Morgunblaðið - 03.06.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 03.06.2001, Blaðsíða 49
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2001 49 FRÁ HÁSKÓLA ÍSLANDS SKRÁSETNING NÝRRA STÚDENTA misseri takmarkaður (fjöldi í sviga): læknisfræði (40), hjúkrunarfræði (65), sjúkraþjálfun (18) og tannlæknadeild (6). Við nýskrásetningu skrá stúdentar sig jafnframt í námskeið á komandi haust- og vormisseri. Umsóknum um skrásetningu skal fylgja: • Ljósrit eða staðfest eftirrit af stúdentsprófsskírteini. (Ath! Öllu skírteininu. Athugið að hægt er að forskrá sig áður en til útskriftar úr framhaldsskóla kemur í vor, enda verði staðfest ljósrit af öllu stúdentsprófs- skírteininu lagt fram um leið og það liggur fyrir). • Skrásetningargjald kr. 25.000. • Ljósmynd af umsækjanda (í umslagi merktu nafni og kennitölu). Ekki er tekið á móti beiðnum um nýskrásetningu eftir að auglýstu skrásetningartímabili lýkur 6. júní nk. Athugið einnig að skrásetningargjaldið er ekki endurkræft eftir 20. ágúst 2001. Skrásetning er þegar hafin. Mætið tímanlega til að forðast örtröð. umsóknareyðublaða í anddyri Aðalbyggingar. • Áhugasviðskönnun Strong fyrir nýnema. Áhugasviðskönnunin fer fram í stofu IX í Aðalbyggingu frá kl. 10 til 15. Þeir sem forskrá sig og vilja taka áhugasviðspróf hafi beint samband við Námsráðgjöf HÍ í síma 525-4315 frá kl. 13 til 14 mánudaga til fimmtudaga. Greiða þarf 3.500 krónur fyrir áhugasviðskönnunina (ekki er tekið við greiðslu með debet- eða kreditkorti). • Stutta kynningarfundi kl. 10:00 og 13:30 um hagnýt atriði fyrir nýnema og upplýs- ingar um námsleiðir í stofu II í Aðalbyggingu. Stúdentspróf er inntökuskilyrði í allar deildir Háskólans, en athugið þó eftirfarandi: Þeir sem hyggjast skrá sig til náms í raunvísindadeild (allar greinar nema landafræði) skulu hafa stúdentspróf af náttúrufræðibraut. Í eftirtöldum greinum eru samkeppnispróf við lok haustmisseris í desember og fjöldi þeirra sem öðlast rétt til að halda áfram námi á síðara Skrásetning nýrra stúdenta til náms í Háskóla Íslands háskólaárið 2001-2002 fer fram í Nemendaskrá í Aðalbyggingu Háskólans og lýkur 6. júní 2001. Umsóknareyðublöð fást í Nemendaskrá sem opin er kl. 10 til 16 virka daga, einnig er unnt að fá umsóknareyðublöð í öllum framhaldsskólum landsins. Í Háskóla Íslands eru ellefu deildir sem hver um sig býður upp á nám til fyrstu háskólagráðu og framhaldsnám. Samtals eru 57 námsleiðir til fyrstu háskólagráðu (BA/BS/kandídatspróf), starfstengt viðbótarnám (eitt ár) eftir fyrstu háskólagráðu er í 19 greinum og 74 námsleiðir eru til meistaraprófs sem margar geta einnig leitt til doktorsprófs. Auk þess er boðið upp á stutt hagnýtt nám í nokkrum greinum. Nánari upplýsingar um nám við Háskóla Íslands er að finna á heimasíðu Háskólans, www.hi.is Námsráðgjöf Háskóla Íslands býður upp á eftirfarandi þjónustu dagana 22. maí til 6. júní frá kl. 9 til 16: • Aðstoð við útfyllingu Einkavæðing – samkeppni – neytendur STUNDUM finnst manni að þegar talað er um einkavæðingu finnist sumum það vera eins konar skamm- aryrði, það er að segja hjá stjórnar- andstöðuflokkunum sem beinlínis hafa ríkisrekstur á stefnuskrá sinni. Þessir flokkar fylgjast ekki með þró- uninni og láta sem Ísland geti dagað uppi sem náttröll meðal vestrænna þjóða. Svo lengi sem eðlileg og heilbrigð samkeppni ríkir með fyrirtækjum og stofnunum hlýtur sú stefna Sjálfstæð- isflokksins, að ríkið eigi ekki að vera að vasast í rekstri fyrirtækja og stofn- ana, að vera rétt. Jafnvel í mennta- og heilbrigðismálum getur einkavæðing og samkeppni gengið að hluta. Einka- væðing á sem flestum sviðum er stundum forsenda fyrir betri lífskjör- um og þar með betri starfsanda en hjá steinrunnum ríkisbáknum. Síðustu tíu árin hefur stjórnarfar tekið svo örum breytingum að vafalít- ið eru þetta mestu byltingarár Ís- landssögunnar. Það er engin tilviljun að Sjálfstæðisflokkurinn með Davíð Oddsson sem formann hefur stýrt þjóðarskútunni þessi ár. Stjórnmála- menn sem Davíð Oddsson fæðast ekki margir á öld; áræðinn, heilsteyptur og heiðarlegur, sem þjóðin lítur með stolti upp til. Góðærið er ekkert nátt- úrulögmál. Það er fyrst og fremst að þakka afburðastjórnvisku ríkisstjórn- ar sem ekki hefur glutrað niður þeim tækifærum sem stöðugleikinn títt- nefndi, sem komst á með samningum verkalýðsfélaga og ríkisstjórnar, bauð upp á. Það er enginn vandi að glutra niður góðum tækifærum með því að lofa öllum öllu fyrir stundarvin- sældir. Stundarvinsældir eru slæmur föru- nautur stjórnmálamanns, hann verð- ur aldrei langlífur á þingi. Ríkis- stjórnir Davíðs Oddssonar hafa notið góðra tækifæra og kunnað að nýta sér þau. Við eigum gjöful fiskimið sem gefa af sér 40–50% þjóðarteknanna ef þau eru skynsamlega nýtt. Þjóðin getur aldrei ljáð máls á því að láta ris- ann í Evrópu, ESB, ráða yfir sér og skammta okkur sem öðrum þjóðum af okkar auðlind. Stjórnarandstaðan sér fjandann í hverju horni og er þá ekki lengi að blása það upp sem þjóðargjaldþrot sé fram undan. Þá er ekki ónýtt að hafa sterka stjórn sem blæs á allan bölmóð og drífur kjark í þjóðina. Það er svo annað mál að þjóðin hefur nú um stund lifað um efni fram, enda ekki að furða þótt hún kunni sér ekki hóf eftir áratuga kyrrstöðu og stjórnleysi fyrri ára. Þegar fólk fær allt í einu svona lífsskilyrði eftir slíkt þarf það að end- urnýja bílana sína og breyta um hús- næði. Þegar bjartsýni ríkir á öllum sviðum er oft erfitt að gæta hófs. En til að rugga ekki um of þjóðarskút- unni þegar vel árar er um að gera að nema staðar og minnka um sinn út- streymi á gjaldeyri þjóðarinnar. Það sannast nefnilega alltaf gamla mál- tækið að það eyðist allt sem af er tek- ið. Sem betur fer er gróska á öllum sviðum þjóðlífsins; nær ótakmarkaðir möguleikar, bæði í fiskveiðum, iðnaði og ferðamennsku, sem eru helstu stoðir undir góðum efnahag þjóðar- innar, og alls konar tækniþróun á ótal sviðum í besta standi. Markaðir fyrir vörur okkar erlendis virðast vera góð- ir og á hægt sígandi uppleið svo ekki þarf þjóðin að kvíða þess vegna. Stóru verslunarkeðjurnar og fyrirtækin sem hafa stækkað undanfarin ár með samruna og hagræðingu bera mikla ábyrgð gagnvart hinum almenna neytanda. Þeir verða að njóta þessa samruna og þeir sem ekki láta neyt- endur njóta þessa lága verðs og þjón- ustu sem ætti að koma við slíka hag- ræðingu verða að gæta að sér. Fyrirtæki sem fara ekki að settum reglum um að framboð og eftirspurn eigi að ráða á mörkuðum verða alltaf að sjá að sér. Fyrst og síðast verða þau að skilja að án neytenda er þeirra fyrirtæki heldur lítils virði. Ef satt er að jafnvel muni tugum prósenta hvað verð á vörum í okkar helstu viðskipta- löndum sé lægra en hér hvernig fær það þá staðist, eins og stjórnarand- staðan heldur fram, að laun séu þar allt að 50% hærri? Þarna er einhver maðkur í mysunni. Er kannski eitt- hvað til í því að sumir haldi grasið grænna hinum megin við lækinn? Við skulum vona að við fáum að búa við þetta stjórnarsamstarf sem nú ríkir hér sem allra lengst. KARL ORMSSON, fv. deildarfulltrúi. Frá Karli Ormssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.