Morgunblaðið - 03.06.2001, Side 42

Morgunblaðið - 03.06.2001, Side 42
FRÉTTIR 42 SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Höfum trausta kaupendur að einbýlishúsi með aukaíbúð í Árbæjar- og Seláshverfi Upplýsingar gefur Páll Höskuldsson á skrifstofu Eignavals í símum 585 9999 og 864 0500 pall@eignaval.is SELJABRAUT 72 4RA HERBERGJA ÍBÚÐ FRÁBÆRT VERÐ - LAUS STRAX OPIÐ HÚS Í DAG SUNNUDAG MILLI KL. 14 OG 17. Um er að ræða fallega 4ra herbergja 100 fm íbúð á 3ju hæð efstu ásamt stæði í bílgeymslu. Íbúðin er með ágætum innréttingum og parketi. Þvottahús og búr er í íbúðinni. Svalir í suðvestur. Stutt í skóla og þjónustu. Laus strax. Áhv. 5,3 millj. húsbréf með 5,1% vöxtum. Frábært verð, aðeins 10,7 millj. Sigurður og Gerður taka vel á móti ykkur. Skeifan fasteignamiðlun, Suðurlandsbraut 46 sími 568 5556 BORGIR Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 F A S T E I G N A S A L A LANGHOLTSVEGUR 186 NÝ STANDSETT OG FALLEG Mjög rúmgóð og óvenju falleg 68,7 fm 2ja herbergja íbúð á góð- um stað innarlega á Langholtsveginum. Íbúðin var öll standsett fyrir um tveimur árum og er óvenju falleg, m.a. nýtt eldhús, bað- herbergi, gólfefni og fleira. Stutt í skóla og alla þjónustu. Sjón er sögu ríkari. V. 9,2 millj. 4303 Vegna gríðarmikillar sölu vantar okkur allar gerðir fasteigna á skrá ! Hinir fimm fræknu sölumenn Eignavals selja eignina þína. HÁSKÓLINN í Reykjavík kynnti á miðvikudag nýja námsleið innan við- skiptadeildar sinnar sem gefur vinn- andi fólki kost á að stunda fullgilt há- skólanám og ljúka BS-prófi eða diploma prófi á tveimur til þremur árum. Um er að ræða fjórar náms- brautir sem allar byggjast á þeim grunni sem lagður hefur verið í hefð- bundnu námi í viðskiptadeildinni. Hægt verður að taka 90 eininga BS- nám í viðskiptafræði og útskrifast sem viðskiptafræðingur og diploma- leiðirnar eru þrjár og hver þeirra með 45 eininga nám. Þær eru með áherslu á fjármál og rekstur, stjórn- un og starfsmannamál og loks mark- aðsfræði og alþjóðaviðskipti. Námið, sem á að hefjast næsta haust, er sérsniðið með þarfir fólks úr atvinnulífinu í huga þannig að ein- staklingar geti stundað vinnu sam- hliða náminu. Fyrirkomulag kennsl- unnar verður með þeim hætti að kennt verður þriðjudaga, miðviku- daga og fimmtudaga frá kl. 16 til 19 og munu nemendur taka þrjú þriggja eininga námskeið á hverri önn, alls 9 einingar í stað 15 í hefðbundnum dagskóla. Þá verða einnig kennd þrjú námskeið yfir sumarið, þ.e. í maí, júní og ágúst en frí tekið í júlí. Nem- endur ljúka því 27 einingum á þrem- ur önnum á ári, í stað 30 eininga í hefðbundnu háskólanámi, og 45 ein- ingum á 21 mánuði. Einstaklingur sem hefur nám í ágúst 2001 lýkur þannig diploma-gráðu í júní 2003. Námið veitir fullgildar einingar á háskólastigi og mun nemendum standa til boða að halda áfram úr diploma-námi inn í BS-námið. Eins er ætlunin að þeir sem skrá sig í BS- nám með vinnu taki þriðja og síðasta árið í dagskólanum til að geta nýtt að fullu öll þau valnámskeið sem þar eru í boði. Lögð verður áhersla á notkun Netsins í samskiptum milli nemenda og kennara, t.d. verður hluti fyrir- Háskólinn í Reykjavík kynnir nýjar námsleiðir Boðið upp á háskóla- nám með vinnu Morgunblaðið/Arnaldur Guðfinna S. Bjarnadóttir rektor og Agnar Hansson deildarforseti kynntu nám með vinnu í nýbyggingu Háskólans í Reykjavík, sem taka á í notkun í haust. Um er að ræða annan áfanga af þremur í húsbyggingum skólans, 4 þúsund fermetra húsnæði líkt og bygging fyrsta áfangans. Fyrirlestur um búdd- isma FYRIRLESTRAR um búdd- isma á vegum Karuna hefjast aftur þriðjudaginn 5. júní nk., í stofu 101 Odda, Háskóla Ís- lands. Kennt verður á ensku næstu fjóra þriðjudaga og hefst kennslan kl. 20. Yfirskrift fyr- irlestranna er „Að skilja hug- ann“. Í þessum fyrirlestrum mun búddamunkurinn Venerable Drubchen sýna hvernig skýrari skilningur á huganum og virkni hans getur dregið úr og jafnvel eytt neikvæðum hugsunum og tilfinningum sem eru rót allra daglegra vandamála og þján- inga. Hver fyrirlestur er sjálf- stæður og öllum opinn. Gjald fyrir hvert skipti er kr. 1.000 en 500 fyrir námsmenn og öryrkja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.