eftir að við systkinin fæddumst, fylgdist þú mjög náið með okkur og lagðir mikið upp úr menntun, oft var fyrsta spurninginn þegar við hittum þig: „Hvernig gekk þér svo í prófunum?“ og vildir þú framar öllu að við stæðum okkur vel í náminu. Þegar þú boðaðir komu þína á Krókinn, var alltaf tilhlökkun í loft- inu hjá okkur. Hlýleg nærvera þín og góðlegt bros hrifu alla nær- stadda með, vandamálin voru ekki til og kitlandi hlátur þinn fyllti hús- ið. Þú gafst þér alltaf góðan tíma þegar þú koms í heimsókn og bjóst hjá okkur í nokkra daga eða jafnvel vikur, þá tókst þú gjarnan við allri eldamennskunni á heimilinu og virt- ist óþreytandi að aðstoða við heim- ilisverkin, minnisstætt er það okkur þegar nafna þín Sesselja Ingibjörg fæddist, þá komst þú að sunnan og sást um heimilið á meðan mamma jafnaði sig eftir fæðinguna. Fáar ferðir voru farnar til Reykjavíkur án þess að koma við hjá þér, meðan þú starfaðir sem ráðskona í út- varpshúsinu, þótti okkur krökkun- um afar spennandi að heimsækja þig þangað. Þegar árin liðu og þú fullorðn- aðist vorum við alltaf jafnhissa á hve dugleg þú varst að ferðast og koma til okkar þrátt fyrir að heils- unni væri byrjað að hraka. En aldr- ei miklaðir þú það fyrir þér að skreppa norður og vera með okkur í nokkra daga og veita okkur ánægju af nærveru þinni. Þökkum við systkinin alla hlýjuna og góðviljann í okkar garð, minning þín mun lifa með okkur um ókomna tíð. Megi góður Guð varðveita þig. Þú hafðir fagnað með gróandi grösum og grátið hvert blóm, sem dó. Og þér hafði lærst, að hlusta uns hjarta í hverjum steini sló. Og hvernig sem syrti, í sálu þinni lék sumarið öll sín ljóð, og þér fannst vorið þitt, vera svo fagurt, og veröldin ljúf og góð. Og dagurinn leið í djúpi vestur, og Dauðinn kom inn til þín. Þú lokaðri augunum – andartak sem ofbirta glepti þér sýn Og um varir þér brá fyrir brosi þeirra, sem bíða í myrkrinu og þrá daginn – og sólina allt í einu í austrinu rísa sjá. (Tómas Guðm.) Systkinin í Víðihlíð 7. Svavar, Selma, Óli Sigurjón, Sesselja Ingibjörg, Magnús. Ingibjörg mágkona mín er dáin. Hún hefði orðið 89 ára í þessum mánuði. Leiðir okkar lágu saman árið 1949 þegar við Stefanía yngsta systir hennar kynntumst og síðan hafa fjölskylduböndinn verið náin. Hún Imba var ættrækin og tengslin á milli systkinanna voru náin, af- mælisdagar þeirra hátíðisdagar og þó ekki bara systkinana, hún mundi einnig fæðingardaga afkomendanna jafnvel í þrjá ættliði. Ættingjar og vinir voru dreifðir um landið og þegar þetta fólk átti leið til Reykja- víkur átti það vissan dvalarstað hjá Imbu frænku. Stundum var dvölin heilt skólaár og stundum fleiri en einn í senn, það var allaf pláss hjá Imbu. Hún var líka dugleg að ferðast og heimsækja ættingja og vini á meðan heilsan entist og hún gat ferðast í bíl. Urðir þar sem Lauga systir bjó var fastur dvala- staður á hverju sumri, ein vika og lengur. Hofsós og nágrenni þar sem hún sleit barnsskónum voru vinsæl- ir viðkomustaðir að ógleymdum Siglufirði. Svo var tengdafólk á Stokkseyri sem hafði greiðan að- gang að gestaherberginu á Granda- veginum. Hún Imba fór í sína síð- ustu heimsókn á landsbyggðina þegar hún dvaldi hjá Ingibjörgu fósturdóttur sinni og nöfnu á Ísa- firði um jól fyrir tveimur árum. Þá varð hún fyrir áfalli sem leiddi til þess að hún átti ekki afturkvæmt til síns heima. Dvöl á stofnun og sá lífsmáti sem þar ríkir var andstætt hennar lífsstíl, þrátt fyrir að hjúkr- unarfólk legði sig fram um að láta henni líða vel. Í heimsóknartímum talaði hún oft um að það væri aumt að hafa ekki smáeldhúskompu og geta boðið fólkinu kaffisopa.Hún talaði oft um að fara heim, það var erfitt að svara þegar hún bað um að vera keyrð heim og þannig var um fleira, þar sem óskhyggjan var raunveruleikanum yfirsterkari og sýndi hvað tengsl við heimili og fjöl- skyldu voru rík í hennar lífi. Hún Imba hafði mikið yndi af ljóðum, kunni mikið af lausavísum sem orð- ið höfðu til af ýmsu tilefni í önn dagsins. Hún bar mikla virðingu fyrir ættmennum úr móðurætt sem sumir voru þekktir hagyrðingar, Sjálf átti hún auðvelt með að kasta fram vísu en fór spart með það. Í viðtölum við fólk var henni tamt að nota orðtök og spakmæli, jafnvel heila ferskeytlu ef við átti. Imba vann sem matráðskona hjá Ríkisútvarpinu, þar eignaðist hún sem vini, fólk sem kom fram á öld- um ljósvakans, hún talaði oft um þetta fólk og jafnan með virðingu. Imba átti auðvelt með að halda uppi viðræðum við fólk og hafði sjálf- stæðar skoðanir á mönnum og mál- efnum. Hún fór snemma að missa heyrn sem bagaði hana í tjáskipt- um, einkum á seinni árum ævinnar. Það hefur verið föst venja að þær systur sem búsettar eru í Reykjavík komi á jóladag á okkar heimili og þrátt fyrir mikla örðugleika og hömlur lét hún Imba sig ekki vanta síðastliðin jól. Hún fór á milli í sér- stökum sjúkrabíl og sat í hjólastól á stað sem fólk gat skipst á að tala við hana, það kunni hún vel að meta, það mun vera síðasta ferðin hennar sem hún fór frá Droplaugarstöðum. Ég vil enda þessi miningarorð með þakklæti fyrir góð og minnisstæð samskipti við okkar fjölskyldu, því fylgir ósk um farsæld á þeirri óræðu ferð sem bíður okkar eftir dauðann. Hjálmar og fjölskylda. SIGFRÍÐUR INGIBJÖRG GUÐNADÓTTIR KIRKJUSTARF við Nýbýlaveg, Kópavogi ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 www.utfararstofa.is ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga er andlát verður, í samráði við aðstandendur Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Kistur Krossar Duftker Gestabók Legsteinar Sálmaskrá Blóm Fáni Erfidrykkja Tilk. í fjölmiðla Prestur Kirkja Kistulagning Tónlistarfólk Val á sálmum Legstaður Flutn. á kistu milli landa Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Blómaskreytingar við öll tilefni Opið til kl. 19 öll kvöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.