Morgunblaðið - 03.06.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.06.2001, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2001 33 hann nálunum. Yfir höfði hans var hljóðnemi og heyrðist hann hrópa að hann hefði verið skorinn í nára og læri og honum blæddi mikið. Í umræðunni um dauðarefsingar beinist at- hyglin óhjákvæmilega einkum að þeim, sem teknir eru af lífi. Þeir eru hins vegar sýnu fleiri, sem bíða aftöku. Milli 1973 og 1999 voru um 6.700 menn dæmdir til dauða, en 598 voru teknir af lífi, eða einn af hverjum 11. Að meðaltali bíða menn í 11 ár eftir að dauðadómi verði fullnægt, en ekki er óvenjulegt að biðin sé 20 ár. Þá er kostnaðurinn af kerfinu ekki lítill. Sem dæmi má nefna að í Kaliforníu kostuðu dauða- refsingamál kerfið einn milljarð dollara eða 105 milljarða íslenskra króna á tímabilinu 1977 til 1993. Á þeim tíma voru tveir teknir af lífi. Dag- blaðið Dallas Morning News, komst að þeirri nið- urstöðu að það kostaði fangelsiskerfið 2,3 millj- ónir dollara (240 milljónir króna) að dæma mann til dauða og fyrir sama fé mætti vista fanga, sem væri einn í klefa við ströngustu öryggisgæslu í 40 ár. Á miðvikudag beindu samtökin Amnesty Int- ernational spjótum sínum að Bandaríkjunum og sögðu að þau hefðu með því að dæma menn til dauða fyrirgert tilkalli sínu til forustu í mann- réttindamálum. William Schulz, yfirmaður Bandaríkjadeildar samtakanna, lýsti yfir því á blaðamannafundi að Bandaríkin væru í sama skammarlega hópnum og Kína, Íran og Sádí-Ar- abía. 88% af öllum aftökum færu fram í þessum fjórum ríkjum og þau væru á skjön við þróunina annars staðar í heiminum. Benti hann á að rúm- lega 60 ríki hefðu lagt dauðarefsingar af frá því að Bandaríkjamenn tóku þær upp að nýju árið 1977. Í Bandaríkjunum eru geðfatlaðir og heila- skaddaðir meira að segja teknir af lífi. Þar eru Bandaríkin í hópi með Kyrgystan og Japan. Afstaðan til dauðarefsinga að snúast Afstaða almennings í Bandaríkjunum til dauðarefsinga virðist vera að snúast um þessar mundir, þótt ekki sé ljóst hvaða áhrif mál McVeighs hafi á þá þróun. Í öllum skoð- anakönnunum, sem gerðar voru áður en taka átti hann af lífi 16. maí var afgerandi meirihluti hlynntur aftökunni. Árið 1994 voru 80% Banda- ríkjamanna hlynnt dauðarefsingum, en á þessu ári hefur stuðningur mælst 66%, samkvæmt könnun Pew-stofnunarinnar. Hins vegar mældi sama stofnun 75% stuðning við aftöku McVeighs. Gallup gerði könnun í apríl þar sem 22% kváðust vera andvíg dauðarefsingum, en vildu hins vegar að McVeigh yrði tekinn af lífi. Afstaðan til dauðarefsinga hefur farið bæði eftir straumum í bandarísku þjóðfélagi og tíðni glæpa. Á sjötta áratug liðinnar aldar voru um tveir af hverjum þremur Bandaríkjamönnum fylgjandi dauðarefsingu, sem er svipað hlutfall og nú. Á sjöunda áratugnum minnkaði stuðning- ur við dauðarefsingar hins vegar mjög og fór nið- ur í 42% í Gallup-könnun, sem gerð var 1966. Vaxandi tíðni glæpa varð hins vegar til þess að stuðningur við dauðarefsingar færðist í aukana á ný og í lok sjöunda áratugarins var hann kominn upp í 51%. Bandarískt þjóðfélag sveigðist til hægri á næstu áratugum og fylgi við dauðarefs- ingar jókst. 1986 var það komið upp í 72% og náði hann hámarki í 80% 1994, sama ár og repúblik- anar náðu meirihluta í báðum deildum Banda- ríkjaþings. Síðan hefur dregið úr stuðningi, en það virðist þó fremur eiga rætur að rekja til þess að almenn- ingur hafi áhyggjur af því að réttarkerfið sé að bregðast með því að dæma saklausa menn til dauða, en að dauðarefsingin sem slík sé röng. Al- menningur virðist engu að síður vera farinn að hverfa frá því að dauðarefsingin gagnist til að draga úr tíðni morða. Í apríl birtist skoðanakönn- un sem gaf til kynna að meirihluti Bandaríkja- manna taldi í fyrsta skipti í 15 ár að dauðarefs- ingar drægju ekki úr morðum. Samkvæmt þeirri könnun töldu þó flestir að fælingarmáttur dauða- refsinga væri helsta réttlæting þeirra, fremur en það að ódæðismaðurinn fengi makleg málagjöld. Reyndar hefur einnig komið í ljós að trúin er mikilvægur þáttur í breyttri afstöðu almennings til dauðarefsinga og vísuðu menn oftast til trú- arinnar í könnun Pew-stofnunarinnar er þeir rökstuddu andstöðu sína. Svo virðist því sem í Bandaríkjunum sé að myndast bandalag ólík- legra samherja gegn dauðarefsingum þar sem fara saman öflin á vinstri vængnum, minnihluta- hópar og hægri menn úr röðum bæði katólikka og mótmælenda. Kristilegir og vinstrimenn í eina sæng Kristilegir íhalds- menn eru stór þrýsti- hópur í Bandaríkjun- um og áhrif þeirra töluverð. Það er til dæmis segin saga að þeir sem berjist um útnefningu til að verða for- setaefni repúblikana eigi litla möguleika reyni þeir ekki að höfða til kristilega vængsins í flokkn- um. Öflugur stuðningur kristinna hópa á hægri vængnum við dauðarefsingar hefur ekki farið saman við málflutning um kristilegt siðgæði og til dæmis baráttu þeirra gegn fóstureyðingum á grundvelli þess að hvert líf sé heilagt. Forustu- menn í katólsku kirkjunni í Bandaríkjunum hafa á undanförnum tveimur árum tekið afgerandi af- stöðu gegn dauðarefsingum. Í hópi bókstafs- trúarmanna hefur einnig orðið mikil breyting, sem rekja má til aftöku Körlu Faye Tucker árið 1998. Tucker frelsaðist í fangelsi og ýmsir kristi- legir hópar með Pat Robertson fremstan í flokki báðu um að henni yrði þyrmt. Þegar hún var engu að síður tekin af lífi fordæmdi Robertson hina „dýrslegu hefnigirni“, sem gagnsýrði bandarískt þjóðfélag. Skömmu eftir aftökuna birtist leiðari í einu helsta málgagni mótmælenda í Bandaríkjunum, Christianity Today, með fyrir- sögn þess efnis að hin trúarlegu viðbrögð gegn aftöku Tucker hefðu verið rétt, en ekki af þeirri ástæðu að hún var kristin. Komust höfundar leið- arans að þeirri niðurstöðu að útséð væri um nota- gildi dauðarefsingar, mismunun fælist í því hvernig henni væri beitt og aðeins hefnigirni byggi að baki. Robertson gekk enn lengra fyrir rúmu ári þegar hann lýsti yfir því að setja ætti bann við aftökum, en aðeins tíu árum áður sagði hann að dauðarefsingar væru nauðsynlegar til að draga úr ofbeldisglæpum. Afstöðubreytingu katólikka má rekja til heim- sóknar Jóhannesar Páls páfa annars til Banda- ríkjanna í byrjun árs 1999. Gerði hann dauða- refsingar þá ítrekað að umtalsefni og í ræðu í St. Louis sagði hann að hin nýja kirkja kvæði á um það að „fylgjendur Krists eigi skilyrðislaust að styðja lífið, undir öllum kringumstæðum“. And- stæðingar fóstureyðinga í Bandaríkjunum orða andstöðu sína svo að þeir vilji að fóstrið fái að lifa, þeir séu stuðningsmenn lífsins, og orðalag páfans þótti taka af allan vafa um að hann teldi að sá stuðningur skyldi ekki aðeins eiga við um fóstur í móðurkviði. Þessar tilhneigingar kunna á endanum að leiða til þess að dauðarefsingar verði afnumdar í Bandaríkjunum, en það er hins vegar ekkert gef- ið í þeim efnum. Það hefur hingað til verið mun auðveldara fyrir stjórnmálamenn, sem vilja sýna fram á að þeir hyggist taka af hörku á glæpum, að lýsa sig fylgjandi dauðarefsingum en andvíga. George Bush eldri, faðir núverandi forseta, beitti slíkum málflutningi í kosningabaráttunni við Michael Dukakis árið 1988 og hafði það afgerandi áhrif. Dauðarefsingar hafa heldur ekki verið einkamálstaður repúblikana. Bill Clinton var ein- arður stuðningsmaður dauðarefsinga og tók sér meira að segja hlé frá kosningabaráttunni 1992 þegar hann var ríkisstjóri í Arkansas til að snúa þangað vegna aftökunnar á Rickey Ray Rector. Margir höfðu beðið Clinton að vægja honum vegna þess að hann væri heilaskaddaður. Rector skaut lögregluþjón og hugðist síðan skjóta sjálf- an sig. Kúlan fór í gegnum heila hans, en hann lifði af. Clinton ákvað, þrátt fyrir áköll, að láta taka hann af lífi. Rector gerði sér hins vegar ekki meiri grein fyrir því hvað var í vændum en svo að þegar hann sté upp frá síðustu máltíð sinni og fór til aftökunnar bað hann verðina að geyma eftir- réttinn svo hann gæti klárað hann þegar hann kæmi aftur. Þótt ýmislegt hafi skilið að Bush og Al Gore í kosningabaráttunni á síðasta ári voru þeir sammála um að ekki ætti að leggja af dauða- refsingar. Morgunblaðið/Golli Á Hvannadalshnjúk. Á miðvikudag beindu samtökin Amnesty Inter- national spjótum sínum að Bandaríkj- unum og sögðu að þau hefðu með því að dæma menn til dauða fyrirgert til- kalli sínu til forustu í mannréttinda- málum Laugardagur 2. júní
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.