Morgunblaðið - 03.06.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.06.2001, Blaðsíða 27
eingöngu með opnum, hleypidóma- lausum hug. Þeir finna hjá sér þrá eftir að ráða sjálfir yfir framtíð- arörlögum sínum, og þeir kunna að hafa verið stóryrtari en þeim hefir í rauninni búið í brjósti; það hendir sérhvern óþolinmóðan ungling, og ekki þarf það að spilla sambúð hans við heimilið. Alt of íhaldssöm mót- spyrna frá heimilisins hlið hefir átt sinn þátt í þessu, og sumpart er það áreiðanlega að kenna því, að æskan metur of mikils hin ytri tákn, en sumpart stundardeilum og afstöðu flokkanna í landinu, sem eðlilega vísa hver öðrum yfir í moldarbakkann á móti. Að minsta kosti virðist mönnum vera að hægj- ast í skapi af meðvitundinni um það, að frá stjórnmála sjónarmiði sé það fengið, sem verulegt er, og að alt sé búið undir þroskann inn á við. Flaggmálið er ekki lengur það undirstöðuatriði, sem það var áður. Menn verða þess mjög varir, að hugirnir séu að hneigjast að þeim skilningi, sem kendur er við Hann- es Hafstein, og eðlismunur er á þeirri kynslóð, sem kom málefni Ís- lands áfram til sigurs og næstu kynslóðinni. Hinir ungu hafa ekki í sér skilyrði gremjunnar, þeir sjá raun bera vitni um það sem veru- legt er: Ísland ræður sjálft yfir sín- um fjármálum, setur sín eigin lög, getur sjálft mentað embættis- mannaefni sín, hefir dómsvaldið í sínum eigin málum. Þeir þekkja ekki til neins haturs, þeim þykir vænt um hina mildu dönsku nátt- úru, sem fyllir út þá náttúrufegurð, sem þeir hafa sjálfir fyrir augum, og býr í hugum þeirra sem hlýleg endurminning gegn vetrarmyrkr- inu; þeim er ánægja að því að koma hingað suður. Þeim er Danmörk það landið, sem er hug þeirra næst, þeir líta á það að hálfu leyti sem ættjörð, góða fóstru; og lengra hef- ir sennilega aldrei neitt land kom- ist með annað land. Svipað þessu er hugarfar þeirrar kynslóðar, sem á að taka við fyrstu framtíðinni; og því sem nú berst til Danmerkur verður þá helzt líkt við undiröldu eftir gamlan storm – það hjaðnar niður. En eitthvað nýtt getur komið; enginn veit, hverja stefnu nývakin þjóð kann að taka. Stekkur hún beint inn á á yngstu framsóknar- brautirnar, þar sem æskulýður Danmerkur er líka á ferðinni? Eða hygst hún að verða að fara eftir reynslu mannkynssögunnar og leita framtíðargæfu sinnar í lands- sjálfstæði? Dönsk stjórn má að minsta kosti ekki verða þar þrösk- uldur á leiðinni. Hún er skyldug til þess fyrst og fremst vegna okkar og þeirra sem enn yngri eru mann- anna, sem eiga að taka við og taka afleiðingunum af því, sem gerist hér á landi. Íslendingar eru þjóð, og óskir þeirra sem þjóðar verða að vera fullvalda. Það ber oss nú að höndum, sem annars hendir oss nær því aldrei, að vér erum hinir máttmeiri þetta skiftið. Það er líkast því sem framþróun- in ætlaði sér að reyna í eitt skipti kenningar vorar um þjóðaréttinn á oss sjálfum. Vér höfum komist í sömu raunina áður og ekki staðist hana; það hefir að verulegu leyti veikt friðsamlega baráttu vora gegn ofureflinu. Atferli vort nú get- ur orðið oss sjálfum afdrifamikið á ókomnum tíma; svo getur farið, að vér búum til fordæmi, sem beitt verður gegn oss sjálfum. Önnur hliðin á málinu er sambúð vor við Íslendinga; hlutverk vort er, eftir veikum mætti, að koma þjóð, sem er að vakna, inn á framþróunarbrautina. Vér verðum að líta á atferli hennar með móð- urlegu langlundargeði, ekki stinga með títuprjónum í stjórnmálunum, jafnvel þótt það sé í því skyni gert að gjalda líku líkt. Til hvers er ver- ið að stofna þetta nýja kennara- embætti í íslenzku og fela það dönskum manni? Öllum öðrum en nöldrunarseggjum stendur á sama um það, hvernig ríkisréttar-sam- böndum var háttað fyrir 600–700 árum; það er dagurinn í dag, sem oss varðar um. Danmörk tengir ekki Íslendinga við sig með því að grafa upp mygluð skjöl – enda er þjóðin ekki slíkir lagasnápar; og höldum vér uppi lagarétti gegn vilja landsmanna, þá farnast oss illa. Góður hugur utan heimilis er dýrmætari en illur hugur heima fyrir. Samband vort við Ísland verður að öllu leyti að grundvalla á hug- arfarinu. Fyrir því verður það ekki miðað við neinn tíma – góðvild þekkir engan uppsagnarfrest. En Danmörk verður í þessu sambandi að hugsa um sjálfa sig sem móður, skilja svo mikið, sem hún getur, og hugsa ástúðlega til æskumannanna, sem eru að leggja úr garði – þeir þurfa þess. Þá spyrna þeir aldrei fótum við móður sinni – jafnvel ekki við fóstru sinni, en hverfa heim til hennar aftur fyr eða síð- ar.“ Þótt grein Nexös í „Politiken“ beri vott um vinarhug í garð Ís- lendinga er augljóst að höfundur- inn er haldinn fordómum og sýnir með orðum sínum að hann skortir þekkingu á stöðu Íslands að fornu og nýju. Sé afstaða Nexös er fram kemur síðar í skrifum hans borin saman við ræðu Friðriks konungs 8. á Kolviðarhóli kemur fram að konungurinn er stórum frjálslynd- ari en sósíalistinn og heimsborg- arinn Nexö. Friðrik konungur talar um „ríkin sín tvö“ og sætir ákúrum ráðherra sinna. Martin Andersen Nexö segir i bréfum sínum að Ís- lendingar fái aldrei viðurkennt konungssamband við Danmörku. Svipuðu máli gildir um þjóðfána. Í þessum efnum er Nexö ekki spá- mannlega vaxinn. Fáum árum síðar er Íslendingum leyfður eigin fáni. Og átta árum eftir fullyrðingu Nex- ös um að konungssamband sé óhugsandi eru sambandslögin sam- þykkt og Ísland er lýst frjálst og fullvalda ríki og íslenskur tjúgufáni dreginn að hún á Stjórnarráðshúsi. Það vekur furðu að hámenntaðir Danir og menningarfrömuðir skuli „ fá kikk“ út úr afskiptum sínum af Íslandsmálum eins og Brandes, menningarforkólfurinn mikli, sem líkti sjálfstæðiskröfum Íslendinga við það að „Amager krefðist sjálf- stæðis.“ Knud Berlin, fjandmaður Íslendinga virðist ráða ferðinni hjá fjölda Dana. Danakonungar höfðu þó eigi lýst áhuga sínum að dvelj- ast langdvölum meðal þegna sinna. Þeir áttu ekki einu sinni kjallara- íbúð á Íslandi, hvað þá jarðhæð eða höll. Bárujárnsskúr var reistur á Þingvöllum og kallaður konungs- hús.. Það voru nú öll herlegheitin. Hvorki Sorgenfri, Det gule Palæ, Amalienborg, né nein önnur skrauthýsi þóttu hæfa skattlandinu í „svalköldum sævi“. Nexö hafði á sínum tíma lýst andúð sinni á sáttaleið samkomu- lags og málamiðlunarkompromis“. Sú afstaða hans gildir þó ekki að því er varðar Íslendinga. Hann ætl- ar þeim að falla í faðm fóstru sinn- ar og stjúpu, en kallar sigurvilja sjálfstæðrar þjóðar kenjar og þver- móðsku. Það var viðtal sem blaðamaður „Politiken“, Kr. Dahl, átti við Einar Benediktsson um fánakvæði hans sérprentað, sem varð til þess að Georg Brandes ritaði óvingjarnlega grein um kröfur Íslendinga um fána. Líkti hann fánakröfum Ís- lendinga við það, að Amager krefð- ist sér fána. Í þeim fána yrði að vera „gulrót“, til merkis um garð- yrkju þeirra á Amager. Þannig hæddist bókmenntapáfi íslenskra stúdenta að auðsveipum lærisvein- um sínum. Jónas Guðlaugsson hafði ritað lofsamlega um ljóð Einars Bene- diktssonar í blað sitt „Valurinn“ þá aðeins 19 ára gamall. Einar Bene- diktson fór lofsamlegu orðum um kveðskap Jónasar Guðlaugssonar. Það kvað við annan tón er Jónas hvarf frá móðurmáli og feðratungu og tók að yrkja á dönsku. Þá vand- aði Einar honum ekki kveðjurnar frekar en samlöndum hans sem fet- uðu sömu slóð. Hinn 27. apríl 1916 birtir Þjóð- stefna minningargrein um Jónas Guðlaugsson, sem þá var nýlátinn. Þar er borið lof á Jónas. Hann var „góður drengur, skemmtilegur í viðræðum og glöggur á kveðskap annarra“. Um skáldskap Jónasar fer höf- undur svofelldum orðum: „Jónas heitinn var fremstur með- al þeirra Íslendinga sem nú um nokkurn tíma hafa iðkað úrþýdda ritmennt í Danmörku. Hann átti ósvikna skáldskapar gáfu og hefði að öllum líkindum orðið merkur rit- höfundur á bundið mál, ef hann hefði æft list sína á menningarmál- inu forna, sem hann var borinn til,“ tilvitnun í bók Gils Guðmundsson- ar. Hugmynd Jónasar Guðlaugsson- ar um blaðaútgáfu Dana á mál- gagni um íslensk málefni hlýtur ekki undirtektir hjá Nexö, hann dregur í efa áhuga Politiken eða annars málgagns í Danmörku á ís- lenskum málefnum. Varar Jónas við því að flytjast búferlum og taka þá áhættu sem því fylgir. Þrátt fyr- ir aðvaranir Nexös ákvað Jónas að lát undan löngun sinni. Hann hafði kveðið sitt örlagaljóð: „Ó, mig lang- ar til suðrænna landa, ó, mig lang- ar að árroðans strönd.“ Segja má að hugmynd Jónasar um útgáfu „Politiken“ á blaði um íslensk málefni sem gefið sé út í Danmörku rætist með öðrum hætti. Morgunblaðið hefur göngu sína á Íslandi með vinsamlegum stuðningi „Politiken“ og síðar fjár- framlagi danskra Íslandskaup- manna. Koma Friðriks Danakonungs 8. hafði vakið talsverða athygli á sín- um tíma. Var mikið fjallað um hana í dönskum blöðum meðan á ferðinni stóð og að henni lokinni. Svo er að sjá sem örlög „uppkastsins“, at- kvæðagreiðslu um sjórnarfarslegt samband Dana og Íslendinga hafi farið fyrir brjóstið á Dönum. Voru Íslendingar taldir þrjóskir og þver- móðskufullir og að engu tauti væri komandi við þá. Þegar „Politiken“, Thorefélagið, skipafélag Th. Tul- inius og Ditlev Thomsen konsúll, forstjóri „Thomsensmagasins“ gengust fyrir ferðamannaleiðangri til Íslands var siglt með skipi félagsins „Sterling“. Þátttakendur í förinni urðu 45. Meðal þeirra And- ers Hvass, yfirmálafærzlumaður í Kaupmannahöfn, borgarfulltrúi í Kaupmannahöfn og frú hans, Schultz, direktör í Höfn, Halle skólaumsjónarmaður í Höfn. Hópurinn ferðaðist víða um land. Til Þingvalla, Gullfoss og Geysis en sumir fóru allt til Ísafjarðar. Fjöldi leiðsögumanna var ráðinn til fylgd- ar. Nöfn farartækjanna eru skraut- leg og litur reiðskjótanna marg- breytilegur. Vagnarnir heita: „Plydsvagninn“, „Karetinn“, „Stokkseyrarvagninn“, og „Litli vagninn“. Daníel Daníelsson lánar flesta hesta, 73 að tölu og fær 730 krónur greiddar. Faðir minn, Pétur Guðmundsson kennari, kvittar fyrir 20 krónum vegna tveggja hesta sem hann lánar. Jónas Helgason í Litla-Brautarholti tengdafaðir tveggja bræðra minna er kúskur. Martin Andersen-Nexö kynnist Jónasi Guðlaugssyni ritstjóra og skáldi. Nexö hrífst af hugsjón hins unga manns og skáldlegu hugar- flugi. Með þeim tekst vinátta. Nexö tekur að sér að greiða götu Jón- asar, er hyggur á Danmerkurför. Bréf Martins Andersens-Nexö til Jónasar Guðlaugssonar. Dagsett 13. janúar 1910. Í bréfi sínu til Jónasar segir Nexö að Danir séu farnir að þreyt- ast á málefnum Íslands. Undir- strikar að þar sé um frjálslynt fólk að ræða. Menn segja sem svo: Nú, þegar þið eruð ekki lengur beittir rangindum hefir spursmálið ekki neitt viðlíka þýðingu fyrir Dan- mörku, sem það kann að hafa fyrir Ísland. Hvað okkur snertir er það ekki og má þess vegna ekki vofa yf- ir okkur óleyst; það verður að leysa og víkja því svo til hliðar á einn eða annan veg. Svo segir Nexö: „Frelsi getið þið gjarnan fengið. En þing- bundna konungsstjórn (Personal- union) getum við ekki samþykkt. Til þess er mismunurinn of mikill, milli þessara tveggja landa og á því sem hvor aðili getur boðið hinum. Ísland getur ekki boðið Danmörku neitt eftirsóknarvert og efnisleg hlunnindi byggjast einvörðungu á dugnaði verslunarstéttarinnar.“ Í síðari skrifum Nexös kemur fram að Nexö fagnar þeirri ákvörð- un Jónasar Guðlaugssonar að setj- ast að í Danmörku og snúa baki við íslenskri tungu en rita skáldsögur og ljóð á dönsku. Má það teljast undarleg afstaða heimsborgara og alþjóðasinna þegar skín í Stór-Dan- ann undir skikkju hugsjónamanns- ins. Jónas Guðlaugsson skáld er rit- stjóri blaðsins „Reykjavík“, hann ritar í blað sitt um danskar bók- menntir. Það verður ljóst af greinum Jón- asar Guðlaugssonar að hann er vel kunnugur því viðfangsefni er hann fjallar um. Í grein sinni í blaðinu „Reykjavík“ er hann ritar í tilefni af komu danskra ferðamanna segir hann frá Johannesi V. Jensen og Harry Soiberg og Martin Ander- sen-Nexö. Johannes V. Jensen kveður hann skáld goðsagnanna, Harry Soiberg skáld sægarpanna á vesturströnd Jótlands, og Martin Andersen- Nexö skáld erfiðismannanna, hinna fátæku í þjóðfélaginu. Það kemur fram að þeir Jónas Guðlaugsson og Martin Andersen- Nexö tengjast vináttuböndum þeg- ar við fyrstu kynni. Jónas birtir fregn í blaði sínu um andmæli sem ungir socialistar í Kaupmannahöfn hafa borið fram vegna heimsóknar Zarins af Rússlandi í Danmörku. Lætur blaðið þess getið að „hr. M.A. Nexö hafi verið svo velvilj- aður að láta blaðinu í té fréttir þær sem honum bárust í símskeyti frá Politiken“. Það gætir tvískinnungs í afstöðu Martins Andersens-Nexös til Ís- lendinga og stöðu þeirra í stjórn- skipan og bókmenntum. Í mati sínu á stjórnarbyltingum hæðist Nexö að þeim er aðhyllast byltingar án blóðsúthellinga. Hann líkir þeim er aðhyllast slíkar hreyfingar við garðyrkjukonu sem hyggst reyta garðinn sinn, en treður blómjurtir og nytjagróður undir fótum sér, en lætur illgresið vaxa óáreitt. Í bréfi sem M.A.N. ritar Jacob Appel í nóvember 1910 er ekki annað að sjá en að Nexö komi fram sem hreinræktaður Stór-Dani með hroka nýlenduherrans og fordæm- ingu á framferði vinnuhjúanna. Nexö fagnar því að Jónas Guð- laugsson, íslenskur rithöfundur, ætli að snúa baki við móðurmáli sínu, íslensku og rita á dönsku. Höfundur bókarinnar um Nexö segir hann hafa dregið dám af ríkjandi skoðun og afstöðu Dana til Íslendinga, að þeir væru þrjóskir og þvermóðskufullir og að engin leið væri að koma við þá tauti. Menningarsjóður gaf á sínum tíma út smákver með ljóðum fjög- urra skálda, Jóhanns Sigurjónsson- ar, Sigurðar Sigurðarsonar frá Arnarholti, Jóhanns Gunnars Sig- urðssonar og Jónasar Guðlaugsson- ar. Hannes Pétursson skáld sá um útgáfuna og ritaði um höfundana. Í kafla þeim sem fjallar um Jón- as Guðlaugsson er hvergi minnst á kynni þeirra Martin Andersen– Nexö og Jónasar. Ekki eitt orð um hvatningarorð danska skáldsins og áskorun að snúa baki við móður- máli og gylla kosti þess að hverfa undir verndarvæng herraþjóðar- innar. Það vekur furðu að öll heila háskólahersingin, að viðbættri sjálfskipaðri akademíu veit ekki sitt rjúkandi ráð um örlög tíma- mótahöfunda. Hvar er t.d. frum- kveðið ljóð Bertels Þorleifssonar, Kolbrún, sem Hannes Hafstein þýddi úr dönsku? Heil öld er liðin án þess að nokkur hafi rumskað. Ótal styrkir eru veittir til bók- menntarannsókna og skipst á vin- áttuhótum, blíðmælum og faðmlög- um, auk styrkjanna. En almúginn er skilinn eftir með Andrés önd og Mikka mús og í besta falli Tarsan apabróður á „bókmenntasýningu“ í þjóðarbókhlöðu að forgöngu menntamálaráðherra og háskóla- bókavarðar. Jónas Guðlaugsson sendi foreldr- um sínum ljósmynd er hann lét taka af sér skömmu fyrir andlát sitt. Hann vonaðist þá enn eftir því að hann hlyti bata og betri tíð væri framundan. Sterling flutti dönsku ferðamennina til Íslands 1909. Jólakveðja frá Margrethe og Martin Andersen-Nexö til Karls Nikulássonar og eiginkonu hans. Danska skáldið og Margrethe (Thomsen) fyrri kona Nexö eru í skemmtiför í grennd við Reykjavík. Martin Andersen-Nexö hafði þá nýlokið fyrstu bindum „Pelle Erobreren“. Danska stórblaðið „Politiken“ sendi fjölmenn- an hóp ferðamanna til Íslands sumarið 1909. Andersen-Nexö var fararstjóri. Pétur Pétursson. Höfundur er þulur. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2001 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.