Morgunblaðið - 03.06.2001, Blaðsíða 19
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2001 19
Hillukerfi
fyrir lagerinn,verslunina,
heimilið, bílskúrinn.
Umboðs- og heildverslun
Nethyl 3-3a - 110 Reykjavík
Sími 53 53 600 - Fax 567 3609
Einfalt í uppsetningu
Skrúfufrítt
Smellt saman
Trygg gæði - Gott verð!
Heildarlausnir
ISO 9001
Öryggis- og gæðastaðlar
Netverslun - www.isold.is
KIRKJULISTAHÁTÍÐ 2001 lýkur
á morgun, annan í Hvítasunnu með
tónleikum Mótettukórs Hallgríms-
kirkju sem hefjast kl. 20. Flutt verða
„a cappella“ kirkjuverk eftir norræn
og norður-amerísk tónskáld en dag-
skrána hefur Mótettukórinn æft að
undanförnu fyrir tónleikaferð sína
til Kanada sem hefst strax að tón-
leikum loknum.
„Um er að ræða metnaðarfull
verk sem eiga að sýna mikla breidd í
því sem kórinn getur sungið best og
er þar um að ræða verk eftir bæði ís-
lensk tónskáld og erlend,“ segir
Inga Rós Ingólfsdóttir sem annast
hefur framkvæmd Kirkjulistahátíð-
arinnar. „Þar er að finna blöndu af
gamalkunnum verkum úr starfi
kórsins og spennandi verkum sem
ekki hafa heyrst áður í Hallgríms-
kirkju. Byrjað verður á íslenska
þjóðsöngnum til að skapa hátíðleika
og leyfa gestum að finna þá stemmn-
ingu sem fylgir kórnum erlendis. Þá
verður fluttur sálmurinn Víst ertu,
Jesú, kóngur klár eftir Hallgrím
Pétursson í útsetningu Jóns Hlöð-
vers Áskelssonar. Þar er að finna
tengingu við Hallgrímskirkju, auk
þess sem um er að ræða lag sem
kórinn hefur tekið ástfóstri við.“
Önnur íslensk verk á efnisskrá eru
Heyr, himna smiður og Kvöldbænir
eftir Þorkel Sigurbjörnsson og Ave
Maria eftir Hjálmar H. Ragnarsson.
„Þá verða flutt verk á borð við Ave
maris stella eftir Trond Kverno og
Magnificat eftir Arvo Pärt sem er
mjög magnþrungið verk.“ Eftir hlé
verða flutt kórverk eftir fræg nor-
ræn tónskáld, Knut Nystedt og Otto
Olson. „Þannig verður fluttur hver
gullmolinn á fætur öðrum, af verk-
um norður-amerísku tónskáldanna
má t.d. nefna Agnus Dei eftir Sam-
uel Barber, þ.e. umskrift tónskálds-
ins á Adagio fyrir strengjasveit. Það
er mjög frægt verk sem á eflaust
eftir að hrífa alla sem til heyra.
Lokaverk tónleikanna, Vinamintra
elitavi, flutti kórinn við upphaf
Kirkjulistarhátíðarinnar og erum
við þá kominn hringinn.“
Inga Rós segir aðstandendur
Kirkjalistahátíðar ánægða yfir
hversu vel hafi til tekist. „Við erum
ákaflega þakklát fyrir að hafa getað
boðið upp á dagskrá með svo mikl-
um fjölda hæfileikafólks, bæði er-
lendum og íslenskum,“ segir Inga
Rós. Hún segir sérstaka hátíðar-
stemmningu hafa myndast í kirkj-
unni, sem jafnt áhorfendur sem
flytjendur hafi orðið snortnir af.
„Það var mjög bjart yfir hátíðinni
allri en segja má að flutningur á Jós-
úa eftir Händel hafi markað hátind
hátíðarinnar, og voru viðbrögð
þeirra erlendu flytjenda sem hingað
komu ekki síst hvetjandi fyrir það
listastarf sem fer fram hér í kirkj-
unni. Ég held að yfirskrift hátíðar-
innar, þ.e. „múrar falla“, hafi gert
það að verkum að opnast hafi landa-
mæri í margar áttir, bæði í land-
fræðilegum og listrænum skilningi,“
segir Inga Rós að lokum.
Hver gullmolinn á
fætur öðrum fluttur
Morgunblaðið/Arnaldur
Inga Rós Ingólfsdóttir er ánægð með hversu vel hefur tekist til með
Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju. Hátíðinni lýkur á morgun.
Kór Flensborg-
arskóla á ferð
KÓR Flensborgarskólans í Hafn-
arfirði heldur tónleika í Félags-
heimili Patreksfjarðar á þriðju-
dagskvöld kl. 20.30, Stykkishólms-
kirkju á fimmtudagskvöld kl. 20.30
og eru þeir tónleikar liður í röðinni
Sumartónleikar í Stykkishólms-
kirkju. Stjórnandi er Hrafnhildur
Blomsterberg og píanóleikari kórs-
ins er Ólafur Kolbeinn Guðmunds-
son.
Á efnisskránni eru innlend og er-
lend lög og flytur Ólafur Kolbeinn
m.a. verkið „Suggestion diabolique“
op. 4 no. 4 eftir Sergei Prokofiev.
Hönnunar-
sýning
í Hafnarfirði
NÚ stendur yfir árleg hönnunarsýn-
ing Iðnskólans í Hafnarfirði. Þar er
að finna margvísleg verk úr hinum
fjölbreyttasta efniviði og hafa þrír af
útskriftarnemendum skólans í ár
fengið inni í hinum virta hönnun-
arháskóla í Eindhoven í Hollandi
sem einungis veitir skólavist litlum
hluta umsækjenda.
Sýningin er opin til 8. júní, lokað
sunnudag og mánudag.
Djassað á Ozio
DJASSTÓNLEIKAR verða á Ozio á
mánudagskvöld kl. 21.30 og leikur
djassinn tríó saxófónleikarans
Hauks Gröndals.
Ásamt Hauki spila þeir Matthías
Hemstock á trommur, og Gunnar
Hrafnsson á kontrabassa.
Miðaverð er 600 kr.
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
SMS FRÉTTIR
mbl.is