Morgunblaðið - 03.06.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.06.2001, Blaðsíða 11
viss býli í Fljótshlíð sem áttu land þar innfrá. Þar eru til bæði Múlatungur og Teigstungur. Það bendir til þess að þessi býli hafi átt þar land. Þeir voru þarna með fé á útigangi. Svo komust þeir upp á að fara á haustin og taka hrútana. Fara svo með þá aftur um áramót og fá þannig meiri afurðir af fénu. Ærnar fengu því ekki fyrr en á eðlilegum tíma. Menn fóru þetta ríð- andi, hér yfir fljótið. En hvernig þeir komu hrútunum veit ég ekki. Kannski haft þá í bandi og dregið þá yfir. Þetta gerðu þeir fram undir lok 19. aldar að mér er sagt.“ Rændi konunni Gamall bær stendur enn í brekk- unni vestan við hús Runólfs. Á bænum er torfþak og afgirtur trjágarður ofan við bæinn. Þarna hefur verið rekið far- fuglaheimili á sumrin um árabil. Breskur maður er þar með aðstöðu og skipuleggur gönguferðir, aðallega um Syðri-Fjallabaksleið og Hornstrandir. „Það er enskt fólk þarna öll sumur, það var byrjað að koma áður en ég kom hingað. Það er sérstakast við þau samskipti að ég rændi frá honum kon- unni,“ segir Runólfur. – Þú segir það án þess að blikna? „Þetta eru bara staðreyndir,“ segir Runólfur. „Það þýðir ekki að spá í annað en að segja satt.“ – Var Bretinn sáttur við það? „Það hef ég ekki hugmynd um,“ svarar Runólfur kíminn. „Þau voru búin að vera þarna allavega einhver ár, kannski tíu, en voru barnlaus. Ég hef eignast með henni tvö börn sem eru komin yfir tvítugt núna og farin að heiman.“ Kona Runólfs heitir Margrét og er frá London. Hún starfar hjá Slátur- félagi Suðurlands á Hvolsvelli og ekur daglega til vinnu innan úr Fljótsdal. Runólfur segir að þessi viðskipti hans og Bretans hafi engu breytt um leig- una á farfuglaheimilinu. „Það hafa verið þarna í nokkuð mörg ár hjón sem hafa séð um þetta fyrir hann. Konan er bústýra og hugs- ar um að gefa fólkinu að borða áður en það leggur af stað í hópferðirnar og eins þegar það kemur. Maðurinn er aftur fylgdarmaður með hópunum.“ Runólfur segir að hóparnir miðist við 16 manns og þeir gangi á einni viku úr Fljótsdal austur Syðri-Fjallabaksleið í Skaftártungu. Svo er komið með annan hóp til baka, þannig að fylgd- armaðurinn er hálfan mánuð í ferð- inni. Einu sinni fór Runólfur með fólki þessa leið austur og var þá farið á hestum. „Við vorum tvo daga og ég held að við höfum gist í Hvanngili. Fórum á miðjum degi héðan og kom- umst inn í Hvanngil. Fórum svo seinni daginn austur að Snæbýli.“ Runólfur segir að göngufólkið gisti mest í skál- um á leiðinni. „Íslendingar taka lítið eða ekkert þátt í þessu. Þeir vilja bara hafa þægindin og bílinn.“ Runólfur segir að ferðaþjónustan sé smábúsílag fyrir búið. Honum sýnist að hún hafi ekkert breyst frá því hann kom í Fljótsdal. Appelsínutré í uppvexti Við gengum í gamla bæinn þar sem farfuglaheimilið er. Leiðin liggur yfir litla trébrú sem lögð er yfir lækjargil. Hestar hafa komist inn í húsgarðinn eins og sjá má af nokkrum taðhrauk- um. Runólfur býður okkur inn í borð- stofuna og við skrifum í gestabókina. Á meðan nær hann í vatn og vökvar plöntur í suðurglugganum, þar sprett- ur upp af appelsínukjörnum sem hann stakk í mold. Útsýnið er stórkostlegt yfir Markarfljótsaurana og upp á Eyjafjallajökulinn sem baðar sig í vor- sólinni. Engin furða að fólk verði agn- dofa á þessum stað. Runólfur segir að þarna sé skjólsælt í norðan- og sunnanáttum. Austanátt- in gat verið stíf. Þá sló niður í skarðið á milli Þórólfsfells og Tindfjalla. Íbúðar- húsið nýja lenti í strengnum. Runólfur segir að undanfarin tvö til þrjú ár hafi verið samfelld blíða, annað en óveðrin sem gerði fyrst eftir að hann flutti. Lækir heita ár Runólfur segir að það sé ekki snjó- þyngra í Fljótsdal en annars staðar. Hann lendir sjaldan í erfiðleikum við að komast í fjárhúsin út af óveðri. „Það er lækur hér austan við húsið. Hann getur orðið ófær. Þetta blæs upp af frosti, hleður undir sig og krapar og frýs. Það kom aldrei neitt svoleiðis fyrir í vetur.“ – Heitir hann eitthvað, þessi lækur? „Marðará. Vatnsföll af þessari stærð voru kölluð lækir í minni heima- byggð í gamla daga. En hér eru það ár, eins og Marðará og Þórólfsá.“ Runólfur segir að það sé lítið eitt af fiski í þessum lækjum, en hann ekki nema einu sinni veitt í matinn. Sauðburður Í haust komust lambhrútar í ærnar og lembdu nokkrar fyrr en til var ætl- ast. Þær voru bornar þegar við vorum í heimsókn. Runólfur sýndi okkur eina ána sem bar lambi um morguninn. Við röltum út í fjárhús og hundurinn Kol- ur fylgdi með. Er eitthvað gagn af honum við féð? „Þetta er bjáni,“ sagði Runólfur. „Það er tilviljun að það sé gagn af hon- um ef maður sendir hann eitthvað.“ Flestar ærnar hans Runólfs eru tví- lembdar. Þó ekki sú sem bar um morg- uninn. „Hún var svo ókurteis að koma bara með eitt,“ sagði bóndinn. „Þetta er undan einum lambhrútnum.“ Ærin var búin að kara lambið og kumraði við það í stíunni. Runólfur tók litlu gimbrina í fangið og sótti markatöng í traktorinn. Hann settist undir fjárhúsvegg og markaði fimum höndum. Tvö stig aftan vinstra. Ærin fylgdist með áhyggjufull, en Kolur fullur forvitni. Svo las Runólfur brennimarkið af horninu á ánni og sagði að hún væri nokkuð við aldur, minnsta kosti sex vetra. Hann þreifaði á júgrinu og sagði allt í stakasta lagi. „Þetta verður eðlilegur og fínn dilkur í haust,“ sagði hann og sleppti lambinu sem hljóp til móður sinnar. Það er ekki allt sem sýnist. Nokkru eftir að blaðamenn kvöddu Fljótsdal bar ærin öðru lambi, gimbur engu minni en þeirri sem á undan var kom- in. Runólfi kom þetta á óvart, því þeg- ar við vorum hjá ánni sýndi hún þess engin merki að eiga eftir að bera. Hann sagði að þetta hefði aldrei fyrr gerst í hans búskap, að tvílembingur kæmi í heiminn og búið að marka hinn sem á undan kom. Hvað framtíðin ber í skauti sér í Fljótsdal er óvíst líkt og annars stað- ar. Runólfur segist ekki vita hvort börnin hafa áhuga á að taka við búinu, telur þó líkur á því minni en meiri. Hann unir þó glaður við sitt, vinnur við það sem honum er kærast, fjárbú- skap, og býr í umhverfi þar sem feg- urðin er ólýsanleg. Morgunblaðið/RAX fyrir augum alla daga gudni@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2001 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.