Morgunblaðið - 03.06.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 03.06.2001, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. Víkverji skrifar... MJÖG athyglisvert var að kynn-ast viðhorfum Ólafs Stefáns- sonar, besta handknattleiksmanns Íslands um þessar mundir, í stór- góðu viðtali Víðis Sigurðssonar við hann hér í blaðinu síðastliðinn þriðjudag. Ólafur kveðst ekki vilja hanga fastur í viðjum vanans, og svo virðist sem engin hætta sé á að það gerist. Algengt er að viðtöl við íþrótta- menn séu einsleit. Mikið er um sömu setningarnar; staðlaða frasa sem fólk hlýtur að vera orðið þreytt á. En þessu er ekki að heilsa í tilfelli Ólafs. Hann lítur lífið skemmtilegum aug- um og þorir að tjá sig eins og hann langar til. Ólafur er spurður í viðtalinu hvort hann ætli sér að vera áfram hjá Magdeburg þegar samningi hans lýkur að tveimur árum liðnum – en líklegt má telja að liðið verði í far- arbroddi í Þýskalandi og jafnvel Evrópu næstu árin. Ólafur svarar: „Nei, ég sé ekki fyrir mér að ég verði hér áfram eftir að samningurinn rennur út. Ef við verðum sigursælir á þessum tíma vil ég frekar fara því það yrði ekkert gaman að hanga fastur í viðjum van- ans. Við Kristín [Þorsteinsdóttir, unnusta hans] viljum vera frjáls og á hreyfingu og settum okkur það tak- mark að kynnast heiminum í stað þess að fara hefðbundnu leiðina og festa okkur með húsakaupum og öllu sem því fylgir. Okkur langar til að kynnast Spáni eða Frakklandi, jafn- vel Japan, og það er allt opið í þess- um efnum. Það yrði gaman að kom- ast í sterkt félag á Spáni eða annað tveggja bestu liðanna í Frakklandi. En það er langt í þetta og margt sem getur gerst í millitíðinni, og mikil- vægast að hugsa ekki of langt og reyna að halda sínu striki.“ Ólafur er að nema ýmis húmanísk fræði, og þegar hann er spurður hvernig hann hyggist nýta sér námið í framtíðinni er svarið: „Það kemur í ljós og námið nýtist mér sjálfum fyrst og fremst, kennir mér að þekkja sálarlífið og verða betri maður. Sumir líta á það sem veikleika að hugsa of mikið og ég er stundum skammaður fyrir að vera of tilfinninganæmur. En ég tel að mað- ur eigi að reyna að virkja tilfinning- arnar í íþróttirnar og annað sem maður tekur sér fyrir hendur. Það er ekki rétt að ýta tilfinningunum frá sér, frekar að reyna að nota þær og þroska. Tilfinningamenn eru taldir veikir, en ég segi að slíkt sé aðeins veikleiki hjá þeim sem kunna ekki að fara með þær. Áskorunin er að nýta tilfinningarnar sem styrk. Þetta nám er góður grunnur fyrir aðra menntun, auk þess sem mörg störf í þjóðfélaginu í dag byggjast á skyn- semi og því að kunna að vinna úr upplýsingum. Rökhugsunin er mik- ilvæg en trúin er þó enn meira virði. Ég er ekki búinn að setja stefnuna á neitt ákveðið, enda er betra að segja sem minnst til að festa ekki eitthvað í sessi. Það má þó kannski segja að ég gæti hugsanlega þróað þetta inn á íþróttasálfræði síðar meir. Það virð- ast allir hafa miklar áhyggjur af því hvað ég ætli mér að verða, en ég er mjög rólegur yfir þessu öllu saman.“ Þetta er maður að skapi Víkverja. Íslendingar hafi ekkert að óttast. Þetta er rakalaus þvættingur. Íslenskir ráð- herrar í fyrri stjórn og nú- verandi stjórn hafa ítrekað kannað þessi mál og svörin eru þau að Rómarsáttmál- anum verði ekki beytt. Ég treysti íslenskum ráðherrum betur en þýsk- um ráðgjafa. Vill einhver Íslendingur að landhelgin verði galopin fyrir erlenda ryksugutogara? Vill ein- hver Íslendingur fá flóð- bylgju úr evrópska vinnu- markaðnum? Innan um eru dópistar, dópsalar og glæpalýður. Vill einhver fá slíkt til Íslands? Ég held ekki. Þessir sem tala um að við verðum að sækja um aðild að Evrópubandalag- inu virðast aldrei sjá galla, bara kosti. Næst er skoð- anakönnun verður gerð, þá nefnið kosti og galla. Í Morgunblaðinu 29. maí sl. segir „að allur skipafloti innan ESB fái jafnan að- gang að auðlind annarra efnahagsbandalagsþjóða“. Kær kveðja, Vilhjálmur K. Sigurðs- son, Njálsgötu 48A, Reykjavík. Landsöfnun TVÆR systur höfðu sam- band við Velvakanda og vildu koma eftirfarandi hugmynd á framfæri: Að allir landsmenn tækju þátt í söfnun til styrktar að- NÝLEGA var gerð skoð- anakönnun til að kanna hug manna til Evrópuað- ildar, að ESB. Því miður var þessi skoðanakönnun ekki marktæk. Til dæmis voru ekki tekin dæmi um kosti og galla aðildar og ég eins og aðrir vitum ekki um kosti evrunnar. Ef rétt væri, ætti að spyrja: Ert þú hlynnt eða hlynntur því að við göngum í Efnahags- bandalagið og að Efna- hagsbandalagslöndin fái full veiðiréttindi í íslenskri fiskveiðilögsögu? Eða að við sækjum um aðild og fáum hugsanlega styrki úr sjóðum bandalagsins? Eða að hinn frjálsi vinnumark- aður nái til Íslands? Talið er að innan banda- lagsins séu 10 milljónir manna án vinnu. Efna- hagsbandalagið sendi tog- ara á fiskimið við Kanada og þurrkuðu þau upp á stuttum tíma, þar fæst ekki bein úr sjó lengur. Ef við göngum í bandalagið er okkur skylt að opna land- helgina. Rómarsáttmálinn segir, samkvæmt viðtali við þýskan ráðamann, að standendum fórnarlamba flugslyssins í Skerjafirði þannig að hægt væri að koma þessum málum fyrir rannsóknarnefnd. Ljót sjón ÞAR sem ég ók heimleiðis Kársnesbrautina í Kópa- vogi rak ég augun í ljóta sjón. Á húsi einu var hengdur upp dauður hrafn í sjónvarpsloftnetið. Þvílík andstyggð. Hér hafa hrafnar verið á öðrum hverjum ljósastaur í vetur, öllum til ánægju. Ég hélt að ekki mætti drepa hrafna hér í Kópavogi, sem og í Reykjavík. Hvar fékk þessi mannaumingi hrafnshræið? Vonandi kann hann að skammast sín og taka niður hræið. Ég vona að hann læri að virða náttúruna og njóta hennar og hafna fáránlegu hatri á dýrategund sem á sér ekki minni tilverurétt en hann. Granni. Nauthóll í Nauthólsvík VEITINGAHÚSIÐ Naut- hóll í Nauthólsvík er lítið og afskaplega notalegt kaffihús. Þar er hægt að fá frábærar kökur og kaffi. Það er aðeins einn galli á þessu, húsið er ekki reyk- laust. Það er afar erfitt að koma þarna með börn því reykt er alls staðar. Hve- nær á að banna reykingar þarna? Viðskiptavinur. Húrra fyrir sjó- mannadagsráði Reykjavíkur ÞAÐ hefur verið fyrir því hefð að sjávarútvegsráð- herra haldi ræðu á sjó- mannadaginn. Nú er svo komið að nærveru hans er ekki óskað. Sama má segja um forseta lýðveldisins sem halda á ræðu á sjó- mannadaginn á Ísafirði, þar sem hann hefur skrif- að undir þau ólög sem rík- isstjórn Davíðs Oddssonar hefur knúið fram í skjóli meirihluta á Alþingi. Þetta er rétt, að þjóðin sé með- vituð um að þessir háu herrar séu ekki fulltrúar hins almenna borgara heldur fulltrúar útgerðar- manna, atvinnurekenda og annarra braskara í þessu þjóðfélagi. Þeir hópar sem ríkisstjórnin hefur sett á lög (ólög) í þessu landi þurfa að muna eftir þeim þegar þeir þurfa að biðja þjóðina um umboð til stjórnarsetu á stjórnar- heimilinu, að nærveru þeirra sé ekki óskað þar á bæ. Þannig þarf fólkið í landinu sem ekki er í fyr- irrúmi að taka á málunum og kvitta fyrir sig. Vinur sjómanna og þeirra sem minna mega sín. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Meingölluð skoðana- könnun um Evrópuaðild Skipin Reykjavíkurhöfn: Brú- arfoss kemur í dag og fer á morgun, Arina Arctica kemur og fer á morgun, Frank kemur í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Brúarfoss kemur á morgun til Straums- víkur, Olchan, Eridanus og Fornax fara í dag. Fréttir Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14–17. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun kl. 17–18, þriðjudaga. Mannamót Árskógar 4. Á þriðjudag kl. 9–16.30 opin handa- vinnustofan, áhersla á bútasaum, kl. 9–12 bók- band og öskjugerð, kl. 9.30 danskennsla, Sig- valdi, kl. 13–16.30 opin smíðastofa, trésmíði/ útskurður, kl. 9 hár- og fótsnyrtistofur opnar. Aflagrandi 40. Á þriðju- dag enska kl. 10 og kl. 11. Verslunarferð farið verður í Hagkaup Skeif- unni miðvikudaginn 6. júní. Farið frá Granda- vegi kl. 10 með viðkomu í Aflagrand, komið til baka kl. 12. Kaffi og meðlætii í boði Hag- kaupa. Fimmutdaginn 21. júní verður farið í þjóðleikhúsið að sjá söngleikinn Syngjandi í rigningunni,skráning í afgreiðslu Aflgranda 40 simi 562-2571 miðar ósk- ast sóttir fyrir 10 júní. Bólstaðarhlíð 43. Á þriðjudag kl. 8 hár- greiðsla, kl. 8.30 böðun, kl. 9–16 almenn handa- vinna og fótaaðgerð, kl. 9.30 morgunkaffi/ dagblöð, kl. 11.15 matur, kl. 14 dans, Sigvaldi, kl. 15 kaffi. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18–20. Á þriðjudag kl. 9 hár- greiðsla og böðun, kl. 10 samverustund, kl. 14 félagsvist. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Á þriðju- dag kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 13 fönd- ur og handavinna. Kl. 14.45 söngstund í borð- sal með Jónu Bjarna- dóttur. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Á þriðjudag bridge kl 13:30 og púttæfingar á Hrafnistuvelli kl. 14 til 16: Dagsferð á Njálu- slóðir fimmtudagin 7. júní nálgist miðana sem fyrst. Þriggja daga ferð til Hornafjarðar 9. júlí og Orlofið að Hótel Reykholti í Borgarfirði 26.-31. ágúst n.k. Skrán- ing hafin, allar upplýs- ingar í Hraunseli, sími 555-0142. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10–13. Matur í hádeginu. Ath: farið verður í dags- ferð 10. júní austur í Mýrdal, farið verður m.a. niður að Görðum í Reynishverfi, upp í Heiðardal, að Skógum og Vík. Leiðsögn: Ólöf Þórarinsdóttir. Skrán- ing hafin. Dagsferð 13. júní. Nesjavellir- Grafningur-Eyrarbakki. Húsið – Sjóminjasafnið á Eyrarbakka skoðað. Leiðsögn: Tómas Ein- arsson og Pálína Jóns- dóttir. Skráning hafin. 19.-22. júní Trékyllisvík 4 dagar, gist að Val- geirsstöðum í Norð- urfirði, svefnpokapláss. Ekið norður strandir. Farið í gönguferðir og ekið um sveitina. Ekið heimleiðis um Trölla- tunguheiði eða Þorska- fjarðarheiði. Skráning hafin. Leiðsögn Tómas Einarsson. Þeir sem eiga pantað í hringferð um Norðausturland 8.- 15. ágúst vinsamlegast komið og greiðið inn á ferðina sem fyrst. Athugið að allt fé- lagsstarf fellur niður sunnudag og mánudag vegna hvítasunnu- helgarinnar. Silfurlínan er opin á mánudögum og mið- vikudögum frá kl. 10 til 12 fh. í síma 588-2111. Upplýsingar á skrifstofu FEB kl. 10 til 16 í síma 588-2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Á þriðjudag kl. 9–16.30 opin vinnu- stofa, tréskurður og fleira, kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 10 leikfimi, kl. 12.45 Bón- usferð. Gerðuberg, félagsstarf, þriðjudaginn 5. júní, kl. 9-16.30 vinnustofur opn- ar, kl. 13 boccia, veit- ingar í kaffihúsi Gerðu- bergs. Sumardagskráin er komin. Miðvikudag- inn 6. júní bankaþjón- usta kl. 13.30- 14.30. Veitingar í kaffihúsi Gerðubergs. Allar upp- lýsingar um starfsemina á staðnum og í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Á þriðjudag kl. 9.30 handavinnustofa opin, leiðbeinandi á staðnum frá kl. 10–17, kl. 14 boccia, þriðjudags- ganga fer frá Gjábakka kl. 14. Gullsmári, Gullsmára 13. Á þriðjudag kl. 9.15 postulínsmálun, kl. 13– 16 handavinnustofan op- in, leiðbeinandi á staðn- um. Hvassaleiti 56–58. Á þriðjudag kl. 9 böðun, fótaaðgerðir og leikfimi, kl. 9.45 bankaþjónusta, kl. 13 handavinna og hárgreiðsla. Hraunbær 105. Á þriðjudag kl. 9–16.30 postulínsmálun, kl. 9–17 fótaaðgerðir, kl. 9–12 glerskurður, kl. 9.45 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12.15 verslunarferð í Bónus, kl. 13–16.30 myndlist, kl. 13–17 hár- greiðsla. Norðurbrún 1. Á þriðju- dag kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 10–11 ganga, kl. 9– 16.45 opin handa- vinnustofan, tréskurður. Vesturgata 7. Á þriðju- dag kl. 9 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, dagblöð og kaffi, kl. 9.15–15.30 al- menn handavinna, kl. 11 leikfimi, kl. 11.45 matur, kl. 13 frjáls spila- mennska, kl. 14.30 kaffi. Dagsferð verður farin fimmtudaginn 7. júní. Lagt af stað kl. 10. Við- koma í Eden í Hvera- gerði. Farið verður á Njáluslóðir, Njálusafn skoðað með leiðsögn Arthurs Björgvins Bollasonar. Ekið um Stokkseyri og Eyr- arbakka, Eyrar- bakkakirkja skoðuð. Sr. Úlfar Guðmundsson tek- ur á móti hópnum. Kvöldverður og dans á Hótel Örk. Sundlaug og heitir pottar fyrir þá sem vilja. Leið- sögumaður Nanna Kaaber. Upplýsingar og skráning í síma 562- 7077. Ath takmarkaður miðafjöldi. Vitatorg. Á þriðjudag kl. 9 smiðjan og hár- greiðsla, kl. 9.30 morg- unstund kl. 10 fótaað- gerðir og almenn leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 11.45 matur, kl. 14.30 kaffi. Félagsvist og al- menn handavinna falla niður vegna sum- arferðar að Sólheimum í Grímsnesi. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Spilað þriðju- dagskvöld kvöld kl. 19. Allir eldri borgarar vel- komnir. Félag ábyrgra feðra heldur fund í Shell- húsinu, Skerjafirði, á miðvikudögum kl. 20, svarað í síma 552 6644 á fundartíma. Eineltissamtökin halda fundi að Túngötu 7, á þriðjudögum kl. 20. Kvenfélag Óháða safn- aðarins. Hin árlega vor- ferð sumarsins verður miðvikudaginn 6. júní lagt af stað frá Kirkju Óháða safnaðarins kl. 20. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. Skráning hjá Ester s. 557-7409, Halldóra s. 566-6549 eða Ólöfu s. 588-7778. Ellimálaráð Reykjavík- urprófastdæma, Breið- holtskirkju við Þang- bakka. Skálholtsskóli, Ellimálanefnd Þjóðkirkj- unnar og Ellimálaráð Reykjavíkurprófasts- dæma efna til sumar- dvalar fyrir eldri borgara í Skálholti. Boðið er til fimm daga dvalar í senn og raðast þeir þannig: 25. til 29. júní, 2. til 6. júlí og 9. til 13. júlí. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Ellimálaráðs Reykjavíkurprófasts- dæma f.h. virka daga í síma 557-1666. Í dag er sunnudagur 3. júní, 154. dagur ársins 2001. Hvíta- sunnudagur. Orð dagsins: Ég treysti á miskunn þína; hjarta mitt fagnar yfir hjálp þinni. Ég vil syngja fyrir Drottni, því að hann hefir gjört vel til mín. (Sálm. 13, 6.) 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 þreklítill, 8 hluti lands, 9 stækja, 10 veiðarfæri, 11 skyldmennið, 13 pen- ingar, 15 lífs, 18 smáald- an, 21 of líti, 22 hugaða, 23 ræfils, 24 hjálpar. LÓÐRÉTT: 2 þor, 3 þreyttur, 4 kaka, 5 ber, 6 fjall, 7 skordýr, 12 þegar, 14 ótta, 15 í fjósi, 16 tíðari, 17 fugls, 18 ilmur, 19 vegg, 20 þefa. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 flaga, 4 sekks, 7 lygar, 8 ósmár, 9 sær, 11 nára, 13 eiri, 14 nakin, 15 forn, 17 naum, 20 arf, 22 orðan, 23 eimur, 24 tunna, 25 tæran. Lóðrétt: 1 falin, 2 argar, 3 aurs, 4 stór, 5 kamri, 6 syrgi, 10 æskir, 12 ann, 13 enn, 15 frost, 16 ræðin, 18 armur, 19 merin, 20 ansa, 21 feit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.