Morgunblaðið - 03.06.2001, Blaðsíða 28
ÞRÁTT fyrir nálægð viðKristshúsið í Hruna komakirkjulegir hlutir fáum íhug þegar þeir renna í hlað
á Sólheimum. Neðan við bæinn tek-
ur á móti vegfarendum vel merkt
Djöflaeyja með tilheyrandi gapandi
hauskúpum af hrútum og kúm
ásamt hrafnshræi í gálga.
„Jú, þeim verður sumum hverft
við hauskúpurnar ferðamönnunum
sem villast hingað á leið sinni inn í
Landmannalaugar eða Þjórsárdal.
Við Jói maðurinn minn bjuggum
eyjuna til í einhverjum prakkara-
skap og tilvist hennar hefur ekki
dregið úr vangaveltum sveitung-
anna um galdraeðli mitt. Ég er ekki
frá því að sumir séu hálfhræddir við
mig. Og ekki batnaði það þegar ég
hélt hátíðarræðu 17. júní í fyrra og
jörðin skalf ógurlega skömmu síðar.
Þetta var auðvitað jarðskjálftinn
stóri sem gerði mér þann grikk eða
greiða að ríða yfir á þessum tíma.
Ég var þar af leiðandi talin standa á
bak við öll ósköpin,“ segir Esther
Guðjónsdóttir og hlær.
Hún telur fyrrnefndan ótta við sig
frekar stafa af því að hún skrifar
stundum greinar í blöð og skammast
yfir því sem henni þykir betur mega
fara í sveitinni. Hún segir það nýtast
sér ágætlega í baráttunni að vera
álitin hyrnd og hæfilega herská.
Forneskja að vestan í farteskinu
Esther er uppalin á Álftanesi en
rekur ættir sínar í báða leggi vestur
á firði.
„Ingimundur móðurlangafi minn
ólst upp á Hornströndum. Hann var
fæddur á Látrum í Aðalvík og Guð-
björg langamma fæddist á Litlu
Ávík í Trékyllisvík. Í föðurættinni
kemur svo langamma mín frá Bæ á
Selströnd. Ég tel að þetta villta eðli
sem í mér býr sé komið að vestan og
kannski líka hæfileiki minn til að
skynja og sjá margt sem öðrum er
hulið. Vestfirðingar hafa jú löngum
verið taldir magnaðir. Og dökka yf-
irbragðið er gegnumgangandi í
minni fjölskyldu.“
Hún segir frönsku sjómennina
ekki vera eina um að hafa gefið
Vestfirðingum svarta hárið því talið
er að Indverji nokkur hafi tekið land
á Vestfjarðakjálkanum á 18. öld,
sest þar að og blandað blóði við
heimamenn. Ekki er laust við að
bregði fyrir indverskum svip í and-
liti Estherar og hún og börnin henn-
ar hafa dökka húð sem verður svört
við minnsta sólarljós og þá lýsir
nánast af hvítum lófunum.
„Systur mínar eru líka svona
dimmleitar, en við erum bara þrjár
og kannski eins gott því við erum al-
veg ferlegar þegar við komum sam-
an. Ég puttabraut aðra þeirra einu
sinni í látunum. Við virðumst ekki
vaxa upp úr prakkaraskap og uppá-
tektasemi. Nýlegasta dæmið er af-
mælisgjöf sem þær gáfu mér um
daginn þegar ég varð 35 ára. Þær
komu hér með bros á vör og gáfu
mér svín! Þrælfjöruga þriggja vikna
gyltu. Sannkölluð hrekkjusvínagjöf.
Ég gaf gyltunni nafnið Gedda grís,
eftir Gerði yngri systur minni sem
átti hugmyndina. Gedda stækkar
hratt enda svelgir hún í sig mjólk
líkt og kálfur, því hún neitar að
drekka vatn eins og almennileg svín
gera. En ég ætla að koma með
hrekk á móti systrum mínum og
bjóða þeim í grillveislu til mín í
ágúst. Þá skulu þær fá að éta svínið.
Þau þykja einmitt best um sex mán-
aða aldurinn,“ segir Esther og glott-
ir með stríðnisglampa í augum.
200 ára rúm og draumfarir
Aðspurð hvernig það kom til að
stúlkan við sundin blá varð sveita-
kona segist Esther alltaf hafa ætlað
að verða bóndi, alveg frá því hún
man eftir sér.
„Þegar ég var að alast upp á
Álftanesinu voru þar kindur, kýr og
hestar allt í kringum okkur. Og 13
ára gömul var ég send sumarlangt í
sveit. Þá fór ég í Landeyjarnar á bæ
sem heitir Strandarhjáleiga. Fyrir
mig borgarbarnið var þetta eins og
að hoppa mörg ár aftur í tímann því
þar var ekkert heitt vatn og ekkert
klósett. Ég svaf í 200 ára gömlu
rúmi með heydýnu. Á gólfunum
voru ólökkuð tréborð og þau þurfti
að skrúbba með sandi. Erfiðast
fannst mér að komast ekki í bað
nema einu sinni yfir allt sumarið. En
þótt þarna hafi hvorki verið sjón-
varp né annað sem ég átti að venjast
var þetta gaman og mér leið vel.
Bóndinn á bænum var gamall maður
sem hét Ísleifur og var ógiftur en
hjá honum var ráðskona sem hafði
sinnt því starfi í meira en 30 ár.
Þetta var allt mjög sérstakt, hann
Ísleifur var yndislegur karl og safn-
aði bókum sem voru upp um alla
veggi og fyrir vikið mynduðust göng
inni í herbergjunum.“
Löngu seinna og mörgum árum
eftir að Ísleifur dó ásótti hann Esth-
er ítrekað í draumi og sagðist hafa
áhyggjur af dótinu sínu. Kvað svo
hart að þessu að hún var hætt að
geta sofið.
„Ég hringdi í bróður hans sem
sagði mér að það væri verið að um-
breyta gamla bænum, ýta yfir úti-
húsin og henda gömlu hlutunum. Ég
fór á staðinn og þarna voru bæk-
urnar hans komnar í svarta rusla-
poka og allt á rúi og stúi. En sem
betur fer var látið vita á byggða-
safninu í Skógum af öllu þessu dóti
og þeir tóku eitthvað af því í sína
vörslu. Mig hefur ekki dreymt Ísleif
síðan. Mér þykir vænt um að hafa
orðið honum að liði og að hann
skyldi ná sambandi við mig með
þessum hætti.“
Sælust í sveitinni
Eftir vistina hjá gamla manninum
sleppti Esther aldrei úr sumri í
sveitum landsins. Hún var 19 ára
þegar hún útskrifaðist af tungu-
málabraut frá Fjölbraut í Garðabæ,
hún mátti ekkert vera að því að eyða
meira en þremur og hálfu ári þar.
„Mér lá svo á út í lífið, ég nennti
ekkert að hanga yfir þessu lengur.
Ég var komin með bóndason upp á
arminn og sveitin átti hug minn all-
an. Ég var einmitt fjósakona hjá
honum Halla vini mínum í Einholti í
Biskupstungum þegar við Jói náð-
um saman. Það var alveg frábært að
vera í Einholti, þar var riðið út á
hverjum degi.“
En þegar Esther og Jói tóku sam-
an var hann ekkert á þeim buxunum
að verða bóndi. Þau stofnuðu sitt
fyrsta heimili á Flúðum og Jói vann
á bifvélaverkstæði en Esther hjá
garðyrkjubændum staðarins. Árin
liðu, þeim fæddust tvö börn og loks
rættist draumurinn.
„Ég hafði það af á endanum að fá
Jóa til að fara út í búskap. Hann er
einkabarn foreldra sinna sem
bjuggu hér á undan okkur og það
var ekki fyrr en að því kom að þau
ætluðu að hætta búskap, sem hann
lét þetta eftir mér. Það var árið 1994
og þá var ég ófrísk að þriðja og
yngsta barninu okkar. En það var
annaðhvort að hrökkva eða
stökkva.“
Esther og Jói höfðu leiguskipti
við foreldra hans, Kormák og Erlu;
þau búa núna í húsinu þeirra á Flúð-
um en ungu hjónin tóku við bú-
rekstrinum á Sólheimum.
„Fyrirkomulagið hjá okkur er
þannig að við eigum vélarnar og
skepnurnar en þau eiga húsin og
jörðina. Hér er svokallaður hefð-
Þessi uppstilling tekur á móti gestum á Sólheimum og er merkt Djöflaeyjan.
Á Sólheimum í Hrunamannahreppi býr bóndinn
og Búkollukonan Esther Guðjónsdóttir ásamt fjöl-
skyldu sinni. Hún hefur orð á sér fyrir að vera list-
ræn og dularfull. Sumir telja hana jafnvel búa yfir
fjölkynngi. Kristín Heiða Kristinsdóttir sótti
galdrakonuna heim í sveitasæluna.
Altaristaflan sem Esther málaði í
einkakapellu Jóns í Götu.
Esther Guðjónsdóttir, bóndi á Sól-
heimum í Hrunamannahreppi.
Galvösk
galdrakona
Esther lætur vel að Geddu grís sem
var afmælisgjöf frá systrum hennar.
Málverk eftir Esther frá æskustöðvum Ingimundar langafa hennar, Látrum í
Aðalvík á Hornströndum.
28 SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ