Morgunblaðið - 03.06.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.06.2001, Blaðsíða 42
FRÉTTIR 42 SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Höfum trausta kaupendur að einbýlishúsi með aukaíbúð í Árbæjar- og Seláshverfi Upplýsingar gefur Páll Höskuldsson á skrifstofu Eignavals í símum 585 9999 og 864 0500 pall@eignaval.is SELJABRAUT 72 4RA HERBERGJA ÍBÚÐ FRÁBÆRT VERÐ - LAUS STRAX OPIÐ HÚS Í DAG SUNNUDAG MILLI KL. 14 OG 17. Um er að ræða fallega 4ra herbergja 100 fm íbúð á 3ju hæð efstu ásamt stæði í bílgeymslu. Íbúðin er með ágætum innréttingum og parketi. Þvottahús og búr er í íbúðinni. Svalir í suðvestur. Stutt í skóla og þjónustu. Laus strax. Áhv. 5,3 millj. húsbréf með 5,1% vöxtum. Frábært verð, aðeins 10,7 millj. Sigurður og Gerður taka vel á móti ykkur. Skeifan fasteignamiðlun, Suðurlandsbraut 46 sími 568 5556 BORGIR Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 F A S T E I G N A S A L A LANGHOLTSVEGUR 186 NÝ STANDSETT OG FALLEG Mjög rúmgóð og óvenju falleg 68,7 fm 2ja herbergja íbúð á góð- um stað innarlega á Langholtsveginum. Íbúðin var öll standsett fyrir um tveimur árum og er óvenju falleg, m.a. nýtt eldhús, bað- herbergi, gólfefni og fleira. Stutt í skóla og alla þjónustu. Sjón er sögu ríkari. V. 9,2 millj. 4303 Vegna gríðarmikillar sölu vantar okkur allar gerðir fasteigna á skrá ! Hinir fimm fræknu sölumenn Eignavals selja eignina þína. HÁSKÓLINN í Reykjavík kynnti á miðvikudag nýja námsleið innan við- skiptadeildar sinnar sem gefur vinn- andi fólki kost á að stunda fullgilt há- skólanám og ljúka BS-prófi eða diploma prófi á tveimur til þremur árum. Um er að ræða fjórar náms- brautir sem allar byggjast á þeim grunni sem lagður hefur verið í hefð- bundnu námi í viðskiptadeildinni. Hægt verður að taka 90 eininga BS- nám í viðskiptafræði og útskrifast sem viðskiptafræðingur og diploma- leiðirnar eru þrjár og hver þeirra með 45 eininga nám. Þær eru með áherslu á fjármál og rekstur, stjórn- un og starfsmannamál og loks mark- aðsfræði og alþjóðaviðskipti. Námið, sem á að hefjast næsta haust, er sérsniðið með þarfir fólks úr atvinnulífinu í huga þannig að ein- staklingar geti stundað vinnu sam- hliða náminu. Fyrirkomulag kennsl- unnar verður með þeim hætti að kennt verður þriðjudaga, miðviku- daga og fimmtudaga frá kl. 16 til 19 og munu nemendur taka þrjú þriggja eininga námskeið á hverri önn, alls 9 einingar í stað 15 í hefðbundnum dagskóla. Þá verða einnig kennd þrjú námskeið yfir sumarið, þ.e. í maí, júní og ágúst en frí tekið í júlí. Nem- endur ljúka því 27 einingum á þrem- ur önnum á ári, í stað 30 eininga í hefðbundnu háskólanámi, og 45 ein- ingum á 21 mánuði. Einstaklingur sem hefur nám í ágúst 2001 lýkur þannig diploma-gráðu í júní 2003. Námið veitir fullgildar einingar á háskólastigi og mun nemendum standa til boða að halda áfram úr diploma-námi inn í BS-námið. Eins er ætlunin að þeir sem skrá sig í BS- nám með vinnu taki þriðja og síðasta árið í dagskólanum til að geta nýtt að fullu öll þau valnámskeið sem þar eru í boði. Lögð verður áhersla á notkun Netsins í samskiptum milli nemenda og kennara, t.d. verður hluti fyrir- Háskólinn í Reykjavík kynnir nýjar námsleiðir Boðið upp á háskóla- nám með vinnu Morgunblaðið/Arnaldur Guðfinna S. Bjarnadóttir rektor og Agnar Hansson deildarforseti kynntu nám með vinnu í nýbyggingu Háskólans í Reykjavík, sem taka á í notkun í haust. Um er að ræða annan áfanga af þremur í húsbyggingum skólans, 4 þúsund fermetra húsnæði líkt og bygging fyrsta áfangans. Fyrirlestur um búdd- isma FYRIRLESTRAR um búdd- isma á vegum Karuna hefjast aftur þriðjudaginn 5. júní nk., í stofu 101 Odda, Háskóla Ís- lands. Kennt verður á ensku næstu fjóra þriðjudaga og hefst kennslan kl. 20. Yfirskrift fyr- irlestranna er „Að skilja hug- ann“. Í þessum fyrirlestrum mun búddamunkurinn Venerable Drubchen sýna hvernig skýrari skilningur á huganum og virkni hans getur dregið úr og jafnvel eytt neikvæðum hugsunum og tilfinningum sem eru rót allra daglegra vandamála og þján- inga. Hver fyrirlestur er sjálf- stæður og öllum opinn. Gjald fyrir hvert skipti er kr. 1.000 en 500 fyrir námsmenn og öryrkja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.